Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 6
6
Kostnaður við sameiningu sveitarfélaga til ársins 2009:
Allt a› 2,4 milljar›ar í sameiningu
SVEITARSTJÓRNARMÁL Stjórnvöld
hafa ákveðið að verja allt að 2,4
milljörðum króna til sameiningar
sveitarfélaga til ársins 2009.
Í tilkynningu félagsmálaráðu-
neytisins segir að tryggt verði
viðbótarfjármagn til þess að
styðja myndarlega við sameining-
aráform sveitarfélaga á næstu
árum. Fé verður varið til undir-
búnings sameiningar en einnig er
ætlunin að nýsameinuð sveitar-
félög fái aðgang að meira fjár-
magni en áður til að byggja upp
þjónstu og stjórnsýslu að lokinni
sameiningu.
Veitt verður fé til skuldajöfn-
unar sveitarfélaga sem og til
tekju- og útgjaldajöfnunar. Sjóð-
urinn hefur einnig heimild til að
taka þátt í launakostnaði fram-
kvæmdastjóra sameinaðs sveitar-
félags en það getur átt við þegar
sameinuð eru nokkur fámenn
sveitarélög sem ekki hafa haft
framkvæmdastjóra á launum.
Jafnframt er gert ráð fyrir að að
sjóðurinn geti varið fé til nauð-
synlegrar þróunar á stjórnsýslu í
nýju sveitarfélagi í allt að fjögur
ár eftir sameiningu. - jh
Tilbo›i› var mistök
Framkvæmdastjóri Kynnisfer›a telur tilbo› Hópfer›ami›stö›varinnar og Vest-
fjar›alei›ar í sérleyfi fer›a til Su›urnesja frá Reykjavík vera mistök. Kært
hefur veri› vegna skilyr›a sem flykja brjóta samkeppnisreglur.
SAMGÖNGUR „Það kom okkur veru-
lega á óvart hvað menn eru tilbún-
ir að greiða fyrir sérleyfisferðina,“
segir Þráinn Vigfússon, fram-
kvæmdastjóri Kynnisferða. Í
fyrradag voru opnuð tilboð í Ríkis-
kaupum í skóla- og áætlunarakstur
á nokkrum sérleyfisferðum. At-
hygli vöktu svokölluð mínustilboð
en nokkur fyrirtæki voru reiðu-
búin að greiða Vegagerðinni tugi
og allt að 469 milljónir með leyfinu
fyrir akstur frá Reykjavík til
Suðurnesja.
„Við buðum 27 milljónir og það
er alveg á mörkunum að það borgi
sig samkvæmt okkar útreikningum
svo ég veit ekki hvernig þeir ætla
að fara að sem vilja borga 469
milljónir fyrir það. Þetta hljóta að
vera einhver mistök og ég á ekki
von á því að Vegagerðin taki þessu
boði,“ bætir hann við.
Bjarni Björnsson, sem á sæti í
stjórn Hópferðamiðstöðvarinnar
og Vestfjarðaleiðar sem bauð 460
milljónir, vildi ekki tjá sig um út-
reikninganna sem liggja að baki til-
boðinu eða hvort um einhver mis-
tök væri að ræða.
Þórir Garðarsson hjá Allra-
handa, sem bauð 103 milljónir,
segir að sérleyfið fyrir Suðurnes sé
með margfalt meiri meðalnýtingu
en flestar aðrar leiðir, sem geri það
að verkum að fyrirtækið sé tilbúið
að greiða slíka upphæð fyrir það.
Félag hópferðaleyfishafa og
Þingvallaleið hafa kært til kæru-
nefndar útboðsmála vegna þeirra
skilmála sem fylgja útboðinu en í
því felst að þjónusta við Umferðar-
miðstöðina sé notuð og greitt sé
fyrir hana til rekstraraðila hennar
en það er fyrirtækið Kynnisferðir
sem jafnframt á tilboð í útboðinu.
