Fréttablaðið - 26.09.2005, Page 38
20 26. september 2005 MÁNUDAGUR
Kringlunni 4 - 6 Norðurturni, 10. hæð • 103 Reykjavík • Sími 530 4600 • Fax 530 4609 • eigna@eigna.is
Félag Fasteignasala
Ö R U G G M I Ð L U N E I G N A
SUNDIN
LANGHOLTSVEGUR.
2JA herbergja kjallaraíbúð í góðu 3ja íbúða
húsi.Sameiginlegt þvottahús, Rúmgóð
stofa og eldhús, baðherbergi með baðkari/
sturtu, rúmgott svefnherbergi. Garður af-
girtur með háu tréverki. Ný rafmagnstafla
skolplagnir nýlega myndaða. Góð fyrsta
eign.V: 13,7 millj.
101 REYKJAVÍK
NJÁLSGATA.
Laus við kaupsamning 2ja herb. 56,9 fm
miðhæð. Mikið endurnýjað í íbúðinni.
Snyrtilegt eldhús, baðherbergi með sturtu,
svefniherbergi með fataskápum, forstofa
með fataskáp.Parket á gólfum, góð
geymsla og sameiginlegt þvottarými á
jarðhæð.TILBOÐ ÓSKAST
BREIÐHOLT / BERGIN
AUSTURBERG. 4ra herb. Auka-
herbergi í kjallara með aðgengi að salerni,
þvottahús innan íbúðar. Rúmgóð stofa
með útgengi út á mjög stórar suðursvalir.
Rúmgott baðherbergi, hjónaherbergi með
góðu skápaplássi. Tvö barnaher-
bergi.Geymsla í kjallara Verð: 17,9 millj.
LAUS VIÐ KAUPSAMNING.
BREIÐHOLT / FELLIN
TORFUFELL 79,2 fm 3ja herbergja
íbúð á efstu hæð í 4 hæða fjölbýli. Íbúðin er
73,3 fm og geymsla á neðstu hæð 5,9 fm.
V. 13,2 millj.
Ómar
Berndtsen
Sölufulltrúi
Guðfinna
Sverrisdóttir
Ritari
Ágústína
Pálmarsd.
Ritari -
skjalavinnsla
Kolbrún
Eysteinsd.
Viðskiptafræð
ingur
Ólafur Þór
Gíslason
Sölustjóri
Sigurður Örn
Sigurðarsson
Löggiltur
fasteignasali
Sigurður Örn Sigurðarson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
SKERJAFJÖRÐUR
EINARSNES
FALLEG OG MIKIÐ ENDURNÝJUÐ EFRI
HÆÐ Í SKERJARFIRÐI. 3 herbergja 131,5
fm efri hæð í Skerjafirði. Forstofa með
geymslu eða fataherbergi. Barnaherbergi
með skáp. Svefnherbergi með skáp og
fataherbergi. Baðherbergi með flísum í
hólf og gólf, hefur nýlega verið tekið allt í
gegn. Borðstofa/Stofa með mikilli loft-
hæð, halogen ljósum, góðu útsýni í hásuður og útgengt út á suður svalir. Eldhús með
nýlegum tækjum, ofn og 5 hellu gaseldavél. Geymsluloft er til staðar og eigninni fylgir
sér bílstæði með yfirbyggðu þaki.Mjög falleg eign í góðu hverfi við sjávarsíðuna, sjón
er sögu ríkari. V. 34,9 millj.
GRAFARVOGUR
LAUFENGI
3 herb. ÍBÚÐ Á EFSTU HÆÐ
Íbúð á 3ju og efstu hæð í virkilega
snyrtilegu og vel viðhöldnu fjölbýlishúsi á
þessum mjög svo barnvæna stað. Mjög
gott útsýni er frá íbúðinni sem og
rúmgóðar suðursvalir. Sameign er
snyrtileg og björt, þrjár íbúðir á hæð sem
tengjast saman á hornum þannig að
gluggar á íbúðinni eru til þriggja átta.
STUTT Í AFHENDINGU Verð: 16,9 millj.
FOSSVOGUR
OPIÐ HÚS MÁNUDAG 26.09.05 KL 17-18:00
KÚRLAND 11
Tveggja hæða raðhús á þessum mjög svo
eftirsótta stað, húsið og þak er allt ný mál-
að, gler og timburverk á suðurhlið nýlega
endurnýjað, 7 svefnherbergi, stórt fjöl-
skylduherbergi, góðar geymslur, 2. bað-
herbergi, 1. gestasalerni, 26 fm bílskúr
með hita og rafmagni, góður og gróinn
garður, steinsnar frá frístundarsvæðinu í
Fossvogsdal. Sölumenn Eignalistanns
taka vel á móti ykkur.
• EINBÝLI.
• TVÍBÝLI
• RAÐHÚS
• PARHÚS
• HÆÐIR
• 4-5 HERBERGJA
• 3JA HERBERGJA
• 2JA HERBERGJA.
VERÐMETUM OG SKOÐUM
SAMDÆGURS.
SÍMI SÖLUMANNA UTAN SKRIF-
STOFUTÍMA: 822-4610
VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ.
