Fréttablaðið - 29.08.2005, Page 10
HRESSANDI Þátttakandi í alþjóðlegu mara-
þonmóti í Mexíkóborg sem haldið var í
gær, kælir sig með því að hlaupa undir
vatnsúðara. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
10 29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR
Sveitarstjórinn í Dalabyggð segir uppgang í atvinnulífinu:
Sláturhúsi› aftur í rekstur
SVEITARSTJÓRNARMÁL Verið er að
leggja lokahönd á breytingar í
sláturhúsinu í Búðardal. Dala-
land, nýtt félag í eigu sveitarfé-
lagsins, hefur tekið við rekstri
sláturhússins, en í því var ekki
slátrað síðasta haust. Ráðist var í
breytingar á húsinu til að það
fengi staðist ákvæði reglugerðar
um sláturhús.
„Landbúnaðarráðuneytið gef-
ur löggildingu og embætti Yfir-
dýralæknis rekstrarleyfi,“ segir
Haraldur Líndal Haraldsson
sveitarstjóri sem er í forsvari
fyrir Dalaland. Hann segir að
ráðist hafi verið í framkvæmdir í
samráði við og með samþykki
ráðuneytisins. „Við stefnum að
því að vera komin með leyfi áður
en vígslan fer fram 4. septem-
ber.“ Náðst hafa samningar við
kjötvinnsluna Norðlenska um
kaup á afurðum Dalalands.
Haraldur segir uppgang í Dala-
byggð og þar spili væntanlega
bættar atvinnuhorfur inn í. „Hér
er einn að byggja hús, tveir aðrir
búnir að fá úthlutað lóðum fyrir
einbýlishús og svo er einn úr
Reykjavík að hefja byggingu á
sex leiguíbúðum í þremur parhús-
um.“ Auk vinnslunnar í
sláturhúsinu þá fjölgar störfum
með fyrirhugaðri stækkun hjúkr-
unarheimilisins að Fellsenda í
Dölum og með starfsemi ung-
mennabúða að Laugum, sem hófu
rekstur um áramót. -óká
Fjór›ungur er allt of feitur
Sílspiku›um Bandaríkjamönnum fjölgar hra›ar en nokkru sinni fyrr og lætur nærri a› fjór›ungur lands-
manna glími vi› offitu. 57 prósent íslenskra karla eru yfir kjörflyngd.
OFFITA Bandaríkjamenn fitna nú
hraðar en nokkru sinni fyrr en
talið er að 64,5 prósent þjóðarinn-
ar séu yfir kjörþyngd. Áróður
fyrir heilsusamlegri lifnaðar-
háttum virðist litlu hafa skilað.
Bandaríkjamenn eru feitasta
þjóð í heimi og ný rannsókn sam-
takanna Trust for America’s
Health sem sagt er frá á heima-
síðu BBC bendir til að þeir bæti
enn á sig kílóunum. 119 milljónir
Bandaríkjamanna eða 64,5 pró-
sent glíma annað hvort við of-
þyngd (nokkuð yfir kjörþyngd)
eða offitu (umtalsvert yfir kjör-
þyngd).
Á síðasta ári fjölgaði þeim
sem glíma við offitu í 48 ríkjum
Bandaríkjanna. Aðeins íbúar Or-
egon-ríkis í norðvesturhluta
landsins stóðu í stað í þessum
efnum en þar er rúmlega fimmt-
ungur íbúanna of feitur. Hawaii
var ekki með í rannsókninni.
Á landsvísu fjölgaði offitu-
sjúklingum um tæpt prósentu-
stig, árið 2004 voru 24,5 prósent
Bandaríkjamanna of feit saman-
borið við 23,7 prósent árið 2004. Í
tíu ríkjum stríðir ríflega fjórð-
ungur íbúanna við sjúklega
offitu. Mississippi-búar eru feit-
astir allra en íbúar Alabama og
Vestur-Virginíu fylgja þeim fast
á eftir.
Slæmt mataræði og almennt
hreyfingarleysi er skýringin á
þessu holdafari og virðist áróður
stjórnvalda fyrir bættri heilsu
hafa jafn mikil áhrif og vatns-
skvettur á gæs. Trust for Amer-
ica’s Health telur að árið 2008
verði 73 prósent landsmanna yfir
kjörþyngd og þá sé voðinn vís.
