Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 26.09.2005, Blaðsíða 88
28 26. september 2005 MÁNUDAGUR Vá, hvernig er þetta gert? Námskeið Nýjir litir, nýjar aðferðir. Þriðjudagskvöld 27.9. kl. 20-23. Þátttökugjald kr 1000 + keramik. Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Keramik fyrir alla Brad vill ættleiða börn Angelinu Britney Spears er búin að skrifaundir samning við tímaritið OK um að sýna því fyrst myndir af ný- fæddu barni sínu. Söngkonan, sem er komin heim til Malibu með son sinn, Sean Preston, mun sitja fyrir á fjölskyldumyndum og tala um fæð- inguna í tímaritinu. Stjórnandi tíma- ritsins OK sagði: „Við verðum með Britney og barnið í þessari viku.“ Poppstjarnan á að hafa fengið fúlgur fjár fyrir að hafa leyft viðtalið og myndatökuna en hjónin munu án efa eignast vænan pening á næstu dögum við að sýna heiminum barn sitt og veita viðtöl og mynda- tökur. Þau hafa meðal annars fallist á að sýna mynd- band sem tekið var af fæðingu sonarins í raunveru- leikaþætti sínum, Britney and Kevin: Chaotic fyrir dágóða summu. Leikkonan Jodie Foster segist ekkivilja lifa því stjörnulífi sem ein- kennir skemmtanabransann. „Það voru 25 menn með myndavélar að elta mig, ég þurfti að hafa lífverði mér við hlið og fólk sem ég varla þekkti þurfti að fara í viðtöl fyrir mig. Svo ég fór að hugsa með mér að svona þyrfti ég að lifa lífi mínu sem stjarna og ég vildi það ekki.“ Hún sagði líka að hún hefði alls ekki notið þess að gera allar myndirnar sín- ar. „Það að leika er svolítið eins og sjálfspíning. Á endanum ferðu að hafa gaman af því af því að þú hefur eitthvað í höndunum en þetta er samt sem áður sársaukafullt ferli. Ég naut mín ekki alltaf í þeim myndum sem ég lék í þegar ég var 16,17 og 18 ára,“ segir leikkonan. American Idol stjarnanFantasia fær að taka þátt í tónleikaferðalagi rapparans Kanye West sem kallast Touch the Sky, en meðal þeirra sem munu einnig koma fram eru söng- konan Keyshia Cole og rapparinn Common. Þetta lít- ur út fyrir að ætla að vera fullpakk- að haust hjá söngkonunni hæfileikaríku sem fékk tvenn verðlaun á Amerísku tónlistar- verðlaunarhátíðinni, sem besti besta kven- kyns listamaðurinn og bestu soul og r&b plötu ársins, sem ber heitið Free Yourself. Gallvösku kapparnir Ástríkur og Steinríkur eru síður en svo dauð- ir úr öllum æðum og aðdáendur þeirra geta byrjað að telja dag- ana þar sem ný bók um ævintýri þessara skæðu óvina Rómaveldis kemur út í næsta mánuði. Þetta verður 33. myndasögubókin um þá félaga, sem komu fyrst fyrir almenningssjónir árið 1959. Albert Uderzo, teiknari og annar höfunda ævintýra Ástríks, greindi frá útkomu nýju bókar- innar á blaðamannafundi í Brussel í Belgíu í síðustu viku en borgin er sem kunnugt er heimili og varnarþing Ástríks, Tinna, Strumpanna og Lukku-Láka. Uderzo vildi ekki segja mikið um innihald nýju bókarinar annað en að hún héti Ástríkur og fallandi himininn og væri ekki ferðasaga eins og allar fyrri bækurnar um Ástrík og Steinrík. Þeir sem þekkja til Ástríks vita að hann og félagar hans óttast ekkert meira en að himininn falli ofan á þá þannig að íbúar litla þorpsins í Gallíu munu væntanlega þurfa að horfast í augu við heimsendaótta sinn í þessari bók. Teiknarinn Uderzo er orðinn 78 ára gamall en hann kynntist höfundinum Rene Goscinny árið 1950 og saman