Fréttablaðið - 23.08.2005, Page 32

Fréttablaðið - 23.08.2005, Page 32
Þá er skólastarf hafið á nýjan leik. Sumarleyfum er lokið og fram undan er nám og starf í skólunum fram á vor. Fyrstu skóladögunum fylgir gleði, eftirvænting, spenna, tilhlökk- un og jafnvel kvíði. Fram undan er mikilvægt verkefni, að fræð- ast og þroskast í leik og í starfi. Nám er ein af grunnþörfum mannsins. Við höfum sífellda þörf fyrir að læra eitthvað nýtt, takast á við ný verkefni og víkka sjóndeildarhring okkar. Það er hins vegar misjafnt hvernig til tekst. Á Íslandi telj- um við það sjálfsagt að allir læri að lesa og skrifa en svo er ekki alls staðar í heiminum. Börn sem ekki fá tækifæri til að læra og mennta sig þrá fátt jafn mikið enda vita þau sem er að þekking er forsenda árangurs. Þekking er víðtækt hugtak. Það er okkur öllum nauðsynlegt að kunna að næra okkur og hirða og takast á við ólíkar að- stæður. Kannski er það síðast- nefnda enn mikilvægara á Ís- landi en víða annars staðar. Við búum við óblíð náttúruöfl. Yfir okkur vofir ógn eldgosa, jarð- skjálfta og flóða auk snjóflóða og erfiðs veðurfars. Ef við eigum að geta búið í þessu landi óttalaus verðum við að kunna að takast á við þær aðstæður sem búast má við. Þess vegna er kannski til dæmis mikilvægara að íslensk börn læri jarðfræði en jafnaldrar þeirra víða annars staðar í heiminum. Hekla gýs nokkuð reglulega og Katla er vöktuð eins og kona sem komin er með hríðir. Land skelfur jafnt og þétt og talað er um að búast megi við öðrum Suðurlandsskjálfta, eldgosum á Reykjanesi og svo mætti áfram telja. Það er löngu þekkt staðreynd að vanþekking elur á ótta. Við óttumst frekar það sem við þekkjum ekki né skiljum en síður það sem við þekkjum vel. Ef við höfum lært um eðli eld- fjalla, hvernig þau haga sér, hvenær búast má við eldgosum, hvað gerist í eldgosum og hvað þarf að varast erum við reiðu- búin þegar þar að kemur. Þá vitum við að ekkert er að óttast, við höfum tök á aðstæðum og kunnum að bregðast við. Við þurfum að kenna börnunum okkar að skilja og þekkja landið og náttúru þess, lifa með ógnum hennar og nýta gæði hennar. Vonandi hafa foreldrar haft tækifæri til að vera á faralds- fæti með börnum sínum um landið í sumar, kenna þeim að þekkja blóm og fugla og þessa dagana er sjálfsagt að drífa sig í berjamó. Allt er þetta hluti af því að þekkja umhverfi sitt. Við þurfum að kunna að klæða okkur miðað við aðstæður, hafa skjólgóðan fatnað og góða skó og föt til skiptanna því á Íslandi getur rigningin komið algjör- lega að óvörum og rennbleytt okkur á svipstundu. Við þurfum að kunna að ganga í hrauni og móum, vaða læki og ár og ganga brattar brekkur, jafnt upp sem niður. Þetta kann ekki sá sem ekki fær tækifæri til að spreyta sig. Sá sem aldrei hefur fengið að sulla í á kann ekki að vaða hana. Sá sem alltaf gengur á malbiki er í stökum vandræðum þegar út af því er komið. Við þurfum að þjálfa börn okkar í því að takast á við ólíkar aðstæður, í byggð og í óbyggð- um, á malbiki og öræfum. Við þurfum að kenna þeim að rata um landið, þekkja það og skilja eðli náttúrunnar umhverfis okkur. Aðeins þannig geta þau notið þess að búa í þessu stór- kostlega landi sem býður fjöl- breyttari náttúru en flest