Einnig greiða samkeppnisaðilarnir
aðstöðugjöld til Kynnisferða, segir
Björn, sem einnig er í stjórn Félags
hópferðaleyfishafa, og það gefi
þeim betri stöðu þegar kemur að
tilboðinu.
Þráinn segir að Kynnisferðir
hafi samið um jafnan aðgang allra
að Umferðarmiðstöðinni, sem sé í
raun eina boðlega endastöðin, og
því eigi kæran ekki við rök að
styðjast. Einhver verði að reka
hana og Kynnisferðir hafi fengið
beiðni frá sérleyfishöfum um að
gera það og hafi kostað miklu til að
standa undir því.
jse@frettabladid.is
Rembrandt-málverk fannst:
Meti› á um
flrjá milljar›a
SVÍÞJÓÐ Málverk eftir
Rembrandt sem rænt var úr
sænska Þjóðminjasafninu fyrir
fimm árum fannst í Kaup-
mannahöfn í gær. Verkið er eitt
af þremur sem rænt var á sínum
tíma en hin tvö sem eru eftir
Renoir eru ófundin.
Danska lögreglan komst á
snoðir um að málverkið væri að
finna á hóteli í Kaupmannahöfn
og handtók fjóra menn á staðn-
um með dýrgripinn í fórum
sínum. Málverkið er sjálfsmynd
af Rembrandt og er metið á um
þrjá milljarða króna að lág-
marki. - sþs
Nýtt afl íhugar framboð:
Bara í Reykja-
vík ef af ver›ur
STJÓRNMÁL Á fundi Nýs afls á
fimmtudagskvöld var rætt um
framboð stjórnmálaflokksins til
sveitarstjórnarkosninga. Ákveðið
var að skoða framboð og hefja
undirbúning. Ákvörðun um hvort
farið verður í framboð bíður aðal-
fundar Nýs afls sem haldinn verður
12. október.
Jón Magnússon lögfræðingur,
sem verið hefur í forsvari fyrir
flokkinn, segir að skiptar skoðanir
hafi verið um framboð. Félagar hafi
verið harla ánægðir og glaðir með
ákveðna sveitarstjórnarmenn í
sveitarfélögunum á höfuðborgar-
svæðinu utan Reykjavíkur. „Höfuð-
athyglin beinist að Reykjavík og ef
til kemur munum við bara bjóða
fram þar.“ - ss
Og Vodafone og Neyðarlína:
Sta›setning
beint til 112
FJARSKIPTI Gengið hefur verið frá
samningi Og Vodafone og Neyðar-
línunnar um að upplýsingar um
staðsetningu Og Vodafone farsíma
berist beint til 112. Stefnt er að því
að ljúka tæknilegri útfærslu sem
fyrst og að þjónustan verði orðin
virk innan tveggja mánaða.
Deilt hefur verið um hver skuli
greiða fyrir uppsetningu hugbúnað-
ar til að þetta sé mögulegt en Gísli
Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Og
Vodafone, segir að aðilar hafi kom-
ist að samkomulagi um að ræða
ekki frekar útfærslu samningsins.
- ss
Eiga Íslendingar að sækjast
eftir sæti í Öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Þarf að fækka sveitarfélögum á
landinu?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
74,8%
25,2%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
17. september 2005 LAUGARDAGUR
VIÐ UNDIRSKRIFT SAMNINGS Þórhallur
Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar hf., og
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone.
FYRIRHUGAÐ ÍÞRÓTTAHÚS Stærð nýrrar íþróttahallar í Fjarðabyggð ákvarðast að líkindum
af sameiningu Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Neskaupstaðar árið 1998.
Alltaf einfalt
www.ob.is
14 stöðvar!
JÓN MAGNÚSSON Í forsvari fyrir stjórn-
málaflokkinn Nýtt afl.
LÖGREGLUFRÉTTIR
HRAÐAKSTUR Í KEFLAVÍK Lög-
reglan í Keflavík gómaði ökuþór á
130 kílómetra hraða á Reykjanes-
braut í fyrrakvöld. Annar var
gripinn skömmu seinna á 122 kíló-
metra hraða. Snemma í gærmorg-
un voru svo tveir ökumenn teknir
fyrir að aka á 78 kílómetra hraða
þar sem hámarkshraði er 50. Allir
mega þeir búast við sektum.
