Fréttablaðið - 29.09.2005, Qupperneq 16
87 ára me› Mitt kort
Yfir fjögur flúsund manns á öllum aldri hafa sótt um svokalla› Mitt kort Landsbankans sem fólk getur
myndskreytt sjálf. Sérstök nefnd fer yfir kortin til a› tryggja a› höfundarréttar sé gætt sem og velsæmis.
„Kortin hafa fengið afar góðar
viðtökur,“ segir Rebekka Ólafs-
dóttir, hjá markaðsdeild Lands-
banka Íslands, um nýja þjónustu
bankans, Mitt kort, sem er þeim
kostum búin að fólk getur mynd-
skreytt sjálft. Auglýsingar fyrir
kortin hafa verið áberandi undan-
farið og sjálfsagt ekki farið fram-
hjá neinum sem horfir á sjónvarp
að staðaldri.
Að sögn Rebekku hafa ríflega
fjögur þúsund manns sótt um
debet- og kreditkort sem fólk get-
ur myndskreytt sjálft og kortin
virðast höfða til breiðs aldurs-
hóps; elsti handhafi debetkorts af
þessu tagi hingað til er 69 ára en
sá elsti sem hefur fengið sér
kreditkort er hvorki meira né
minna en 87 ára. Ekki fylgir sög-
unni hvernig þeir myndskreyttu
kortin sín enda er starfsfólk bund-
ið bankaleynd.
Að ýmsu er að huga þegar kort-
um sem þessum er útdeilt, til
dæmis hvort myndirnar brjóti í
bága við höfundarréttarlög eða
misbjóði velsæmiskennd fólks.
Til þess var sérstök nefnd sett á
laggirnar sem fer yfir kortin eftir
samræmdum stöðlum og sker úr
um þau vafaatriði sem upp kunna
að koma. Þrír sitja í nefndinni, þar
á meðal Rebekka.
„Það kemur vissulega fyrir að
við synjum kortum en í flestum, ef
ekki öllum, tilfellum er það vegna
höfundarlaga. Það er ekki óalgengt
að ungir strákar vilji nota vöru-
merki uppáhaldsfótboltaliðsins
síns í ensku deildinni, en þau njóta
höfundarréttar. En ef viðkomandi
fær leyfi frá félaginu þá er það að
sjálfsögðu í góðu lagi.“ Hún tekur
þó fram að litlu broti af umsóknum
sé synjað vegna mynda.
Nefndin ver allt að hálfri
klukkustund á dag í að fara yfir
kortaumsóknir og Rebekku rekur
ekki minni til þess að hafa þurft
að synja ósæmilegri mynd. „Það
koma í mesta lagi sárasaklausar
myndir af fólki í kossaflensi, en
ekkert sem fær mann til að súpa
hveljur,“ segir Rebekka.
bergsteinn@frettabladid.is
Landhelgisgæslan:
Málfræ›i
fyrir fjölmi›la
Landhelgisgæslan hefur sent fjöl-
miðlum ábendingar um hvernig
nöfn flugfara hennar skulu fall-
beygð. Gæslan á tvær þyrlur og
eina flugfél og eru nöfn þeirra
fengin úr goðafræðinni.
Syn er flugvél Landhelgisgæsl-
unnar og hefur einkennisstafina
TF-SYN. Hún heitir eftir gyðjunni
Syn sem varnar óviðkomandi inn-
göngu í hallir ása og mælir á þing-
um gegn þeim sem henni þykir
sanna mál sitt með ýkjum og lyg-
um. Sums staðar er hún kölluð
dyravörður Fensala, bústaðar
Friggjar. Beyging nafnsins er:
Syn um Syn frá Syn til Synjar.
Sif er minni þyrla Gæslunnar
og hefur einkennisstafina TF-SIF.
Hún heitir eftir Sif sem er sögð
vera gyðja hins gullna akurs og er
hún ein af ásynjunum, kona ássins
Þórs. Beyging er: Sif um Sif frá
Sif til Sifjar.
Líf, stærri þyrlan hefur ein-
kennisstafina TF-LIF. Hún heitir
eftir Líf, goðsögulegri kvenveru
sem lifði af Ragnarök. Einnig er
hún sögð vera sú sem hjúkrar.
Beygingin er: Líf um Líf frá Líf til
Lífar. - bþs
Logi Bergmann Eiðsson er hættur á
Fréttastofu RÚV eftir fjórtán ára starf
hjá stofnuninni. Um árabil hefur hann
lesið kvöldfréttir fyrir landsmenn en
mun nú lesa fréttir á Stöð 2.
„Þetta kemur á óvart, ég hélt hann
væri svo ánægður yfir að fá Pál
Magnússon upp á RÚV,“ segir María
Reyndal leikstjóri um skyndilegt
brotthvarf Loga. Ákvörðun hans kem-
ur henni ekki síst á óvart í ljósi þess
að Logi hafði nýlega verið ráðinn rit-
stjóri á nýjum sjónvarpsþætti. „Hann
var svo glaður í blöðunum yfir þess-
um nýja þætti.“
María kveðst ekki eiga eftir að sakna
hans sérstaklega af RÚV því hann
verði áfram í sjónvarpinu og býst ekki
við að horfa meira á Stöð 2 í kjölfar
breytinganna.
