Fréttablaðið - 12.08.2005, Qupperneq 46
Rokksveitin Iron Maiden, sem
hélt vel heppnaða tónleika í Egils-
höll í sumar, fær nafn sitt skráð á
frægðarstétt rokksins við Sunset
Boulevard í Hollywood 19. ágúst.
Bætist hún í hóp þekktra tón-
listamanna á borð við Elvis
Presley, John Lennon, Jimi Hend-
rix og James Brown. Iron Maiden
er þessa dagana á Ozzfest-tón-
leikaferð í Bandaríkjunum en fer
síðan til Bretlands undir lok mán-
aðarins til að spila á hátíðunum í
Reading og Leeds. Nýjasta smá-
skífulag Maiden, The Trooper,
verður gefið út á mánudaginn.
Tvöfalda tónleikaplatan Death on
the Road kemur síðan út 29. ágúst.
> Plata vikunnar ...
KAISER CHIEFS:
Employment
„Frumraun Kaiser
Chiefs er stórkost-
leg frumraun.
Metnaðarfull og skotheld rokk-
poppplata sem flestir ættu að
grípa við fyrstu hlustun. BÖS
34 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
Önnur plata hljómsveitarinnar
Leaves, The Angela Test, kemur
út á mánudag. Gífurlegt fjaðrafok
var í kringum Leaves áður en
fyrsta plata hennar, Breathe, kom
út fyrir fjórum árum. Samnefnt
smáskífulag kom snjóboltanum af
stað og fyrr en varði, áður en Lea-
ves náði að ljúka við gerð sinnar
fyrstu plötu, gerði hún útgáfu-
samning við bandaríska stórfyrir-
tækið Dreamworks sem hljóðaði
upp á sex plötur.
Vel heppnuð tónleikaferð
Síðan þá hafa nokkrar manna-
breytingar orðið á Leaves og á
síðasta ári gerði sveitin samning
við Island/Universal á næstu
fimm plötum sínum í Evrópu.
Hún hefur verið á tónleikaferð
um Bretland undanfarið til að
kynna nýju plötuna og hitaði með-
al annars upp fyrir Supergrass
fyrr í sumar. „Það gekk rosalega
vel. Þetta eru fínir gaurar og
stemningin var fín,“ segir Arnar
Guðjónsson, söngvari Leaves.
„Við förum út um helgina, en
þessi túr verður í styttri kantin-
um. Þetta er búið að ganga rosa-
lega vel og í síðasta túr vorum við
aðalnúmerið. Maður hefur séð
það aukast á þessum tónleikum að
fólkið sem mætir þekkir lögin.
Þetta er því farið að skila sér,“
segir hann.
Tilraunakenndari en áður
Að sögn Arnars er The Angela
Test miklu meiri hljóðsversplata
en Breathe. „Það er mikill munur
á hljómsveitinni sjálfri. Tónlistin
er búin að þróast mjög. Þetta
stóra bil á milli fyrstu plötunnar
og þessarar gaf okkur tíma til að
þróa sándið miklu lengra. Við
hentum mörgum lögum og eydd-
um miklum tíma saman sem band
því síðast höfðum við eiginlega
engan tíma til þess.“
Arnar segir að nýja platan snú-
ist mikið um að brjóta upp hið
hefðbundna lagaform. „Þessi
plata er miklu tilraunakenndari
en fyrsta platan en við erum samt
ekkert að fara út í einhverja sýru.
Við reyndum að halda okkur við
melódíurnar en samt að brjóta
upp þetta form og taka hlutina að-
eins lengra. Við höfum fengið
mjög góð viðbrögð við þessu nýja
efni og það verður spennandi að
sjá þegar platan kemur út. Fólk
þarf að eyða meiri tíma með þess-
ari plötu. Hún virkar kannski ekki
alveg einn, tveir og þrír.“
Langt frá Coldplay
Arnar gefur lítið fyrir saman-
burðinn við breskar sveitir á borð
við Coldplay, en nýlega var Lea-
ves sögð vera hin íslenska Cold-
play. „Mér finnst þessi saman-
burður alltaf vera að minnka. Mér
finnst þetta vera töluvert langt
frá Coldplay það sem við erum að
gera núna. Þegar við gerðum
fyrstu plötuna vildum við gera
einfalda plötu með mikið af
kassagítar. Við erum búnir að þró-
ast langt frá því núna en við
hljómuðum kannski líkt og Cold-
play þá. Núna er bara kassagítar í
tveimur lögum á plötunni.“
Upptökustjóri nýju plötunnar
var Marius DeVries, sem vann
unnið að plötunum Post og Debut
með Björk og Protection með
Massive Attack, auk þess sem hann
var tilnefndur til Grammy-verð-
launanna fyrir vinnu sína við Ray
of Light með Madonnu. „Það var
mjög gott að vinna með honum.
