Fréttablaðið - 29.08.2005, Page 86

Fréttablaðið - 29.08.2005, Page 86
30 29. ágúst 2005 MÁNUDAGUR Kvikmyndin sem gera á eftir Mýr-inni, sakamálasögu Arnaldar Indriðasonar, er í biðstöðu en það var jafnvel reiknað með að vinna við hana færi á fullt á næstunni. Baltasar Kormákur framleiðir myndina en vinna hans við spennumyndina A Little Trip to Heaven varð að sögn mun tímafrekari en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir enda mikil áhersla lögð á að gera þá mynd sem best úr garði. Þá segir sagan að framleiðendur Mýr- arinnar vilji heldur ekki ana út í neitt fyrr en skothelt handrit liggur fyrir. Verið er að prófa leikkonur í hlutverk dóttur lögreglumannsins Erlendar en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. Það verður hins vegar Ingvar E. Sigurðsson sem mun fara með hlutverk rann- sóknarlögreglumannsins vinsæla. Elva Ósk Ólafsdóttir mun leika El- ínborgu, samstarfskonu Erlendar og Björn Ingi Haraldsson mun bregða sér í hlutverk löggunnar Sigurðar Óla. Reynir Lyngdal mun leikstýra Mýrinni sem verður fyrsta kvikmynd- in hans í fullri lengd. Sjónvarpsþættirnir um Latabæhafa verið að gera það gott á er- lendri grundu og nú fer loks að koma að því að aðdáendur Íþrótta- álfsins, Glanna glæps, Solu stirðu og allra hinna íbúanna í bænum fái að bera hetjurnar augum í íslensku sjónvarpi. RÚV hefur sýningar á þáttunum föstudaginn 2. september en í fyrsta þættinum kemur Solla til Latabæjar og hittir þar fyrir skraut- legan hóp barna og fullorðins fólks, þar á meðal latasta ofurþrjót í heimi, sjálfan Glanna glæp. Það er Sollu til happs að í Latabæ býr líka hinn fríski og fjörugi Íþróttaálfur sem fer í loftköstum um Latabæ og hjálpar Sollu að velja alltaf þá kosti sem stuðla að heilbrigðu líferni en láta óhollustuna eiga sig. Þættirnir verða sýndir á föstu- dagskvöldum klukk- an 20.10 og endur- sýndir klukkan 10.20 á sunnudagsmorgnum og klukkan 18.30 á fimmtudög- um. Ofurtala 2 6 9 19 24 1 4 5 29 34 38 31 46 36 3 2 6 2 7 3 9 2 9 9 27.08. 2005 24.08. 2005 Fjórfaldur 1. vinningur nk. laugardag. Tvöfaldur 1. vinningur nk. laugardag. Fyrsti vinningur gekk ekki út. Fyrsti vinningur gekk út. 7 Heimildarmyndin Alive in Limbo eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur fékk nýverið sérstök mannrétt- indaverðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Locarno í Sviss. Hrafnhild- ur gat þó sjálf ekki verið viðstödd verðlaunaafhendinguna en sam- starfskona hennar Erica Marcus veitti verðlaununum viðtöku. Ali- ve in Limbo segir sögu Palestínu - araba sem hafa búið í Líbanon undanfarin 58 ár, eða síðan þeir voru hraktir á brott af Ísraels- mönnum. Myndin var sýnd á Reykjavík Shorts & Docs hátíð- inni í fyrra og Hrafnhildur er að reyna að fá hana sýnda á Ríkis- sjónvarpinu. „Okkur tókst að selja hana á PBS, Public Broa- dcasting Service, í Bandaríkjun- um en það kerfi nær til 322 landa,” segir Hrafnhildur og hafði haft spurnir af því að mynd- in hefði verið sýnd á San Frans- isco svæðinu. Alive in Limbo er pólitísk mynd. Hún fylgist með þriðju og fjórðu kynslóð flótta- manna