Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 70
54 LÁRÉTT 1 yrða á 6 farfa 7 kextegund 8 klukkan 9 lítill stallur 10 flík 12 vel búin 14 fát 15 nafnorð 16 tveir eins 17 fæðu 18 land. LÓÐRÉTT 1 fugl 2 langar 3 bardagi 4 frumefni 5 í viðbót 9 rán 11 vökvalaus 13 brúka 14 leyfi 17 í röð. LAUSN: 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Stór Humar Medium Humar Sigin grásleppa [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Þrettán vetra. Alls 29 sjúklingum. Angela Merkel. Það styttist óðum í setningu Alþjóð- legu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík. Kvikmyndahátíðin er frekar ný af nálinni en hún var fyrst haldin í fyrra og var þá frekar smá í sniðum. Í ár verður allt annað uppi á teningunum. Meðal þeirrar nýbreytni sem bryddað verður upp á er sérstök dómnefnd sem velja mun Uppgötv- un ársins en um þau verðlaun keppa leiknar kvikmyndir eftir upprenn- andi leikstjóra. Veitt verða peninga- verðlaun en auk þess fá sigurvegar- ar afhenta gripi hannaða af Mireyu Samper úr íslensku grjóti sem Steinsmiðja S. Helgasonar smíðar. Það verður hinn pólskættaði Breti Pawel Pawlikowski sem mun veita dómnefndinni forsæti. „Það er mikill heiður að fá hann til liðs við okkur,“ segir Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Hann þykir einn mest spennandi leikstjórinn í dag,“ bætir hún við. Pawlikowski vakti fyrst athygli fyrir mynd sína Last Resort fyrir fimm árum. Þá hlaut hann hin eftir- sóttu BAFTA-verðlaun sem efnileg- asti leikstjóri Breta. Í fyrra fékk myndin hans, My Summer of Love, BAFTA-verðlaunin sem besta myndin. „Leikkonurnar tvær sem fóru með aðalhlutverkin í þeirri mynd eru rísandi stjörnur í dag,“ útskýrir Hrönn og greinilegt að allt er lagt í sölurnar til að gera hátíðina sem glæsilegasta úr garði. Við hlið Pawlikowskis í dóm- nefndinni munu leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Nína Dögg Filippusdóttir sitja auk leikstjórans Kristínar Jóhannesdóttur og norska kvikmyndagagnrýnandans Dags Södtholt. „Hann þykir mjög virtur á sínu sviði og hefur það að atvinnu að ferðast á milli kvikmyndahátíða og dæma,“ segir Hrönn. Meðal annarra atburða má nefna tveggja kvölda költ-kvikmyndasýn- ingu. Fyrra kvöldið verða eftir- lætiskvikmyndir Páls Óskars Hjálmtýssonar sýndar en seinna kvöldið verður költ-kvikmyndaleik- stjórinn Stuart Samuel sérstakur gestur og sýnd mynd hans Midnight Movies: From the Margin to the Mainstream. Auk þess verða brot úr El Topo og Eraserhead eftir David Lynch á dagskrá. Hrönn segist reikna með að margir erlendir leikstjórar sæki hátíðina heim í kringum frumsýn- ingar mynda sinna. Aðspurð hvort hátíðin ætli sér ekki að hafa „bíó- bar“ í ætt við „bókabarinn“ sem starfræktur hefur verið í kringum bókmenntahátíðina sagði hún að er- lendum gestum yrði að sjálfsögðu boðið á bari borgarinnar. „Kaffi- barinn verður aðalbarinn fyrir erlendu gestina.“ freyrgigja@frettabladid.is HRÖNN MARINÓSDÓTTIR: RÍSANDI STJÖRNUR Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ Pawel Pawlikowski í forsæti dómnefndar ...fær Hafnarfjarðarleikhúsið fyrir að setja hið þrælskemmti- lega leikrit Himnaríki aftur á fjalirnar og heiðra með því leik- skáldið Árna Ibsen. HRÓSIÐ 17. september 2005 LAUGARDAGUR LÁRÉTT: 1ávarpa,6lit,7lu,8kl,9hak, 10fat,12fín,14fum,15no,16rr, 17 mat,18Íran. LÓÐRÉTT: 1Álka,2vil,3at,4platína,5 auk,9haf, 11þurr, 13nota,14frí,17 mn. Nýjasta plata Sigur Rósar, Takk, hefur selst í fjögur þúsund eintök- um hér á landi síðan hún kom út síð- astliðinn mánudag. Er þetta sannar- lega frábær árangur og mun betri en síðasta plata sveitarinnar, ( ), náði árið 2002 þegar hún seldist í 1.700 eintökum fyrstu vikuna. Á morgun kemur í ljós hvaða sæti platan nær á breska vinsælda- listanum en á miðvikudag var henni spáð því fjórtánda, sem yrði mjög góður árangur. Platan hefur til að mynda selst afar vel á heimasíðu Amazon og komst hæst í fimmta sætið á lista yfir söluhæstu plöturn- ar í gær; rétt fyrir ofan nýjustu plötur Coldplay og Neil Young. „Við erum að vonast til að ná henni í gull (5.000 eintök) núna fyrsta sölumánuðinn,“ segir Ás- mundur Jónsson hjá Smekkleysu. „Við áttum von á góðu en móttök- urnar hafa verið alveg frábærar hérna heima, enda mjög góð plata.