ná- grannalönd okkar og jafnvel þótt víðar væri leitað. Þetta er samstarfsverkefni heimila og skóla eins og reyndar svo margt sem lýtur að uppeldi barna. Vonandi fá flest skólabörn tæki- færi til útivistar í skólanum sínum en það er þó enn brýnna að þau fái tækifæri til slíks með fjölskyldum sínum. Það er svo óendanlega skemmtilegt að fara í rannsóknarleiðangra úti í nátt- úrunni, skoða blómin, rannsaka hella, sulla í ám og lækjum, tína ber og brölta í brekkum. Það er síðan hlutverk skólanna að kenna börnunum að þekkja eðli náttúrunnar, skilja jarðfræði, eðli jökla og fljóta og við hverju má búast í umhverfi okkar – að svo miklu leyti sem það er hægt. ■ Þeim atvinnurekendum fer nú fjölgandi sem sækjast eftirvinnukrafti fólks sem komið er yfir miðjan aldur. Um fyrrihelgi auglýsti Húsasmiðjan eftir eldra fólki til afgreiðslu- starfa og var sérstaklega vísað til þess að sóst væri eftir reynslu þess. Á sunnudaginn síðasta var í auglýsingu frá Íþrótta- og tóm- stundasviði Reykjavíkur spurt: „Ertu á besta aldri? Viltu miðla af reynslu þinni til unga fólksins? Manstu gömlu góðu leikina eða kanntu sniðugar sögur?“ Í boði eru störf á frístundaheimilum borg- arinnar og sveigjanlegur vinnutími allt niður í nokkrar stundir á viku. Einnig hafa bæði formaður menntaráðs og sviðstjóri Mennta- sviðs borgarinnar látið hafa eftir sér að til greina komi að ráða eldri borgara til starfa á leikskólum en þar er mikil mannekla eins og títt er á haustin. Eftirspurn eftir starfskröftum eldri borgara er ein birtingar- mynd þeirrar þenslu sem ríkir á vinnumarkaði, mun fleiri störf eru nú í boði en unnt virðist vera að manna með því vinnuafli sem hefur verið virkt á markaðinum. En það er ekki bara þenslan sem leiðir þetta af sér heldur ákveðin viðhorfsbreyting sem á sér ekki bara stað hér á landi heldur einnig í löndum í kringum okkur. Sú æskudýrkun sem lengi hefur loðað við vinnumarkaðinn virðist að einhverju leyti vera á undanhaldi. Þegar kemur að störfum þar sem reynsla og áhugi fyrir starfinu eru grundvallaratriði, frekar en menntun, virðist í vaxandi mæli vera sóst eftir eldra fólki til starfa, eða “gráa gullinu” eins og þessi hópur er stundum kallaður. Vissulega eru ekki há laun í boði en í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í vikunni kom þó fram að hjá Húsasmiðjunni, þar sem þegar hefur talsvert verið ráðið af eldri borgurum til afgreiðslustarfa, eru þeim ekki greidd lágmarkslaun heldur umfram þau. Atvinnuþátttaka fólks sem komið er yfir miðjan aldur er ekki bara mikilvægur valkostur fyrir hvern og einn sem í hlut á. Breið aldursdreifing á vinnustöðum er yfirleitt til mikilla bóta. Starfs- umhverfið verður fjölbreytilegra, meira krefjandi og skemmti- legra en þar sem einsleitur aldurshópur starfar. Þetta ætti að skila sér í betri starfsanda og um leið skilvirkari vinnu. Mikilvægt er að eldri borgarar geti tekið þátt í atvinnulífinu. Því þarf skatta-, eftirlauna- og lífeyrisumhverfið að vera þannig að aðlaðandi sé fyrir þennan hóp að fara út á vinnumarkaðinn. Fram kom í fréttum um daginn að Danir væru að laga sína löggjöf að þessu breytta viðhorfi og það þarf einnig að gera hér. Gæta þarf þess um leið að skerða á engan hátt grundvallarréttindi