Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 17. september 2005 37 fia› styttist ó›um í a› tökur á næstu James Bond myndinni hefjist. fia› er a›eins eitt vandamál: fia› vantar sjálfan Bond. Freyr Gígja Gunnarsson fór yfir söguna endalausu. Broccoli – fjölskyldan, MGM ogSony-fyrirtækið standa frammifyrir heldur óvenjulegu vanda- máli. Handritið er tilbúið, fjármagnið er klárt og allir helstu aukaleikarar snúa aftur í sín hlutverk. Það vantar bara einhvern til að leika James Bond. Enski leikarinn Matthew Macfayden lýsti því nýlega yfir að honum hefði verið boðið hlutverkið. Hann sagðist vera að íhuga málið en var ekki mjög spenntur. Hlutverk Bonds breytir líka öllu í lífi leikarans sem fer í þjónustu hennar hátignar. Brosnan kveður með látum Eitt sinn gekk sú saga fjöllum hærra í Hollywood að Bond-myndin Tomor- row Never Dies hefði verið farin að skila gróða áður en hún komst í kvik- myndahúsin. BMW, Smirnoff og fleiri stórfyrirtæki höfðu lagt svo mikla peninga í myndina enda sáu þeir sem var að Bond var að komast í hæstu hæðir á ný. Það var ekki síst Pierce Brosnan að þakka hversu vinsæll breski leyniþjón- ustumaðurinn varð aftur. Eftir mögur ár hafði honum tekist að vinna aftur trú „almennings“ á að Bond gæti bjargað heiminum með hjálp fagurra kvenna. Eftir að síðasta myndin um Bond, Die Another Day, vakti ekki mikla lukku töldu margir að dagar Brosnans í hlut- verkinu væru taldir. Gagnrýnendur töl- uðu um að hann væri orðinn of gamall en Brosnan er kominn á sextugsaldur- inn. Eftir að ákveðið var að nýjasta kvik- myndin í Bond flokknum ætti að vera byggð á fyrstu skáldsögu Ians Fleming, Casino Royale, sögðu margir að með þeirri ákvörðun hefði Brosnan verið rekinn óopinberlega. Sú staðreynd að Bond er 28 ára í Casino Royal en Brosn- an er kominn á sextugsaldurinn segði allt sem segja þyrfti. En þrátt fyrir að valið á Brosnan hefði verið augljós „sögufölsun“ er vitað að Broccoli og MGM reyndu að fá Brosnan til að end- urtaka leikinn. Launakröfur leikarans voru hins vegar, að þeirra mati, „sví- virðilegar“. Vegna þessa er Bond-deil- an komin í þennan rembihnút. Í sumar hefur gengið á ýmsu. Meðleikarar Brosnans hafa lýst yfir stuðningi við hann sem Bond og margir markaðssér- fræðingar halda því fram að framleið- endurnir hafi gert mistök með því að halda ekki í Brosnan. „Margir krakkar sjá James Bond sem vörumerki foreldra sinna. Ef Bond fer að verða of ungur þá er hugs- anlegt að hugmyndin um hann fjar- lægist aðalaðdáendahópinn sem er karlmenn 25 ára og eldri,“ sagði ónafn- greindur heimildamaður við afþrey- ingartímartið Hollywood Reporter. Campbell verður leikstjóri Framleiðendur Bonds eru staðráðnir í að láta Bond lifa sem lengst. Myndirn- ar hafa líka yfirleitt gengið vel í kvik- myndahúsagesti. Fjölmargir leik- stjórar hafa verið kallaðir til að glæða goðsögnina lífi á ný og gefa henni ferskt yfirbragð í anda nútímans. Leikstjórinn Matthew Vaughn var kallaður til fundar við MGM auk leik- arans Daniels Craig vegna áhuga kvikmyndafyrirtækisins á að fá þá til að vinna saman ekki síst vegna ánægju með afrakstur samstarfs þeirra í Layer Cake. Ekkert varð þó