Fréttablaðið - 27.08.2005, Side 67

Fréttablaðið - 27.08.2005, Side 67
Áheyrnarprufur í Idol stjörnuleit hefjast snemma í dag klukkan níu á Hótel Loftleiðum. Nú þegar hafa yfir 1.400 manns skráð sig en fólk hefur þó kost á að mæta og skrá sig á staðnum. „Það verða svo í kringum hundrað manns sem komast áfram og fara þá í Salinn í Kópavogi eftir nokkra niðurskurð- arþætti sem allir verða sýndir á Stöð 2,“ segir Pálmi Guðmunds- son, markaðsstjóri Stöðvar 2. Að sögn Pálma verður þáttur- inn mun stærri í sniðum í ár og munu talsverðar breytingar verða sjáanlegar á þættinum. „Í ár munu krakkarnir gista saman á hótel- herbergjum þegar nær dregur og munu því búa undir sama þaki. Þetta hefur ekki verið gert áður og við fáum þarna að fylgjast með þeim á æfingum, á herbergjunum og fleira skemmtilegt kemur í ljós þegar líður á þáttinn.“ Að sögn Pálma hafa vinsældir þáttarins aldrei verið meiri og segir hann það að einhverju leyti velgengni Hildar Völu að þakka. Í þessari þriðju Stjörnuleit Stöðvar 2 mun sú nýbreytni einnig verða að engir gestadómar- ar verða í Smáralind. „Hins vegar verðum við með hljómsveitir eins og í fyrra þegar við vorum með big band og í ár verður meira í þeim stíl. Í dómnefndinni verða svo Sigga Beinteins og Bubbi Morthens eins og vanalega auk Páls Óskars og Einars Bárðarson- ar, sem verður formaður dóm- nefndar.“ Aðspurður hvort ein- hver muni taka við Simon Cowell- stælunum af Bubba viðurkennir hann að Einar Bárðar geti verið þrælharður í horn að taka ekki síður en Bubbi. ■ Idol-prufur hefjast í dag IDOL-STJARNAN Eflaust vilja margir feta í fótspor hinnar ungu Hildar Völu en henni hefur gengið afar vel að fóta sig í íslensku tónlistarlífi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.