Fréttablaðið - 12.08.2005, Qupperneq 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Fanga-
grúppíur
Það er orðið langt síðan ég lasSjálfstætt fólk, en það er eins
og mig minni að Bjartur í Sumar-
húsum hafi sagt eitthvað á þá leið
að aumt væri mannfólkið, en
aumara væri kvenfólkið. Kenningin
sú situr pikkföst í hausnum á mér
þessa dagana, þegar sjónvarps-
stöðvar í Ameríku keppast um að
finna upp nýjasta hjólið; það er að
segja, svarið við því hvers vegna
konur giftast morðingjum og
nauðgurum, sem sitja í fangelsum,
jafnvel bíðandi eftir að dauðadómi
verði fullnægt. Strákarnir á dauða-
deildinni eru vinsælastir. Fram að
þessu hafa fanga-grúppíur þótt
fyndnar. En ekki lengur. Það er ger-
samlega gengið fram af mann-
skapnum.
TIL að byrja með var eitt atriði
sem vafðist fyrir ykkar einlægu:
Hvernig í fjáranum komast mann-
fýlur sem sitja í grjótinu fyrir
óhugnanlega glæpi í samband við
konur utan múranna? Auðvitað, í
gegnum netið. Svo byrja þær að
heimsækja þá, ástin blossar upp í
hjörtunum, svo er gift sig og lifað í
hamingjusamri fjarbúð, með áköf-
um heimsóknum, þar til yfir lýkur.
Sumt af þessu fólki eignast börn.
Föngunum líður betur. Svo mannúð-
legt.
KALLIÐ mig harðbrjósta ef þið
viljið en ég skil ekki svona vitleysu.
Fyrir mér er þetta mannúðar-rang-
staða. Mig hefur alltaf grunað að
einn daginn myndi hið fullkomna
gæfuleysi í þessu fyrirkomulagi
birtast okkur. Og, vei ó vei, hvað
gerðist ekki í fyrradag? Ein af
grúppíunum, skaut lögreglumann
og bjargaði sínum einkaglæponi úr
klóm réttvísinnar í rúman sólar-
hring. Sú er fyrrverandi hjúkka í
fangelsinu og hefur greinilega orð-
ið svo hrifin af lífinu á því heimili
að hún varð sjálfri sér úti um ævi-
langa vist þar.
ÞAR sem verstu glæponarnir eru
vinsælastir, hlýtur maður að bíða
spenntur eftir því að Saddam
Hussein verði dæmdur. Það verður
æsispennandi að sjá hver hlýtur
hnossið í kjölfarið. Eitt er víst.
Samkeppnin verður hörð því þeir
gerast varla ömurlegri en hann.
Þangað til bíðum við spennt eftir
svarinu við því hvað sé eiginlega að
þessum konum sem sýna þeim
mannúð sem hafa sjálfir aldrei
skilið hvað felst í því hugtaki. ■
SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR
BAKÞANKAR