Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 2
2 29. september 2005 FIMMTUDAGUR
Landspítalinn er yfirfullur og mikið álag er á starfsfólki:
Sjúklingar fluttir á Akranes
HEILBRIGÐI „Það er mjög erfitt
ástand um þessar mundir því við
stjórnum ekki aðstreymi sjúk-
linga,“ segir Magnús Pétursson,
forstjóri Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss. „Bæði er verið að
taka á móti bráðveiku fólki en
líka fólki sem hefur verið á
biðlistum. Þetta er háannatími og
það leiðir til þess að spítalinn er
yfirfullur og rúmlega það.“
Spítalinn hefur verið að leita
til annarra sjúkrastofnana á höf-
uðborgarsvæðinu og í nágrenn-
inu, og einhver dæmi eru um að
sjúklingar séu fluttir á Akranes.
Anna Stefánsdóttir hjúkrunar-
forstjóri segir undanfarna viku
hafa verið toppinn á ísjakanum
eftir annasaman septembermán-
uð. Hún segir enga augljósa
ástæðu vera fyrir miklum veik-
indum undanfarið og telur að
þetta sé ekki haustflensa. „Við
höfum þó reyndar á tilfinning-
unni að mönnunarekla á hjúkrun-
arheimilum í haust hafi hugsan-
lega áhrif,“ segir Anna, en fyrir
vikið hafi ekki verið hægt að út-
skrifa jafnmarga. Það sé þó að-
eins hluti vandans. - grs
Fundað um framtíð Reykjavíkurflugvallar:
Samrá› vi› landsbygg›ina
SVEITASTJÓRNARMÁL Stýrihópur um
framtíðarskiplag í Vatnsmýrinni
hefur uppi áform um að halda
kynningarfundi á Ísafirði, Akur-
eyri og Egilstöðum um hugsanleg-
an flutning Reykjavíkurflug-
vallar. Stefnt er að því að kynna
málið fyrir notendum utan höfuð-
borgarsvæðisins. Fundina stend-
ur til að halda í lok október. „Það á
að reyna að velta upp mörgum
flötum málsins og veita svör við
þeim spurningum sem kunna að
koma upp,“ segir Dagur B.
Eggertsson borgarfulltrúi.
Dagur segir það brýnt að borg-
aryfirvöld geti útskýrt sjónarmið
sín milliliðalaust. „Það þarf að ná
þessu máli upp úr skotgröfunum,“
segir Dagur. Stýrihópurinn hefur
hafið samstarf við umhverfis-
ráðuneytið um undirbúning fund-
anna. Dagur segir að stefnt sé að
því að á þessum fundum verði
þeir fulltrúar yfirvalda sem geti
svarað spurningum sem eðlilegt
sé að komi upp hjá þeim sem nýta
sér flugvöllinn. Dagur telur að
vaxandi skilningur sé fyrir því að
breytinga sé að vænta. - saj
BAUGSMÁL Jónína Benediktsdóttir
átti fund um Jón Gerald og Baug
með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar, Valgerði Sverrisdótt-
ur, þremur vikum áður en Davíð
Oddsson fundaði með Hreini
Loftssyni, stjórnarformann
Baugs, í London.
Fundur Valgerðar og Jónínu
var 4. janúar 2002 en Hreinn og
Davíð funduðu 26. janúar sama ár.
Hreinn hefur haldið því fram að á
þeim fundi hafi Davíð Oddsson
nafngreint Jón „Gerhard“ og fyr-
irtækið Nordica sem ætti í
vafasömum viðskiptum við Baug.
Davíð hefur æ síðan neitað því að
hafa haft vitneskju um Jón Gerald
á þessum tíma.
