Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 55
39 Leikir í Meistarakeppni HSÍ fara fram að Ásvöllum í dag enda eru Haukar í aðalhlutverki í báðum leikjum: Ætla ekki a› gefa Haukum neitt eftir HANDBOLTI „Það er mikil tilhlökkun í mannskapnum,“ sagði Aðal- steinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, en lið hans mætir Haukum í Meistara- keppni HSÍ í dag. Hafnarfjarðarfélaginu er spáð mikilli velgengni enn eitt árið í handboltanum en forráðamenn handboltafélaganna á Íslandi spá Haukum Íslandsmeistaratitli í bæði karla- og kvennaflokki. „Það er eðlilegt að Haukum sé spáð vel- gengni. Það eru margir sterkir leik- menn á mála hjá félaginu og svo eru mörg önnur lið að ganga í gegnum mikið breytingaskeið, þannig að spáin kemur mér ekk- ert á óvart. En ég á von á því að þetta verði hörkuleikur.“ Lið ÍR mætir Haukum í karla- flokki en miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi ÍR síðan á síðustu leiktíð auk þess sem Júlí- us Jónasson og Finnbogi Sigur- björnsson hafa skipt um hlutverk, en Júlíus var aðalþjálfari liðsins en er nú orðinn aðstoðarmaður Finnboga. „Við munum fara í þennan leik með það að markmiði að vinna, eins og við gerum alltaf. Það eru margir ungir og efnilegir strákar í hópnum núna sem eru tilbúnir til þess að leggja mikið á sig. Það er okkar markmið að vera í efri hluta deildarinnar,“ sagði Júlíus. Finnbogi er viss um að leik- menn ÍR verði tilbúnir í slaginn í dag. „Það er mikil tilhlökkun hjá leikmönnum. Spennan er alltaf mikil á þessum árstíma og það verður spennandi að sjá hvernig vertíðin fer af stað. Liðsheildin verður okkar aðalsmerki í vetur.“ - mh LAUGARDAGUR 17. september 2005 Vaxtalaus vika Á vaxtalausu tilboð:i Þriggja sæta hægindasófi og tveir hægindastólar (3+1+1) af bestu gerð. Sannkallaðir letistólar. Mikið úrval af borðstofusettum Við erum einnig með gott úrval af borðstofuhúsgögnum og gjafavörum. Sjón er sögu ríkari! Haukur Dór. Málverkasýning stendur yfir Verið velkomin að Dalvegi 18. Gallery Húsgögn Stofuborð. Listagripur úr kopar og gleri. Einn sá flottasti! Horn sófi með snúningi á endasætum. Á vaxtalausu tilboði: 221.800 kr. stendur frá 17. til 24. sept. Opið alla virka daga frá 11-18, laugardaga 11-16 og sunnudaga frá 13-16 113.000 kr. 49.900 kr. stk. Mikið úrval af sófasettum á vaxalausum dögum í allt að 6 mánuði. Enska knattspyrnusambandið hef-ur ákveðið að sækja um að fá að halda heimsmeistarakeppnina 2018 í knattspyrnu. Keppnin á næsta ári verður haldin í Þýskalandi, árið 2010 í Suður Afr- íku, árið 2014 verður keppnin haldin í Suður Ameríku en árið 2018 snýr keppnin aftur til Evrópu og þá ætla Englendingar að halda keppnina. Englendingar hafa ekki haldið heimsmeistarakeppni í knattspyrnu frá því að liðið varð heimsmeistari á heimavelli árið 1966. David Moyes, knattspyrnustjóri Ev-erton sagði í viðtali við frétta- menn í gær að tapið gegn Dinamo Búkarest á fimmtudags- kvöld, 5-1 hafi verið versta stund hans á þjálfaraferli sín- um. „Engin spurning, þetta er það versta sem ég hef upp- lifað á þjálfaraferli mínum. Þegar ég sendi liðið út í hálfleik datt mér aldrei í hug að leikurinn myndi enda svona,“ sagði Skotinn en stað- an í hálfelik var jöfn 1-1. Klaus Augenthaler þjálfari þýskaknattspyrnliðsins Bayer Leverku- sen var rekinn í gær. Leverkusen tapaði á heimavelli í gærkvöld fyrir CSKA Soffíu frá Búlgaríu í Evrópu- keppni félagsliða og hefur aðeins unnið einn af 4 fyrstu leikjum sín- um í þýsku úrvalsdeildinni. Rudi Völler, fyrrverandi landsliðsþjálfari Þjóðverja, hefur tekið við stjórn Leverkusen til bráðbirgða og stýrir liðinu gegn Duisburg í úrvalsdeild- inni á morgun. Völler þjálfaði síðast Roma frá Ítalíu en hrökklaðist fljót- lega úr starfi. Norðmenn eru í þriðja sæti yfirþær þjóðir sem hafa náð best- um árangri félagsliða í Evrópu- keppnunum tveimur það sem af er leiktíðinni. England trónir á toppn- um en Ítalía er í 2. sæti. Tekið er mið af úrslitum í öllum leikjum í Evrópukeppni fé- lagsliða og Meistaradeild, bæði forkeppni og riðlakeppni. Þetta kemur fram í samantekt norskra fjölmiðla. Noregur á fimm lið í Evrópukeppnunum tveimur. Þrátt fyrir að Íslendingaliðin tvö, Vålerenga og Brann, hafi bæði tap- að í Evrópukeppni félagsliða sl. fimmtudag er Noregur í 3. sæti með samanlagt 20 stig, meðaltalið er 4 stig á hvert lið. Ensku liðin sjö hafa meðaltali 4.285 stig en ítölsku liðin sjö eru með 4,071. Samuel Eto’o, aðal markaskorariBarcelona á Spáni langar að spila í enska boltanum en þó ekki fyrir peninga heldur fyrir áhorfendur. „Ég veit að Chel- sea er að skoða mig og einn dag- inn á ég kannski eftir að fara til Englands. Ég spilaði með Real Mallorca gegn Newcastle og Bolton. Stemmningin á St James’ Park var ótrúleg. Þegar það kemur að stuðningsmönnum á engin þjóð möguleika í Englendinga,“ sagði Kamerún maðurinn. Írinn Ronnie O’Sullivan sem afmörgum er talinn einn besti snókerspilari allra tíma hefur ákveðið að færa sig um set og hætta snókeriðk- un og fara til Bandaríkjann til að keppa í billi- ard í Bandaríkj- unum Þetta er mikið áfall fyrir snókeríþróttina í Bretlandi sem á miklum erfiðleikum þessa dagana en illa hefur gengið að fá styrkatað- illa á mót þar í landi. ÚR SPORTINU ANDRI STEFAN Mikið mun mæða á Andra Stefan hjá Haukum í vetur en hann verður án efa einn af lykilmönnum liðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.