Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2005, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 26.09.2005, Qupperneq 80
> Við finnum til með ... ... Atla Sveini Þórarinssyni sem fórnaði öllu til þess að hjálpa Valsmönnum að hampa bikarnum á laugar- daginn. Atli Sveinn fór strax eftir leik upp á sjúkrahús og tók ekki þátt í fagnaðar- látum liðsins. Eftir rann- sóknir kom í ljós að hann verður að taka sér frí frá fótbolta á næstunni en vonandi jafnar hann sig fljótlega. Markahæstur í Svíþjóð ... Gunnar Heiðar Þorvaldsson er orðinn markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar eftir að hann skoraði bæði mörkin í 2–0 sigri Halmstad á Helsingborg í gær. Gunnar Heiðar hefur skorað 13 mörk og lagt upp önnur 5 í 20 leikjum Halmstad en liðið hefur skorað samtals 32 mörk á tímabilinu. sport@frettabladid.is 20 > Við skiljum ekki ... .... ÍR-inga í körfunni sem ráku þjálfara sinn í gær þótt enn séu 17 dagar í fyrsta leik. Spánverjinn Oscar Pedroche var ráðinn í júní en var rek- inn úr starfinu í gær og við tóku þeir Halldór Kristmannsson og Jón Örn Guðmundsson sem hafa unnið lengi gott starf fyrir ÍR. Önnur umfer› DHL-deildar karla fór fram um helgina og KA og Fram unnu flar gó›a útisigra. Stelpurnar fóru líka af sta› me› sína deild flar sem n‡li›ar HK unnu sinn fyrsta leik. Fram, Valur og KA með fullt hús HANDBOLTI Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlun- um eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH- ingar eru hins vegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sín- um. Í Austurbergi tóku ÍR-ingar á móti KA-mönnum en bæði liðin unnu sína leiki í 1. umferðinni auk þess sem ÍR lagði Hauka í leik um meistara meistaranna. Heima- menn byrjuðu mun betur og komust í 4–1 en norðanmönnum tókst fljótlega að jafna og halda jöfnu í hálfleik. Því geta þeir að mestu þakkað markverði sínum, Hreiðari Guðmundssyni, sem gekk til liðs við KA frá ÍR í lok síðasta tímabils. Hreiðar átti eftir að reyn- ast sínum gömlu félögum erfiður því hann var klárlega besti maður vallarins og gaf sínum mönnum tækifæri til að síga hægt og rólega fram úr. Það fór reyndar lítið fyrir góð- um handbolta í síðari hálfleik þar sem leikmenn og þjálfarar voru sínöldrandi út í dómara leiksins. Þegar Ólafur Sigurjónsson, einn besti maður ÍR, fékk sína þriðju brottvísun á 43. mínútu leiksins var ÍR-ingum engin björg veitt og KA-menn gengu á lagið. Þeir unnu öruggan sigur, 32–25, og eru því enn með fullt hús stiga. „Við, leikmenn og þeir sem sátu bekknum, áttum allir léleg- an leik og þess vegna töpuðum við,“ sagði Júlíus Jónasson, ann- ar þjálfara ÍR, eftir leikinn. „Þeir náðu tökum á sínum leik í seinni hálfleik og náðu því að klára þetta. Hreiðar var þeirra besti maður en okkar versti óvinur en svona er nú boltinn bara,“ sagði Júlíus og brosti út í annað. Íslandsmeistarar Hauka byrja ekki sannfærandi í sínum fyrsta leik gegn Fram og var ekki boðið upp á mikið betri handbolta að Ás- völlum þar sem heimamenn tóku á móti nýliðum Fylkis. Fjögurra marka forysta í hálfleik fór fyrir lítið þegar Haukum tókst ekki að skora á fyrstu 16 mínútum síðari hálfleiksins. Þegar markið loksins kom var það til að jafna metin og eftir það sprungu gestirnir á limm- inu og eftirleikurinn var einfaldur fyrir Íslandsmeistarana. Ungu stelpurnar í HK byrjuðu vel í sínum fyrsta leik í efstu deild þegar liðið vann 30-26 sigur á Gróttu á heimavelli sínum. Hauk- ar, Valur, Stjarnan og ÍBV unnu öll örugga sigra í fyrstu umferðinni en þeim var fyrir mótið spáð bestu gengi af liðunum. - esá - óój ■ ■ LEIKIR  19.00 ÍS og KR mætast í óopin- berum úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í körfuknattleik kvenna í íþróttahúsi Kennaraháskóla Íslands.  19.15 Njarðvík og Stjarnan mætast í Reykjanesmótinu í körfubolta í Njarðvík. ■ ■ SJÓNVARP  12.20 Ameríski fótboltinn á Sýn. Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og New England Patriots í þriðju umferðinni í NFL-deildinni.  14.30 Forsetabikarinn í golfi á Sýn.  16.10 Ensku mörkin á RÚV. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.  