Fréttablaðið - 23.08.2005, Side 36
23. ágúst 2005 ÞRIÐJUDAGUR
> Við hrósum ...
... Kjartan Ágústi Breiðdal sem kom inná
hjá Fylki í gær, skoraði fyrra markið og
lagði upp það seinna og sá til þess að
Fylkismenn náðu loksins að
vinna leik í Lands-
bankadeildinni. Kjartan
Ágúst hefur ekki fengið
mörg tækifærin í
framlínunni í sumar en
nýtti það heldur betur í gær.
Evrópumeistari
... Jón Oddur Halldórsson varð í gær
Evrópumeistar í 100 metra hlaupi á
Evrópumóti fatlaðra í frjálsum íþróttum
sem fer nú fram í Espoo í Finnlandi. Jón
sigraði á tímanum 13,5 sekúndum og
varði þar með titil sinn frá því fyrir
tveimur árum í Assen. Jón Oddur á
einnig eftir að keppa í 200 metra hlaupi
á mótinu.
sport@frettabladid.is
24
> Við furðum okkur á ...
.... slæmu gengi íslenska ungmennalands-
liðsins á HM í Ungverjalandi. Væntingar
voru miklar fyrir mótið og stefndi Viggó
Sigurðsson þjálfari óspart á
sigur eða verðlaunasæti hið
minnsta. Árangur
landsliðsins verður
að teljast mikill
ósigur fyrir Viggó
persónulega.
Fylkismenn fóru sáttir úr Laugardalnum eftir gó›an 2-1 sigur á Fram í gærkvöldi. Eftir áttatíu markalausar
mínútur komu flrjú mörk á lokamínútum leiksins flar sem varamenn Fylkis voru í a›alhlutverkum.
Loksins sigur hjá Fylkismönnum
FÓTBOLTI Þó að staða liðanna í deild-
inni hafi verið nánast sú sama
fyrir leikinn hefur gengi liðanna
að undanförnu verið ólíkt. Fram
hefur unnið hvern leikinn á fætur
öðrum á meðan Fylkismenn hafa
ekki fengið stig í deildinni síðan
11. júlí er liðið lagði KR í Frosta-
skjóli. En báðum liðum var þó
mikið í mun að sigra til að losna
endanlega við falldrauginn, jafn-
tefli voru ekki nógu góð úrslit.
Leikurinn var fjörlegur svo
ekki sé meira sagt. Það var með
ólíkindum að leikmönnum þessara
liða tókst ekki að skora mark fyrr
en á 80. mínútu því nóg var um
marktækifæri. Fjórtán hornspyrn-
ur voru til að mynda dæmdar á
þessum tíma í leiknum en allt kom
fyrir ekki. Vandamálið var að liðin
náðu sjaldnast að klára færin sín
með skoti á markið og skyldi því
engan undra að markið skyldi ekki
koma.
Vandamál þetta var sérstaklega
áberandi hjá gestunum en þeir
komu sér þó nokkrum sinnum í
ákjósanlega stöðu fyrir framan
mark Fram, án þess þó að gera al-
mennilega tilraun til þess að skora
mark. Danski framherjinn Christi-
an Christiansen gerði sig til að
mynda sekan um slík mistök í
tvígang og var í raun grátlegt að
fylgjast með framherja missa svo
fótanna fyrir framan mark and-
stæðingsins.
Framarar voru öllu óheppnari
en þeir áttu tvívegis skot í stöng,
fyrst Bo Henriksen og svo Andri
Fannar Ottósson. Sá síðarnefndi
átti reyndar að gera betur en hann
var kominn í mjög gott færi.
Það kom því ekki á óvart að það
þurfti varamann til að skora fyrsta
mark leiksins. Það kom í hlut
Kjartans Ágústs Breiðdal, sem
gerði vel er hann fékk boltann
utarlega í vítateignum og skoraði
með ágætu skoti í nærhornið. En
baráttan hélt áfram í leiknum og
átti annar varamaður, Haukur Ingi
Guðnason, ágætt skot að marki
Fram sem Gunnar Sigurðsson
varði vel nokkrum mínútum síðar.