Lögin voru nokkurn vegin tilbúin
þegar þau komu í hljóðver en hann
kom inn með alls konar smáatriði.
Hann vann með okkur í röddunum
en hann hafði ekki mikil áhrif á
sándið í sveitinni.“
Undirbúa næstu plötu
Eftir tónleikaferðina til Bretlands
spilar Leaves á V-Festival sem
verður haldið á tveimur stöðum
fyrir utan London. Aðalnúmerin á
hátíðinni verða stór nöfn á borð
við Oasis, Franz Ferdinand og Sc-
issor Sisters. Ekki er víst hvenær
Leaves spilar hér á landi næst, en
ekki er langt síðan sveitin tróð
upp á Nasa og hitaði upp fyrir
Duran Duran.
Tónleikaferð verður farin um
Bretland í október en á nýju ári
fer sveitin hugsanlega til Banda-
ríkjanna. Þess á milli ætla Arnar
og félagar að vinna að nýju efni.
„Á meðan það eru göt reynum við
að nýta þau. Við viljum ekki lenda
í því að hafa svona langt bil á milli
platna aftur. Við erum heitir og
ætlum að reyna að keyra dálítið
vel áfram.“ freyr@frettabladid.is
tonlist@frettabladid.is
Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI
Rúnar: Solitude, Alice Cooper: Dirty Diamonds,
Janis Joplin: Pearl – Deluxe Edition, Ásgeir Ósk-
arsson: Sól og System of a Down: Mezmerize.
>
Ja
ni
s
Jo
pl
in
> Alice Cooper
Tónlistarmaðurinn Rúnar hefur sent frá
sér sína fyrstu plötu sem nefnist Solitu-
de. Platan hefur að geyma ellefu lög
eftir Rúnar sem spanna tvö ár í lífi
hans og er þeim raðað upp í tíma-
röð. Rúnar var áður í hljómsveit-
inni Náttfara sem nú er hætt
störfum. Í framhaldinu ákvað
hann að prófa hlutina upp á eig-
in spýtur og hófst handa við
gerð þessarar sólóplötu, þar sem
hann spilar einn á kassagítarinn í
flestum lögunum. „Ég ætlaði að
gera rokkplötu en þetta var ein-
hvern veginn nær mér og
áreynslulausara en nokkuð ann-
að sem ég hef gert. Ég gerði
þessa plötu fyrst og fremst fyrir
sjálfan mig og ómeðvitað urðu
lögin til í réttri tímaröð á þessu
tveggja ára ferli,“ segir Rúnar.
Rúnar hefur fengið fín viðbrögð við lögunum sín-
um og meðal annars haldið tónleika í Færeyjum
við góðar undirtektir. Hann lét aftur á móti fyrst að
sér kveða einn á báti á plötunni Sándtékk sem
kom út 2003 þar sem hann átti tvö lög.
Solitude er tilfinningaþrungin plata, þar sem
Rúnar syngur á angurværan hátt um lífið og til-
veruna líkt og þekktari trúbadorar á borð við
Damien Rice og Jeff Buckley hafa gert svo vel á
undanförnum árum. „Ég hef hlustað á þá og
tekið þá til fyrirmyndar en mest hef ég reynt að
hlusta á sjálfan mig. Þessi plata er eiginlega
uppgjör við sjálfan mig,“ segir hann.
Rúnar ætlar að flytja til Kína á næstunni, en þangað
fór hann einnig fyrr í sumar. Þar ætlar hann að búa
um hríð og meðal annars taka upp aðra plötu.
