Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 48
SOS, Hilmar! SOS! Ég heitiKristín,“ hvíslaði hún skjálf-andi röddu í almenningsím-
ann á hádegisbarnum á Óðali, einn
laugardag í maí 1977. Símanúmer-
ið hafði greypt sig í undirmeðvit-
undina. Þrisvar sinnum 69.
Hilmar þessi Helgason var ekki
óvanur símtölum af þessu tagi,
enda fylgdi nafni hans töfraorðið
Freeport; lausnarorð drykkju-
sjúkra, eins og skemmtanaljónsins
“Þarna var ég við dauðans dyr,
með annan fótinn í ræsinu. Lang-
aði ekki að lifa og gat ekki verið
full en ekki edrú heldur,“ segir
Kristín, sem komin var í bullandi
vandræði með áfengi á þessum af-
drifaríka laugardegi.
„Frá mínum bæjardyrum séð
stöfuðu vandræðin alls ekki af
drykkju, en eitthvað varð til þess
að mér gekk einstaklega illa að
fikra mig áfram í lífinu,“ segir
Kristín sem ung fann traustan
vinskap í brennivíni sem hjálpaði
henni að gleyma.
Upparar og aumingjar
„Farðu rakleiðis heim. Ég verð
kominn eftir klukkutíma,“ voru
skilaboðin sem Hilmar færði
Kristínu sem hraðaði sér heim af
Óðali, vel við skál.
„Hilmar vissi sem var, að í
hann hringdi enginn nema eitt-
hvað mikið væri að. Ég vissi að
gamall drykkjufélagi hafði farið á
Freeport og fengið sprautu í hand-
legginn til að hætta að drekka, en
meira vissi ég ekki. Þegar Hilmar
kom til mín vældi ég mikið um
hvað veröldin væri vond, tilveran
hrikaleg og allir væru vondir við
mig ,“ segir Kristín, sem var ekki
síst niðurlút vegna þess að hún
hafði drukkið sig út úr ritarastarfi
við Danska sendiráðið, sem hún
hafði þráð og beðið eftir lengi.
„Á meðan ég beið eftir starfinu
hafði ég farið í fimm vikna ferð til
Spánar og verið á fylleríi allan tím-
ann. Fyrstu vinnudagana kom í
ljós að ég hafði enga eirð að bíða
þess að komast á barinn, svo vinn-
unni klúðraði ég mjög fljótlega.
Fór mikið á hádegisbar Óðals og
aftur á kvöldin, en Óðal var á þess-
um tíma staður þeirra sem kölluðu
sig „uppara“, því á Borginni voru
þeir sem við álitum fyllibyttur,
aumingja og róna,“ segir Kristín,
en böggull fylgdi skammrifi þegar
Hilmar var búinn að hugga hana
og gefa grænt ljós á Freeport.
„Það eina sem ég þurfti var að
útvega peninga fyrir einum og
hálfum farmiða og 400 dollara að
auki. Ég saup auðvitað hveljur því
ég átti ekki fimm aur með gati,“
segir Kristín sem er þekkt fyrir
sjálfsbjargarviðleitni og fann nú
leiðina út með sérstökum hætti.
Bjargvættur með vodka
Kristín var 26 ára þegar þarna var
komið sögu og leigði herbergi hjá
góðri konu í Reykjavík sem lánaði
henni síma til afnota.
„Á þessum sama laugardegi
hringdi ég heim til félagsmála-
stjóra Kópavogs, því lögheimili
mitt hafði verið þar lengi. Sagði
honum að um líf og dauða væri að
tefla; ég yrði barasta að komast á
Freeport! Hann tók mér vel en
bað mig að hringja á skrifstofu-
tíma eftir helgina. Ég æpti að það
yrði of seint,“ segir Kristín en
varð á endanum að láta í minni
pokann fyrir skrifræðinu.
„Tíu mínútum síðar kallar
leigusalinn að einhver Helga bíði
mín í símanum. Það reyndist vera
Helga Ágústsdóttir, þá kunn út-
varpskona sem einnig starfaði
fyrir Félagsmálastofnun Kópa-
vogs. „Áttu eitthvað að drekka?“
spyr hún. „Nei,“ mjálmaði ég
aumlega. „En áttu pening fyrir
leigubíl?“ spyr hún aftur. „Nei,“
vældi ég í símtólið. „Heyrðu, hann
sonur minn hleypur út og borgar
fyrir þig bílinn. Komdu strax til
mín!“ sagði hún og tók á móti mér
í baðsloppi með handklæði um
höfuðið. Skellir svo vodkaflösku á
borðið og segist ekki eiga bland.
