Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 86
Jazzhátíð Reykjavíkur sett í fimmtánda sinn og er óumdeildur hápunktur ársins og stórhátíð hjá djassáhugamönnum. Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett í Ráðhúsinu miðvikudaginn 28. september og stendur til sunnu- dagskvöldsins 2. október. Þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðinni er hleypt af stokkunum og að venju verður mikið um dýrðir: alls þrettán tónleikar á fimm dögum þar sem tónlistarmenn á heims- mælikvarða munu gleðja áheyr- endur; íslenskar djasssveitir og erlendar sem í mörgum tilfellum munu leika saman af fingrum fram. „Jú, þetta er án efa hápunktur ársins og stórhátíð hjá djass- áhugamönnum,“ segir Friðrik Theódórsson, framkvæmdastjóri Jazzhátíðarinnar í Reykjavík, en hátíðin hefur frá upphafi verið vinsæl og vel sótt. „Tónleikastaðirnir eru í minni kantinum miðað við rokktónleika utanlands og hamlar því frekari áheyrendafjölda en undanfarin ár hafa yfir 4.000 manns sótt hátíð- ina. Aðsóknin fer vaxandi og áhugi yngri kynslóðanna á djassi mikill. Svo mætir tryggur kjarni djassfíkla alltaf en sækir þá frek- ar í hefðbundnari djassflutning,“ segir Friðrik brosmildur. Jazzhátíð Reykjavíkur er að þessu sinni haldin á Nasa, Kaffi Reykjavík, Hótel Borg, Hótel Sögu og í Langholtskirkju. „Um helgina er ráðgert að ýmsar djasssveitir leiki á djass- klúbbum hátíðarinnar sem verða á þremur stöðum í borginni og þá sami háttur hafður á og í fyrra, að gestir greiði aðgang að einum djassklúbbi sem gildir sem að- göngumiði á aðra djassklúbba kvöldsins. Fólk getur þá farið á milli til að sjá sem flest, enda djass við allra hæfi í boði og eng- inn einn skóli djasstónlistar, held- ur allt í bland; bebop, main- stream, fusion og fleira,“ segir Friðrik, sem teflir fram ómót- stæðilegri dagskrá hátíðarinnar. „Þar nefni ég saxófónleikar- ann Kenny Garrett frá New York sem varð frægur þegar hann lék með Miles Davis og er ein af heitustu stjörnunum í djassheim- inum í dag. Á Guðmundarvöku í minningu Guðmundar Ingólfs- sonar og tilefni þrjátíu ára af- mælis Jazzvakningar munu tveir píanistar leika verk Guðmundar; þeir John Weber frá Bandaríkj- unum og Hans Kwakkernaat frá Hollandi. Síðast en ekki síst mæli ég með tónleikum í Lang- holtskirkju þar sem sjötíu manna kór, Stórsveit Reykjavík- ur og Kristjana Stefánsdóttir flytja helgisöngva Dukes Ell- ington,“ segir Friðrik og telur áfram: Bebop Septett Óskar Guðjónsonar, norræna tríóið Hot 'n Spicy, Oxtett Ragnheiðar Gröndal, danska píanistann Arne Forchammer, Póstberana með túlkun sína á tónsmíðum Megas- ar í djassbúningi og fleira og fleira. Forsala aðgöngumiða er í verslunum Skífunnar í Kringl- unni, Smáralind og Laugavegi, og í BT á Akureyri og á Selfossi. Einnig á midi.is Sjá nánar um dag- skrána á reykjavikjazz.is. ■ 26 26. september 2005 MÁNUDAGUR > Ekki missa af ... ... erindi Leós Kristjánssonar um silfur- berg, raunvísindi og Albert Einstein, sem hann flytur í Öskju í dag á fræðslufundi Hins íslenska náttúrufræðifélags. Fyrirlest- urinn hefst klukkan 17.15. ... sýningunni Íslensk myndlist 1945 – 1960, frá abstrakt til raunsæis, sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. ... sýningunni Hvernig borg má bjóða þér?, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Þar er gest- um gefið færi á að hafa áhrif á þróun höfuðborgarsvæðisins. Hrafnkell Sigurðsson hefur á síðustu árum skapað sér nafn sem einn eftirtekt- arverðasti listamaður okkar og telst í far- arbroddi þeirra listamanna sem nota ljósmyndina sem miðil. Má nefna seríu hans af tjöldum i snævi þöktu landslagi sem meðal annars prýddi forsíðu Síma- skrárinnar 2004 og myndir af ruslapok- um á götum stórborga. Hann flytur í dag fyrirlestur um eigin verk í Listaháskólanum í Laugarnesi, stofu 024. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.30. Hrafnkell nam myndlist við MHÍ, í Maastricht í Hollandi og lauk masters- gráðu frá Goldsmiths í London árið 2002. Hann bjó síðan og starfaði um árabil í London en er nú fluttur til Ís- lands. Verk Hrafnkels hafa verið sýnd víða um heim og er að finna í eigu þekktra safna og safnara. Kl. 20.00 Ítalski harmonikuleikarinn Renzo Ruggieri heldur í tónleika í Saln- um í Kópavogi ásamt þeim Eyþóri Gunnarssyni, Róbert Þórhallssyni og Erik Ovick. Renzo Ruggieri hefur unnið til alþjóðlegra verð- launa fyrir harmonikuleik sinn og leikur djassskotna tónlist, bæði úr eigin smiðju og annarra. menning@frettabladid.is Segir frá eigin verkum Hápunktur ársins í djassi ! STÓRA SVIÐ KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Lau 1/10 kl. 14, Su 2/10 kl. 14, Su 9/10 kl. 14 WOYZECK - 5 FORSÝNINGAR Í SEPT. Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt. Miðaverð á forsýningu aðeins kr. 2.000,- Fi 29/9 kl 20 UPPSELT, Fö 30/9 kl 20 UPPSELT, Lau 1/10 kl 20 (sýning á ensku) HÍBÝLI VINDANNA Örfáar aukasýningar í haust. Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Lau 16/10 kl. 20 LÍFSINS TRÉ Fö 21/10 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 22/10 KL. 20, Fi 27/10 kl. 20, Fö 28/10 kl. 20, Fö 4/11 kl. 20, Lau 5/11 kl. 20 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ FORÐIST OKKUR-NEMENDALEIKHÚS Fi 29/9 kl. 20 FRUMSÝNING. Lau 1/10 kl. 20 UPPSELT, Su 2/10 kl. 20 MANNTAFL 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Fö 14/10 kl. 20, Lau 15/10 kl. 20RILLJANT ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Vegna gríðarlegra vinsælda hefur verið bætt við 6 sýningum Lau 1/10 kl. 16, Lau 1/10 kl. 20 UPPSELT, Fi 6/10 kl. 20 UPPSELT, Lau 8/10 kl. 16, Su 9/10 kl. 20 UPPSELT, Sun 16/10 kl. 20, Su 23/10 kl. 20, Þri 25/10 kl. 20, Lau 29/10 kl. 20, Su 30/10 kl. 20, Má 31/10 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar Fö 30/9 kl. 20, Lau 1/10 kl. 20 Sími miðasölu 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag TVENNU TILBOÐ Ef keyptur er miði á Híbýli vindanna og Lífsins tré fæst sérstakur afsláttur KENNY GARRETT SAXÓFÓNLEIKARI Varð heimsfrægur þegar hann lék með meistara Miles Davis og er nú einn eftirsóttasti djassleik- ari heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.