Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 86
Jazzhátíð Reykjavíkur
sett í fimmtánda sinn og
er óumdeildur hápunktur
ársins og stórhátíð hjá
djassáhugamönnum.
Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett
í Ráðhúsinu miðvikudaginn 28.
september og stendur til sunnu-
dagskvöldsins 2. október. Þetta er
í fimmtánda sinn sem hátíðinni er
hleypt af stokkunum og að venju
verður mikið um dýrðir: alls
þrettán tónleikar á fimm dögum
þar sem tónlistarmenn á heims-
mælikvarða munu gleðja áheyr-
endur; íslenskar djasssveitir og
erlendar sem í mörgum tilfellum
munu leika saman af fingrum
fram.
„Jú, þetta er án efa hápunktur
ársins og stórhátíð hjá djass-
áhugamönnum,“ segir Friðrik
Theódórsson, framkvæmdastjóri
Jazzhátíðarinnar í Reykjavík, en
hátíðin hefur frá upphafi verið
vinsæl og vel sótt.
„Tónleikastaðirnir eru í minni
kantinum miðað við rokktónleika
utanlands og hamlar því frekari
áheyrendafjölda en undanfarin ár
hafa yfir 4.000 manns sótt hátíð-
ina. Aðsóknin fer vaxandi og
áhugi yngri kynslóðanna á djassi
mikill. Svo mætir tryggur kjarni
djassfíkla alltaf en sækir þá frek-
ar í hefðbundnari djassflutning,“
segir Friðrik brosmildur.
Jazzhátíð Reykjavíkur er að
þessu sinni haldin á Nasa, Kaffi
Reykjavík, Hótel Borg, Hótel
Sögu og í Langholtskirkju.
„Um helgina er ráðgert að
ýmsar djasssveitir leiki á djass-
klúbbum hátíðarinnar sem verða
á þremur stöðum í borginni og þá
sami háttur hafður á og í fyrra, að
gestir greiði aðgang að einum
djassklúbbi sem gildir sem að-
göngumiði á aðra djassklúbba
kvöldsins. Fólk getur þá farið á
milli til að sjá sem flest, enda
djass við allra hæfi í boði og eng-
inn einn skóli djasstónlistar, held-
ur allt í bland; bebop, main-
stream, fusion og fleira,“ segir
Friðrik, sem teflir fram ómót-
stæðilegri dagskrá hátíðarinnar.
„Þar nefni ég saxófónleikar-
ann Kenny Garrett frá New York
sem varð frægur þegar hann lék
með Miles Davis og er ein af
heitustu stjörnunum í djassheim-
inum í dag. Á Guðmundarvöku í
minningu Guðmundar Ingólfs-
sonar og tilefni þrjátíu ára af-
mælis Jazzvakningar munu tveir
píanistar leika verk Guðmundar;
þeir John Weber frá Bandaríkj-
unum og Hans Kwakkernaat frá
Hollandi. Síðast en ekki síst
mæli ég með tónleikum í Lang-
holtskirkju þar sem sjötíu
manna kór, Stórsveit Reykjavík-
ur og Kristjana Stefánsdóttir
flytja helgisöngva Dukes Ell-
ington,“ segir Friðrik og telur
áfram: Bebop Septett Óskar
Guðjónsonar, norræna tríóið Hot
'n Spicy, Oxtett Ragnheiðar
Gröndal, danska píanistann Arne
Forchammer, Póstberana með
túlkun sína á tónsmíðum Megas-
ar í djassbúningi og fleira og
fleira.
Forsala aðgöngumiða er í
verslunum Skífunnar í Kringl-
unni, Smáralind og Laugavegi, og
í BT á Akureyri og á Selfossi.
Einnig á midi.is Sjá nánar um dag-
skrána á reykjavikjazz.is. ■
26 26. september 2005 MÁNUDAGUR
> Ekki missa af ...
... erindi Leós Kristjánssonar um silfur-
berg, raunvísindi og Albert Einstein, sem
hann flytur í Öskju í dag á fræðslufundi
Hins íslenska náttúrufræðifélags. Fyrirlest-
urinn hefst klukkan 17.15.
