Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 27.08.2005, Qupperneq 48
Sjöunda áratugnum lauk meðkvikmyndinni MidnightCowboy. Jon Voigt og Dustin Hoffman í hráum veruleika karl- hórunnar. Það má kannski segja að með henni hafi verið markað nýtt upphaf í sögu kvikmynda- gerðar Hollywood. Blóðugar og átakanlegar kvikmyndir voru það sem fólkið vildi. Aðsóknin í kvik- myndahúsin jókst um helming og metsölukvikmyndir urðu nýtt fyr- irbæri. Star Wars-æði og Jaws- manía tóku inn peningaupphæðir sem ekki höfðu sést áður. Kynslóðaskiptin Margir telja sjálfstæða kvik- myndagerð hafa hafist á áttunda áratugnum, segja að þarna séu all- ar þær myndir sem nauðsynlegt er að sjá ef fólk ætli á annað borð að geta tjáð sig af viti um kvik- myndir. Aðrir vilja meina að þessi áratugur sé merkilegur fyrir þær sakir að þarna hafi komið upp ný kynslóð kvikmyndagerðarmanna Það séu ekki fréttir í sjálfu sér. Áttundi áratugurinn var tími nýjunga, á því leikur enginn vafi. Arfleifð hans hefur varðveist, um það verður ekki deilt. En var hann sá besti? Í upphafi áratugarins leituðu stóru kvikmyndaverin að fram- haldi af Sound of Music. Þau gerðu sér fljótlega grein fyrir því að samfélagið var að breytast. Fólk vildi ekki láta bjóða sér ein- hverja draumaveröld. Það vildi raunveruleikann beint í æð. Of- beldi, nekt og kynlíf. Lífið var ekki eins auðvelt og kvikmyndirn- ar létu það líta út fyrir að vera. Þetta var á þeim tíma þegar Nixon neyddist til að segja af sér. Kannski táknrænt. Hann var ekki beint tákn frjálslyndis. Banda- ríski herinn varð að snúa aftur eftir sneypuför sína til Víetnam og móttökurnar sem dátarnir fengu voru ekki burðugar. Allir voru á móti þeim. Víetnam og Mafían Nixon varð uppvís að spillingu, kom fram í sjónvarpi og greindi frá þeirri ákvörðun sinni að segja af sér. Hann sagðist þó ekki vera glæpamaður. Hann hafði orðið fyrir barðinu á Deep Throat, innsta manni í búri sem lak upp- lýsingum í tvo blaðamenn Was- hington Post. Fjórum árum síðar kom kvikmyndin All the Pres- ident’s Men út. Þar var aðdragana afsagnar Nixons lýst með Dustin Hoffman og Robert Redford í eld- línunni. Travis Bickle var hermaður úr Víetnam-stríðinu. Þegar hann kom heim sá hann að New York var ekki hrein heldur uppfull af skít og barnungum hórum. Götun- um var stjórnað af miskunnar- lausum melludólgum. Þetta var ekki landið sem Bickle barðist fyrir í Víetnam svo hann tekur málin í sínar hendur. Hreinsar til. Taxi Driver er mögnuð ádeila á viðtökurnar sem bandarísku her- mennirnir fengu þegar þeir komu heim frá Víetnam. Deer Hunter gefur henni ekkert eftir. Áherslan er ekki lögð á stríðið sjálft heldur afleiðingarnar sem það hafði á sálartetur mannanna. Apocalypse Now gerði geðveikinni í stríðinu svo góð skil að það þarfnast ekki frekari skýringa. „Ég gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað,“ sagði Vito Corleone við hljómsveitarstjór- ann. Einhver eftirminnilegasti fjölskyldufaðir kvikmyndanna. Þrátt fyrir allt ofbeldið og svikin hafði áhorfandinn samúð með glæpamönnunum. Fannst það ekki sangjarnt þegar Sonny var skotinn milljón sinnum eftir að hafa verið svikinn af mági sínum. Gladdist þegar sá kauði var drep- inn. Persónur og leikendur Á áttunda áratugnum urðu marg- ar af frægustu kvikmyndapersón- um sögunnar til. Serpico, Dirty Harry og Darth Wader. „Are you talking to me?