Fréttablaðið - 23.08.2005, Page 16
Litlar fréttir er að hafa af sumar-
leyfisævintýrum hjá Jónu Lísu Þor-
steinsdóttur, presti á Akureyri. „Ég tók
ekkert sumarfrí í ár og sumarið fór því
hálfpartinn framhjá mér,“ segir hún.
Ástæðan er hvorki frjókornaofnæmi
né ótti við geitunga heldur er Jóna
Lísa á leið í burtu. „Ég hætti hérna í
haust og flyst til Kanaríeyja.“
Seint í október heldur hún í humátt á
eftir farfuglunum og ætlar, eins og
þeir, að verja vetrarmánuðunum í sól
og sumaryl. „Það hefur lengi togað í
mig að vera á Kanarí á veturna, sér-
staklega eftir að ég fór að vinna fyrir
kirkjuna.“ Jóna Lísa telur gott að
prestur sé á eyjunum yfir veturinn
þegar nokkur þúsund Íslendingar eru
þar saman komnir og stefnir að
helgihaldi um jól og páska.
Hún verður í hálfu starfi hjá
Sumarferðum og hyggst svo
nýta lausar stundir til göngu-
ferða, lesturs og skrifta.
Það verður þó ekki auðvelt fyrir
Jónu Lísu að hverfa frá Akureyri
þar sem hún hefur unnið fyrir
kirkjuna í níu ár. „Það verður
erfitt að kveðja þegar þar að
kemur,“ segir hún.
Jóna Lísa kynntist Kanaríeyjum
fyrir tæpum 30 árum þegar
bróðir hennar var þar fararstjóri
hjá ferðaskrifstofunni Sunnu.
„Ég heillaðist strax af staðnum
og líður mjög vel þar. Loftslagið
er yndislegt og ég hef kynnst
þar mörgu góðu fólki.“
16 23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Tungl í ljóni gefur lit
Áhrifa fulls tungl á föstu-
dag gætti enn á laugar-
dag, segir Gunnlaugur
Guðmundsson stjörnu-
spekingur. Fólk verður
oft ergilegra daginn eftir
fullt tungl, þegar vaxtar-
krafturinn minnkar.
Tólf sinnum á ári þykjast margir
sjá breytingar á fólki og dýrum,
með fullu tungli. Geðveikir og
flogaveikir voru eitt sinn sagðir
þjáðir af tunglsýki. Ljósmæður
segjast sjá meira líf í kringum
fæðingar á fullu tungli og bænd-
ur kíkja í útihúsin. Geir Jón
Þórisson, yfirlögregluþjónn í
Reykjavík, hefur oft sagt að það
viti ekki á gott fyrir lögregluna
þegar fullt tungl er, líkt og var nú
um helgina, en mikil átök ein-
kenndu Menn-
ingarnótt.
Það var þó á
f ö s t u d a g i n n ,
rétt fyrir klukk-
an 18, sem fullt
tungl var, en
ekki á laugar-
daginn. Gunn-
laugur Guð-
m u n d s s o n
stjörnuspeking-
ur segir að áhrif
fulls tungls gæti í þrjá daga, dag-
inn á undan og á eftir. Stemningin
breytist þó þegar fullu tungli sé
náð. „Það er meiri gleði þegar
tunglið fer í fyllinguna, en þegar
vaxtarkrafturinn minnkar verður
fólk ergilegra. Þá er farið að fjara
undan kraftinum.“ Það ástand á
við á laugardagskvöldið þegar
komið var fram yfir fullt tungl.
Áhrif tungls á líkamann komi til
vegna þess að við erum sjötíu pró-
sent vatn, og flóð og fjara eigi við
vatnið í líkamanum eins og annað
vatn.
Gunnlaugur segir tunglið
almennt opna á tilfinningar, fólk
verði opnara og meira örvandi og
meira fjör sé á skemmtistöðum.
„Mér hefur alltaf fundist
skemmtilegra, ef ég á annað borð
er að fara út, að fara á fullu
tungli.“
Tunglin tólf hafa sín mismun-
andi einkenni, eftir því sem
Gunnlaugur segir. Í þetta sinn
var tungl í ljóni og vatnsbera, en
í ljóninu er mikið líf. Hann bend-
ir á Menningarnótt og Hinsegin
dagar séu haldnir í ljónsmerkinu
og þær hátíðir séu mun litríkari
en til dæmis 17. júní. „Ef fullt
tungl er í nautinu, voginni eða
krabbanum, þá er fólk rólegra.
