Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 56
40
Kvennali› Vals er a› gera gó›a hluti í Evrópukeppninni og nægir jafntefli gegn Alma frá Kasakstan í dag
til fless a› tryggja sig inn í átta li›a úrslitin.
Margrét Lára veður í tilboðum
FÓTBOLTI Valsstúlkur spila í dag
þriðja og síðasta leik sinn í riðla-
keppni 16 liða úrslita Evrópu-
keppni félagsliða. Þær hafa þegar
náð sögulegum árangri með því að
vera fyrsta liðið til að komast
áfram upp úr 1. umferð en núna
er liðið aðeins einum leik frá því
að komast í átta liða úrslitin. Ár-
angur Valsliðsins hefur vakið
mikla athygli úti í Svíþjóð.
„Svíarnir elta mann á röndum
og eru alveg gáttaðir á þessu liði
frá Íslandi. Þeir eru búnir að til-
kynna mér það að Margrét Lára
fái hér samningstilboð í hrönnum
frá sænskum liðum sem og fleiri
leikmenn. Þeir skilja heldur ekk-
ert í því hvar Dóra María sé því
það biðu víst allir eftir að sjá
hana,“ segir Elísabet Gunnars-
dóttir, þjálfari Vals sem er að gera
góða hluti í Evrópukeppninni en
riðill þeirra í 2. umferð hennar fer
nú fram í Stokkhólmi.
Val nægir jafntefli í síðasta
leiknum gegn Alma frá Kasakstan
á morgun og þá kemst Valsliðið í
átta liða úrslitin.
Dóra María Lárusdóttir gat
ekki verið með þar sem hún er
farin út í nám til Bandaríkjanna
og Valsstúlkur eru því án eins síns
besta leikmanns í þessum leik.
Það hefur verið nóg að gera hjá
Elísabetu sem hefur verið kölluð í
hvert sjónvarps- og útvarpsvið-
talið á fætur öðru.
„Þeir vildu meina það í um-
ræddu útvarpsviðtali sem ég fór í
að við værum að spila um þriðja
til fjórða sætið í sænsku deildinni
og að það gætu allir mínir leik-
menn spilað í deildinni. Þetta
sögðu þeir mér en ég hef ekkert
séð þessa deild þannig að ég verð
bara að trúa þeim,“ segir Elísabet
en þrjú efstu liðin í sænsku deild-
inni eru fyrrverandi tvöfaldir
Evrópumeistarar: Umeå, Ásthild-
ur Helgadóttir og félagar hennar í
Malmö FF og svo lið
Djurgården/Älvsjö sem vann
Valsliðið naumlega með marki í
uppbótartíma í fyrsta leiknum í
riðlinum.
„Þeir eru að dásama okkur út í
eitt og ég var beðin um að lýsa
hvernig við högum þjálfuninni á
Íslandi. Þetta er því góð auglýsing
fyrir íslenskan kvennafótbolta.
Loksins erum við komin á þennan
stall og vonandi fylgja Blikar
þessu eftir á næsta ári. Við þurf-
um að verða Evrópumeistarar til
þess að geta aftur verið með á
næsta ári,“ segir Elísabet en að-
eins meistarar hvers lands fá
þátttökurétt.
ooj@frettabladid.is
17. september LAUGARDAGUR
Keppni verður í gangi á meðan hátíðinni stendur milli
deilda Ármanns, í “tugþraut”, þar sem allar deildir eiga
að keppa í grein hinna deildanna. Viðkomandi deild
má þó ekki taka þátt í keppni hjá sinni eigin deild.
Ármannsdagurinn
sunnudaginn 18. september
Glímufélagið Ármann heldur Ármannsdaginn hátíðlegan, á morgunn 18. september
í Laugardalshöllinni. Allar deildir Ármanns munu vera með kynningu á starfsemi sinni.
En deildir Ármanns eru: Almenningsdeild, Fimleikadeild, Frjálsar íþróttir, Glíma,
Júdó, Karfa, Lyftingar, Sund, Taekwondo, Handbolti og Skíðadeild.
Dagskrá:
14:00 Hátíðin sett.