skópu þeir per- sónur Ástríks og Steinríks. Frá því þeir félagar hófu samstarf sitt hafa bækurnar um Ástrík og Steinrík selst í 300 milljónum eintaka um allan heim og verið þýddar á í það minnsta 107 tungumál. Goscinny lést árið 1977 en Uderzo hélt áfram að teikna og skrifa sögur um Ástrík og hefur gert átta bækur frá því með- höfundur hans féll frá. Sú síð- asta, Ástríkur og leikkonan, seld- ist í tíu milljónum eintaka. Uderzo sagði þó á blaðamanna- fundinum að hann vildi ekki að aðrir tækju við af sér. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu og ég veit að Rene Goscinny yrði mér sammála um að þegar ég hætti muni bækurn- ar um Ástrík ekki verða fleiri.“ Hann bætti því við að Ástríkur gæti lifað áfram í kvikmyndum, teiknimyndum og leikritum en bækurnar yrðu ekki fleiri. „Ég held að ég sé sá eini sem get haldið þessu áfram vegna þess að það gengur ekki upp að aðrir séu að taka við vegna þess að þeir munu óhjákvæmilega fyrr eða síðar breyta þessum persónum sem ég hef unnið svo náið með. Ég vil ekki að lesendur mínir verði fyrir vonbrigðum.“ Uderzo fullvissaði viðstadda jafnframt um að þessi nýjasta Ástríks bók yrði ekki hans síð- asta. „Ég hef gaman að þessu þrátt fyrir aldurinn og á meðan ég fæ góðar hugmyndir mun ég gera fleiri bækur.“ ■ Nýj plata með hinni kjaftforu hljomsveit The Bloodhound Gang kemur í verslanir í dag. Platan heitir Hefty Fine og sver sig í ætt við eldri verk sveitarinnar þannig að textarnir eru ruddalegir og yfirgengilegir, alveg eins og aðdá- endur sveitarinnar vilja hafa þá. Það eru fimm ár síðan sveitin gaf síðast út breiðskífuna Hooray for Boobies þannig að eftirvæntingin eftir nýju plötunni er töluverð. Sveitin troðfyllti Laugardals- höllina sumarið 2000 á Reykjavík Music Festival og gerði allt vit- laust á tónleikunum með ögrandi sviðsframkomu sinni. Fyrsta smáskífa nýju plötunn- ar er Foxtrot Uniform Charlie Kilo en í kjölfarið kemur lagið Uhn Tiss Uhn Tiss Uhn Tiss út á smáskífu en það verður jafnframt notað í væntanlegri auglýsinga- herferð þýska bíltækjaframleið- andans Blaupunkt. ■ Leikarinn Brad Pitt hefur hug á því að ættleiða börn Angelinu Jolie. Pitt segist hafa mikinn áhuga á því að ganga börnunum tveimur í föðurstað og hann er búinn að sannfæra Jolie um að hann muni alltaf styðja hana og börnin hennar, sama á hverju gengur. Brad Pitt er nýskilinn við leikkonuna Jennifer Aniston en skilnaðurinn gengur að fullu í gegn í næsta mánuði. Hann hefur staðið sig vel í föðurhlutverkinu síðan hann kynntist Jolie og börnum hennar. Nýlega sást til kappans þar sem hann var að kenna Maddox litla að hjóla. Maddox er sagður kalla Brad „pabba“ og þeir sem þekkja til segja að heyrst hafi til hins þriggja ára Maddox hrópa upp yfir sig „Hvar er pabbi minn?“ á meðan tökur stóðu yfir hjá mömmunni, Angelinu Jolie. ■ BRAD OG ANGELINA Pitt virðist hafa full- an hug á að verða fastur liður í lífi Jolie og vill nú ganga börnum hennar í föðurstað. FRÉTTIR AF FÓLKI BLOODHOUND GANG Enn jafn kjaftfor og fyrir fimm árum. ÁSTRÍKUR OG STEINRÍKUR Hafa ferðast um víða veröld, lent í ýmsum ævintýrum og lamið á Rómverjum. Þrítugasta og þriðja mynda- sögubókin um þessa kostulegu félaga kemur út í næsta mánuði. Himnarnir falla á Ástrík Bloodhound Gang sn‡r aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.