Fréttablaðið - 12.08.2005, Síða 44
32 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
...tónleikum hljómsveitarinnar
Skakkamanage í garðinum við
12 Tóna, Skólavörðustíg 15
klukkan 17 í dag.
...Kammertónleikum á Kirkju-
bæjarklaustri í dag og um helg-
ina.
...opnun listahátíðarinnar Krútt,
sem fauk niður af Snæfellsnesi
um síðustu helgi, klukkan 20 í
Nýlistasafninu á morgun.
Sara Elísa Þórð-
ardóttir opnar
myndlistarsýn-
ingu klukkan
16.00 í Gallerí
Tukt í Hinu hús-
inu, Pósthús-
stræti 3-5.
„Myndirnar eru
byggðar á vél-
um, yfirleitt raf-
orkuvélum,
þetta er túlkun
mín á vélum og
snúast myndirn-
ar um orku og
afl,“ segir Sara
sem er að hefja nám í Edinborough College of
Art í Skotlandi í haust.
„Ég fer í verksmiðjur og slík húsnæði, tek
myndir og skissa upp og svo fer ég á rusla-
hauga og næ
mér í vélarbúta,“
segir listamaður-
inn sem farið
hefur víða um
lönd sinni í leit
að þess konar
efnivið, meðal
annars til Banda-
ríkjanna og Ítalíu.
„Mér finnst fólk
ekki sjá hið fal-
lega í vélum en
mér finnst vélar
fallegar og ég er
að reyna að
benda á já-
kvæðar hliðar þeirra.“
Þetta er önnur einkasýning Söru og er um
sölusýningu að ræða. Sýningin er opin frá
klukkan 9 til klukkan 17 alla virka daga.
Í kvöld klukkan 21.00 er næstsíðasta
sýning á verkinu Penetreitor eftir Ant-
hony Neilson. Sýnt er í Klink og Bank
(gengið inn frá Portinu) og er miðaverð
500 krónur. Miðapantanir í síma 6990913
& 6617510. Síðasta sýningin er svo á
morgun á sama tíma.
menning@frettabladid.is
Orka í Gallerí Tukt!
Fjölbreytt dagskrá verð-
ur á kammertónleikum á
Kirkjubæjarklaustri um
helgina þar sem ólíkir
flytjendur blanda saman
tónlist úr öllum áttum í
fjölbreytilegri þriggja
tónleika dagskrá.
Árlegir kammertónleikar á
Kirkjubæjarklaustri verða
haldnir í dag og um helgina
fimmtánda árið í röð. Flytjendur
í ár verða þau Auður Hafsteins-
dóttir fiðla, Bryndís Halla Gylfa-
dóttir selló, Edda Erlendsdóttir
píanó og listræn stjórnun, Egill
Ólafsson baríton, Olivier Mano-
ury bandóneon og Gítar Islancio
með þeim Birni Thoroddsen gít-
ar, Gunnari Þórðarsyni gítar og
Jóni Rafnssyni kontrabassa.
Þau flytja mjög fjölbreytta
efnisskrá þar sem blandast sam-
an klassísk tónlist, íslensk þjóð-
lög, tangó og djass.
Mismunandi efnisskrá er á
hverjum tónleikum fyrir sig.
Hinir fyrstu sem fara fram í
kvöld klukkan 21.00 bera yfir-
skriftina Seiðandi slavneskt-
ramm íslenskt. Þar verður flutt
verkið Ævintýri (Pohadka) fyrir
selló og píanó eftir Leos Janacek
og dúó fyrir fiðlu og selló op.7
eftir Zoltan Kodaly auk þekktra
íslenskra laga eins og Góða
veislu gjöra skal, Móðir mín í kví
kví og Krummi svaf í klettagjá.
Á laugardagstónleikunum,
sem hefjast klukkan 17.00 og
bera yfirskriftina Tangó og
swing á tánum, verða meðal ann-
ars flutt verk eftir Chick Corea,
Thelonius Monk, Astor Piazzola
og Duke Ellington.
Á sunnudaginn verður að end-
ingu flutt efnisskráin Rómantík
og rúsínur og hefjast þeir tón-
leikar klukkan 15.00. Robert
Schumann verður í aðalhlutverki
fyrir hlé þar sem flutt verða tvö
verk eftir hann: sónata í a-moll
op. 105 nr. 1 fyrir fiðlu og
Fantasiestücke op. 88 fyrir fiðlu,
selló og píanó. Auk þess verða
flutt fimm ljóð op.35 eftir
J.Kerner fyrir baríton og píanó.
Eftir hlé verður svo farið víða í
efnistökum því flutt verða verk
eftir Django Reinhardt, Jacques
Brel, Emil Thoroddsen og Egil
Ólafsson svo eitthvað sé nefnt. ■
Kammertónleikar á
Kirkubæjarklaustri
VÉLAR Myndin er af vél sem er staðsett í Rafheimum í Elliðaárdal og
framleiðir hún rafmagn. Myndin er ein af fjórtán myndum á sýningu
sem Sara Elísa Þórðardóttir opnar í Gallerí Tukt í dag.
ÞAR SEM ÍSLENDINGUM
FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA
HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00
NÁNARI UPPLÝSINGAR
LAUGARD. 13. ÁGÚST ‘05
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin alla daga frá kl. 12-18
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu
Lau 13/8 kl 14, Su 14/8 kl 14, Lau 20/8 kl 14, Su 21/8 kl 14
„Það eru tíu þúsund manns búnir að
koma á sýninguna og flestir hafa
skrifað í gestabókina og valið sína
uppáhaldsmynd,“ segir Hrönn Vil-
helmsdóttir en hún og eiginmaður
hennar hafa staðið fyrir ansi
skemmtilegri ljósmyndasýningu
„Brigði birtu og veðurs“ uppi í turni
Hallgrímskirkju í sumar. „Þetta eru
ljósmyndir sem við tókum af Hall-
grímskirkju út um eldhúsgluggann
hjá okkur á fimmtán ára tímabili,“
en á sýningunni má sjá Hallgríms-
kirkju í alla vega gervum ýmist
klædda vetrarfrakka eða umsveip-
uð rómantískri kvöldsól. „Þetta
byrjaði allt með því að við sáum svo
falleg skýjabrigði fyrir aftan kirkj-
una að maðurinn minn prílaði upp á
eldhúsbekk, setti höfuðið út um
gluggann og smellti af mynd. Svo
vatt þetta upp á sig og síðustu árin
höfum við fylgst spennt með og
smellt mynd af kirkjunni þegar
tunglið færist nær eða regnbogi
birtist.“
Sýningarlok eru um helgina en
hjónunum hefur verið boðið að sýna
„Brigði birtu og veðurs“ í Frakk-
landi. „Það var franskur sýningar-
stjóri sem kom á sýninguna í sumar
og bauð okkur að sýna myndirnar í
Strasbourg þar sem hún skipulegg-
ur sýningu um íslenska menningu
og náttúru.“
Á sunnudaginn, lokadag ljós-
myndasýningarinnar, verður frítt
upp í turn Hallgrímskirkju strax að
lokinni messu. Annars er turninn
opinn alla daga frá klukkan 9.00 til
20.00. ■
Hallgrímskirkja út um eldhúsgluggann
SPILA Í SVEITASÆLUNNI Flytjendur á kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri.
HALLGRÍMSKIRKJA Vinsælasta myndin að mati sýningargesta í Hallgrímskirkjuturni.