Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2005, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 29.08.2005, Qupperneq 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 fijó›aríflróttin BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR Öldum saman var þjóðaríþrótt Ís-lendinga sú að lyfta grjóti. Úti um allt land liggja steinhellur sem forfeður okkar roguðust með sér til skemmtunar. Hinir pastursminni stunduðu flóknar rímþrautir og ortu um veðrið og ástina undir þúsund bragarháttum sem enginn kann skil á til hlítar. Í hinum efnaðri byggðar- lögum landsins þar sem til var band- spotti gerðu menn sér dagamun að því á stórhátíðum að fara í reiptog. Einnig stunduðu menn glímu á þæfðum ullarnærbuxum og lögðu hver annan með hryggspennu og mjaðmahnykk sem nú þyrfti há- skólamenntaðan sjúkraþjálfa til að lækna. NÚ Á DÖGUM er þjóðaríþrótt Ís- lendinga að horfa á ensku knatt- spyrnuna sem felst í því að alþjóð- legir auðmenn safna saman strákum víðsvegar að úr heiminum og láta þá sparka bolta og selja aðgang. Svo þjóðleg er enska knattspyrnan að leikmenn í miðlungsliði eins og Bolton eru frá öllum heimsálfum og af 16 mismunandi þjóðernum. Félög- in sem keppa kenna sig við byggðar- lög eins og Manchester United sem er í einkaeigu amerískra feðga sem skilja ekki af hverju leikmenn vilja ekki nota hornaboltahúfur á vellin- um. Chelsea sem heitir eftir borgar- hverfi í Lundúnum er í einkaeigu rússnesks olíufursta og knatt- spyrnuklúbburinn í Stoke í eigu ís- lensks sægreifa. AÐEINS ein íþrótt er jafn undir- lögð af peningagræðgi og enska knattspyrnan og það er hin þjóðarí- þrótt Íslendinga, Formúla I kappaksturskeppnin, þar sem manni gefst kostur á að sjá Schumacher- bræðurna og félaga aka hring eftir hring á malbikuðum brautum og að- stoðarmenn þeirra keppa um hver sé fljótastur að skipta um dekk. SPENNANDI? Hvert mannsbarn veit að Arsenal, Chelsea og Manchester United munu raða sér í efstu sætin. Svo kemur Liverpool. Eitt hinna 10-12 liða um miðbik deildarinnar mun koma á óvart, hin ekki. Og eitt hinna nýju liða í deild- inni mun falla strax aftur. Fyrir að fylgjast með þessum ósköpum borga íþróttaunnendur hærri upphæðir en áður hafa verið greiddar fyrir að fá að fylgjast með íþróttum. Af hver- ju? Jú, þetta er sennilega skárra en að rembast sjálfur við að lyfta grjóti. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.