Fréttablaðið - 26.09.2005, Side 23

Fréttablaðið - 26.09.2005, Side 23
5MÁNUDAGUR 26. september 2005 Þeir sem stefna á einhvers konar viðgerðir á heimilum sínum ættu að byrja á því að koma sér upp góðri tröppu. Best er að velja létta áltröppu með tveimur til fimm þrepum, flötum toppi til að geyma verkfæri og málningar- dollur og handfangi sem stendur upp úr. Við notkun á tröppum er gott að hafa eftirfarandi í huga: Settu tröppuna vel upp. Mikil- vægt er að passa að læsingar séu vel festar þegar trappan er opin. Ef þú þarft að teygja þig til hliðanna skaltu passa að halda mjöðmunum innan marka tröpp- unnar og hafa báða fætur á henni. Ekki teygja þig of langt því þú gætir dottið. Passaðu þig á að stíga ekki ofan í málningarfötu eða flækjast í verkfærunum þegar þú stígur niður af tröppunni. Haustsáning HÆGT ER AÐ RÆKTA HVÍTLAUK Í EIGIN GARÐI. Hvítlaukur er mikil heilsubótarjurt og þar fyrir utan eitt vinsælasta krydd sem um getur. Hver sem er getur ræktað eigin hvítlauk ef hann hefur garðhorn eða bara ker á svöl- um og hyggilegt er að setja hann niður á haustin. Best er að kaupa lífrænt ræktað- an hvítlauk og skipta honum upp í lauf, stinga lauf- unum nið- ur í mold- ina, um þrjá sentimetra og ekki spillir að hlú að laufunum með því að strá laufum og greinum yfir þau. Ekki er gott að stíga af tröppunni og beint ofan í málningarfötu. Tröppur til tilfæringa Góð trappa er nauðsynleg þegar dytta á að heimilinu.Gulur, rauður, grænn... HÚSIN Í BÆNUM ERU Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM. Það getur verið gaman að rölta um bæinn og velta fyrir sér litadýrð hús- anna. Þótt lengi hafi verið vinsælt að mála hús í hlutlausum tónum má inn á milli finna byggingar sem skarta skemmtilegum litum. Kaffi Reykjavík við Vesturgötu er málað í fallegum gulum lit og ljóm- ar eins og sól í heiði. Fjalakötturinn er eldrauður. Húsið er nýlega uppgert og setur ákaflega skemmtilegan svip á götumyndina við Aðalstrætið. Rauði liturinn er spennandi og kraftmikill og Fjala- kötturinn ber hann einstaklega vel. Þótt hús Hæstaréttar sé ekki bein- línis grænt á litinn hefur það sann- arlega á sér grænt yfirbragð. Við Kárastíg stendur þetta fallega bláa hús. Þótt blár sé kaldur litur er húsið ósköp hlýlegt. Þjóðleikhúsið stendur eins og svartur klettur við Hverfisgötuna. Dökki liturinn gefur því styrk og kraft og maður fær á tilfinninguna að ekkert geti haggað þessari bygg- ingu. Húsið er líka skemmtileg and- staða við næsta nágranna sinn, Þjóðmenningarhúsið sem er rjóma- hvítt á litinn og minnir einna helst á erlendan herragarð. Húsin í bænum } Trappa er bráðnauðsynlegt hjálpartæki í viðhaldinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.