sem hafa fæðst ríkisborg- arlausir í flóttamannabúðum en Líbanon hefur neitað þeim um ríkisborgararétt. „Afar og ömm- ur þessarar kynslóðar voru rekin frá Palestínu,“ segir hún en talið er að um tvær milljónir flótta- manna búi í löndunum við Ísrael. „ Myndin er önnur vídd inn í þá atburðarrás sem nú á sér stað á Gaza ströndinni,” segir hún. Hrafnhildur fór sex sinnum til Líbanon og segist hafa orðið mjög hrifin af landinu. „Ég gerði mér þá grein fyrir þeim falsáróðri sem dunið hefur yfir okkur frá Ísrael og þeirra helsta bandamanni, Bandaríkjunum,“ segir hún. Næsta verkefni Hrafnhildar er heimildarmynd um réttindabar- áttu samkynhneigðra á Íslandi í þrjátíu ár, tíu ára viðfangsefni sem hún hefur átt erfitt með að losa sig við. „Þetta er búið að vera hvíti fíllinn í mínu lífi en nú verð ég að láta hana frá mér,” segir Hrafnhildur. ■ Var› ástfangin af Líbanon HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR Ætlar loksins að klára heimildarmynd sem hún hef- ur verið með í gangi í tíu ár. Hún fjallar um réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi síð- astliðin þrjátíu ár. Leikmyndasmiðurinn og húsa- smíðameistarinn Ólafur Ingimund- arson frá Hólmavík er um þessar mundir upptekinn við gerð leik- myndar fyrir stórmynd Clints Eastwood, Flags of Our Fathers. „Ég er að smíða og dressa upp þessar leikmyndir sem eru til stað- ar. Þetta er nú ekki mikil smíði,“ segir Ólafur, hógværðin uppmáluð. „Við búum til vélbyssuhreiður og allt í kringum þau. Núna vorum við líka að setja upp staðinn þar sem flaggið verður reist. Það er ekki mikil smíði heldur en einhverjir verða að gera það.“ Að sögn Ólafs fara menn í fram- haldinu upp á fjallið í Krísuvík þar sem flaggið verður sett upp, breiða risastóran dúk yfir það og setja síð- an jarðveg yfir allt saman. Meðal annars kom þyrla á staðinn fyrir skömmu með moldarpoka og jukk- ur innanborðs til að nota við leik- myndina. Aðspurður segir Ólafur að vélbyssuhreiðrin séu einnig mjög einföld smíð. „Þau eru gerð úr krossviði og timbri. Síðan er þetta múrað og gerð steypuáferð.“ Ólafur byrjaði fyrir tveimur árum að fást við leikmyndasmíði að einhverju ráði. Árið 2000 kynnt- ist hann mönnum sem komu að gerð leikmyndar á galdrasafninu á Ströndum, þar sem Ólafur er einn af rekstraraðilum. Í kjölfarið komst hann inni í kvikmyndabrans- ann sem leiddi til þess að hann fékk á endanum að starfa við stórmynd Eastwood. Einnig hefur hann ný- lokið störfum við myndina Bjólfs- kviðu. Ólafur, sem hóf störf við Flags of Our Fathers fyrir fjórum vikum, hefur í nógu að snúast þessa dag- ana því hann er með eina eða tvær nýjar myndir í farvatninu sem fara í framleiðslu á næstunni. Nú er áherslan þó á Flags of Our Fathers og að ýmsu að hyggja þar. freyr@frettabladid ÓLAFUR INGIMUNDARSON Leikmyndasmiðurinn og húsasmíðameistarinn Ólafur Ingimundarson hefur í nógu að snúast um þessar mundir vegna stórmyndarinnar Flags of Our Fathers. TRÉSMIÐUR FRÁ HÓLMAVÍK: STARFAR VIÐ FLAGS OF OUR FATHERS Smíðar vélbyssuhreiður fyrir Clint Eastwood FRÉTTIR AF FÓLKI Í dag er vika liðin síðan grunnskólar