Fréttablaðið - 12.08.2005, Qupperneq 36
Íbúðalánasjóður hefur endur-
skoðað áætlanir um heildarútlán
fyrir þriðja og fjórða ársfjórð-
ung og aukið áætlun um heildar-
útlán ársins um átján prósent.
Heildarútlán fyrir árið 2005 eru
áætluð 75 milljarðar en fyrri
áætlun gerði ráð fyrir tæpum 64
milljörðum.
Í júlí námu heildarútlán
Íbúðalánasjóðs rúmum sex
milljörðum króna, sem er tvö-
falt hærri upphæð en á sama
tíma í fyrra. Hluti skýringarinn-
ar er hærra fasteignaverð og
hærra lánshlutfall Íbúðalána-
sjóðs.
Í tilkynningu frá Íbúðalána-
sjóði segir að útlán sjóðsins hafi
gengið vel að undanförnu og
dregið hafi úr uppgreiðslum. Í
kjölfarið hafi áætlanir verið
endurskoðaðar.
- dh
Stjórn Skandia á enn í yfirtöku-
viðræðum við suður-afríska fjár-
málafyrirtækið Old Mutual. Það var
í maí síðastliðnum sem stjórnendur
Old Mutual tilkynntu um áhuga sinn
á sænska tryggingafélaginu. Burða-
rás er næststærsti hluthafinn í
Skandia.
Markaðsvirði Skandia er svipað
og KB banka, um 370 milljarðar
króna. Ýmsir hluthafar í herbúðum
Old Mutual hafa lýst efasemdum
sínum um að félagið hafi nægjan-
legt bolmagn til að taka Skandia
yfir.
Rekstur Old Mutual gengur vel,
enda er mikill uppgangur í Suður-
Afríku og á flestum fjármálamörk-
uðum heims. Rekstrarhagnaður fé-
lagsins á fyrstu sex mánuðum árs-
ins var rúmlega 30 prósentum meiri
en á sama tíma í fyrra. - eþa
Fleiri í útrás
Íslenskir bankar eru ekki einu norrænu bankarnir í
útrásarhug. Den Danske Bank birti uppgjör í gær
og skilaði hátt í 90 milljörðum í hagnað á fyrstu
sex mánuðum ársins. Den Danske Bank hefur ver-
ið að hasla sér völl á Írlandi og nú boða forsvars-
menn bankans að þeir hyggist auka hlutdeild sína
í Svíþjóð. Markmiðið er að ná undir sig tíu pró-
sentum af sænska markaðnum fyrir árið 2010.
Þetta er um tvöföldun á markaðshlutdeildinni.
Danskir bankar hafa verið að færa sig yfir sundið
og meðal þeirra er FIH sem nú er að fullu kominn
í eigu Kaupþings banka. FIH þjónustar fyrirtæki, en
Den Danske Bank telur einmitt að skynsamlegast
sé að sækja á fyrirtækjamarkaðinn í Svíþjóð. Það
stefnir því að hart verði tekist á um markaðshlut-
deild í fjármálaþjónustu fyrirtækja í Svíþjóð á
næstunni.
Myndgæðin sigra markaðinnn
Nýir farsímar sem eru með 1,3 megapixla mynda-
vél eiga eftir að sigra heiminn á næsta ári að mati
rannsóknarfyrirtækisins ABI. Fórnarlömb þessarar
sigurgöngu eru að mati ABI núverandi myndavéla-
símar og einfaldari gerðir af stafrænum myndavél-
um. „Við teljum að innan tveggja
ára verði myndgæði í farsím-
um orðin það mikil að ekki
sé ástæða til að vera með
einfalda stafræna mynda-
vél. Þetta mun hafa mikil
áhrif á sölu einfaldari
myndavéla,“ segir í skýrsl-
unni. Í skýrslunni segir einnig
að þeir sem muni sigra á
markaðnum séu þeir sem
þegar hafa náð að hanna
síma með miklum gæð-
um. Sterkastir í þeirri bar-
áttu eru Sony Ericsson,
Nokia og Samsung að
mati skýrsluhöfrunda.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.432
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 173
Velta: 2.050 milljónir
-0,21%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Whirlpool hækkar tilboð sitt í
þriðja sinn í Maytag og býður
1,79 milljarða Bandaríkjadala í
reiðufé.
Hagnaður stærsta símafyrirtæk-
is Evrópu, Deutsche Telekom,
jókst um 63 prósent á öðrum árs-
fjórðungi.
Tommy Hilfiger sættist á að
greiða 18 milljóna króna skatta-
skuld og hækkaði gengi félagsins
í kjölfarið.
Stjórnarformaður American
Express seldi sjö prósent af hlut
sínum í félaginu og fékk fimm
milljónir Bandaríkjadala fyrir.
24 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
Peningaskápurinn…
Actavis 40,60 -0,25% ... Bakkavör
39,60 +0,00%... Burðarás 17,00 +0,59%... FL Group 14,75 +0,68% ...
Flaga 4,36 +0,23% ...HB Grandi 8,45 +0,00% ... Íslandsbanki 14,30
+0,35% ... Jarðboranir 20,80 +0,00% ... KB banki 578,00 -0,69% ... Kög-
un 57,60 0,35% ... Landsbankinn 20,60 +0,49% ... Marel 63,30 +0,48%
... SÍF 4,80 +0,00% ...Straumur 13,10 -0,389% ... Össur 85,50 +0,00%
Og Vodafone +1,97
Atlantic Petroleum +0,96%
FL Group +0,68%
Atorka -0,85%
KB banki -0,69
Straumur -0,38%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
Umsjón: nánar á visir.is
Neysluverðsvísitalan
hækkar þvert á spár.
