Fréttablaðið - 12.08.2005, Page 38

Fréttablaðið - 12.08.2005, Page 38
„Ég ætla að leita í faðm íslenskrar náttúru, hvað svo sem verður úr því,“ segir Thor Vilhjálmsson rit- höfundur sem fagnar áttræðisaf- mæli sínu í dag. Thor gerir ekki mikið úr tilefn- inu og á ekki von á öðrum afmæl- isgestum en fjölskyldunni, enda segist hann ekki líta á dagatalið sem viðmið í sjálfu sér. „Oftar en ekki hef ég gleymt afmælinu mínu. Því er þó ekki að neita að stundum hef ég gert eitthvað í til- efni dagsins og átt góða stund með vinum mínum og vandamönnum. Það er erfitt að ætla að tíunda sér- stök augnablik sem standa upp úr, en ég kann ávallt að meta góðra manna hug,“ segir Thor og hlær. Um árabil stundaði Thor júdó af kappi og er með svarta beltið í þeirri íþrótt. Hann æfir enn til að halda sér við og segir það allra meina bót. „Ég hugsa að ég megi þakka júdóinu sem og lífsviðhorfi mínu að ég læt aldurinn ekki aftra mér. Ég held að sem flestir ættu að prófa þessa íþrótt, því hún eflir ekki síður andann en skrokkinn.“ Náttúran er Thor afar hugleik- in og hann segir Íslendinga njóta sérstakrar forgjafar hvað hana varðar og það beri að meta. „Við verðum að sjá til þess að henni verði ekki spillt svo við glötum ekki þessum verðmætum. Sjálfur reyni ég að fara sem oftast og leggjast út, ef svo má að orði kom- ast,“ segir hann kíminn. Bækur eru ær og kýr Thors og hann hefur pennann aldrei langt utan seilingar. „Skriftir eru mitt líf og ég er alltaf með eitthvað í takinu. Ég huga þó aldrei að út- gáfu fyrr en finn að ég er tilbúinn. Það er ágætt að minna sig á hið forkveðna að flas er ekki til fagn- aðar.“ ■ 26 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR CECIL B. DEMILLE (1881-1959) fæddist þennan dag. Leitar í faðm náttúrunnar THOR VILHJÁLMSSON RITHÖFUNDUR ER ÁTTRÆÐUR „Veldu tvær blaðsíður úr Biblíunni af handahófi og ég skal gera mynd úr þeim.“ - Biblíumyndir voru ær og kýr bandaríska leikstjórans Cecils B. DeMille, þar á meðal Boðorðin tíu sem skartaði Charlton Heston í hlutverki Móses. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Ester Friðjónsdóttir, Illugagötu 69, Vest- mannaeyjum, lést á heimili sínu fimmtudaginn 4. ágúst. Héðinn Kristinsson, bifreiðarstjóri, Heið- arbraut 2, Hnífsdal, andaðist á fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði, mánudaginn 8. ágúst. Sigurður Sívertsen, Þúfubarði 19, Hafn- arbarði, lést á St. Jósepsspítala mánu- daginn 1. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. JAR‹ARFARIR 13.00 Lárus Sigurðsson, kaupmaður, Arnarhrauni 19, Hafnarfirði, verð- ur jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju. 13.00 Hjörtur Sveinsson, Grænatúni 6, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 13.00 Þórhalla Eggertsdóttir, Eyjabakka 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 14.00 Skarphéðinn Agnars, yfirsíldar- og fiskmatsmaður, Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Hring- braut 67, Keflavík, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Magnús Benedikt Guðni Guð- mundsson, frá Kljá, verður jarð- sunginn frá Stykkishólmskirkju. 14.00 Guðmundur Benediktsson, fyrr- verandi útgerðarmaður frá Ár- gerði, Árskógssandi, til heimilis á Dalbæ, Dalvík, verður jarðsunginn frá Stærri-Árskógskirkju. 