Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 17. september 2005 65 Átján nemendur í leiklistaráfanga við Menntaskólann í Hamrahlíð ætla að halda spunamaraþon í skól- anum í dag. Tilefnið er ferðalag hópsins til London í nóvember þar sem krakkarnir ætla að kynna sér leikhús og leiklistarskóla. „Við ætlum að leika spunaleik í tólf tíma samfleytt, frá klukkan átta að morgni til klukkan átta að kvöldi,“ segir Katrín Björgvins- dóttir, ein úr leiklistarhópnum. „Þetta útheimtir mikið ímynd- unarafl og orku og skemmtileg- heit.“ Flestir nemendurnir í þessum leiklistaráfanga hafa lengi verið virkir í leiklistarstarfinu í MH og sótt flesta þá leiklistaráfanga sem í boði hafa verið. „Við stofnuðum þennan áfanga sjálf og kennararnir tóku mjög vel í það. Þeir settu bara inn nýjan áfanga. Þetta er sérstakur leikhús- áfangi þar sem við lærum um leik- húslíf, bæði á Íslandi og erlendis.“ Leikhúsferðin til London er hluti af þessum áfanga, en spuna- maraþonið í dag hefur þann tilgang að afla fjár til ferðarinnar. „Við höfum fengið áheit frá fyrirtækjum, þau heita á okkur í mislangan tíma hvert.“ Sjón verður sögu ríkari í dag þegar átján ungmenni fara af stað með spuna sinn í hátíðarsal skól- ans. Fyrir fram er engin leið að vita við hverju má búast. ■ Spunameistarar reyna á ímyndunarafli› FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Britney Spears í sk‡junum Söngkonan Britney Spears segist vera í skýjunum eftir að hafa alið sitt fyrsta barn nú á dögunum. Söngkonan, sem er 23 ára, sagði að hún og sonur hennar hefðu það yndislegt. Britney átti drenginn á spítalanum í Santa Monica aðeins hálftíma eftir komu hennar á fæð- ingardeildina. Hún gekk í gegnum fyrir fram ákveðinn keisaraskurð. Eiginmaður hennar, Kevin Federline, hélt í hönd hennar allan tímann. Eftir fæðinguna gaf parið út yf- irlýsingu sem var svohljóðandi: „Við erum í skýjunum yfir fæðingu sonar okkar. Allir eru hamingju- samir og hraustir og líður frábær- lega. Við viljum þakka öllum fyrir þá væntumþykju sem okkur hefur verið sýnd og allar hamingjuósk- irnar.“ Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum heitir drengurinn fullu nafni Preston Michael Spears Federline. Haft er eftir vinkonu Britney að það sé „ekki hægt að slíta hana frá barninu. Hún virðist svo hamingjusöm.“ Söngkonan fór aldrei leynt með það að hún vildi eignast börn með Kevin, en hann á fyrir tvö börn með fyrrverandi kærustu sinni. BRITNEY SPEARS Er í sjöunda himni eftir að sonur hennar kom í heiminn. Gwyneth Paltrow segist hræddvið að það sama hendi hana og Díönu prinsessu vegna ágangs fjölmiðla, en prinsessan lést í bílslysi árið 1997 þegar hún var að flýja undan fjölmiðl- um. Gwyneth segist líka óttast um dóttur sína, Apple. „Þegar ég er með dóttur minni í bíl gera þeir mig oft mjög stressaða. Ég geri hvað sem er til að vernda hana,“ segir leikkonan ljóshærða. Þær fréttir berast að söngkonanMariah Carey hafi hug á að flytja til Englands. Hún hefur fengið þrjá fasteignasala til að finna land- svæði fyrir sig og hund sinn Jack Russell á næsta ári. Vinur söngkon- unnar segir, „Mariah hefur alltaf haft mikið álit á Englandi, og síðan frægðin bankaði á dyrnar hjá henni hefur hún haft tækifæri til að heim- sækja England nokkrum sinnum. Í hvert sinn sem hún hefur svo komið aftur til Banda- ríkjanna hefur hún verið sorgmædd. Mariah elskar enska sögu og menningu og finnst allir þar svo kurteisir.“ Anthony Hopkins hefur steinhættað skrifa eiginhandaráritanir því hann segir að margir aðdáendanna vilji fá þær til að selja á eBay. Hopk- ins leikur í myndinni Proof ásamt Gwyneth Paltrow. Hann sagði ný- verið í viðtali við New York Post: „Mér er nokkuð sama um sjón- varpsþættina sem ég þarf að taka þátt í. Það er mín vinna að reyna að selja myndina mína. Ég þoli hins vegar ekki þegar það er verið að reyna að not- færa sér mann. Þegar fólk biður mann um eiginhandar- áritanir og selur þær svo á eBay. Það er pirr- andi og þess vegna er ég hættur því.“ Sarah Jessica Parker heldur þvífram að leyndarmál hamingju- sams hjónabands sé að eyða tíma saman og hún vill halda sambandi sínu við eigin- mann sinn Matthew Broderick á rómantískum nótum. Þau giftu sig árið 1997 og hjóna- band þeirra virðist mjög gott. Hún segir: „Við höfum aldrei eytt meira en tveimur vikum í burtu frá hvort öðru. Það er það einfalt.“ FRÉTTIR AF FÓLKI SPUNAMEISTARAR Átján nemendur við MH efna til spuna- maraþons í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.