Fyrst ætlar hann þó að halda útgáfutónleika vegna
Solitude hér á landi í kringum Menningarnótt.
Uppgjör vi› sjálfan mig
> Popptextinn ...
„I want to kiss you but I want it
too much (too much)
I want to taste you but your lips
are venomous poison
You’re poison running through
my veins.“
- Rokkarinn Alice Cooper
syngur væntanlega slagar-
ann Poison á tónleikun-
um í Kaplakrika annað
kvöld.
Nýjasta æðið!
Scooterhjól með mótor
í fyrsta sinn á Íslandi!
Engin trygging
nauðsynleg - flokkast
sem reiðhjól.
Notist á gangstéttum.
Engin aldurstakmörk.
Munið eftir
hjálmunum!
Vegna mikillar eftir-
spurnar byrjum við í dag!
Sími: 869 0898
Í dag: Egilsstöðum, við Bónus frá kl. 13 - 15 - Reyðarfirði, 16 - 18
Erum á ferð um landið:
Hið hefðbundna lagaform brotið upp
Ákæra dregin
til baka
Förðunardaman Kylie Bell hefur
dregið til baka nauðgunarákæru
sína gegn rapparanum og Íslands-
vininum Snoop Dogg. Bell hélt því
fram að rapparinn hefði nauðgað
sér ásamt fjórum félögum sínum í
búningsherbergi eftir upptökur á
þættinum Jimmy Kimmel Live á
ABC-sjónvarpsstöðinni fyrir
tveimur árum. Hún sagðist hafa
verið með óráði eftir að hafa feng-
ið sér drykk baksviðs og
hafði því enga stjórn
á líkama sínum. Sak-
aði hún Snoop og fé-
laga um að hafa
nýtt sér ástand
hennar og nauðgað
henni. Bell krafðist
1,6 milljarða króna
í skaðabætur en
segist nú hafa
leyst málið í
vinsemd.
IRON MAIDEN Rokksveitin Iron
Maiden spilaði í Egilshöll í sumar við
góðar undirtektir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
RÚNAR Tónlistarmaðurinn Rúnar er að gefa út sína
fyrstu sólóplötu.
The Magic Numbers: The
Magic Numbers „Frumraun The Magic
Numbers er afbragð. Plata fyrir þá sem sækja í
góðar lagasmíðar og vingjarnlega strauma. Falleg
plata sem gerir daginn örlítið betri.“
BÖS
M.I.A.: Arular „Frumraun M.I.A. er með
þeim magnaðri í áraraðir. Þessi plata er svo heit að
hún á eftir að brenna harða diskinn ykkar. Ólíkt flestu
sem þið hafið heyrt áður og algjör skyldueign.“
BÖS
The Duke Spirit: Cuts Across
the Land „The Duke Spirit er ný töffarasveit
frá London sem var að gefa út fyrstu plötu sína.
Þetta er töffararokk eftir formúlunni, tekur litla
áhættu, en útkoman er vel yfir meðallagi. Ekki
skemmir að það er ljóska í fremstu víglínu með
blúsaða sandpappírsrödd.“
BÖS
Björk: Drawing Restraint 9
„Björk fer lengra með pælingarnar á Medúllu og
skilar frá sér skrítinni plötu, sem þó á sín aðgengi-
legu augnablik. Eflaust á þessi plata vel við kvik-
mynd eiginmannsins en ein og sér er hún ekkert
sérlega heillandi.“
FB
Birgir Örn Steinarsson / Freyr Bjarnason
GREEN DAY Banda-
ríska rokksveitin
Green Day er komin
í toppsætið X-listans.
[ TOPP 10 ]
X-IÐ 977
GREEN DAY
Wake Me Up When September
AUDIOSLAVE
Your Time Has Come
THE VIKING GIANT SHOW
Party at the White House
RASS
Burt með kvótann
SYSTEM OF A DOWN
Old School Hollywood
WEEZER
We Are All on Drugs
TRABANT
Maria
WHITE STRIPES
My Doorbell
JAN MAYEN
Nick Cave
CYNIC GURU
Drugs
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
[ SMS ]
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
Á fræg›arstétt rokksins
LEAVES Hljómsveitin Leaves gefur út plötuna The Angela Test á mánudag.