Strax eftir heimkomuna frá
London lýsti Hreinn því fyrir
stjórnarmönnum í Baugi að á
fundi sínum með Davíð í London
hefði forsætisráðherra lýst því að
spilling ætti sér stað hjá feðgun-
um Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
forstjóra Baugs, og Jóhannesi
Jónssyni, stjórnarmanni fyrir-
tækisins. Í því samhengi nefndi
Davíð, að sögn Hreins, fyrirtækið
Nordica og forráðamann þess Jón
„Gerhard“.
Þegar fjölmiðlar skýrðu fyrst
frá fundi Hreins og Davíðs, rúmu
ári eftir fundinn, sagðist Davíð
ekki hafa heyrt minnst á Jón Ger-
ald Sullenberger fyrr en í tengsl-
um við lögreglurannsóknina á
Baugi.
Hreinn varaði aðra stjórnend-
ur Baugs við því strax eftir fund-
inn með Davíð í London að þess
væri að vænta að lögregla eða yf-
irvöld samkeppnismála eða
skattamála myndu eitthvað aðhaf-
ast gagnvart fyrirtækinu á næst-
unni. Á stjórnarfundi í Baugi í
febrúar í fyrra lýstu stjórnar-
menn miklum áhyggjum sínum
vegna andúðar forsætisráðherra
á Baugi. Stjórnarmenn ræddu
málið í þaula og þar kom fram hjá
Þorgeiri Baldurssyni, stjórnar-
manni og formanni fjáröflunar-
nefndar Sjálfstæðisflokksins, að
„valdamiklir aðilar í viðskiptalíf-
inu hefðu miklar áhyggjur“ vegna
forsætisráðherra. Þar var fært til
bókar að fyrirtækið Nordica hefði
verið tengt Baugi.
Aðspurð sagðist Valgerður
Sverrisdóttir ekki hafa skýrt
Davíð Oddssyni frá fundi sínum
og Jónínu. Hún staðfesti að hafa
átt þennan fund með Jónínu en
sagðist ekki hafa rætt þennan
fund efnislega við nokkurn ráð-
herra. sda@frettabladid.is
Þórhallur Gunnarsson:
Flytur sig
yfir á Torgi›
FJÖLMIÐLAR Þórhallur Gunnarsson
hefur flutt sig frá Stöð 2, þar sem
hann hefur séð um þáttinn Ísland í
dag, yfir til Ríkissjónvarpsins. Þar
á bæ verður Þór-
hallur ritstjóri
nýs dægurmála-
þáttar sem hefur
nú vinnuheitið
Torgið í stað Op-
ins húss og verður
á dagskrá í kjölfar
kvöldfrétta.
Þórhallur fyllir
þarna skarð Loga Bergmanns Eiðs-
sonar sem í fyrradag hætti hjá Rík-
issjónvarpinu og gekk til liðs við
Stöð 2. - saj
Vaxtaákvörðun Seðlabankans:
Spá› mikilli
hækkun
EFNAHAGSMÁL Bæði greiningardeild
KB banka og Landsbankans spá því
að Seðlabankinn hækki stýrivexti
sína um hálft prósent í dag þegar
Peningamál verða gefin út. Stýri-
vextir Seðlabankans munu þá fara
í tíu prósent og hafa þá tvöfaldast
frá því að vaxtahækkunarferlið
hófst í maí í fyrra.
Verði af hækkun munu bankar
líklega fylgja í kjölfarið og hækka
vexti á inn- og útlánum sínum.
Sérfræðingar rökstyðja vaxta-
hækkun með því að vaxandi ótti
sé við aukna verðbólgu og þenslu
í samfélaginu. Meiri hækkun en
sem nemur hálfu prósenti mun að
öllum líkindum styrkja gengi
krónunnar en minni hækkun
verka öfugt. - eþa
ÞÓRIR GUÐMUNDSSON Yfirgefur Rauða
krossinn og fer til Stöðvar 2.
Þórir Guðmundsson:
N‡r vara-
fréttastjóri
FJÖLMIÐLAR Þórir Guðmundsson var
í gær ráðinn varafréttastjóri
Stöðvar 2. Hann mun stýra gæða-
og þróunarstarfi á fréttastofunni
auk þess að flytja erlendar fréttir.