Skuldabréfamarkaður
vaknar úr dvala. Ekki er
búist við viðbrögðum
Seðlabankans fyrr en í
haust.
Vísitala neysluverðs í ágúst 2005
hækkaði um 0,21 prósent frá fyrra
mánuði samkvæmt tölum frá Hag-
stofunni. Markaðsaðilar höfðu spáð
því að vísitalan lækkaði örlítið eða
stæði í stað.
Íslandsbanki segir að hækkanir
á fasteignamarkaði og matarverði
hafi verið meiri en gert var ráð fyr-
ir. Sumarútsölur héldu áfram og
leiddu til tæplega sjö prósenta verð-
lækkunar á fötum og skóm.
Snorri Jakobsson, hjá greiningu
KB banka, telur að markaðurinn
hafi brugðist of hart við. Gildi vísi-
tölunnar er ekki langt frá því sem
gert hafði verið ráð fyrir.
„Það má lýsa þessu fremur sem
mælingarvanda en að breytingar
hafi orðið á undirliggjandi efna-
hagslegum þáttum en krónan er
sem fyrr sterk. Það er til dæmis
spurning hvenær Hagstofan mælir
áhrifin af útsölunum og verðbreyt-
ingum á fasteignamarkaði. Ég held
að það hafi kólnað nokkuð á fast-
eignamarkaði sem mun líklega hafa
minni áhrif á vísitöluna á næstu
mánuðum.“
Mikil viðskipti voru í gær á
skuldabréfamarkaði en á fyrsta
klukkutímanum í Kauphöll Íslands
hafði verið verslað með skuldabréf
fyrir 7,5 milljarða króna. „Það er
mjög jákvætt að markaðurinn taki
við sér en hann hefur verið rólegur
í sumar,“ segir Snorri.
Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra
bréfa lækkaði en hækkaði í tilviki
verðtryggðra bréfa. Það gefur til
kynna að fjárfestar búist við frek-
ari vaxtahækkunum Seðlabankans.
Snorri telur að Seðlabankinn bregð-
ist ekki við þessari mælingu með
hækkun stýrivaxta. Sjálfur býst
hann við 25 punkta hækkun í haust.
Síðustu tólf mánuði hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 3,7
prósent en vísitala neysluverðs án
húsnæðis um 0,1 prósent. - dh / eþa
Óvæntar verðbólgufréttir
AUGLÝSTU EFTIR STARFSFÓLKI
Á RÉTTUM STAÐ
Lestur sunnudaga*
37%
60%
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
3
8
5
3
7
Þú nærð til rúmlega helmingi fleiri Íslendinga
á aldrinum 20–40 ára með því að auglýsa í atvinnublaði
Fréttablaðsins frekar en atvinnublaði Morgunblaðsins.
Á sunnudögum fylgja bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu sérblöð inni í aðalblöðunum sem fjalla
um atvinnumál. Rúmlega 60% 20–40 ára Íslendinga fletta ekki sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Láttu ekki fyrirtæki þitt verða af góðum starfsmanni með því að auglýsa á röngum stað.
*20–40 ára Íslendingar. Gallup júní 2005.
Old Mutual á enn í
vi›ræ›um vi› Skandia
BÍÐA SPENNTIR Burðarás gæti hagnast vel ef Old Mutual nær að yfirtaka Skandia.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
Lán í júlí tvöfaldast milli ára
DREGIÐ HEFUR ÚR UPPGREIÐSLUM
Guðmundur Bjarnason framkvæmdastjóri
Íbúðalánasjóðs.
Yahoo á Kínamarka›
Kínverska uppboðsfyrirtæk-
ið Alibaba er nú í eigu Ya-
hoo. eBay og Yahoo heyja
harða baráttu í Kína.
Bandaríski netrisinn Yahoo hefur
keypt fjörutíu prósenta hlut í kín-
verska fyrirtækinu Alibaba. Kaup-
verð er tæpir 65 milljarðar króna.
Alibaba er uppboðsvefur á net-
inu, að fyrirmynd hins bandaríska
eBay, og vilja Yahoo-menn með
kaupunum ráðast gegn yfirburðum
eBay í Kína.
Í kaupsamningnum felst að hætt
verður að starfrækja Yahoo-leitar-
vél í Kína og mun fyrirtækið þess í
stað starfa undir nafni Alibaba.
Þetta er stærsta fjárfesting erlends
fyrirtækis á kínverskum netmark-
aði.
Erlend netfyrirtæki hafa undan-
farið sótt af hörku inn á Kínamark-
að enda eftir miklu að slægjast.
Dæmi eru um að kínversk netfyrir-
tæki hafi margfaldast í verði á
nokkrum dögum.
eBay keypti á dögunum netfyrir-
tækið Eachnet á tæpa tólf milljarða
króna og þá yfirtók netbóksalan
Amazon helsta keppinaut sinn í
Kína, Joyo. Í Kína eru rúmlega
hundrað milljón netnotendur. - jsk
M
YN
D
/A
P
YAHOO TÍU ÁR Á NASDAQ Yahoo hefur
keypt kínverska uppboðsfyrirtækið Alibaba.
Myndin er af Jerry Yang, öðrum stofnenda
Yahoo, þegar fyrirtækið fagnaði tíu ára
markaðsafmæli sínu.
ÚTSÖLUR HÉLDU ÁFRAM Vísitala
neysluverðs hækkaði þrátt fyrir að verð á
fatnaði og skóm hafi lækkað. Almennt var
búist við að vísitalan stæði í stað eða
lækkaði.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I