Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 61
45LAUGARDAGUR 17. september 2005
■ ■ OPNANIR
14.00 Kristín Ragna Gunnarsdótt-
ir opnar sýningu á myndum sínum
við ljóð Þórarins Eldjárns, Völuspá,
þar sem hin forna gerð kvæðisins er
gerð aðgengileg fyrir börn á öllum
aldri.
15.00 Sýningin Hraunblóm -
Lavaens blå blomst verður opnuð í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Sýndar eru Íslandsmyndir frá árinu
1948 eftir dönsku COBRA málarana
Carl-Henning Pedersen og Else Al-
felt ásamt samtímaverkum eftir
Svavar Guðnason og Sigurjón
Ólafsson.
15.00 Anna Þ. Guðjónsdóttir opn-
ar sýningu á málverkum í Gryfju
Listasafns A.S.Í.
15.00 Sýning Kristleifs Björnsson-
ar, „Mindi, indverska blómið mitt“,
verður opnuð í Listasafni ASÍ, Ás-
mundarsal.
15.00 Haraldur (Harry) Bilson
opnar málverkasýningu í Baksalnum
í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Sýn-
inguna nefnir listamaðurinn Spurn-
ingar og svör.
16.00 Sýningin Straumar verður
opnuð í Gallerí 100˚ í húsi Orkuveit-
unnar. Guðbjörg Lind Jónsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín
Jónsdóttir frá Munkaþverá spinna
þar þræði sína um íslenska náttúru,
árfarvegi, fjallshlíðar og mosaeyjar.
Sýningarstjóri er Oddný Eir Ævars-
dóttir.
Helga Ármanns opnar sýningu í
Grafíksafni Íslands, sal Íslenskrar
grafíkur, Tryggvagötu 17, hafnar-
megin.
■ ■ SKEMMTANIR
23.00 Stuðbandalagið frá Borga-
nesi verður með dansleik á Kringlu-
kránni.
Sérsveitin skemmtir í Vélsmiðjunni
á Akureyri.
Danshljómsveitin Klassík verður
með dansleik í Klúbbnum við Gullin-
brú.
Hljómsveitin Á móti sól spilar á
uppskeruhátíð Breiðabliks í íþrótta-
húsinu Smáranum.
Hljómsveitin Oxford spilar á Gaukn-
um.
Hljómsveitin Tilþrif spilar í Lundan-
um, Vestmannaeyjum.
■ ■ ÚTIVIST
13.00 Efnt verður til hóphjólreiða
í miðborg Reykjavíkur í tilefni af
samgönguvikunni. Klukkan 13
leggja hjólalestir af stað frá Spöng-
inni í Grafarvogi, Árbæjarsafni, ís-
búðinni við Hjarðarhaga og versl-
unarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði
og mætast í Nauthólsvík. Þaðan
hjóla allir saman, í lögreglufylgd,
að Hlemmi, þaðan niður Lauga-
veginn og enda við Hljómskála-
garðinn.
■ ■ FYRIRLESTRAR
10.00 Ítölsku arkitektarnir og hönn-
uðirnir Giovanni Lauda og Dante
Donegani taka þátt í málstefnu á
vegum Lumex í Listasafni Reykjavík-
ur, Hafnarhúsinu.
■ ■ FUNDIR
10.00 Helgi Þorláksson, Loftur
Guttormsson, Peter Zeeberg, Guð-
rún Ása Grímsdóttir, Már Jónsson,
Gunnar Harðarson og Sten Ebbesen
eru meðal fyrirlesara á málþingi um
Brynjólf Sveinsson biskup, sem haldið
verður í Þjóðarbókhlöðunni í dag.
■ ■ SÝNINGAR
14.00 Útskriftarárgangur nema í
fatahönnun við Listaháskóla Íslands
lætur fallegar verur svífa um ganga
Kringlunnarí framandi klæðnaði sem
gefur vísbendingu um hvað koma
skal í tískuheiminum.
SMS ÁSKRIFT Á TÓNLIST.IS
SMS áskrift á Tónlist.is
Ný áskriftarleið fyrir þá sem ekki nota kreditkort. Sendu eitt
SMS og þú ert kominn í áskrift.
Fáðu þér aðgang að stærsta tónlistarvef landsins fyrir
aðeins 398 krónur á viku!
Kynntu þér málið á www.tonlist.is TÓNLIST.IS
Samstarfsaðilar: Prentsmiðjur innan SI, Prenttæknistofnun, Félag bókagerðarmanna, Ljósmyndarafélag Íslands,
Ímark - félag íslensks markaðsfólks og fleiri aðilar úr upplýsinga- og fjölmiðlagreinum á Íslandi
Tilkynnið þátttöku fyrir 20. sept. á www.si.is, netfanginu skraning@si.is eða í síma 591 0100
Upplýsingar og skráning á www.si.is
Hátíð fyrir fagfólk, stjórnendur
og starfsfólk prent-, auglýsinga-,
almannatengsla-, ljósmynda- og
kvikmyndafyrirtækja auk fjölmiðla,
Ímark-félaga og annarra úr hinni
fjölbreyttu flóru upplýsinga- og
fjölmiðlagreina á Íslandi
Stórhátíð á Broadway föstudagskvöldið 23/9:
Uppskeruhátíð íslensks prentiðnaðar
Miðaverð á forsýningu aðeins 2.000 kr.
FRUMSÝNING Í LONDON
NÁÐU FORSÝNINGU Í REYKJAVÍK
Enn er tækifæri á að ná miðum á fimm
forsýningar á Woyzeck í Borgarleikhúsinu í
september áður en leikhópurinn heldur til London
þar sem uppselt er á nær allar sýningar í október.
Leikstjóri er Gísli Örn Garðarsson og
Nick Cave semur tónlistina
sérstaklega fyrir sýninguna.