Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 46
Hlutfall erlendra starfs-manna á vinnumarkaði áÍslandi er með því sem mest gerist á Norðurlöndunum. Alls er 4,5 prósent vinnuaflsins á Íslandi erlendir ríkisborgarar og aðeins í Svíþjóð er hlutfallið hærra, eða 4,6 prósent. Í Danmörku, þar sem umræð- an um útlendinga hefur verið hve mest áberandi, er hlutfall er- lendra ríkisborgara á vinnu- markaðinum 3 prósent. Hlutfall- ið er lægst í Finnlandi þar sem 1,4 prósent vinnuafls eru erlend- ir ríkisborgarar. Miðað er við töl- ur frá 2002. Útlendingum búsettum á Ís- landi hefur fjölgað verulega á undanförnum áratug og eru rúm- lega tvöfalt fleiri nú en 1995. Alls eru tæplega 11 þúsund erlendir ríkisborgarar skráðir með lög- heimili á Íslandi og eru það 3,6 prósent af mannfjölda á Íslandi. Af þeim eru um sjö þúsund á vinnumarkaði. Árið 1995 voru er- lendir ríkisborgarar á Íslandi um 4.800. Útlendingar með vinnu „Það sem er jákvætt við þennan samanburð er hversu stór hluti út- lendinga á Íslandi er með vinnu enda fá útlendingar ekki atvinnu- leyfi á Íslandi nema að vera komnir með starf,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar. Reglur um atvinnuleyfi á Ís- landi eru þannig að atvinnurek- andi sækir um leyfi fyrir erlend- an starfsmann sem hann hyggst ráða í vinnu og fær útgefið at- vinnuleyfi fyrir hann að því til- skildu að fullreynt sé að ekki fáist Íslendingur í starfið. Ekki er þörf fyrir einstaklinga innan Evrópu- sambandsins að sækja sérstak- lega um atvinnuleyfi. Fjölda útgefinna atvinnuleyfa er stýrt með tilliti til stöðunnar á vinnumarkaðnum. Eftir því sem þörfin á vinnuafli eykst er tíma- bundnum atvinnuleyfum fjölgað. Að sögn Gissurar er ekki mikið um það að umsóknum um atvinnu- leyfi sé hafnað nema á þeim for- sendum að starfsmenn sem búa í Evrópusambandsríkjunum eiga að hafa forgang yfir þá sem eru utan sambandsins. Vantar 3.000 manns Dregið hefur verið úr útgáfu óbundinna atvinnuleyfa, sem áður voru veitt sjálfkrafa ef einstakling- ur hafði starfað hér á landi í þrjú ár. Ástæðan fyrir því að nú eru nær einungis veitt tímabundin atvinnu- leyfi sem ekki veitir sjálfkrafa bú- seturétt eftir ákveðinn tíma er sú að með þeim er auðveldara að bregðast við sveiflum í atvinnulíf- inu en annars. „Viðbótarhópurinn sem kemur hingað til starfa þegar stórframkvæmdir standa yfir hverfur aftur af landi þegar þeim lýkur,“ bendir Gissur á. Aðspurður segist Gissur telja að nú um stundir séu allt að þrjú þúsund störf sem ekki tekst að manna vegna skorts á vinnuafli. Þrátt fyrir það verður útgefnum atvinnuleyfum ekki fjölgað um- fram það sem þegar hefur verið gefið út. „Við verðum líka að vera undir það búin að geta tekið bakslagið. Það stórlega vantar fólk til skamms tíma en hið opinbera get- ur ekki látið stýrast af því heldur þarf að hugsa fram í tímann. Það getur vel verið að það vanti jafn- vel tvö þúsund manns á vinnu- markaðinn um þessar mundir en það getur líka verið að seinnipart 30 17. september LAUGARDAGUR Frábær grín- og spennumynd Frumsýnd 16.09.05 Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. One guy walks the walk Samuel L. Jacksson Eugene Levy The other talks and talks... BTC TMF POWERED BY VINNUAFL Á ALDRINUM 16-64 ÁRA Land Alls Innlendir Erlendir ríkisborgarar Hlutfall Ísland 155 þús. 148 þús. 7 þús. 4,5% Noregur 2.354 þús. 2273 þús. 81 þús. 3,4% Danmörk 2.822 þús 2736 þús. 86 þús. 3,0% Svíþjóð 4.498 þús 4292 þús. 206 þús. 4,6% Finnland 2.669 þús 2631 þús. 38 þús. 1,4% HEIMILD: Vinnumarkaðskönnun Eurostat ERLENDIR RÍKISBORGARAR MIÐAÐ VIÐ ÍBÚAFJÖLDA 2002 Land Fólksfjöldi Erlendir ríkisborgarar Hlutfall Ísland 288.471 10.221 3,5% Noregur 4.525.000 185.863 4,1% Danmörk 5.101.625 266.729 5,2% Svíþjóð 8.929.587 474.099 5,3% Finnland 5.181.000 103.682 2,0% Erlendir ríkisborgarar á Íslandi eru tvöfalt fleiri nú en fyrir áratug. Hlutfall erlends vinnuafls er me› flví sem mest flekkist á Nor›urlöndunum og töluvert hærra en í Danmörku. Tæp 3.000 störf eru laus á Ís- landi. Sigrí›ur Dögg Au›unsdóttir ræddi vi› sérfræ›- inga og r‡ndi í n‡jar tölur. Erlent starfsfólk einna flest á Íslandi ■ HLUTFALL ERLENDRA RÍKISBORGARA AF MANNFJÖLDA Á ÍSLANDI 1995-2004 3,6% 1995 1,8% 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.