Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 22
Á meðan Reykjavíkurlistasam-
starfið liggur á gjörgæslu í póli-
tískri öndunarvél sitja flokkarnir
sem að því standa og spila Svarta
Pétur. Enginn flokkanna vill sitja
uppi með þann Svarta Pétur að
hafa verið sá sem tekur vélina úr
sambandi – að vera sá sem veitti
sigursælasta kosningasamstarfi
allra tíma meðal félagshyggju-
fólks náðarhöggið.
Yfirlýst er af fulltrúum í
Reykjavíkurlistasamstarfinu að
ekki sé uppi mikill málefnaágrein-
ingur milli flokkanna og því er
augljóst að ásteytingarsteinninn
er fyrst og síðast skipting borgar-
fulltrúa og embætta milli flokk-
anna.
Að því gefnu að málefnaágrein-
ingur sé lítill sem enginn er það
fyrst og fremst þrennt sem flokk-
arnir hafa þurft að ná samkomu-
lagi um. Í fyrsta lagi er það hlut-
fall einstakra flokka á listanum. Í
öðru lagi er það hvaða aðferð not-
uð verður til að velja á listann. Í
þriðja lagi þarf að ákveða hver
verði borgarstjóraefni og hvernig
það skuli valið. Allir hanga þessir
þættir saman og hafa áhrif hver á
annan. En þetta eru jafnframt
þættir sem geta skipt miklu út frá
sjónarhóli flokkshagsmuna hvers
aðildarflokks um sig og því kemur
ekki á óvart að í þeim kristallist
vandi kosningabandalagsins. Sá
vandi væri í sjálfu sér talsverður
þrátt fyrir að ótvíræður vilji og
áhugi væri á samstarfi og félags-
menn einstakra flokka sannfærðir
um að flokkarnir myndu græða á
að fara í samstarf. En þegar það
bætist við að í öllum flokkunum
sem standa að R-listanum eru nú
uppi verulegar efasemdir um
ágæti og möguleika sem samstarf-
ið býður upp á, þá verða þessi þrjú
atriði mjög erfið viðureignar. Það
er því raunveruleg ástæða til að
velta fyrir sér hvort það sé yfir-
leitt vilji til áframhaldandi sam-
starfs í flokkunum.
Tortryggni hefur komið í stað
eindrægni. Óskýr forusta í stað
ótvíræðs borgarstjóraefnis. Efa-
semdir um vægi flokkanna hafa
leyst af hólmi einfalda jafnræðis-
reglu og hugmyndir um R-listann
sem fjöldahreyfingu flokka og
fólks utan flokka hafa hopað fyrir
grímulausari hagsmunagæslu
flokkanna.
Það eru því mörg mein sem
hrjá þennan pólitíska sjúkling og
þau birtast okkur nær daglega í
fjölmiðlum og í fréttum. Mörður
Árnason, þingmaður Samfylking-
ar, gaf á Stöð 2 í gærmorgun
landsmönnum sýnishorn af þeim
málflutningi sem viðhafður verð-
ur ef VG tekur af skarið og ákveð-
ur að sitja uppi með Svarta Pétur.
Þá væri, sagði þingmaðurinn, VG
endanlega að festa sig í sessi sem
flokkur sem ekki gæti tekið þátt í
meirihlutasamstarfi vegna þröngt
skilgreindra flokkshagsmuna.
Slíkt myndi þá gilda um ríkis-
stjórn líka. En Samfylkingin hefur
sjálf sent út ýmsar meldingar um
að hún gæti hugsað sér að „stela“
R-listanum og láta bæði Framsókn
og VG sigla sinn sjó. Út á það gekk
yfirlýsing Össurar Skarphéðins-
sonar fyrir skemmstu og í raun
má segja að hugmyndir um að
Samfylkingin eigi að fá fleiri full-
trúa á listann en hinir gefi til
kynna sjónarmið um að í þessu
samstarfi sé Samfylkingin með
einhverjum hætti fyrsta flokks á
meðan aðrir séu annars flokks.
Þegar slíkt bætist ofan á þá til-
finningu samstarfsflokkanna –
sem líkja má við líkþorn á R-list-
anum – að Samfylkingin sé full
fyrirferðarmikil í samstarfinu,
hrakar heilsu sjúklingsins enn
frekar.