14:00 Kynningarbásar opna
14:00 Glímukennsla
14:15 Henrik Daníelsen skólastjóri Hróksins teflir fjöltefli.
14:15 Glímukeppni
14:30 Júdó sýning
14:30 Keppni í götu körfubolta (úti)
14:50 Fimleika sýning
15:00 Almenningshlaup, 3 og 5 km
15:15 TaeKwondo sýning
15:45 Verðlauna afhending fyrir almenningshlaup, “tugþrautar” keppni, Glímukeppni og fjölteflis.
16:10 Júdó sýning
16:30 Fimleika sýning
16:45 Taekwondo sýning
17:00 Hátíðarslit
■ ■ LEIKIR
14.00 Grindavík og Keflavík
mætast á Grindavíkurvelli í
Landsbankadeild karla.
14.00 Valur tekur á móti Þrótti að
Hlíðarenda í Landsbankadeild karla.
14.00 ÍA og KR mætast á
Akranesvelli í Landsbankadeild karla.
14.00 Fylkir og ÍBV mætast á
Árbæjarvelli í Landsbankadeild karla.
14.00 Fram og FH eigast við á
Laugardalsvelli í Landsbankadeild
karla.
14.15 Haukar og Stjarnan eigast
við í Meistarakeppni HSÍ í
kvennaflokki í handbolta að
Ásvöllum.
16.00 Fjölnir og ÍS mætast í
Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik í
íþróttahúsi Rimaskóla.
16.15 Haukar og ÍR eigast við í
Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í
handbolta að Ásvöllum.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
14 15 16 17 18 19 20
Laugardagur
SEPTEMBER
Almennur hluti 1a
ÍSÍ mun bjóða upp á hádegisverðarfundi nú í vetur.
Fyrsti fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. september,
en þar verður fjallað um Íþróttamannvirki.
Þátttakendur geta verslað hádegisverð hjá Café easy sem
staðsett er í Íþróttmiðstöðinni í Laugardal en aðgangur að
fundinum sjálfum er ókeypis. Fundurinn er öllum opinn.
Frekari upplýsingar um hádegisverðarfundi ÍSÍ má finna á
www.isisport.is Þ
já
lf
ar
an
ám
sk
ei
ð
Í
S
Í
Þjálfaranámskeið ÍSÍ
www.isisport.is
Helgina 23. – 25. september verður Þjálfari 1a – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í
Laugardal. Lágmarksaldur þátttakenda er 16 ár Námskeiðið er undanfari annara námskeiða sem síðar
verður boðið uppá og þannig fyrsta námskeiðið í samræmdu kerfi íþróttahreyfingarinnar. Námskeiðið er
20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Nemandi sem
lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjálfarastigs 1a hlýtur réttindi sem
aðstoðarmaður eða leiðbeinandi hjá íþróttaskóla eða yngstu flokkum.
Verð á námskeiðið er kr. 12.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið
namskeid@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 21. september.
Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru
gjaldgengir á Almennan hluta 1b.
Þeir sem hafa lokið ÍÞF102, ÍÞG1x2 í
framhaldsskóla og Skyndihjálpar-
námskeiði eru gjaldgengir á Almennan
hluta 2a.
Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar
fæst metin til eininga í
framhaldsskólum samkvæmt
aðalnámskrá framhaldsskóla.
Frekari upplýsingar má finna á
www.isisport.is
Hádegisverðarfundir
■ ■ SJÓNVARP
12.00 Enski boltinn Leikur Preston
og Stoke City.
13.40 Landsbankadeildin á Sýn.
Fylgst með þremur leikjum: Grinda-
vík-Keflavík, Fram-FH og Fylkir-ÍBV.
14.15 Meistarakeppnin í hand-
bolta á RÚV. Leikur Hauka og Stjörn-
unnar í kvennaflokki sýndur í beinni.
15.50 Íslandsmótið í handbolta á
RÚV.
16.00 Enska úrvalsdeildin í knatt-
spyrnu á Enska boltanum. Leikur
Aston Villa og Tottenham í beinni út-
sendingu.