úr neinum samningarviðræðum. Leikstjórarnir Quentin Tarantino og John Woo lýstu báðir yfir áhuga sínum á verkefninu. Það hefði vissulega verið forvitnilegt að sjá hvernig Tarantino hefði afgreitt Bond en hann hefur sjálfur sagst vera mikill aðdáandi leyniþjónustumannsins. Þrátt fyrir ákafa Broccoli-fjölskyldunnar að vilja endurnýja 007 sem mest ákváð hún þó að tefla ekki á tvær hættur hvað varð- ar karlinn í brúnni. Leikstjórinn Mart- in Campbell var kallaður til verksins. Þessi Ný-Sjálendingur var fenginn til að lyfta Bond upp á nýtt plan eftir að Timothy Dalton hafði nánast drepið spjæjarann ódrepandi með túlkun sinni. Það má segja að það herbragð hafi heppnast fullkomlega með mynd- inni GoldenEye sem var einmitt fyrsta myndin með Pierce Brosnan. Campbell gerði í kjölfarið Mask of Zorro og Vert- ical Limit. Campbell er að leggja loka- höndina á Legend of Zorro og mun síð- an hella sér út í Bond-verkefnið af full- um krafti. Áhætta sem borgar sig? Ljóst er að Bond-fyrirtækið ætlar að taka mikla áhættu og velja ungan leik- ara í staðinn fyrir hinn reynda. Jonathan Rhys Meyers, sem lék í Bend it Like Beckham, var einn þeirra sem nefndur var en hann segist sjálfur aldrei hafa falast eftir því. „Að leika svalasta ofurspæjara sem hefur gengið á þessari jörðu er eitthvað sem alla langar til að gera en minn tími er ekki kominn.“ Þetta viðhorf endur- speglar eflaust spár markaðssérfræð- inga. Fáir ungir leikarar vilja festast í rullu sem hingað til hefur einkennst af heldri, virðulegum mönnum. „Bond verður alltaf að líta vel út í jakkaföt- um,“ sagði einn heimildamaður Hollywood Reporter. Julian McMahon, sem þekktastur er fyrir leik sinn í Nip/Tuck, lét nýlega mynda sig fyrir auglýsingu þar sem hann stóð í Bond „stelling- unni“ með byssu í hendi. Það var altalað að McMahon hefði aldrei samþykkt þessa myndatöku ef hann renndi ekki hýru auga til hlutverks- ins. Honum hefur þó ekki verið boðið að samningaborð- inu. Vafalaust hefur misjafnt gengi Fantastic Four haft eitt- hvað með það að gera. Kvikmyndavefir hafa verið duglegir við að leyfa lesendum sínum að láta skoðun sína í ljós. Total Film Magazine, birti í sumar niðurstöður sínar og þar kom í ljós að flestir vilja Jude Law í hlutverkið. Það verður þó að teljast ólíklegt enda er hann af þeirri stærð- argráðu að hann myndi ekki hætta ferli sínum með því að taka hlut- verkið að sér. Af því sem hefur verið rit- að og rætt í Hollywood að undanförnu má ætla að ein- hver stærsta stjarna kvik- myndanna sé í kreppu og ekki seinna vænna að leysa hana. Aðstandendur Bond-mynd- anna þurfa að fara að öllu með gát því eins og Brosnan sagði sjálfur að þau þrjú orð sem honum hefði fundist erfið- ast að segja í kvikmynd væru:„Bond, James Bond.“ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 94 88 09 /2 00 5 SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Toppur Verð 3.990kr. Bolir Verð frá 1.990kr. Ræktaðu sjálfa þig! Toppur Verð 2.990kr. Toppur Verð 3.490kr. Buxur Verð 5.990kr. Jakki Verð 5.990kr. Buxur Verð 4.990kr. Haustlínan er komin! Hver er nógu gó›ur fyrir James Bond?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.