Sest við símann og hringir til
kvölds í allar áttir, milli Pontíusar
og Pílatusar, en það eina sem ég
heyrði var: „Þessi kona þarf að
komast út strax!“,“ segir Kristín
sem þakklát kláraði úr vod-
kaflöskunni, en Helga hafði feng-
ið áhuga á alkóhólisma þegar
áfengismeðferð hófst á Vífilsstöð-
um árinu áður.
„Vaninn var að henda fylliröft-
um inn á Tíuna,“ segir Kristín og
á við deild 10 á Kleppsspítala, þar
sem áður var afvötnunardeild og
margir þjóðþekktir einstaklingar
létu renna af sér með hjálp lyfja-
skápa læknanna.
„En þarna hjá Helgu varð ég
fyllri og fyllri á meðan hún heimt-
aði af Loftleiðum að þeir settu upp
víxil svo ég kæmist á Freeport.
Því fylgdi geysileg frelsistilfinn-
ing,“ segir Kristín, ævinlega
þakklát Helgu Ágústsdóttur fyrir
hjálp á tólftu stundu.
Með síðkjóla og háhæla skó á
Freeport
Freeport-sjúkrahúsið stóð á Long
Island í New York. Eftir að Íslend-
ingarnir Hilmar Helgason og
frændurnir Hendrik og Edwald
Berndsen komu þaðan úr áfengis-
meðferð 1975 varð árangur þeirra
íslenskum alkóhólistum til fyrir-
myndar og eftirbreytni.
„En í raun vissum við ekkert
um Freeport, fyrir utan að þar var
fólki hjálpað að snúa frá brenni-
víni. Ég var ekki endilega tilbúin
að hætta að drekka, en mín eina
hugsun var að komast frá hrylli-
lega Íslandi, þeirri hræðilegu
eyju sem átti upptök í öllum mín-
um sorgum og vanlíðan,“ segir
Kristín, sem hélt utan til Freeport
22. maí 1977.
„Þá fyllti ég ferðatöskuna af
síðkjólum og háhæla skóm; öllu
því flottasta sem ég átti. Ég var
svo heppin að leigusalinn leit inn í
skáp hjá mér og setti efst í tösk-
una venjuleg föt. Ég hafði hvorki
náttföt né baðslopp meðferðis,
enda markmið að hafa það
skemmtilegt í heimsborginni,“
segir Kristín sem játar að hafa
skvett duglega í sig á leiðinni út.
„Á leiðinni var fólki leyft að
drekka eins mikið og það vildi, því
það minnkaði líkur á því að menn
skiptu um skoðun eða strykju þeg-
ar þeir lentu á Kennedy-flugvelli.
Alkóhólistar eru mestu tækifær-
issinnar í veröldinni og komnir til
fyrirheitna landsins var viðbúið
að menn reyndu að láta sig
hverfa,“ segir Kristín alvörugefin
en brosmild.
Grænn hryllingur og taugastríð
Kristín var undir eins klædd í
karlmannsnáttföt og háttuð ofan í
rúm þegar hún kom á Freeport.
Nú átti hún að sofa, en það reynd-
ist erfitt því hún svaf stutt og
vaknaði á fjögurra tíma fresti.
„Þá fékk ég sprautu í rassinn,
en líðanin var hryllingur; ég hrist-
ist eins og lauf í vindi með taug-
arnar í molum. Þegar ég fór að
líta í kringum mig morguninn eft-
ir brá mér svakalega. Hvert var
ég eiginlega komin?! Húsið var
eldgamalt, ljótt, með löngum,
grænmáluðum göngum og notuð-
um hermannabeddum, en græni
liturinn átti að vera róandi. Því
næst var mér hent niður í kjallara
á AA-fund, og hvur andskotinn
var nú það? Það bjargaði málum
hvað starfsfólkið var yndislegt,
tók utan um mann og sagði: „We
care for you.“ Innst inni hugsaði
ég: „Já, já, þetta er Kaninn. Maður
sér þetta nú í bíómyndunum.
„They don’t care for me shit!“,“
segir Kristín og minnist hlátra-
skalla þegar teknir voru upp úr
tösku hennar ballkjólar og dans-
skór.