Andstaða VG við prófkjör af
einhverju tagi er heldur ekki
heilsubætandi fyrir sjúklinginn og
vinnur með áberandi hætti gegn
hugmyndinni um R-listann sem
hreyfingu fólks og flokka. Í þess-
ari spilamennsku allri eru það þó
fyrst og fremst Samfylking og VG
sem skiptast á um að draga spil,
því Framsókn er varla með og vill
allt til vinna að samstarfið haldi
áfram. Sá sem ekki spilar dregur
vissulega ekki Svarta Pétur, en
hann mun heldur ekki vinna neina
stórsigra nema taka áhættu.
En þótt þú gleymir guði þá
gleymir guð ekki þér. Á elleftu
stundu hefur nú komið fram breið-
virkandi pólitískt lyf sem ætti að
virka á allar helstu meinsemdirn-
ar sem plaga R-listann. Tillagan
um að hver flokkur tilnefni þrjá
frambjóðendur í 9 efstu sætin og
að síðan verði kosið um röð þeirra
í einhvers konar prófkjöri mætir í
raun lýstum áhyggjum og athuga-
semdum flestra. Í henni felst jafn-
ræði með flokkunum, í henni felst
ákveðin opnun gagnvart stuðn-
ingsmönnum listans, í henni felst
tækifæri fyrir flokkana til að
ræsa flokksvélar sínar og efla
innra starf með vali á frambjóð-
endum og síðan baráttu fyrir sín-
um frambjóðendum í prófkjörinu.
Síðast en ekki síst felst í slíkri til-
lögu möguleiki á að fá fram skýr-
an foringja með ótvírætt umboð.
Takist þessari „Lasarusar-til-
lögu“ ekki að vekja R-listann upp
frá dauðum er það ekki vegna
þess að tillagan eða tækifærin
voru ekki til þess. Það er þá vegna
þess að viljann vantar ñ vegna
þess að þröngir flokkshagsmunir
urðu ofan á. Flokkarnir þrír munu
þá áfram spila Svarta Pétur í
stöðnuðu ásökunarstagli hver
gagnvart öðrum, á meðan ný skip-
an tekur við í reykvískri pólitík.
Því er varla trúnandi að fleiri ferðamenn komi til Íslandsmeð hverju árinu. Sérstaða náttúru og þjóðar hlýtur aðvera einstök ef fólk er reiðubúið að borga nánast hvað
sem er til að njóta og lifa. Kostnaður við ferðalög á Íslandi er
svo ævintýralegur að ekki er unnt að sættast við hann. Verð-
munur á þjónustu hér og í öðrum löndum er svo mikill að lönd
sem teljast ekki ódýr eru allt önnur til ferðalaga en Ísland.
Bændagisting á Íslandi, með umbúin rúm og morgunverði,
kostar jafn mikið og gisting með morgunverði á hágæða hóteli
við Ráðhústorgið í miðborg Kaupmannahafnar. Allur saman-
burður er hótelinu hagstæður, svo hagstæður að ekkert er sam-
bærilegt, nema verðið sem er nánast það sama. Gisting á góðu
hóteli i miðborg Kaupmannahafnar kostar nokkru minna en
gisting á hóteli á Hellissandi og þrátt fyrir að hótelið á Sandi sé
svo sem ágætt stenst það alls ekki samanburð, ekki á nokkurn
hátt.
Það kostar minna að tjalda á tjaldstæði á Jótlandi sem hefur
einstaka þjónustu, böð, salerni, eldhús, þvottaaðstöðu og versl-
anir sem bera eigendum einstakt vitni um snyrtimennsku og
þjónustulund en að tjalda á Íslandi þar sem sumt af því sem hér
að ofan er talið stendur gestum til boða. En þá vantar snyrti-
mennskuna, þrifin og þjónustuna. Það kostar minna að vera í
þægindum í útlöndum en kaupa bara það nauðsynlegasta hér
heima.
Vel má vera að erlendum ferðamönnum eigi eftir að fjölga
enn og það er vonandi. Má vera að hátt verðlag viðgangist þar
sem þeir sem hingað komi geri það sökum sérstöðu lands og
þjóðar? Hvað sem það kostar? Gera má ráð fyrir að verðlagið
hér á landi verði til þess að sífellt fleiri Íslendingar sæki til ann-
arra landa. Ísland er ekki eins nýtt fyrir okkur og erlendum
gestum okkar og ekki getum við borgað hvað sem er fyrir að
ferðast. Og þegar við eigum þess kost að ferðast um önnur lönd
fyrir mun lægra verð hlýtur að vera eðlilegt að Íslendingar af-
þakki okrið og snúi sér annað.
