Fréttablaðið - 23.08.2005, Page 34

Fréttablaðið - 23.08.2005, Page 34
„Ég er í starfskynningu þessa dagana til að fá tilfinningu fyrir starfinu,“ segir Guðmundur G. Gunnarsson sem á föstudag tekur við bæjarstjóraembættinu á Álfta- nesi. Rekstur sveitarfélagsins er honum ekki með öllu ókunnur því Guðmundur hefur starfað að mál- efnum þess í hartnær tuttugu ár og lengi verið oddviti. Margt hefur breyst á Álftanesi síðan Guðmundur og fjölskylda fluttust þangað fyrir 30 árum. „Þá bjuggu hér um 340 manns, hænur voru á vappi og kýr og kindur á beit,“ rifjar hann upp. Nú eru íbúarnir um 2.200 og kýrnar farnar en enn eru haldnar nokkrar rollur á bænum Sviðholti sem rekur sögu sína aftur til landnáms. Guðmundur segir náungakær- leik og samhug ríkja meðal Álftnes- inga og þeir sem einu sinni hafi búið þar sæki þangað aftur. „Við sjáum það núna að ungt fólk – börn Álft- nesinga – er að flytja hingað á ný eftir að hafa þurft að fara frá okkur um tíma vegna húsnæðisskorts. Mikið hefur verið byggt að undan- förnu og bara á þessu kjörtímabili hafa á annað hundrað íbúðir verið reistar,“ segir Guðmundur en dætur hans tvær búa á Nesinu með sínum fjölskyldum en þriðja dóttir- in býr í Lúxemborg. „Hún byggi eflaust á Álftanesi ef hún væri á Ís- landi,“ segir Guðmundur og hlær. Forsetasetrið að Bessastöðum setur vissulega svip sinn á Álftanes og um einn þriðji alls jarðnæðis sveitarfélagsins tilheyrir Bessa- stöðum. Guðmundur segir sambúð- ina við forsetann ganga vel. „Sam- skiptin við núverandi forseta eru mjög góð og þannig hefur það alltaf verið.“ Guðmundur er vélvirki að mennt og rak um árabil fyrirtæki með öðrum bæjarstjóra á höfuð- borgarsvæðinu; nefnilega Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra í Kópa- vogi. Má heita merkilegt að gömlu samstarfsmennirnir í verktökunni séu orðnir bæjarstjórar nágranna- bæja og taki við störfum sínum sama árið. „Við skildum að skiptum 1994, hann hélt áfram en ég stofnaði fiskflutningafyrirtækið Lífæð. Ég hætti sem sagt að flytja mold og grjót og flutti fisk í staðinn.“ Með þeim Guðmundi og Gunnari ríkir enn góður vinskapur og segir Guð- mundur að það hafi verið á við há- skólanám að starfa með Gunnari, slíkur viskubrunnur sé hann. Guðmundur er bjartsýnn á framtíð Álftaness enda uppgangur- inn mikill nú um stundir. Hann hlakkar líka til að taka við nýja starfinu og trúir að áfram verði blómlegt á nesinu fagra. ■ 22 23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR Fetar í fótspor góðvinar GUÐMUNDUR G. GUNNARSSON VERÐUR BÆJARSTJÓRI Á ÁLFTANESI: timamot@frettabladid.is GUÐMUNDUR G. GUNNARSSON Útlit nýja bæjarstjórans á Álftanesi kann að koma einhverjum á óvart því um helgina tók hann sig til og rakaði af sér skeggið sem prýtt hefur andlit hans um árabil. Þennan dag árið 1985 kom í ljós að yf- irmaður vestur-þýsku öryggisþjónust- unnar hafði í lengri tíma starfað sem njósnari fyrir Austur-Þjóðverja. Svik Hans-Joachim Tiedge komu í ljós þegar hann flúði yfir til Austur-Þýskalands en yfirvöld þar í landi tilkynntu um liðhlaup njósnarans. Einnig greindu þau frá því að á síðustu átján mánuðum hefðu nærri 170 vestur-þýskir njósnarar í Aust- ur-Þýskalandi verið teknir höndum vegna upplýsinga sem Tiedge veitti. Þegar öryggissveitir leituðu í híbýlum Tiedge í Köln komu í ljós ýmis skjöl sem innihéldu ríkisleyndarmál. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, lýsti at- hæfi Tiedge sem meiriháttar ógæfu en fyrir utan Tiedge hurfu þrír aðrir hátt- settir starfsmenn innan stjórnarinnar á sama tíma. Að minnsta kosti sex aðrir voru grunaðir um að vera í njósnahring Tiedge. Nokkr- ir ritarar í höfuðborginni Bonn voru undir eftirliti. Ein þeirra, Herta-Astrid Willner, sem vann á skrifstofu kanslar- ans, flúði nokkru síðar ásamt eigin- manni sínum til Austur-Þýskalands. Árið áður hafði verið flett ofan af ritara á skrifstofu forseta Vestur-Þýskalands sem hafði þá stundað njósnir í yfir fimmtán ár. Hin tilbúnu landamæri sem skiptu Aust- ur- og Vestur-Þýskalandi frá árinu 1961 þýddu að tiltölulega auðvelt var fyrir njósnara að starfa í mörg ár án þess að vekja athygli. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1914 Japan lýsir stríði á hendur Þjóðverjum í fyrri heims- styrjöldinni. 1946 Gunnar Huseby verður Evr- ópumeistari í kúluvarpi með allmiklum yfirburðum á móti í Osló. 1954 Steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést árið 1211, finnst við uppgröft í Skálholti. 1967 Íslendingar tapa fyrir Dön- um í landsleik í knatt- spyrnu í Kaupmannahöfn með fjórtán mörkum gegn tveimur. 1979 Rússneski ballettdansarinn Aleksandr Godunov flýr til Bandaríkjanna eftir sýningu Bolsoj-ballettsins í New York. 1993 Hendur leikarans Mel Gib- son öðlast eilíft líf þegar hann þrýstir þeim í blauta steypu í Hollywood. Vestur-fl‡skur njósnari fl‡r Hjartans þakkir til ykkar allra sem auðsýnduð okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, Þorsteins Óskars Guðlaugssonar bónda og bifreiðastjóra, Ölvaldsstöðum 4, Borgarbyggð. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Fjeldsted Ólína Björg Þorsteinsdóttir Sigurður Ingi Þorsteinsson Guðlaugur Fjeldsted Þorsteinsson Þórdís Fjeldsted Þorsteinsdóttir Jóhanna Birna Þorsteinsdóttir Guðlaugur Bjarni Guðmundsson Guðjón Guðlaugsson Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir Halldór Guðni Guðlaugsson Guðrún Birgisdóttir Þórdís Fjeldsted og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Oddný Aðalbjörg Jónsdóttir Rauðalæk 20, Reykjavík, áður Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði, sem lést á Landakotsspítala 12. ágúst sl. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Jóhanna Ásdís Þorvaldsdóttir Víðir Sigurðsson Guðný Björg Þorvaldsdóttir Sigurður Þorgeirsson Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Kristján Þorvaldsson Ómar Ásgeirsson Helga Jóna Óðinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. sem andaðist á heimili sínu mánudaginn 15. ágúst, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Höskuldur Elíasson Sigrún Höskuldsdóttir Antonio Cavaleiro Elías Höskuldsson María Carolina Skackauskaite Sigurður Höskuldsson Dagbjört Edda Barðadóttir Linda Rut, Telma Rós, Alexander Freyr, Ragnar Már, Lilja Björk, Ragnhildur Sara og Vigdís Karólína. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kolbrún Sigurðardóttir Álftamýri 2, Reykjavík, Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ægir Ólafsson verslunarmaður, er lést fimmtudaginn 18. ágúst á hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13. Guðrún Unnur Ægisdóttir Gunnar Ingi Ægisson Ólafur Friðrik Ægisson Guðrún Linda Einarsdóttir Eva Guðrún Ægisdóttir Jón Oddur Davíðsson Benno Georg Ægisson Unnur Jóna Sigurjónsdóttir Marcela Margrét Ægisdóttir Helgi Bergmann Ingólfsson barnabörn og barnabarnabörn. www.steinsmidjan.is JAR‹ARFARIR 15.00 Halldóra Guðrún Jóelsdóttir, Skúlagötu 40a, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Guðbrandur Sæmundsson, vél- virkjameistari, Boðahlein 7, Garða- bæ, verður jarðsunginn frá Garða- kirkju. 16.00 Þorsteinn Gylfason prófessor verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni. AFMÆLI Ingibjörg Aradóttir er sjötug. Hún tekur á móti gestum föstudaginn 26. ágúst í samkomuhúsinu Garðaholti, Garðabæ, klukkan 20.00. Magnús Leopoldsson fast- eignasali er 59 ára. Úlfar Eysteinsson mat- reiðslumeistari er 58 ára. Stefán Jónsson leikari er 41 árs. Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur um geðheilbrigði, er 35 ára. ANDLÁT Ægir Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 18. ágúst. Sigurjón Jóhannsson, blaðamaður og kennari, andaðist á Landspítalanum 18. ágúst. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, lést í Reykjavík 20. ágúst. Halldór Sigurðsson, útvarpsmaður í Kaupmannahöfn, lést 20. ágúst. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Snjólaug Magnea Bjarnadóttir Þelamörk 54, Hveragerði, lést sunnudaginn 21. ágúst á Hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði. Magnús Kr. Guðmundsson Guðrún Reynisdóttir Gyða Ó. Guðmundsdóttir Kolbeinn Kristinsson Bjarni R. Guðmundsson Brynja Sveinsdóttir Ragnheiður Guðmundsdóttir Lars D. Nielsen Sveinn H. Guðmundsson Erna Þórðardóttir Hildur Rebekka Guðmundsdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.