LOK ÞEYTTIST Á VEGFARANDA
Strætó ók yfir brunnlok á Skot-
húsvegi í Reykjavík með þeim af-
leiðingum að lokið þeyttist upp á
gangstétt og lenti á gangandi
vegfaranda. Vegfarandinn var
fluttur á slysadeild og voru
áverkar hans minniháttar að sögn
lögreglu. Ekki liggur ljóst fyrir
hvers vegna brunnlokið hrökk af
sínum stað.
Kjarnorkumál Norður-Kóreu:
fiurfa a› s‡na
sveigjanleika
PEKING, AP Enn hefur enginn árang-
ur náðst í viðræðum sex ríkja um
framtíð kjarnorkuáætlunar Norður-
Kóreu.
Krafa Norður-Kóreumanna um
að byggður verði kjarnakljúfur til
raforkuframleiðslu gegn því að þeir
láti af auðgun úrans hafa ekki hlotið
hljómgrunn meðal hinna ríkjanna.
Fulltrúi Suður-Kóreu hefur þó
látið hafa eftir sér að þessi ágrein-
ingur sé ekki óyfirstíganlegur. Til
þess að árangur náist þurfi þó bæði
Bandaríkin og Norður-Kórea að
sýna talsverðan sveigjanleika. ■
Á UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI Kynnisferðir reka Umferðarmiðstöðina og eru jafnframt með sérleyfisferðina til Keflavíkur. Nú eru fyrirtæki til
í að greiða allt að 469 milljónir fyrir þá sérleyfisferð, sem jafnframt gefur leyfi fyrir ferðum til Grindavíkur og Bláa lónsins.
FARÞEGAFJÖLDI Í NOKKRUM LEIÐUM Á SÍÐASTA ÁRI
Kílómetrar Heildarfjöldi ferða Heildarfjöldi farþega Fjöldi farþega á ferð
Reykjavík-Leifsstöð 53 9.636 226.605 23,5
Reykjavík-Hveragerði-Selfoss 61 2.111 31.752 15
Reykjavík-Akureyri 389 460 14.206 30,9
Seyðisfjörður-Egilsstaðir 30 620 1.329 2,1
Könnun Gallup á trausti Reykvíkinga í garð borgarstjóraefna Sjálfstæðisflokksins:
Fleiri segjast treysta Vilhjálmi
BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Reyk-
víkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vil-
hjálmssyni betur en Gísla Marteini
Baldurssyni til þess að gegna
starfi borgarstjóra, samkvæmt
niðurstöðum úr nýrri skoðana-
könnun sem unnin var á vegum
Gallup.
Alls treysti 57,1 prósent að-
spurðra Vilhjálmi mjög vel eða
frekar vel til þess að gegna starf-
inu en 42,3 prósent treystu Gísla
Marteini. Þá voru fleiri sem sögð-
ust treysta Gísla Marteini frekar
illa eða mjög illa fyrir starfinu, eða
38,8 prósent á móti 22,8 sem
treystu ekki Vilhjálmi.
Könnunin var gerð á tímabilinu
1.-12. september og var úrtakið
1.200 Reykvíkingar. Svarhlutfall
var fimmtíu prósent.
Í niðurstöðum sömu könnunar
kom fram að ef val á borgarstjóra
stæði milli þeirra tveggja sögðust
57,3 prósent kjósa Vilhjálm en 42,7
prósent Gísla Martein. Þá sögðust
tæp 54 prósent aðspurðra ætla að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn en næst-
flestir sögðust ætla að kjósa Sam-
fylkinguna, 26,3 prósent. - sda
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON
57,1 prósent treystir Vilhjálmi.
GÍSLI MARTEINN BALDURSSON
42,3 prósent treysta Gísla Marteini.