fólks til lífeyris. Frelsið til að velja er mikilvægt. Það skiptir miklu fyrir sjálfs- mynd fólks sem vill vinna að fá að vinna. Ekki má þó heldur gleyma því að fjölmargir sem unnið hafa mislanga starfsævi hafa enga þörf fyrir að taka þátt í atvinnulífinu eftir að eftirlaunaldri er náð og eiga sinn rétt til að taka sín eftirlaun og lífeyri án þess að samfélagið geri kröfu um atvinnuþátttöku þess. Mæta þarf þörfum beggja þessara hópa. 23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Sóst er eftir vinnukrafti eldri borgara bæði í einkageiranum og þeim opinbera. Frelsi til a› velja FRÁ DEGI TIL DAGS Atvinnuflátttaka fólks sem komi› er yfir mi›jan aldur er ekki bara mikilvægur valkostur fyrir hvern og einn sem í hlut á. Brei› aldursdreifing á vinnustö›um er yfirleitt til mikilla bóta. Lofthitinn eykst „Veðurfarsbreytingar síðari ára hafa sýnt að lofthitinn hefur farið vaxandi á öllu meginlandi jarðar... Mest hefur hita- aukningin orðið í nyrstu löndum Evrópu og á pólarsvæðinu. ... Sá hluti golfstraumsins sem fellur milli Noregs og [Svalbarða] inn í íshafið hefur veru- lega hlýnað á sama tíma. Rannsóknir á yfirborði Ermarsunds, Norðursjávarins og írska hafsins hafa og sýnt svipaða niðurstöðu. Það er því staðreynd að golfstraumurinn hefur flutt með sér meiri hita á seinustu árum en áður og þess vegna hefur vetrarveðr- áttan hlýnað í Norður-Evrópu.“ Margvísleg áhrif Ofangreint eru glefsur úr athyglisverðri grein sem ber yfirskriftina „Loftslags- breyting síðari ára og áhrif hennar“. Enn skal vitnað í greinina: „Hitaaukn- ingin í loftinu og sjónum hefur marg- vísleg áhrif, einkum í íshafslöndunum. Jöklarnir minnka og rekísinn berst skemmra suður. Firði og ár brýtur upp fyrr á vorin og leggur síðar á haustin. ... Fuglarnir byrja að verpa fyrr á vorin og sumir þeirra sem fóru til suðlægari landa á haustin dvelja nú allan ársins hring á norðurslóðum. Ýmis dýr sem ekki hafa getað hafst við í íshafslönd- unum hafa þrifist þar á síðari árum. ... Grasvöxtur byrjar fyrr en áður, skóg- gróðurinn hefur færst norðar og korn er nú ræktað á ýmsum stöðum þar sem ekki var viðlit að rækta það áður“. Mesta breytingin Höfundur greinarinnar segir að fullyrða megi að aukning lofthitans síðari árin sé mesta loftslagsbreytingin sem dæmi séu til um síðan veðurfarsrann- sóknir hófust og að hún hafi mjög þýðingarmiklar afleiðingar fyrir at- vinnulífið, fiskveiðar, dýraveiðar, land- búnað og skógarhögg. Eitthvað hljóm- ar þetta nú allt kunnuglega. Er þetta kannski tilvitnun í Fréttablaðið í gær? Ekki er það nú. Þetta er forsíðufrétt sem birtist í Tímanum fyrir sextíu og sex árum, 29. apríl árið 1939. Ekkert er nýtt undir sólinni. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG SKÓLINN BYRJAR INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Vi› flurfum a› kunna a› ganga í hrauni og móum, va›a læki og ár og ganga brattar brekkur, jafnt upp sem ni›ur. fietta kann ekki sá sem ekki fær tæki- færi til a› spreyta sig. Sá sem aldrei hefur fengi› a› sulla í á kann ekki a› va›a hana. Sá sem alltaf gengur á malbiki er í stökum vandræ›um fleg- ar út af flví er komi›. Í skólanum er skemmtilegt a› vera

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.