Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 2
2 Viðbúnaður vegna sjóslyss á Viðeyjarsundi fyrir viku: Fleiri hundru› leita í dag SJÓSLYS Stórleit verður fram- kvæmd í dag að líki 34 ára karl- manns sem fórst eftir að skemmtibátur ók á Skarfasker á Viðeyjarsundi aðfaranótt síðasta laugardags. Jónas Hallsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, segir að leitað verði á svæði sem nær allt frá Gróttu og upp á Akranes. Að leitinni kemur fjöldi fólks en að sögn Dagbjarts Brynjarssonar hjá svæðisstjórn björgunarsveita verða á ferðinni 25 til 30 göngu- hópar, um 100 til 120 manns. „Þá verður notast við um tuttugu kaf- ara og fólk í kringum þá, tíu bátar og skip leita á sjó, varðskipið Ægir verður við leit og svo verður líka leitað úr lofti,“ segir hann, en kaf- arar koma frá Landhelgisgæsl- unni, Landsbjörg og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í leitaði þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-SIF, við strendur, eyjar og sker allt frá Skerjafirði inn Kollafjörð, út með Kjalarnesi og upp á Akranes, að því er fram kemur í tilkynningu Gæslunnar. „Flogið var í kringum allar eyjar, m.a. Þerney, Lundey, Viðey, Engey og Akurey.“ - óká Hjónin talin ölvu› flegar Harpa sökk Eigandi bátsins sem fórst um sí›ustu helgi og eiginkona hans hafa stö›u sak- borninga í lögreglurannsókn á slysinu. Báturinn sat í fyrstu á skerinu en var svo siglt af flví og sökk á sundinu. Símasamband var vi› bátinn í rúman hálftíma. SLYS Allir voru enn um borð í skemmtibátnum sem fórst á Við- eyjarsundi um síðustu helgi þegar honum var siglt af Skarfaskeri sem hann steytti á, austan Við- eyjarsunds. Skömmu síðar hvolfdi bátnum og hann sökk. Rökstuddur grunur er um að eigandi bátsins og eiginkona hans hafi neytt áfengis um kvöldið, en þau björguðust ásamt tíu ára göml- um syni sínum. Friðrik Ásgeir Hermannsson, 34 ára gamall, og Matthildur Harðardóttir, 51 árs gömul, fórust í slysinu. Hjónin voru beinbrotin og mikið slösuð, en drengurinn meiddist lítið. „Hann virðist hafa sloppið mjög vel, í það minnsta líkamlega,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, en hann sendi í gær út tilkynningu um gang rann- sóknarinnar á slysinu. Hörður segir ekkert benda til annars en að eigandi og umráðamaður bátsins hafi verið við stýrið þegar árekst- urinn varð, en engu verði þó slegið um það föstu fyrr en að rannsókn lokinni. Eigandinn og eiginkona hans hafi réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur, en þau hafi svarað öllum spurningum greiðlega. Ferðir bátsins hafa verið rakt- ar út frá upplýsingum í GPS-stað- setningartæki sem í honum var. Hörður segir af öllu ljóst að fólkið hafi verið á skemmtisiglingu og farið víða um sundin. Á leið til baka í átt að smábátahöfn Snar- fara lenti báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Báturinn var kyrrstæður á eða við skerið um stund en var síðan siglt af stað aftur. „Skömmu síðar hætti GPS- tækið að virka og er talið að báturinn hafi þá sokkið,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að um borð hafi verið að minnsta kosti fjórir farsímar, en hringt var í Neyðarlínu úr þremur þeirra. Fyrsta hringing var um tíu mínútum eftir áreksturinn, en samband var meira og minna við Neyðarlínu næstu 35 mínútur, að sögn Harðar. Báturinn fannst um 80 mínútum eftir fyrstu hring- ingu. Hörður segir aðstæður hafa verið erfiðar í myrkrinu á Við- eyjarsundi. „Fólk áttar sig ekkert, jafnvel búið að fá höfuðhögg. Svo fer þetta að skýrast og þá er leit komin í gang.