Fréttablaðið - 12.08.2005, Qupperneq 45
FÖSTUDAGUR 12. ágúst 2005 33
Söngkonurnar
Hulda Björk
Garðarsdóttir
sópran og Sig-
ríður Aðal-
s t e i n s d ó t t i r
mezzosópran
verða með há-
degistónleika í
Ketilhúsinu á
Akureyri í dag.
Daníel Þorsteinsson píanóleik-
ari spilar undir hjá söngkonun-
um en á tónleikunum verða flutt
klassísk lög í léttari kantinum.
Tónleikarnir eru á vegum
Listasumarsins á Akureyri og
tilvalið að brjóta upp hefðbund-
inn vinnudag með því að skella
sér í Ketilhúsið og hlusta á söng-
konurnar flytja íslensk sönglög,
aríur og dúetta úr þekktum
óperettum og óperum. Meðal
þeirra dúetta sem Hulda og Sig-
ríður flytja er dúett úr Leður-
blökunni eftir Jóhann Strauss og
Carmen eftir Bizet.
Tónleikarnir hefjast klukkan
12.05 og aðgangseyrir er 1.000
krónur. ■
Létt hádegisstemning
í Ketilhúsinu
HULDA BJÖRK
GARÐARSDÓTTIR
■ ■ TÓNLEIKAR
17.00 Hljómsveitin Skakkamanage
með tónleika í garðinum við 12
Tóna, Skólavörðustíg 15.
17.00 Tónleikar í Gallerí humar eða
frægð með hljómsveitinni Pa-
lindrome. Tónleikarnir eru liður í
tónleikaröð Grapevine og Smekk-
leysu.
21.00 Kammertónleikar á Kirkju-
bæjarklaustri haldnir í fimmtánda
sinn. Þessir tónleikar bera yfirskriftina
Seiðandi Slavneskt og Ramm-Ís-
lenskt. Flutt verða verk eftir Leos
Janacek: Ævintýri (Pohadka)fyrir selló
og píanó. Zoltan Kodaly: Dúó fyrir
fiðlu og selló op. 7 sem og íslensk
þekkt íslenskt lög. Flytjendur í ár
verða þau Auður Hafsteindóttir fiðla,
Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Edda
Erlendsdóttir píanó og listræn stjórn-
un, Egill Ólafsson bariton, Olivier
Manoury bandóneon og Gítar
Islancio með þeim Birni Thoroddsen
gítar, Gunnari Þórðarsyni gítar og
Jóni Rafnssyni kontrabassa.
■ ■ LEIKLIST
21.00 Næstsíðasta sýning á verkinu
Penetreitor eftir Anthony Neilson.
Leikarar: Jörundur Ragnarsson, Stef-
án Hallur Stefánsson & Vignir Rafn
Valþórsson. Leikstjóri: Kristín Ey-
steinsdóttir. Sýnt er í Klink og Bank
(gengið inn frá Portinu) og miðaverð
er 500 krónur. Miðapantanir í síma
6990913 & 6617510.
■ ■ OPNANIR
17.00 Elfar Guðni Þórðarson list-
málari opnar í dag sýninguna „Málað
á pallinum“ í Menningarkaffi í
Lista- og menningarverstöðinni
Hólmaröst á Stokkseyri. Myndirnar
eru flestar málaðar á pallinum við
hús Önfirðingafélagsins að Sólbakka
6 á Flateyri. Þar dvaldi Elfar Guðni í
byrjun sumars 2005 og einnig síðla
sumars 2004. Sýning Elfars Guðna
stendur til loka ágúst.
■ ■ SKEMMTANIR
Addi M spilar á Catalinu í kvöld
■ ■ SÝNINGAR
Sýningin „Sögusvið“ eftir Steinþór C
Karlsson stendur yfir á Energibarn-
um í Smáralind þar til 31. ágúst. Um
er að ræða heimildarljósmyndir um
hafið.
■ ■ DANSLEIKUR
23.00 Rokksveit Rúnars Júlíus-
sonar verður með stórdansleik á
Kringlukránni í kvöld.
Hljómsveitin Á móti sól heldur
uppi stuðinu á Players í Kópavogi í
kvöld.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur
ÁGÚST
9 10 11 12 13 14 15