Undanfarin sex ár hefur Þórir
starfað sem yfirmaður útbreiðslu-
sviðs Rauða kross Íslands. Hann
mun gegna því starfi þar til í októ-
ber en starfa á Stöð 2 samhliða því.
Þórir mun starfa við hlið Þórs
Jónssonar varafréttastjóra. Þórir
var meðal fyrstu starfsmanna
Stöðvar 2 þegar hún hóf starf-
semi. - saj
STURLA BÖÐVARSSON SAMGÖNGURÁÐ-
HERRA Segir viðurlög vera hörð við því að
brjóta gegn friðhelgi einkalífsins.
Samgönguráðherra:
Vill sérstök
vi›brög›
BAUGSMÁL Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra hefur skipað Póst-
og fjarskiptastofnun að bregðast
sérstaklega við vegna frétta í
Fréttablaðinu sem byggja á skjöl-
um sem blaðið hefur komist yfir.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur
eftirlit með fjarskiptafyrirtækj-
um og starfsmönnum þeirra.
Í bréfi til stofnunarinnar segir
Sturla að tölvupóstur og önnur
gögn um einkamálefni fólks njóti
ríkrar verndar í stjórnarskrá og
fjarskiptalögum. Hann segir við-
urlögin hörð. - saj
SPURNING DAGSINS
Valgeir, er Spilverki› gerandi
í Baugsmálinu?
„Nei, en það er fagnaðarefni að jafn
músíkalskur maður og Tryggvi Jónsson
skuli vitna í gott kvæði eftir Þorstein
Valdimarsson við lag eftir sjálfan mig.“
Valgeir Guðjónsson lék á gítar og söng í Spilverki
þjóðanna en í meintu hótunarbréfi til Jón Geralds
Sullenberger vitnaði Tryggvi Jónsson, fyrrum for-
stjóri Baugs, í texta úr lagi Spilverksins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
ANNA KRISTINSDÓTTIR, DAGUR B. EGGERTSSON OG HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR
Stýrihópur um málefni Vatnsmýrarinnar áætlar að kynna málið á Akureyri, Ísafirði og
Egilsstöðum.
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR VIÐSKIPTARÁÐHERRA Staðfestir að hún hafi átt fund um mál
Jóns Geralds Sullenberger með Jónínu Benediksdóttur 4. janúar 2002.
Rá›herra vissi af Jóni
Gerald í janúar 2002
Jónína Benediktsdóttir funda›i me› vi›skiptará›herra um mál Jóns Geralds
og Baugs flremur vikum á›ur en Daví› Oddsson funda›i me› Hreini Loftssyni
um máli› í London. Hreinn hefur sagt a› Daví› hafi flá nefnt Jón „Gerhard”.
JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR Ræddi mál
Jóns Geralds við viðskiptaráðherra þremur
vikum áður en Davíð Oddsson og Hreinn
Loftsson ræddu um Baug í London.
LANDSPÍTALINN Miklar annir hafa verið
þar síðasta mánuðinn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
SVEITARSTJÓRNARMÁL
BÆJARSTJÓRN HAFNARFJARÐAR
VILL SAMEININGU Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðn-
ingi sínum við sameiningu Hafn-
arfjarðar og Vatnsleysustrandar-
hrepps í kosningum 8. október.
Þá hvetur bæjarstjórnin íbúa í
Hafnarfirði til að kynna sér vel
þær upplýsingar sem liggja fyrir
og jafnframt að taka þátt í kosn-
ingunum. Í skýrslu ráðgjafafyrir-
tækisins ParX um áhrif samein-
ingar segir að fjölmargir þættir
bendi til þess að sameining þess-
ara sveitarfélaga sé góður kostur
fyrir íbúa beggja sveitarfélag-
anna.
ÞÓRHALLUR
GUNNARSSON Nýr
ritstjóri Torgsins.