14.00 Brynjólfur Sigurðsson, Boðagerði 12, Kópaskeri, verður jarðsunginn frá Snartarstaðakirkju. THOR VILHJÁLMSSON Thor hefur aldrei litið á dagatalið sem sérstakt viðmið né látið aldurinn aftra sér í gegnum tíðina. Á þessum degi árið 1961 hófu Austur-Þjóðverjar framkvæmdir á Berlínarmúrnum, sem skipti Berlín- arborg í austur og vestur. Smíði múrsins olli kergju í samskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna um hríð og varð hann, þegar fram liðu stundir, tákn- gervingur kalda stríðsins. Múrinn var reistur til að stemma stigu við fólks- flótta frá Austur-Þýskalandi, en þúsundir Austur- Berlínarbúa flúðu til vesturs á sjötta áratugnum. Aðfaranótt 12. ágúst lét austur-þýska stjórnin loka öllum leiðum milli Austur- og Vestur-Berlínar með því að strengja upp gaddavír og koma fyrir varð- mönnum með hríðskotabyssur. Á næstu dögum og vikum var múrinn sjálfur reistur úr steinsteypu. Varðturnar voru settir ofan á hann og jarðsprengju- belti fyrir framan. Múrinn þjónaði tilgangi sínum vel. Bandaríkjamenn brugðust ókvæða við og íhuguðu að ryðja múrnum úr vegi með jarðýtum, en hættu við þegar Sovét- menn komu fyrir vopnuðum herdeild- um fyrir til að verja hann. Vestur-þýska stjórnin var æf yfir aðgerða- leysi Bandaríkjamanna, en John F. Kennedy Banda- ríkjaforseti tók þann pól í hæðina að múr væri betri en stríð og múrinn stóð óhaggaður í tæpa þrjá áratugi. Á þeim tíma dóu tæplega 80 manns í flóttatilraunum yfir múrinn. Þegar kommúnista- stjórnir Austur-Evrópu riðuðu til falls hver á fætur annarri árið 1989 var múrinn loksins opnaður og að lokum rifinn. Í augum margra var fall hans merki þess að kalda stríðinu væri lokið. 12. ÁGÚST 1961 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1492 Kristófer Kólumbus finnur Kanaríeyjar. 1755 Jarðbor er notaður í fyrsta sinn hér á landi. 1812 Sótthreinsandi efni notuð í skurðaðgerð í fyrsta sinn. 1972 Síðustu bandarísku landher- deildirnar yfirgefa Víetnam. 1952 Hussein ibn Talal er krýndur Jórdaníukonungur. 1957 Fyrstu stöðumælarnir á Ís- landi eru teknir í notkun. 1975 Um 1.300 þátttakendur á kristilegu stúdentamóti í Laugardagshöll veikjast af matareitrun. 1981 IBM kynnir PC-tölvuna og PC-DOS stýrikerfið. 1985 Rúmlega 500 láta lífið þeg- ar japönsk farþegaþota ferst. Berlínarmúrinn reistur Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ NAFMÆLI Þorsteinn Gylfason prófessor er 63 ára. Atli Gíslason lög- maður er 58 ára. Karl V. Matthíasson prestur er 53 ára. Ragnhildur Vigfúsdóttir, jafn- réttisfulltrúi Landsvirkjunar, er 46 ára. Halldóra Geirharðsdóttir leik- kona er 37 ára. Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrir- sæta er 26 ára. FÆDDUST fiENNAN DAG 1503 Kristján III Danakonung- ur. 1566 Ísabella Spánardrottn- ing. 1904 Alexei Romanov, sonur Rússlandskeisara. 1949 Mark Knopfler, for- sprakki Dire Straits. Elskulegi sonur okkar og bróðir, Máni Magnússon Lækjarhjalla 14, Kópavogi, lést af slysförum sunnudaginn 7. ágúst síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Hjallakirkju föstudaginn 12. ágúst kl 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Björgunarsveitina Heimamenn, Reykhólum. Foreldrar og systkini. www.steinsmidjan.is Frímerki, sem sýnir borholu á Hengli, hlaut fyrstu verðlaun í al- þjóðlegri samkeppni um þýðing- armestu frímerkjaútgáfur í Evr- ópu á síðasta ári. Samkeppnin var haldin á vegum Riccione-sýning- arinnar á Ítalíu en hún hefur und- anfarin 44 ár gengist fyrir sam- keppni um listræna hönnun frí- merkja. Póstrekendur í öllum Evrópulöndum sem aðild eiga að Alþjóðapóstsambandinu sendu frímerki í keppnina. Borholumerkið var gefið út 11. mars 2004 í röð fimm frímerkja um jarðhita á Íslandi. Verðgildi þess er 55 krónur. Önnur mynd- efni í röðinni eru raforkuhverfill á Nesjavöllum, Snorralaug í Borg- arfirði, heitt vatn á leið til Reykja- víkur og kort af Atlantshafs- hryggnum. Örn Smári Gíslason teiknari hannaði frímerkin fyrir Íslandspóst. Íslensk frímerki hafa nokkrum sinnum áður hlotið alþjóðlega við- urkenningu fyrir listræna hönn- un, þar á meðal alþjóðlegum sam- keppnum í Kanada, Frakklandi og Ítalíu. ENN GERA ÍSLENDINGAR ÞAÐ GOTT: Íslenskt frímerki ver›launa› á Ítalíu VERÐLAUNAFRÍMERKIÐ Á merkinu er mynd af borholu á Henglinum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.