Systurnar Sveinbjörg og Guð-
björg stofnuðu fasteignasöl-
una Húsalind meðan þær
voru báðar í fæðingarorlofi.
Í Hamraborg í Kópavogi er fast-
eignasalan Húsalind. Eigendur fast-
eignasölunnar eru systurnar Svein-
björg Birna Sveinbjörnsdóttir og
Guðbjörg Gerður Sveinbjörns-
dóttir. Allir starfsmenn fasteigna-
sölunnar eru konur og Guðbjörg
segir að þær vilji halda því þannig.
„Við systurnar stofnuðum fast-
eignasöluna fyrir ári síðan. Systir
mín er lögfræðingur og löggiltur
fasteignasali og ég er að klára við-
skiptafræði í Háskóla Íslands. Bar-
bara sem vinnur hjá okkur er lög-
giltur bókari og leigumiðlari og sér
um leigumiðlun sem við erum með
fyrir húseigendur og Rósa sem er
starfsmaður hjá okkur er viðskipta-
fræðingur, þannig að allir sem
vinna hérna eru mjög vel mennt-
aðir.“
Guðbjörg segir að andrúmsloftið
á vinnustaðnum sé líka mjög af-
slappað og þægilegt. „Við vorum
báðar í fæðingarorlofi þegar við
byrjuðum svo við vorum bara með
barnarúm á bak við og barnastóla
og kerrur. Ef það eru veikindi á
börnum starfsfólksins eða það þarf
að sækja þau á leikskólann þá er
það ekkert mál. Við reynum að
koma eins mikið til móts við alla og
mögulegt er. Okkur hefur bara
gengið rosalega vel og samkomu-
lagið er mjög gott. Allir sem koma
inn til okkar segja að það sé greini-
lega gott andrúmsloft hérna og
góður vinnumórall. Það er enginn
öðrum æðri heldur eru allir jafnir.
Við höfum verið að vinna allar
saman og það er fyrst núna sem eru
komnar sérstakar skrifstofur. Við
höfum allar verið inni í öllum mál-
um og samskiptin eru góð þannig að
ef að einhver er ekki við þá veit ein-
hver annar um hvað málið snýst.
Það er ekki bara einhver einn með
allt á sinni könnu og við reynum að
halda því þannig. Það er bara rosa-
lega góður mórall hérna,“ segir
Guðbjörg. „Er það ekki stelpur?“
kallar hún svo og er svarað með
hlátri. „Það eru að minnsta kosti
allir voðalega ánægðir og við líka.“
Nýr grunnskóli tekur til starfa
næsta haust í hinu nýja Kóra-
hverfi í Kópavogi. Skóflustunga
var tekin að skólanum á dögunum
og sá unga kynslóðin um að taka
hana.
Fyrirhugað er að kennsla hefj-
ist í hinum nýja grunnskóla strax
næsta haust með kennslu í yngstu
bekkjunum. Mikil uppbygging er
í skólum í Kópavogi en nýr grunn-
skóli í Vatnsenda tók til starfa í
haust. Á heimasíðu Kópavogsbæj-
ar má lesa að lögð er áhersla á að
þjónusta í nýjum hverfum bygg-
ist upp um leið og íbúðarbygging-
arnar til hagræðis fyrir íbúana.
Nýr leikskóli tekur til starfa í
Vatnsendahverfi 1. nóvember
næstkomandi og síðan mun nýr
leikskóli taka til starfa í Kóra-
hverfi á vori komanda. Grunn-
skólinn í Kórahverfi mun verða
um það bil 500 barna skóli full-
byggður.
Iðnaðarmenn, verktakar og fram-
leiðendur í Hafnarfirði munu
taka á móti húseigendum og
öðrum gestum í samkomusal
íþróttamiðstöðvar Hauka á Ás-
völlum á degi byggingariðnaðar-
ins hinn 15. október. Þar verður
sett upp upplýsingamiðstöð og
sýning og sjónum einkum beint að
nýbyggingum í Vallarhverfi.
Í tilefni dagsins verður gestum
og gangandi líka boðið að skoða
bygginga- og mannvirkjadeild
Iðnskólans í Hafnarfirði. Þar
verður boðið upp á kaffi og kökur
í sumarhúsum sem nemendur
deildarinnar eru að byggja. Þess
er vænst að fyrirtæki og stofnan-
ir í Hafnarfirði, meistarar, bygg-
ingaverktakar, birgjar þeirra og
samstarfs- og söluaðilar taki virk-
an þátt í deginum.
Mikil uppbygging hefur verið í Kópavogi
undanfarin ár.
Vellirnir eru vinsælt byggingasvæði í Hafn-
arfirði.
Starfskonur fasteignasölunnar Húsalindar.
Skóflustunga í Kópavogi
Verið er að byggja nýjan grunnskóla í Kórahverfi í Kópavogi.
N‡byggingar í Valla-
hverfi í deiglunni
Dagur byggingariðnaðarins verður haldinn í Hafnarfirði þann
15. október.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
. Ó
L.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Afslappa› andrúmsloft í Húsalind