Þegar borgað er sama verð í sama mánuði fyrir hágæða hót-
el í Kaupmannahöfn og bændagistingu á Íslandi er von að spurt
sé hvers vegna þetta er. Sama hvort það er vegna rekstrarum-
hverfis eða vegna græðgi skiptir ekki máli fyrir neytandann.
Það sem hann sér er ótrúlegur munur. Annað sem neytandinn
sér er að á hótelinu er allt til alls, en í bændagistingunni þarf að
biðja um kaffi, mjólk í kaffið, vatn í teið, ost á brauðið, brauð
undir ostinn og svarið er að ekki hafi verið búist við að svo
margir kæmu í morgunmat. Með svarið bíða gestirnir og borga
fyrir eins og þeir séu á fínasta hóteli í útlönum.
Þetta gengur ekki og verður að breytast. Við búum í fallegu
landi þar sem gestir eru tilbúnir að borga háar fjárhæðir fyrir
að njóta. Við verðum að stilla væntingum eða græðgi í hóf og ef-
laust aukast tekjurnar og allir una glaðir við sitt, sá sem borg-
ar og líka sá sem fær borgað. ■
12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
SIGURJÓN MAGNÚS EGILSSON
Það er dýrt að ferðast um Ísland og verðsaman-
burður við önnur lönd er óhagstæður.
Okurland
FRÁ DEGI TIL DAGS
Vi› ver›um a› stilla væntingum e›a græ›gi í hóf og eflaust
aukast tekjurnar og allir una gla›ir vi› sitt, sá sem borgar og líka
sá sem fær borga›.
Í DAG
STAÐA REYKJAVÍKUR-
LISTANS
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
Tortryggni hefur komi› í sta›
eindrægni. Ósk‡r forusta í sta›
ótvíræ›s borgarstjóraefnis.
Svarti Pétur R-listans
Stjórnlaus metnaður
Vikan gerir í síðasta tölublaði úttekt á
forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Gríms-
syni og Dorrit Moussaieff, og nefnir kosti
þeirra og galla. Er úttektin byggð á
„talnagreiningu“ sem ekki er útskýrð
nánar. En látum það liggja milli hluta.
Um kosti frú Dorritar er sagt: „Metnaðar-
full, rísandi, ábyrg (bæði í einkalífi og
starfi), kann að þjóna heildinni, gædd
ríkri sköpunargáfu, fagurkeri, unnandi
lista og fegurðar.“ Um galla
frúarinnar segir blaðið:
„Stjórnlaus metnaður á
kostnað innri þróunar
og sköpunar, of rík
skyldurækni og
ábyrgðartilfinning
sem þurrkar út áhug-
ann og lífsþorstann. Gæta þarf hófs í
öllu, líka ferðalögum og forsetaboðum.
Nauðsynlegt er að huga að einkalífinu,
ástinni, sköpuninni.“
Ábyrgur, staðfastur
Þarna var sannarlega ýmislegt fyrir frú
Dorrit til að íhuga. En víkjum þá að Ólafi
forseta. Um kosti hans segir Vikan: „Vill
hag heildarinnar sem mestan, leggur all-
an sinn metnað í að þjóna heildinni,
stendur fast á sínu, fer eigin leiðir, frum-
legur, gæddur ríkri sköpunargáfu, hreyf-
anlegur, á gott með samskipti við aðra,
ábyrgur, staðfastur en sveigjanlegur.“ Um
gallana segir blaðið: „Of mikill metnað-
ur, of rík skyldutilfinning, vill þjóna öll-
um, gera öllum til geðs, vill gera of mik-
ið, stífluð sköpunargáfa sem finnur sér
ekki heilbrigðan farveg ef hófs er ekki
gætt.“
Fædd í hlutverkið
Til að hjálpa lesendum við að melta
greininguna segir Vikan: „Eins og sjá má
af þessari talnagreiningu eru þau Dorrit
og Ólafur augsýnilega fædd í hlutverk
sitt sem forsetahjón. Á tíma hreyfanleika
og stöðugrar nýsköpunar gegna þau afar
mikilvægu hlutverki. Vinna þeirra bak við
tjöldin er trúlega mun meiri en margan
grunar.“ En þá er eins og blaðamannin-
um finnist hann vera orðinn of jákvæður
því næst segir hann: „Sú vinna kann að
vera á stundum heldur of teorísk, eða
fræðileg, af hálfu forsetans en forseta-
frúin getur iðulega hjálpað honum að
hrinda málum í framkvæmd.“
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 –
prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
f14150205_samfes_02.jpg