“ Hann bendir á að ekki fari mikið fyrir bát sem marar í hálfu kafi og leitarsvæðið hafi verið stórt. „Kennileitin eru bara Engey, Viðey, Laugarnes eða Sundahöfn,“ segir hann og telur nánast tilviljun hafa ráðið því að gúmbátur lögreglu sigldi fram á fólkið, en þá var fjöldi báta kominn til leitar. „Þetta er ekki nema eins og hálft skrifborð sem stendur upp úr sjó.“ olikr@frettabladid.is HARRIER-HERÞOTUR Borgarbúar kvörtuðu til lögreglu vegna hávaða frá flugvélunum. Flugher yfir Reykjavík: fiotur hræddu borgarbúa FLUG Fjórar Harrier-þotur Konunglega breska flughersins lentu á Reykjavíkurflugvelli í gærdag. Flugvélarnar höfðu áætlað lendingu á Keflavíkurflugvelli en var beint til Reykjavíkur vegna slæms skyggnis í Keflavík, að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flugmála- stjórnar. Lögreglan í Reykjavík segir að talsvert hafi verið um það að borgarbúar hringdu skelkaðir og létu vita af háværu lágflugi yfir Kvosinni, en vélar á loka- stefnu til suðurs fljúga lágt yfir miðborgina. -saj SPURNING DAGSINS Fri›rik, eru› fli› ekki á rangri lei›? „Það hefur oftast hentað mér betur að fara eigin leiðir en að gerast sporgöngu- maður annarra. Aðalmálið er að vita hvert maður stefnir og að ferðin verði sem flestum farsæl.“ Íslenska lyfjafyrirtækið Invent Farma sem rekur verksmiðjur í Barcelona hyggst opna rannsóknar- og þróunardeild á Íslandi. Flest íslensk fyrirtæki eru í útrás en ekki innrás. Friðrik Steinn Kristjáns- son er stjórnarformaður Invent Farma. 17. september 2005 LAUGARDAGUR BÁTURINN HÍFÐUR ÚR KAFI SÍÐASTA LAUGARDAG Tíu ára drengur slapp lítið meiddur úr árekstri skemmtibáts á Skarfasker um síðustu helgi þar sem tvennt fórst og foreldrar hans slösuðust töluvert. Að sögn lögreglu var hann sofandi í koju þegar áreksturinn varð og kann það að hafa orðið honum til bjargar. VIÐ LEIT FYRR Í VIKUNNI Fjöldi báta og skipa leitar í dag að líki manns sem fórst þegar skemmtibátur steytti á skeri á Viðeyjarsundi um síðustu helgi. Þá ganga yfir hundrað manns fjörur og einnig verður leitað úr lofti. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Flugslysið í Skerjafirði: Fri›rik stefnir Sigur›i Líndal DÓMSMÁL Lögfræðingur Friðriks Þórs Guðmundssonar, föður pilts sem lést eftir flugslys í Skerjafirði fyrir fimm árum, hefur ritað Sig- urði Líndal, fyrrverandi prófessor, bréf. Þar er þess krafist að hann dragi ummæli sín til baka og biðji Friðrik afsökunar. Að öðrum kosti verði honum stefnt fyrir dóm og þess freistað að fá ummæli hans dæmd dauð og ómerk. Sigurður ásakaði Friðrik um að hafa brotið trúnað og komið upplýs- ingum úr skýrslu, sem starfshópur vann um flugslysið í fjölmiðla áður átti að kynna þær á blaðamanna- fundi. - jse Forsætisráðherra ítrekar umsókn Íslands um aðild að öryggisráðinu: Fullt samrá› vi› Geir H. Haarde ÖRYGGISRÁÐIÐ „Það sem ég hef sagt í þessu máli er í fullu samráði við verðandi utanríkisráðherra. Þetta er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinn- ar