Fréttablaðið - 29.08.2005, Page 72

Fréttablaðið - 29.08.2005, Page 72
Eignir hafa aukist að raunvirði Vísitala íbúðaverðs á höfuðborg- arsvæðinu hefur hækkað um 20,6% á síðustu sex mánuðum og tæp 40% frá sama tíma í fyrra. Hún stendur nú í 282,4 stigum að því er fram kemur í Vegvísi Landsbankans. Þar er því spáð að aukið líf færist í fasteignamark- aðinn þegar sumarleyfi verði af- staðin. Eignaverðsvísitala KB banka sem vegur saman fasteigna-, hlutabréfa- og skuldabréfaverð hækkaði um 1,5% að raunvirði í júlí síðastliðnum en um 25% á síð- astliðnum 12 mánuðum. Greining- ardeild bankans telur eignir landsmanna hafa aukist um 700 milljarða að raunvirði á einu ári, eða frá því bankarnir komu inn á fasteignamarkaðinn í fyrra. SPURNING VIKUNNAR á fasteignavef Visis 69% Nei Já SPURNING SÍÐUSTU VIKU: Ertu að bíða eftir að fasteignaverð lækki? 31% Kemur þér vel saman við nágranna þína? Þóra Sigurðardóttir er fljót að svara þegar hún er spurð út í draumahúsið sitt. „Það er lítið raðhús á þremur hæðum og með garði. Ég var einmitt að kaupa svona hús þannig að ég er eiginlega komin í draumahúsið núna eftir að hafa látið mig dreyma heillengi,“ segir hún og bætir því við að hún vilji búa í raðhúsi því það sé frábært að geta verið í sérbýli með öllum þeim kostum sem því fylgja án þess þó að þurfa að kaupa sér risa stórt einbýlishús og steypa sér í skuldir. „Ég er ofboðslega hrifin af þessu húsi. Það minnir mig á bresku raðhúsin og ég er í svona hálfgerðum útlandafíling hérna. Líður hálfpartinn eins og ég búi í London. Íbúðin er mjó og á þremur pínulitlum hæðum. Það er fínt að hafa alla þessa stiga því þá þarf ég ekki að mæta í ræktina,“ segir hún hlæjandi og kveðst vera farin að taka tvær tröppur í hverju skrefi til að komast hraðar yfir. „Svo er náttúrlega garður við húsið sem er frábært. Mér finnst skipta öllu máli að hafa góðan garð því það er svo gott að vera úti og grilla og dunda sér.“ Ef Þóra væri ekki nýbúin að eignast þetta fallega hús gæti hún vel hugsað sér að eiga stórt og opið hús sem þrifi sig sjálft. „Ég er hrifin af stílhreinum húsum í funkisstíl og vil hafa stóra og opna glugga. Annars skiptir útlitið ekki öllu. Svo lengi sem það er ekki hannað af Kjartani Sveinssyni þá gengur allt. Þetta er ekk- ert persónulegt sko. Ég ólst bara upp í Grafarvoginum og er með ofnæmi fyrir svoleiðis húsum.“ DRAUMAHÚSIÐ MITT ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR Breskt raðhús í Vesturbænum SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 8/7- 14/7 190 15/7- 21/7 161 22/7- 28/7 153 29/7- 4/8 145 5/8- 11/8 173 12/8- 18/8 136 Laugardalslaug var opnuð árið 1968 og er hönnuð af Einari Sveinssyni þáver- andi húsasmíðameistara Reykjavíkur. Aðallaugin er 50 metra keppnislaug en við hana standa stórir og miklir áhorfendapallar sem hafa lengi vel einkennt Laugardalslaugina. Þar er einnig að finna barna- og kennslulaug, og 5 heita potta, vaðlaug og eimbað. Í byggingunni eru búningsklefar, afgreiðsla, tækja- salur, júdósalur og karatesalur, auk þess sem þar er nuddsalur. Við upphaf þessa árs var Laugardalslaugin stækkuð þegar þar opnaði ný 25X50 metra innilaug með heitum potti og áhorfendapöllum. Í kjölfarið var afgreiðslunni breytt og inngangurinn færður. Hönnun nýja hlutans var í höndum Ara Lúð- víkssonar. Forstöðumaður Laugardalslaugarinnar er Stefán Kjartansson. LAUGARDALSLAUG FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.