Offitutengdir sjúkdómar á borð
við sykursýki og hjartasjúkdóma
myndu sliga heilbrigðiskerfið og
kosta skattgreiðendur milljarða
dala. Engar líkur eru sagðar á að
manneldismarkmið ríkisstjórn-
arinnar um að minnka offitu um
15 prósent fyrir árið 2010 náist.
Holdafar Íslendinga er aðeins
skárra, þó ekki mikið. Sam-
kvæmt niðurstöðum Landskönn-
unar á mataræði 2002 voru um 57
prósent karla og fjörutíu prósent
kvenna á aldrinum 15-80 ára yfir
kjörþyngd.
sveinng@frettabladid.is
FYRSTU SKÓFLUSTUNGURNAR Væntanleg-
um nemendum nýs leik- og grunnskóla að
Völlum í Hafnarfirði fannst gaman að taka
saman fyrstu skóflustunguna að Hraun-
vallaskóla.
Nýr skóli í Hafnarfirði:
Börnin tóku
skóflustungu
MENNTAMÁL Væntanlegir nemend-
ur Hraunvallaskóla í Hafnarfirði
tóku fyrstu skóflustunguna að
skólanum á föstudag. Viðstaddir
voru Lúðvík Geirsson bæjarstjóri
og fulltrúar Hraunmóta sem
byggja fyrsta áfanga skólans.
Gert er ráð fyrir að hægt verði
að hefja starfsemi í skólanum
strax næsta haust og að skóla-
húsið verði fullbúið haustið 2009.
Hraunvallaskóli mun þjóna öllum
íbúum á Völlum en íbúafjöldi í
hverfinu hefur margfaldast
undanfarin ár. -aöe
DESDÝR Desdýr líkjast köttum og éta allt
sem tönn á festir. Þau gefa frá sér sterka
moskuslykt.
Fuglaflensa í Víetnam:
firjú desd‡r
hafa drepist
VÍETNAM, AP Þrjú desdýr af afar
sjaldgæfri tegund hafa drepist úr
fuglaflensu í þjóðgarði í Víetnam.
Er það í fyrsta skipti sem flensan
greinist í þessari tegund dýra, að
sögn forstöðumanna þjóðgarðs-
ins.
Sýni úr desdýrunum, sem
drápust um miðjan júní, voru
send til ræktunar og upp úr dúrn-
um kom að þau voru öll sýkt af
H5N1-stofni fuglaflensunnar.
Sýni hafa verið tekin úr öðrum
dýrum og fuglum í þjóðgarðinum
en engin fuglaflensa fundist og
enn er upptakanna því leitað. Des-
dýrunum var aldrei gefið fugla-
kjöt að éta. Vísindamönnum þykir
þetta bera vott um það hversu
hættuleg fuglaflensan sé.
BÚÐARDALUR Sveitarstjóri Dalabyggðar
segir heilsársstörf í sláturhúsinu, sem lok-
að var í fyrra, hafa verið 25 þegar það var í
fullum rekstri. Hann gerir ráð fyrir að slát-
urhúsið muni ná fyrri stærð.
HLUTFALL OFFITUSJÚKLINGA
AF ÍBÚAFJÖLDA RÍKJA
1. Mississippi 29.5%
2. Alabama 28.9%
3. Vestur-Virginía 27.6%
50. Colorado 16.4%
ÖRLÍTIÐ YFIR KJÖRÞYNGD Spár benda til að árið 2008 verði 73 prósent Bandaríkjamanna
í þessum sporum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/N
O
R
D
IC
P
H
O
TO
S/
G
ET
TY
DANMÖRK
DANSKA RÍKISSJÓNVARPIÐ ÁVÍTT
Sjónvarpsstöðin TV2, sem rekin
er af danska ríkissjónvarpinu,
var fyrr í vikunni ávítt fyrir að
heimila kostun á veðurfréttum
stöðvarinnar, en dönsk lög banna
kostanir á fréttatengdu efni.
Stöðin var einnig ávítt fyrir að
gera hlé á þáttum fyrir auglýs-
ingar og birta dulin auglýsinga-
skilaboð.
SVEITARSTJÓRNAMÁL
UMRÆÐUTORG Félagsmálaráðu-
neytið hefur opnað umræðutorg á
vefnum um sameiningu sveitar-
félaga. Þar er hægt að skiptast á
skoðunum um tillögur sameining-
arnefndar og ræða um kosti
þeirra og galla. Slóðin á umræðu-
torgið er felagsmalaradu-
neyti.is/umraedan.