“ Takk hefur fengið frábæra dóma bæði í innlendum og erlendum fjöl- miðlum síðan hún kom út. Breska blaðið The Guardian gefur plötunni til að mynda fjórar stjörnur af fimm mögulegum og segir hana að- gengilegustu plötu Sigur Rósar til þessa og hampar sérstaklega laginu Hoppípolla: „Með strengjahljóð- færi, lúðra og bakgrunnshljóð ásamt sérstökum söng og ótrúlega grípandi hljómborðsstefi sem aðrar hljómsveitir gætu grætt milljónir á er Hoppípolla gleðisöngur þessa hausts. Útvarpið á ekki eftir að taka eftir því en iPod-spilararnir munu gera það,“ segir meðal annars í um- sögninni. ■ Takk nálgast gulli› SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós hefur fengið frábæra dóma fyrir nýjustu plötu sína, Takk. PAWEL PAWLIKOWSKI Hefur hlotið tvenn BAFTA-verðlaun, sem þykja jafn virt og Óskarsverðlaunin. Þau fyrri hlaut hann sem efnilegasti leikstjóri Breta og hin fyrir mynd sína My Summer of Love sem valin var besta myndin. HRÖNN MARINÓSDÓTTIR Stefnt er að því að gera Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík sem best úr garði og hefur Pawel Pawlikowski verið fenginn í forsæti dóm- nefndar. Hostel, kvikmynd Eli Roth, varfrumsýnd í Toronto á föstudag- inn. Myndin þykir með eindæmum blóðug og hryllingurinn hrikalegur á köflum. Myndin er þó ekki alveg fullgerð heldur fékk Roth undan- þágu frá aðstandum hátíðarinnar til að sýna vinnslueintak hennar. Kem- ur það til af því að Roth sló fyrst í gegn á hátíðinni með mynd sinni Cabin Fever. Íslensk persóna kvik- myndarinnar, Óli, þykir með ein- dæmum skemmtileg og fer Eyþór Guðjónsson á kostum í hlutverkinu. Bandaríski leikstjórinn Quentin Tar- antino er með puttana í myndinni en hann er mikill að- dáandi Roths. Nú er unnið að því hörðum hönd-um að fá Hostel heimsfrum- sýnda á IIFF hátíðinni sem lýkur um miðjan nóvember hér á landi. Aðeins yrði ein sýning en Hostel verður fullbúin í byrjun nóvember og herma heimildir blaðsins að nú sé róið að því öllum árum að fá þetta í gegn. Mikill vilji er hjá leikstjóranum Eli Roth fyrir þessu og ef allt gengur upp mun hann ásamt leikhópnum og Quent- in Tarantino sækja landann heim í kringum sýninguna. Heimir Már Pétursson, semgegnt hefur starfi upplýsingafull- trúa Flugmálastjórnar, hefur verið ráðinn yfirmaður Fréttavaktar NFS, nýju fréttasjónvarpsstöðvarinnar sem 365 hleypir af stokkunum á næstunni. Heimir Már starfaði á árum áður sem fréttamaður á Fréttastofu Stöðvar 2 og mun nú hitta á ný fyrir gamla samstarfs- menn á þessum nýja vettvangi. Gamlir félag- ar hafa að vonum tekið ráðningu Heimis fagn- andi og eru hæst- ánægðir með að hafa endurheimt kappann í fréttaatið. Stór gleraugu Það er löngu hætt að vera hallærislegt að ganga með gler-augu. Ef þú ert hvorki með lélega sjón né sjónskekkju er allt í lagi að fá sér gleraugu með rúðugleri. Það kemur líka alltaf að þeim tímapunkti að fólk þurfi gleraugu svo það er ekkert að því að venja sig við í tæka tíð. Náttúrulegt hár Njóttu þess að hafa hárið eins og guðskapaði það. Það er fátt fallegra en náttúrulegt hár og um að gera að leyfa því að njóta sín eins og það kemur fyrir. Þeir sem eru með krullur geta ýkt þær með hárfroðu og þær slétthærðu haft hárið nákvæmlega eins og það kemur fyrir. Hnésíð pils Eru með því klæðilegra sem til er, grennandiog smart. Hver kona verður að eiga að minnsta kosti eitt slíkt pils til að falla inn í vetrartískuna. Þau passa líka við nánast öll tækifæri. Of strípað hár Það er ekkert hræðilegra en of strípað hár.Þetta þótti einu sinni svaðalega svalt en nú er þetta „trend“ við frostmark. Fyrir utan ljótleikann fer það ógurlega illa með hárið að fara í aflitun af þessu tagi. Gervilegar gervineglur Kvenþjóðin áþað til að taka nýjungum opnum örmum. Gervinegl- ur eru engin undantekning og þar hefur kvenþjóðin farið offari. Ýmsar tegundir hafa komið fram á sjónarsviðið, þar á meðal gervineglur með alls konar skrauti. Það þótti kannski einu sinni kúl en nú gilda aðrar reglur. Of þröngir bolir Það er ekkert eins ósjarmerandi og þröngir bolir úr100% gerviefnum sem sýna allar útlínur og fellingar. Veljið frekar boli sem eru aðeins lausir svo líkaminn líti ekki út eins og kjöt- skrokkur í pólýesterefni. INNI ÚTI FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.