... sýningunni Íslensk myndlist 1945 –
1960, frá abstrakt til raunsæis, sem nú
stendur yfir í Listasafni Íslands.
... sýningunni Hvernig borg má bjóða
þér?, sem nú stendur yfir í Listasafni
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Þar er gest-
um gefið færi á að hafa áhrif á þróun
höfuðborgarsvæðisins.
Hrafnkell Sigurðsson hefur á síðustu
árum skapað sér nafn sem einn eftirtekt-
arverðasti listamaður okkar og telst í far-
arbroddi þeirra listamanna sem nota
ljósmyndina sem miðil. Má nefna seríu
hans af tjöldum i snævi þöktu landslagi
sem meðal annars prýddi forsíðu Síma-
skrárinnar 2004 og myndir af ruslapok-
um á götum stórborga.
Hann flytur í dag fyrirlestur um eigin verk
í Listaháskólanum í Laugarnesi, stofu
024. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12.30.
Hrafnkell nam myndlist við MHÍ, í
Maastricht í Hollandi og lauk masters-
gráðu frá Goldsmiths í London árið
2002. Hann bjó síðan og starfaði um
árabil í London en er nú fluttur til Ís-
lands. Verk Hrafnkels hafa verið sýnd
víða um heim og er að finna í eigu
þekktra safna og safnara.
Kl. 20.00
Ítalski harmonikuleikarinn Renzo
Ruggieri heldur í tónleika í Saln-
um í Kópavogi ásamt þeim Eyþóri
Gunnarssyni, Róbert Þórhallssyni
og Erik Ovick. Renzo Ruggieri
hefur unnið til alþjóðlegra verð-
launa fyrir harmonikuleik sinn og
leikur djassskotna tónlist, bæði
úr eigin smiðju og annarra.
menning@frettabladid.is
Segir frá eigin verkum
Hápunktur ársins í djassi
!
STÓRA SVIÐ
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Lau 1/10 kl. 14, Su 2/10 kl. 14,
Su 9/10 kl. 14
WOYZECK - 5 FORSÝNINGAR Í SEPT.
Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28.
okt. Miðaverð á forsýningu aðeins kr. 2.000,-
Fi 29/9 kl 20 UPPSELT,
Fö 30/9 kl 20 UPPSELT,
Lau 1/10 kl 20 (sýning á ensku)
HÍBÝLI VINDANNA
Örfáar aukasýningar í haust.
Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20,
Lau 16/10 kl. 20
LÍFSINS TRÉ
Fö 21/10 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Lau 22/10 KL. 20, Fi 27/10 kl. 20, Fö 28/10 kl. 20,
Fö 4/11 kl. 20, Lau 5/11 kl. 20
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ
FORÐIST OKKUR-NEMENDALEIKHÚS
Fi 29/9 kl. 20 FRUMSÝNING.
Lau 1/10 kl. 20 UPPSELT, Su 2/10 kl. 20
MANNTAFL
2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Fö 14/10 kl. 20,
Lau 15/10 kl. 20RILLJANT
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Vegna gríðarlegra vinsælda hefur verið bætt við 6
sýningum Lau 1/10 kl. 16, Lau 1/10 kl. 20
UPPSELT, Fi 6/10 kl. 20 UPPSELT, Lau 8/10 kl. 16,
Su 9/10 kl. 20 UPPSELT, Sun 16/10 kl. 20, Su
23/10 kl. 20, Þri 25/10 kl. 20, Lau 29/10 kl. 20,
Su 30/10 kl. 20, Má 31/10 kl. 20
BELGÍSKA KONGÓ
Sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar
Fö 30/9 kl. 20, Lau 1/10 kl. 20
Sími miðasölu 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20
miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudag
TVENNU TILBOÐ
Ef keyptur er miði á
Híbýli vindanna og Lífsins tré
fæst sérstakur afsláttur
KENNY GARRETT SAXÓFÓNLEIKARI Varð heimsfrægur þegar hann lék með meistara Miles Davis og er nú einn eftirsóttasti djassleik-
ari heims.