18.00 Þrumuskot á Enska boltanum. Mörk helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.  20.30 Ítölsku mörkin á Sýn. Mörk helgarinnar úr ítölsku A-deildinni.  21.00 Ensku mörkin á Sýn. Mörkin úr næstefstu deild á Englandi.  21.30 Spænsku mörkin á Sýn. Mörk helgarinnar úr ípænsku deildinni.  22.00 Olíssport á Sýn.  00.00 Ensku mörkin á RÚV. Spánverjinn ungi yngstur til að vinna formúluna: FORMÚLA 1 Spánverjinn Fern- ando Alonso varð í gær heims- meistari ökumanna í Formúla 1 þegar hann varð þriðji í Bras- ilíukappakstrinum. Alonso er yngsti maðurinn til þess að vinna heimsmeistaratitilinn en hann er 24 ára gamall. Hann var að vonum ánægður eftir að úr- slitin lágu fyrir. „Ég hef aldrei verið ánægð- ari. Ég kem frá landi þar sem aldrei hefur verið mikil hefð fyrir því að fylgjast með For- múla 1 kappakstri en ég veit að Spánverjar hafa fylgst vel með mér að undanförnu. Mér finnst ég vera að uppskera núna eftir að hafa æft vel í mörg ár. Þetta er alveg örugglega mitt mesta afrek á ferlinum en vonandi næ ég að vera í toppbaráttunni í mörg ár til viðbótar.“ -mh Alonso or›inn heimsmeistari Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deild- inni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu. „Við vorum að elta Stjörnuna allan leikinn og náðum að komast yfir einu sinni í öll- um leiknum, og það var á besta tíma,“ sagði Rúnar. Eftir mörg góð ár í atvinnu- mennsku ákvað Rúnar að snúa aftur á heimaslóðir en hann lék með Þór á sínum yngri árum. Hann er ekki í nokkrum vafa um að margir leik- manna Þórsliðsins eigi framtíðina fyrir sér. „Mér finnst vera margir efnilegir leikmenn í liðinu. Ef þeir verða duglegir að æfa finnst mér alveg eins líklegt að þeir nái langt í framtíðinni. Ég mun reyna að miðla til þeirra eins miklu og ég get og með aukinni reynslu koma þeir til með að bæta leik sinn mikið.“ Rúnari líst vel á veturinn og telur að handboltinn sé í mikilli sókn um þess mundir. „Það hefur verið góð umgjörð um leikina víðast hvar og fjölmiðlar hafa einnig fjallað mikið um handboltann. Nú verða félögin að nýta þennan meðbyr sem nú skapast til þess að vera með enn meiri stemningu í kringum deildarkeppnina.“ Rúnar var nokkuð marksækinn í leikn- um um helgina og skoraði sjö mörk og átti þar að auki sex sendingar sem gáfu mörk. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera sterkur varnarmað- ur og var einn lykilmanna varnarleiks ís- lenska landsliðsins á tímabili. „Ég tel mig nú ekkert vera í neinu sérstöku formi núna. Ég hef hvílt vel en er alveg laus við meiðsli og hef virkilega gaman af því að spila þessa dagana. Það er ánægjulegt að geta komið heim í sitt gamla félag og vonandi munum við ná góðum árangri í vetur.“ RÚNAR SIGTRYGGSSON: FINNUR SIG VEL Á HEIMASLÓÐUM SÍNUM Á AKUREYRI Fer fyrir ungu li›i fiórs í DHL-deildinni HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Mánudagur SEPTEMBER 26. september 2005 MÁNUDAGUR LEIKIR GÆRDAGSINS DHL-deild karla: FH–FRAM 21–26 (6–13) Mörk FH: Andri Berg Haraldsson 4, Linas Kalasauskas 3, Pálmi Hlöversson 3, Hjörtur Hinriksson 3, Finnur Hansson 3, Valur Arnarson 2, Sigursteinn Arndal 2, Daníel Berg Grétarsson 1. Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 6, Haraldur Þorvarðarson 5, Sergei Serenko 4, Þorri B. Gunnarsson 4, Stefán B. Stefánsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Rúnar Káraon 1, Guðmundur Arnarsson 1, Jón Björgvin Pétursson 1. HAUKAR–FYLKIR 23–18 (12–8) Mörk Hauka: Andri Stefan 6, Samúel Ívar Árnason 5, Árni Þór Sigtryggsson 4, Kári Kristjánsson 3, Jón Karl Björnsson 3, Freyr Brynjarsson 1, Sigurbergur Sveinsson 1. Birkir Ívar Guðmundsson varði 15 skot. Haukar skoruðu ekki í 16 mínútur í upphafi seinni hálfleiks. Mörk Fylkis: Heimir Örn Árnason 6, Arnar Þór Sæþórsson 5, Ásbjörn Stefánsson 4, Ingólfur Axelsson 1, Brynjar Þór Hreinsson 1, Arnar Jón Agnarsson 1. Hlynur Morthens varði 14 skot. FERNANDO ALONSO Alonso sést hér með bikarinn sem hann fékk að launum á hausnum. GETTYIMAGES VAGG OG VELTA ÍR-ingurinn Ólafur Sigurjónsson fellur hér beint ofan á andlit KA-mannsins Harðar Fannars Sigþórssonar í leik liðanna í Austurbergi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.