Framarar bættu í sóknina í kjöl-
farið á kostnað varnarleiksins. Það
reyndist dýrkeypt á lokamínútum
leiksins er Viktor Bjarki Arnarson
skoraði annað mark Fylkis eftir að
hafa komist einn inn fyrir vörn
Fram. Það skipti svo litlu er Bo
Henriksen minnkaði muninn fyrir
heimamenn stuttu síðar því leikur-
inn var flautaður af litlu síðar.
eirikurst@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
20 21 23 23 24 25 26
Þriðjudagur
ÁGÚST
■ ■ LEIKIR
17.30 Breiðablik og Valur mætast í
VISA-bikarkeppni kvenna á Kópa-
vogsvelli.
17.30 KR og Fjölnir mætast í VISA-
bikarkeppni kvenna í Frostaskjóli.
■ ■ SJÓNVARP
07.00 Olíssport á Sýn. Endursýnt
þrisvar til 9.00 og aftur 15.40.
18.55 Liverpool og CSKA Sofia
mætast í Meistaradeild Evrópu á Sýn.
21.00 Ensku mörkin á Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
22.30 Leikur Liverpool og CSKA
Sofia endursýndur á Sýn.
00.10 Strandblak á Sýn.
Þegar blaðamenn hópuðust að Tryggva
Guðmundssyni eftir að sigur FH var í
höfn á sunnudaginn hafði kappinn lítið
að segja og virtist í mikilli sigurvímu.
Hann lét þó ekki sitt eftir liggja í fagnað-
arlátunum eftir leikinn og dansaði hinn
svokallaða rækjudans fyrir káta stuðn-
ingsmenn FH, sem ærðust af fögnuði.
Þegar Fréttablaðið hafði sam-
band við Tryggva í gær
og spurði hann út í
tilþrifin kom í ljós
að hann hafði feng-
ið heilahristing eftir að
boltanum var skotið í höf-
uð hans í leiknum og þurfti
því að fara á slysadeild í athugun.
„Ég man bara eiginlega ekkert eftir
þessum leik í gær og mér skilst að ég
hafi bara bullað tóma steypu í viðtölum
eftir leikinn,“ sagði Tryggvi, sem var enn
ekki alveg búinn að ná sér eftir höggið.
„Þetta var mjög skrítinn dagur í gær. Ég
var farinn að fara verulega í taugarnar á
fólki, því ég var alltaf að spyrja hvernig
leikurinn hefði farið og hverjir hefðu
skorað. Ég var víst með einhver
skemmtiatriði á slysadeild-
inni líka en ég
man bara
ekk-
ert
eftir því,“ sagði
Tryggvi hissa á öllu saman.
Þegar hann var spurður út í dansinn
sem hann tók liggjandi á vellinum fyrir
áhorfendur í leikslok, útskýrði hann að
þar hefði verið á ferðinni „rækjudans-
inn“. „Þennan dans bjó ég til þegar ég
var úti í Tromsö á sínum tíma og ég
kenndi strákunum í FH þennan dans
þegar við vorum í æfingabúðunum úti í
Portúgal í vor. Ég sagði þeim að ef við
yrðum Íslandsmeistarar skyldi ég taka
þennan dans og ég varð auðvitað að
standa við það,“ sagði Tryggvi, sem er
áreiðanlega einn af fáum mönnum sem
hafa skorað mörk í Lands-
bankadeildinni án þess
að muna eftir
því.