Stærstu tíðindin telur María þó felast í
því að Logi mun væntanlega gegna
hlutverki spyrils í Gettu betur áfram.
„Það er áfall. En það er fínt að nota
tækifærið og stokka þá keppni aðeins
upp. Fá konu sem spyril og kannski
karl sem stigavörð. Það væri ágætt.“
MARÍA REYNDAL LEIKSTJÓRI
Áfall
LOGI BERGMANN HÆTTUR Á RÚV
SJÓNARHÓLL
16 29. september 2005 FIMMTUDAGUR
„Það er allt gott að frétta, við erum
nýbúin að taka upp næstu seríu okk-
ar,“ segir bakarinn og sjónvarpskokk-
urinn Jói Fel. „Við ljúkum þessu alltaf
á haustmánuðum svo það fer lítill tími
í þetta á veturna.“
Jói hefur yndi af skotveiðum og fer
alltaf á gæs þegar færi gefst. „Ég er
búinn að fara tvisvar í haust og þær
hafa nokkrar fallið.“ Gæsin segir hann
að sé fyrst og fremst haustmatur sem
hann eldi jöfnum höndum fram yfir
áramót. En gæsir eru ekki það eina
sem Jóa finnst gaman að skjóta. „Ég
ætla líka á rjúpu. Ég grét mikið þegar
sett var veiðibannið á rjúpuna en
mest var grátið þegar ég komst ekki á
hreindýr. Það finnst mér skemmtileg-
ast að veiða. Ætli það sé ekki vegna
þess að mesta „machoið“ er í kring-
um það, testósterónið fer á fullt,“
segir hann og hlær.
Um skeið hefur Jói glímt við þrálát
bakmeiðsl og fyrir fjórum mánuðum
fór hann í sína þriðju brjósklosaðgerð.
Hann er hins vegar óðum að jafna sig
og byrjar senn að æfa aftur. „Það er
aðalmálið hjá mér núna að komast
aftur í ræktina,“ segir hann og þver-
tekur fyrir að hafa hlaupið í spik með-
an á veikindunum stóð. „Ég er alltaf í
góðu formi. Ég hef lyft í 20 ár og hef
góðan grunn, en því er ekki að neita
að ég missti mig aðeins í bjórinn og
grillið í sumar,“ segir Jói og kveðst
ekki verða lengi að losa sig við alla
umframbyrði um leið og hann byrjar
að taka á því.
Byrjar aftur a› taka á flví
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓI FEL BAKARI OG SJÓNVARPSKOKKUR
nær og fjær
OR‹RÉTT„ “
Ástrí›an drífur áfram
„Þrátt fyrir að nota búningana
úr sjónvarpinu þegar við
skemmtum úti í bæ er alltaf
eitthvert vesen í kringum
það.“
JÓHANN G. JÓHANNSSON LEIKARI Í
DV UM ÞÆR RAUNIR SEM FYLGJA
BARNASKEMMTUNUM.
Smekklegt
„Þú varst nú starfandi á Þjóð-
viljanum og þekktir þetta vel.
Þér er mikið í mun að koma
þessu máli yfir á Sjálfstæðis-
flokkinn.“
DAVÍÐ ODDSSON, FORMAÐUR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS, RIFJAR UPP
STARFSREYNSLU G. PÉTURS MATTHÍ-
ASSONAR FRÉTTAMANNS Í UMRÆÐU
UM BAUGSMÁLIÐ Í FRÉTTABLAÐINU.
!"#
!$#
% & !"'
Bílafloti ríkisstjórnarinnar er metinn á 70 milljónir:
Opinberar glæsikerrur
Það var tilkomumikil sjón að sjá
glæsikerrur ráðherranna renna í
hlað við stjórnarráðið í Lækjar-
götu þegar ríkisstjórnin kom
saman til fundar á þriðjudag.
Bílarnir eru meðal annars af
gerðunum Audi, BMW, Mitsubis-
hi og Volvo og kveðst bílaáhuga-
maður telja að hver vagnanna
kosti að meðaltali um sex millj-
ónir króna. Lætur því nærri að
bílafloti ráðherranna kosti um 70
milljónir.
Ráðherrabílarnir eru jafnan
vel þrifnir og bónaðir, þess gæta
bílstjórar þeirra sem hugsa um
þá líkt og ungabörn. Sést það
glögglega þegar þeir pússa af
þeim rykkorn og fingraför með-
an beðið er eftir ráðherrunum á
fundum í Alþingishúsinu eða
annars staðar. - bþs
FLOTTIR Ráðherrar Íslands ferðast á milli skrifstofubygginga í Reykjavík í glæsikerrum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
REBEKKA ÓLAFSDÓTTIR Ver allt að hálfri klukkustund á dag í að fara yfir kortaumsóknir og skera úr um vafaatriði.