„Fljótlega sá ég að Íslendingar
voru stór hluti sjúklinganna; alls
27 Íslendingar, en ég var númer
111 af þeim sem fóru frá Íslandi á
Freeport. Það var víst nóg af efni-
legum kandidötum í áfengismeð-
ferð héðan, en þeir Hilmar og
Hendrik báru út fagnaðarerindið,
þótt Hilmar hefði ekki náð því að
vera edrú nema í stuttan tíma og
lést fyrir aldur fram úr alkóhól-
isma, eftir að hafa samt sem áður
bjargað hundruðum Íslendinga,
sem sýnir og sannar hversu
hræðilegur og blekkjandi sjúk-
dómur alkóhólisminn er,“ segir
Kristín döpur í bragði.
Rónar og illa statt fólk
Fyrstu tvær vikur áfengismeð-
ferðirnar fóru fram á Freeport-
spítalanum, en næstu fjórar í Ver-
itas Villa í upphéruðum New
York-fylkis. Það var rekið af
Sankti Fransiskusar-nunnum í
gömlum, niðurníddum skóla.
32 17. september 2005 LAUGARDAGUR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
ÞJÓÐARVAKNING FRUMKVÖÐLANNA
A lls fóru um 700 Íslendingar í áfengismeðferð á Freeport-sjúkrahúsið áLong Island í New York á áttunda áratugnum. Í framhaldi var SÁÁstofnað á Íslandi og í kjölfarið fylgdi gífurlegur vöxtur AA-samtakanna í
landinu. Reyndar er leitun að jafn víðtæku átaki og þekkingu á alkóhólisma
og þekkist hér á Íslandi, en hérlendis er boðið upp á svokallaða Minnesote-
aðferð, bæði hjá hinu opinbera, SÁÁ og nokkrum trúarsamfélögum.
Hilmar Helgason var meðal þeirra fyrstu sem fór í meðferð á Freeport í
ágúst 1975. Hann kom heim í september sama ár og dreif þá frændurna
Hendrik og Edwald Berndsen út til Freeport. Árangur þremenninganna varð
öðrum fljótt til eftirbreytni, en þeir Hilmar og Hendrik urðu skjótt mjög af-
kastamiklir við að aðstoða fólk við að komast í meðferð á Freeport og fylgdu
þeim gjarnan alla leið út. Síðar urðu þeir aðalmennirnir í að stofna SÁÁ og
komu af stað þjóðarvakningu í áfengismálum og viðhorfsbreytingu til áfeng-
issjúkra, sem Íslendingar búa enn að í dag.
Nú þegar þrjátíu ár eru liðin frá fyrstu ferðum Íslendinga á Freeport, er að-
eins einn þremenninganna á lífi; Hendrik Berndsen. Hann var fyrsti varafor-
maður SÁÁ og gengdi því embætti uns hann varð formaður á árunum 1984
til 1988. Hendrik stóð að því að flytja SÁÁ-meðferðina til Grænlands, Fær-
eyja og Danmerkur, og hefur bjargað mörgum vímuefnafíklinum þar.
Heimildir: SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann.
Íslendingur nr. 111 á Freeport
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
1
49
k
r/
sk
ey
tið
.
SENDU SMS SKEYTIÐ BTC BGF
Á NÚMERIÐ 1900 OG
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ.
9. HVER VINNUR!
VINNINGAR ERU: BÍÓMIÐAR FYRIR TVO
• DVD MYNDIR • COCA COLA
“NIGHT WATCH IS F***ING COOL!”(Quentin Tarantino)
SIGURVEGARINN KRISTÍN SNÆFELLS Mætti grimmum örlögum í bernsku og var misnotuð kynferðislega af nánum fjölskyldumeð-
limi frá unga aldri. Sótti huggun hjá Bakkusi og var ein af 700 Íslendingum sem tóku fyrstu skrefin í átt að heilbrigðu líferni með hjálp
Tólf spora kerfisins á Freeport-spítalanum í New York.
Á flessu ári eru flrír áratugir frá flví fyrstu Íslending-
arnir héldu til Freeport í Bandaríkjunum í áfengis-
me›fer›. Alls fóru um 700 manns vestur flar á me›al
Kristín Snæfells sem nota›i áfengi til fless a› drekkja
sorgum og gera lífi› ögn bærilegra eftir a› hafa veri›
fórnarlamb kynfer›islegrar misnotkunar í æsku.
fiórdís Lilja Gunnarsdóttir rifja›i upp Freeport-árin
me› Kristínu.