TRYGGVI GUÐMUNDSSON: Í ANNARLEGU ÁSTANDI EFTIR HÖFUÐHÖGG Í LEIKNUM GEGN VAL:
Dansa›i rækjudansinn og man ekki neitt
*MAÐUR LEIKSINS
FRAM 4–4–2
Gunnar 6
Eggert 6
(86. Þorbjörn Atli –)
Þórhallur Dan 5
Kristján 6
Gunnar Þór 8
Daði 6
(46. Ómar 6)
Mathiesen 6
Ingvar Þór 6
Víðir 5
(63. Kristófer 5)
Andri Fannar 7
Henriksen 5
FYLKIR 4–4–2
Bjarni Þórður 7
Ragnar 6
Hrafnkell 6
Valur Fannar 7
Arnar Þór 5
Viktor Bjarki 7
Helgi Valur 6
Jón Björgvin 5
(57. Tranberg 6)
Eyjólfur 6
(75. Kjartan Ágúst 8*)
Björgólfur 6
Christiansen 3
(70. Haukur Ingi 7)
Aron Kristjánsson að gera góða hluti sem þjálfari í danska handboltanum:
HANDBOLTI Danska handknatt-
leiksliðið Skjern, sem Vignir
Svavarsson, Vilhjálmur Hall-
dórsson og Jón Jóhannesson
leika með og Aron Kristjánsson
þjálfar, bar sigurorð af spænsku
Evrópumeisturunum Barcelona í
æfingleik á sunnudagskvöldinu
með einu marki, 29–28. Vignir
skoraði fimm mörk, Vilhjálmur
tvö og Jón eitt.
2000 manns mættu á völlinn og
var húsfyllir. Skjern varð fyrir
mikilli blóðtöku þegar Finninn
Patrik Westerholm sleit hásin og
verður frá í níu mánuði.
„Þetta er mikill missir fyrir
okkur því hann er mjög góður og
meiðslavandræðin hægra megin
halda áfram,“ sagði Vignir í sam-
tali við Fréttablaðið en nú eru
allar skytturnar þar meiddar.
„Ég hef boðist til þess að leysa
þessa stöðu,“ bætti hann við í
léttum dúr en fékk víst ekki
miklar undirtektir.
Sjálfur var Vignir nokkuð
sáttur við sitt og sagðist vera bú-
inn að koma sér vel fyrir í þess-
um litla bæ. „Ég er að komast í
betra form en ég hef áður verið.
Er búinn að lyfta markvisst í
fyrsta skipti á ævinni og við
erum búnir að hlaupa og æfa
mjög vel,“ sagði Vignir sem kann
greinilega vel við sig á móti
Barcelona en hann var einmitt í
liði Hauka sem gerði jafntefli við
Börsunga í meistaradeildinni
fyrir tæpum tveimur árum. -fgg
Íslendingali›i› Skjern vann Barcelona
LANDSBANKADEILDIN
FH 15 15 0 0 46–6 45
VALUR 15 10 1 4 27–11 31
ÍA 15 7 2 6 18–18 23
KEFLAVÍK 15 5 6 4 24–28 21
FYLKIR 15 6 2 7 25–26 20
KR 15 6 1 8 18–22 19
FRAM 15 5 2 8 16–22 17
ÍBV 15 5 1 9 17–26 16
GRINDAVÍK 15 3 3 9 16–36 12
ÞRÓTTUR 15 2 4 9 16–28 10
MARKAHÆSTIR:
Allan Borgvardt, FH 13
Tryggvi Guðmundsson, FH 13
Garðar Gunnlaugsson, Val 8
Hörður Sveinsson, Keflavík 8
Matthías Guðmundsson, Val 7
RÓLEGUR, ÞÓRHALLUR Gísli Hlynur
Jóhannsson, dómari leiks Fram og Fylkis,
róar hér Þórhall Dan Jóhannsson, fyrirliða
Fram og fyrrum leikmann Fylkis.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
1-2
Laugard.v., áhorf:834 Gísli Hlynur Jóhannss.(6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 6–14 (3–6)
Varin skot Gunnar 4 – Bjarni 0
Horn 6–8
Aukaspyrnur fengnar 9–14
Rangstöður 2–5
0–1 Kjartan Ágúst Breiðdal (81.)
0–2 Viktor Bjarki Arnarsson (90.)
1–2 Bo Henriksen (90.)
Fram Fylkir
VIGNIR SVAVARSSON Var í fremstu víglínu
hjá Skjern þegar liðið bar sigurorð af
Barcelona í æfingaleik.