“ er lín- an sem flestir drengir segja ein- hvern tíma fyrir framan spegil- inn. Annie Hall var fyrsti femínistinn á hvíta tjaldinu. Hún sagði Alvy Singer upp og fluttist til Los Angeles. Þurfti að sinna eigin starfsframa. Það er hálf ótrúlegt að horfa yfir lista leikara sem urðu stór- stjörnur á þessum tíma. Al Pacino gerði Michael Corleone ódauðleg skil í fyrstu tveimur Guðföður myndunum. Martin Sheen var út úr dópaður á tökustað Apocalypse Now og fékk loks hjartáfall. Gene Hackman gómaði glæpamenn sem Popey Doyle í French Conn- ection sem fékk Óskarinn. Linda Blair var andsetin í The Exorcist og svona mætti lengi telja. Nánast ógerlegt að velja hver stendur upp úr og hver þurfi að vera í skugganum. Kannski er það Mich- ael Caine í Get Carter eða Monthy Python-flokkurinn í myndinni um hinn Heilaga Kaleik? Kraftmikilir leikstjórar undir verndarhendi Corman Auðvitað er ekkert einum manni að þakka. Þeir eru hins vegar ansi margir sem benda á Roger Corm- an sem skapara þessa áratugar. Corman hætti afskiptum af kvik- myndleikstjórn árið 1971 til þess að einbeita sér að kvikmyndafyr- irtæki sínu New World og fram- leiða kvikmyndir. Corman vildi finna nýja menn, fá ferskt blóð í Hollywood. Corman virðist hafa haft ótrú- lega næmt auga fyrir hæfileika- fólki og fyrir tilstilli hans, á einn eða annan hátt, sem leikstjórar á borð við Francis Ford Coppola, Martin Scorsese, Peter Bogda- novich, Jonathan Demme og James Cameron fengu að láta ljós sitt skína. Hann vildi að leikstjór- ar hefðu myndavélina á hreyf- ingu, smá nekt myndi ekkert skemma og tónlistin þyrfti ekki að vera sú vinsælasta. Hún gæti orð- ið það síðar meir. Corman gaf þessum mönnum tækifæri. Quentin Tarantino getur varla gert kvikmynd án þess að vísa til 28 27. ágúst 2005 LAUGARDAGUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ / G ET TY SI M AG ES SÁ BESTI? seventies Áttundi áratugurinn er í hugum margra einhver besti áratugur kvikmyndanna. A›rir segja áttunda áratug- inn vera merkilegan fyrir flær sakir a› flar áttu sér sta› kynsló›askipti. Freyr Gígja Gunnarsson rifja›i upp nokkrar myndir frá flessum áratugi. ANNIE HALL Diane Keaton kemur tví- mælalaust til greina sem leikkona áttunda áratugarins ekki eingöngu fyrir frammi- stöðu sína í Annie Hall. JIMMY „POPEY“ DOYLE Fáir ef einhverjir voru jafn harðir af sér og Popey Doyle. Hann elti uppi harðsvíraða glæpamenn og stóð Dirty Harry ekki langt að baki. William Friedkin, leikstjóri French Connection, var hins vegar aldrei hrifinn af þessum áratug og líkti honum við McDonald’s væðinguna. ROGER CORMAN Roger er af mörgum talinn vera upphafsmaður þeirrar hráu og sjálfstæðu kvikmyndagerðar sem varð áberandi á áttunda áratugnum. MICHAEL CORLEONE Hin magnaða kvikmynd The Godfather hefur mótað allar mafíumyndir síðan Corleone-fjölskyldan kom fyrst fyrir augu almennings. HOFFMAN OG REDFORD Þeir léku Carl Bernstein og Bob Woodvard í All the Pres- ident’s Men þar sem sögunni á bak við Watergate er gerð góð skil TRAVIS OG IRIS Taxi Driver var mögnuð en mjög dulin ádeila á þá vanlíðan sem hermenn úr Víetnam- stríðinu þurftu að glíma við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.