og það hefur engin stefnubreyt- ing átt sér stað af hálfu hennar. Við verðum að átta okkur á því að við erum ekki með ábyrgð á málinu einvörðungu okkar sjálfra vegna heldur allra Norðurlandanna,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra. Í ræðu á leiðtogafundi Samein- uðu þjóðanna ítrekaði hann þá stefnu íslenskra stjórnvalda að halda fast við framboð til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2010. „Við trúum því að Ísland geti stuðlað að friði og velferð allra aðildarríkjanna,“ sagði Halldór í ræðu sinnar. Í samtali við Fréttablaðið í gær kvaðst Halldór hafa ákveðið að ítreka þessa stefnu Íslendinga eftir að leiðtogar Tyrkja og Austurríkis- manna höfðu báðir ítrekað framboð til setu í ráðinu í ræðum sínum fyrr um daginn. Austurríki, Tyrkland og Ísland keppa um tvö sæti sem koma í hlut Vesturlandahópsins á um- ræddu tímabili. Fram hefur komið hjá Halldóri og Davíð Oddssyni utanríkisráð- herra að ætlunin sé að halda kostn- aði við framboðið í skefjum. Halldór fullyrðir ekkert um möguleikana til þess að hreppa sæti í öryggisráðinu en segir að undir- tektir við framboð Íslands hafi verið mjög góðar til þessa. - jh HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Halldór ákvað að taka málið upp í ræðu sinni eftir að leið- togar Tyrkja og Austurríkismanna höfðu báðir ítrekað framboð til öryggisráðsins. Árásin á Vaðlaheiði: Fimm og átta mána›a dómar DÓMSMÁL Mennirnir tveir sem skutu sautján ára pilt með loft- byssu í vor hlutu átta og fimm mánaða fangelsi. Þeir voru dæmd- ir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Árásin var gerð á Vaðlaheiði. Mennirnir, sem eru 22 ára, skipuðu piltinum að afklæðast á meðan þeir skutu á hann úr loftbyssunni. Fjar- lægja þurfti tvö skot úr líkama piltsins, úr læri og handarbaki. Haldi mennirnir skilorð næstu þrjú árin falla fimm mánuðir niður af þyngri dómnum og þrír af þeim léttari. Þeir greiða sakarkostnað. - gag Vísitala íbúðaverðs í Reykjavík: Lækkandi íbú›aver› HÚSNÆÐISMÁL Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,6 prósent í ágúst miðað við mánuðinn á undan. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,4 prósent og er þetta í fyrsta skipti í meira en ár sem vísitalan lækkar. Vísitalan er byggð á meðaltali fermetraverðs í níu flokkum húsnæðis. Vísitölunni er ætlað að varpa ljósi á þróun fast- eignaverðs en ekki til að verð- tryggja fjárskuldbindingar. - saj GARÐSSTAÐIR Vonir standa til að sem flestum bílhræjunum verði komið fyrir kattarnef hið fyrsta. Sveitarstjórn Súðavíkur: Vilja bílakirkju- gar› á brott SVEITARSTJÓRNARMÁL Bílakirkju- garðurinn að Garðsstöðum við Ísafjarðardjúp mun að mestu hverfa ef samkomulag sem sveitastjórn Súðavíkur gerði við landeiganda í gær gengur eftir. „Nú eru um 580 bílar á landinu og við ætlum að vinna að því með landeiganda að þetta verði orðið öllu minna og snyrtilegra næsta sumar,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri á Súðavík. Landeigandi hafði sóst eftir því að fá starfsleyfi fyrir bílaparta- sölu sína á jörðinni, sem þá væri skilgreind sem iðnaðar- og at- hafnasvæði. Vegna formgalla á umsókn var þeirri beiðni hafnað, nágrönnum á Ögri til mikillar ánægju. - jse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.