Fréttablaðið - 26.09.2005, Side 20

Fréttablaðið - 26.09.2005, Side 20
Stigar og handrið Teikningar og uppsetning innifalið í verði Mex ehf. Lyngháls 3 Árbæjarhverfi Sími 567 1300 Gsm 848 3215 Einnig er hægt að teikna sjálfur og fá verð á: www.timberman.dk Sjá einnig: www.ftf-trapper.dk www.plan.dk www.imex.is Helgi Bollason Thoroddsen arkitekt segir hús Mál og menningar á Laugaveginum vera eitt af hans eftirlætis- húsum. „Í ljósi umræðunnar um Lauga- veginn má eiginlega segja að stein- steypuhúsin hafi gleymst en Laugavegurinn er ekki bara báru- járnshús. Hús Mál og menningar er verðugur fulltrúi steinsteypu- húsanna við Laugaveginn en það, var teiknað 1957 og tekið í notkun 1962“ segir Helgi Bollason Thoroddsen, arkitekt hjá Kanon arkitektum, þegar hann er inntur eftir eftirlætishúsinu sínu. „Ég á mér svo sem mörg eftir- lætishús, en ég geng fram hjá þessu á hverjum degi. Þar er alltaf eitthvert líf og fólk að tala saman,“ segir Helgi. Húsið segir hann bera sterk einkenni höfundar síns, Sig- valda Thordarsonar, eins merkasta arkitekts síðustu aldar. Enda einn af frumherjunum hér á landi. „Ég minnist þess að húsið hafi verið kallað rúblan, þar sem sú saga gekk að það væri byggt fyrir rússneskt fé,“ segir Helgi og hlær og segir margt eldra fólk þekkja húsið undir því nafni. „Það sem heillar mig helst við þetta hús, er staða þess við götuna og hvernig það tengist götunni,“ segir Helgi. Ástæðan fyrir því að þetta hús varð fyrir valinu tengist líklega einnig minningum sem hann eigi þaðan sem barn. „Andrúmsloftið var öðruvísi þarna heldur en annars staðar, svo er verslunarrýmið óvenju glæsi- legt, með þessari tvöföldu lofthæð og tengslin við gangstéttina. Hús- inu hefur þó verið breytt, því ég man eftir tveimur inngöngum, en nú er búið að loka öðrum þeirra,“ segir Helgi og samþykkir að húsið hafi elst vel. kristineva@frettabladid.is ] Helgi Bollason Thoroddsen við hús Máls og menningar á Laugaveginum. Helga finnst tenging Máls og menningar við götuna mjög heillandi. Alltaf líf í kringum húsi› Húsnúmer og aðrar merkingar á húsum eru mikilvægar. Það getur verið erfitt fyrir bréf- bera að koma póstinum til skila ef hús er hvorki merkt greinilega með númeri né nöfnum eigenda við inngang.[ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Bank! Bank! DYRAHAMAR GETUR KOMIÐ SÉR VEL Það getur verið mjög fallegt að skreyta útidyra- hurðina með dyrahamri. Það er líka mjög hag- nýtt ef dyrabjallan bilar. Þegar kalt er úti langar fæsta til að fara úr vettlingi eða hanska til þess að berja fast á þykka hurð. Þá getur verið gott að nota dyrahamarinn og hlífa höndunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.