landsins tóku til starfa og vetrarstarf víðast hvar hafið af fullum þunga. Í Fellaskóla eru skráðir rúmlega 400 nemendur sem ekki hafa allir skilað sér í skólastofurnar. „Stemningin er góð en auðvitað heyrir maður talað um að skólaárið hefjist heldur snemma,“ segir Þorsteinn Hjartarson skólastjóri í Fellaskóla, en þar vantar enn all- stóran hóp nemenda í skólastofurnar. „Hér eru ansi margir enn þá í sumarfríi og margir að biðja um leyfi fyrir nemendur í útlöndum. Íslendingar hafa lengi litið á júní, júlí og ágúst sem sumarleyfismán- uði og greinilegt að þessi breyting á skólaárinu er ekki komin alveg inn í samfélagið,“ segir Þorsteinn, en form- legar reglur gilda um sumarleyfi nemenda þar sem for- eldrar þurfa að sitja fund með skólastjóra þar sem for- eldraábyrgð er útlistuð og námsefni áætlað meðan á fríi stendur. „Ætlast er til þess að grunnskólanemendur hefji nám á þessum tíma og börn sem enn eru í sólarlöndum eiga í raun að læra, enda ábyrgð á námi alfarið á höndum for- eldra, vilji þeir undanþágu frá skólasókn,“ segir Þorsteinn sem þó hefur skilning á aðstæðum fólks. „Að fara til útlanda er nám í sjálfu sér, en nemendur sem missa úr hálfan mánuð missa af töluvert miklu náms- efni,“ segir Þorsteinn sem býður nú upp á nýtt og spenn- andi þróunarverkefni, tengt bættri heilsu og lífsháttum. „Nemendum er boðið upp á hafragraut í morgunmat og í leikfimihúsinu höfum við innréttað líkamsræktaraðstöðu. Þá verðum við með stofuleikfimi og vinnum saman að hollum matseðli, en nemendur hafa tekið þessu vel og yfir hundrað börn mætt í grautinn á morgnana,“ segir Þorsteinn glaður í bragði. Í Fellaskóla eru tíu prósent nemenda af erlendum upp- runa og fer hlutfallið hækkandi. „Nú eru fjörutíu prósent nemenda í fyrsta bekk af erlend- um uppruna og tuttugu prósent í öðrum bekk. Börnin koma frá fimmtán löndum og bætast sífellt við ný andlit; nú frá Nepal og Búlgaríu. Úr verður ákveðin menning þar sem nemendum þykir sjálfsagt að fólk sé mismunandi í útliti og að hörundslit, en svona hátt hlutfall stuðlar að meira umburðarlyndi,“ segir Þorsteinn sem viðurkennir að starfið sé krefjandi. „En það er skemmtilegt og það mikilvægasta sem til er.“ ...fær Hörður Áskelsson, listrænn stjórnandi Kirkjulistahátíðarinn- ar 2005, fyrir fjölbreytta og frá- bæra dagskrá. HRÓSIÐ SKÓLASTJÓRI FELLASKÓLA SEGIR LENGRA SKÓLAÁR EKKI ENN Í TAKTI VIÐ SAMFÉLAGIÐ SÉRFRÆÐINGURINN ÞORSTEINN HJARTARSON Hafragrautur á morgnana í bo›i Fellaskóla 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 LÁRÉTT: 1 jafningi 5 skítur 6 smáorð 7 tveir eins 8 vafi 9 samskonar 10 ryk 12 rönd 13 regla 15 skóli 16 elska 18 tuddi. LÓÐRÉTT: 1 einskisverður 2 mynt 3 króna 4 tímabundið brjálæði 6 niður- felling 8 málmur 11 hætta 14 greinir 17 samtök. LAUSN LÁRÉTT: 1Maki,5Aur, 6Að,7Rr, 8Efi, 9Eins,10Ló,12RÁK,13Agi, 15Ma, 16Unna,18Naut. LÓÐRÉTT: 1Marklaus,2Aur, 3Kr, 4Æðiskast,6Afnám,8Eir, 11Ógn,14 Inn,17Aa. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Kerinu. Brennisteinssýru. Kristinn Óskar Haraldsson. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.