16.15 Meistarakeppnin í hand-
bolta á RÚV. Leikur Hauka og ÍR í
karlaflokki sýndur í beinni.
17.30 Landsbankamörkin á Sýn.
19.50 Spænski boltinn á Sýn. Leik-
ur Real Madrid og Celta Vigo.
20.30 Enska úrvalsdeildin í knatt-
spyrnu á Enska boltanum.
22.00 Landsbankadeildin á Sýn.
Útsending frá leikjum dagsins endur-
sýnd.
23.50 Landsbankamörkin á Sýn.
Á LEIÐINNI TIL SVÍÞJÓÐAR
Margrét Lára Viðarsdóttir hefur vakið
mikla athygli með Val í Evrópukeppn-
inni og hrúgast tilboð inn á hennar
borð frá liðum í sænsku úrvalsdeild-
inni.
Styttist í að þjálfaramálin í Árbænum skýrist:
Bræ›urnir Eyjólfur og Sverrir
næstu fljálfarar Fylkis?
FÓTBOLTI Mikill áhugi er fyrir því
innan raða Fylkis að ráða bræð-
urna Eyjólf og Sverri Sverrissyni
í sameiningu sem næstu þjálfara
félagsins, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins. Sverrir tók við
Fylkisliðinu af Þorláki Árnasyni
og stýrði til sigurs gegn FH í síð-
ustu umferð.
Eyjólfur stýrir U21 árs lands-
liði Íslands en samningur hans
rennur út í haust. Eyjólfur er tal-
inn koma til greina sem arftaki
Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga
Ólafssonar hjá A-landsliðinu og
það gæti sett strik í reikning Fylk-
is.
Stjórnarskipti verða hjá knatt-
spyrnudeild Fylkis í haust en nú-
verandi stjórn ætlar að ganga frá
þjálfararáðningu áður en hún
hættir. Sverrir og Eyjólfur eru
þar efstir á blaði eftir að Ólafur
Þórðarson endurnýjaði samning
sinn við ÍA. Ekki náðist í þá bræð-
ur í gær.
- þg
Ágúst Gylfason:
Ekki hættur í
fótbolta
FÓTBOLTI Ágúst Gylfason, miðju-
maður KR-inga, blæs á allar sögu-
sagnir þess efnis að hann sé annað
hvort að hætta í fótbolta eða að
snúa sér að þjálfun. Samningur
hans við KR rennur út í haust.
„Ég reikna ekki með öðru en að
halda áfram að spila, ég á nóg eft-
ir og hef sjaldan verið ferskari.
Ég sé til hverjir hafa samband í
haust en ég gæti alveg hugsað
mér að vera áfram í KR. Þar eru
spennandi hlutir að gerast með
komu Teits Þórðarsonar. Þjálfun
bíður betri tíma,“ segir Ágúst.
KR mætir ÍA á Akranesi í loka-
umferðinni en Ágúst verður fjarri
góðu gamni vegna meiðsla. Hann
hefur verið meiddur í hásin og
segist þurfa að fara í aðgerð í
haust. - þg
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu:
FÓTBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið í fótbolta hefur hækkað um
eitt sæti á styrkleikalista FIFA,
alþjóða knattspyrnusambands-
ins, sem gefinn var út í gær. Ís-
land er nú í 17. sæti listans og
hafði sætaskipti við Holland.
Ástralía er í næsta sæti fyrir
ofan. Ef einungis Evrópuþjóðir
eru skoðaðar er Ísland í 10. sæti.
Hækkunina má þakka góðu
jafntefli sem lið Íslands náði í
Svíþjóð og 3-0 sigrum á Hvít-
Rússum í kjölfarið. Þá unnu ís-
lensku stúlkurnar lið Skota ytra,
2-0, og töpuðu fyrir liði Banda-
ríkjanna, 3-0.
Alls eru 124 knattspyrnuþjóð-
ir á listanum og því óhætt að
segja að staða Íslands á listanum
sé með eindæmum góð.
- esá
Hækkar um eitt sæti hjá FIFA
EYJÓLFUR GJAFAR SVERRISSON