Þegar fullt tungl er í steingeit er
fólk agaðra.“
svanborg@frettabladid.is
fia› ver›ur erfitt a› kve›ja
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓNA LÍSA ÞORSTEINSDÓTTIR, PRESTUR Í AKUREYRARKIRKJU
nær og fjær
„fieir voru víst alveg
foxillir yfir flessu í
Warner Bros.“
JÓN PÁLL ÁSGEIRSSON, STÝRIMAÐUR
Á ÓÐNI, Í FRÉTTABLAÐINU.
„Ég ætla a› reyna a›
bæta mig sem skák-
ma›ur og svo kemur í
ljós hversu langt metn-
a›urinn drífur mig.“
HANNES HLÍFAR STEFÁNSSON,
ÍSLANDSMEISTARI Í SKÁK, Í FRÉTTA-
BLAÐINU.
OR‹RÉTT„ “
GUNNLAUGUR
GUÐMUNDSSON
Stjörnuspekingur.
ÝLFRAÐ TIL TUNGLSINS Á fullu tungli bregður fyrir auknu lífi og tilfinningum. Stundum verða það jákvæðar og skemmtilegar tilfinn-
ingar. Á öðrum stundum brjótast þær út í ergelsi og ofbeldi.
Ellefu dagar í Landsmót hagyrðinga á Hótel Sögu:
Hagyr›ingar eru skríti› fólk
Hagyrðingar landsins bíða þess nú
að laugardagurinn 3. september
renni upp en þá halda þeir árlegt
landsmót sitt. „Undirbúningur geng-
ur vel en það getur verið erfitt að ná
hagyrðingum saman því sum okkar
eru jú stórskrítin,“ segir Sigrún Har-
aldsdóttir hagyrðingur, sem stendur
í undirbúningi ásamt fleirum.
Þetta er í sautjánda sinn sem
Landsmót hagyrðinga er haldið en
fyrst var það á Skagaströnd árið
1989. Þátttakendur eru jafnan á bil-
inu 100 til 200 en metfjöldi var á
mótinu 1995 sem haldið var í
Reykjavík, það sóttu á milli 300 og
400 manns.
Hefð er komin á mótshaldið og
verða stefin kunnugleg þeim er til
þekkja; Matur, mjöður, ávarp heið-
ursgests, kveðskapur og kvæða-
mennska og dans að lokum. Ógjörn-
ingur er að toga upp úr Sigrúnu
hver heiðursgestur kvöldsins verð-
ur enda ekki frágengið að fullu.
Fréttablaðið hefur þó vonir um að
geta skýrt frá því síðar í vikunni.
Sigrún hvetur hagyrðinga nær
og fjær til þess að sækja mótið og
leggur til að fólk taki sig saman og
komi til samkomunnar á langferða-
bifreiðum. „Það skapast alltaf svo
skemmtileg stemning í rútum og oft
verða til góðar vísur,“ segir hún til
útskýringar.
Fólk er vitaskuld hvatt til að láta
ljós sitt skína á Landsmótinu en
réttast væri af viðkvæmum að láta
það ógert. „Menn verða nefnilega
að una því að sitja undir gagnrýni,
ef illa er kveðið.“ - bþs
MÆLIR MEÐ RÚTUNNI Sigrún Haralds-
dóttir hvetur fólk til að sækja Landsmót
hagyrðinga í langferðabifreiðum. „Það
skapast alltaf svo skemmtileg stemning í
rútum og oft verða til góðar vísur.“
Í tilefni af komandi mótshaldi orti
Davíð Hjálmar Haraldsson á Akureyri:
Hagyrðinga háttalag
hláturs, vekur óma.
Látum annan laugardag
ljóð og stökur hljóma.
M
YN
D
/
G
VA
Landbúnaðarsýningin:
M‡sla mar›i
sigur
Kýrin Mýsla frá Efra-Ási í Hjalta-
dal bar sigur úr býtum á kúasýn-
ingunni Kýr 2005 sem haldin var í
tengslum við Landbúnaðarsýning-
una Fluguna í Skagafirði um helg-
ina.
Mýsla er fimm ára og undan
nautinu Krossa og kýrinni Hvít-
kollu. Hún er brandkrossótt og
hin glæsilegasta í alla staði. Með-
alnyt Mýslu eru 6.987 kíló mjólk-
ur, fituprósentan er 4,49 og
próteinprósentan 3,50.
K y n -
b ó t a -
m a t
Mýslu
er mjög
hátt eða 124
stig og í útlits-
einkunn hlaut hún
86 stig.
Í öðru sæti í
keppninni varð
kýrin Lind frá
Birkihlíð og í
þriðja sæti
varð Padda frá
Sólheimum.
- bþs
Á BRATTANN AÐ SÆKJA Keppendur í
svissneska fjallahjólreiðamaraþoninu
þurftu að kljást við snjó og kulda í keppn-
inni miklu um helgina. 4.000 keppendur
voru skráðir til leiks en talsvert færri skil-
uðu sér í mark.