Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2005, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 29.09.2005, Qupperneq 26
Síðustu daga hefur það skýrst nokk- uð með hvaða hætti málatilbúnaður á hendur forráðamönnum og eig- endum hlutafélagsins Baugs og endurskoðendum félagsins var framleiddur. Höfundi þessarar greinar, sem er kvæntur Önnu Þórð- ardóttur, löggiltum endurskoðanda og einum sakborninga í Baugsmáli, þykir vænt um hvern áfanga sem næst í því að upplýsa það með hvaða hætti ráðamenn í íslensku sam- félagi misbeittu völdum sínum og áhrifum í þágu eigin lítilmótlegu hagsmuna til að spinna saman blá- þræði þessa fráleita máls. Hafi þau heilar þakkir sem að því vinna. Vitaskuld hefur okkur verið það lengi ljóst að það væru ekki bara maðkar í mysunni í þessu máli heldur væri þar líklega bara Mið- garðsormur sjálfur sem ætlaði sér að svelgja í sig réttvísina. En margt hefur þó verið óljóst um tildrög þess og upphaf og er það vafalaust ennþá þótt sitthvað hafi komið í dagsljósið undanfarið ó og kveinkar sér undan því. Ég hef glaðst yfir því undanfarið að það hefur svolítið rofað til í leyndarmyrkrinu og það er eins og það felist í því dálítil réttlætisögn að vita eilítið meira í dag en í gær um það hvernig málatilbúnaðurinn var ofinn saman í upphafi. Við vitum þá að minnsta kosti eitthvað um það hvers konar gerningahríð þetta er og það er miklum mun betra heldur en að vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Það er ljósara nú en var fyrir skemmstu hvernig allt var í pottinn búið. Það er að skýrast hvernig óprúttnir og skeytingarlaustir ein- staklingar nýttu sér réttarkerfið til að koma fram áformum sínum um að fella um koll fyrirtækjastarfsemi sem var þeim ekki þóknanleg og ná sér niðri á einstaklingum sem þeim var persónulega í nöp við. Þetta er allt heldur raunalegt og klökkt. En svo koma fyndnir sprettir á milli svo sem söluherferð Styrmis og Jónínu á Jóni Steinari Gunnlaugs- syni, þáverandi hæstaréttarlög- manni. Ekki hafði maður nú gert sér grein fyrir því að það hafi verið svona mikil fyrirhöfn að kynna verðleika lögmannsins. Það hlýtur að hafa þurft að taka ansi rækilega á þegar hann var gerður að hæsta- réttardómara! Mér hefur þótt stórlega miður að allur þessi málatilbúnaður skuli hafa getað gengið fram með því móti sem gert var og hafi náð eins langt og raun er á orðin. Tiltrú mín á íslensku réttarfari hefur laskast umtalsvert við það að vera áhorf- andi að Baugsmáli, ekki get ég borið á móti því, en hún er ennþá til og ég vona að nú heiði brátt af. Það er líka ágætt til þess að vita að meðal starfandi stjórnmála- manna er til fólk sem virðist tilbúið til að taka afleiðingar Baugsmálsins föstum tökum þegar að því kemur. Núverandi og fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar hafa bæði talað afdráttarlaust í þá veru og ég hef trú á því að í öðrum stjórnamála- flokkum sé líka að finna öflugt fólk sem hefur áhuga á því að búa svo um hnúta að Baugshneisan endur- taki sig ekki. Það var annars athyglisvert að verða vitni að viðbrögðunum við þeim yfirlætislausu orðum Ingi- bargar Sólrúnar formanns að Baugsmálið hefði átt upptök sín í tilteknu andrúmslofti og hinu líka (sem í var hvass gagnrýnisbroddur) að ráðamenn í íslensku samfélagi hefðu gefið út veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga. Væri svo margur fús til að feta slóð hins vígreifa veiðimanns með leyfið upp á vas- ann; þannig barna ég orð stjórn- málaforingjans. Hallgrímur Helga- son rithöfundur hélt að uppþotið hefði kannski orðið vegna þess að sárar sviði undan orðum hvassyrtr- ar konu en hefði karl talað. Mér fannst í fyrstu að þetta væri líkast til rétt hjá honum, en þegar maður hugsar málið betur er volið og sarg- ið auðvitað vegna þess að konan kom óþyrmilega við kaun þeirra sem nú eru sárfættir orðnir af vafr- inu um grjóturðir og eyðisanda Baugsmálsins. Þeir tóku til sín sem áttu og var það vel. Andrúmsloft eða tíðarandi er ekki síst landamærin milli þess sem leyft er og hins sem bannað er til orðs og æðis. Valda- og áhrifamenn á öllum tímum keppast við að setja þessi mörk, formlega og óformlega, og völd þeirra og áhrif mælast ekki síst í árangrinum sem næst á þessu sviði. Valdið dregur mörk hins lög- lega og siðlega og setur reglur um það hvernig með skuli fara ef út af er brugðið. Það er hált á þessum stíg og vandalaust að missa fótanna. Þegar valdið er fyrirferðarmikið og einhliða eins og það hefur vissulega verið í hinum langa einþáttungi Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hér á Íslandi undanfarin mörg ár er hætta á að margur stingist á haus- inn í umgengni við það. Á dönsku er til orðið „behage- syge“ sem þýðir „löngun til að þókn- ast einhverjum“. Kannski mætti þýða það í einu orði sem „þjónkun- arþrá“. Þeir sem haldnir eru þjónk- unarþrá hafa til þess ákafa löngun að þóknast einhverjum, oft yfirboð- urum sínum, og vilja með því afla sér viðurkenningar og öryggis í til- veru sinni. Lúta valdi mjög greið- lega og gagnrýnilaust. Láta þeir sem þjónkunarþrá hafa vilja ann- arra og fyrirmæli ráða gerðum sín- um og geta leiðst út yfir mörk þess sem eðlilegt er og rétt í þessari við- leitni sinni. Þetta hugtak hefur alloft borið í hug minn undanfarið þegar einstaklingar í opinberum stöðum hafa fjallað um Baugsmál og þegar upphaf og ferill málsins fram til frávísunar Héraðsdóms Reykjavíkur hefur verið rakinn. ■ 29. september 2005 FIMMTUDAGUR26 Samgöngutíska Á borgarstjórnarfundi 20. septem- ber sl. kom skýrt í ljós að F-listinn er eina aflið í borgarstjórn Reykja- víkur, sem vill tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum lagði undirritaður fram svohljóðandi tillögu: „Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að tryggja beri áframhald innan- lands-, sjúkra- og öryggisflugs á höfuðborgarsvæðinu og að ekki komi til greina að flytja Reykja- víkurflugvöll til Keflavíkur. Tekið er undir óskir óskir fólks hvaðanæva af landinu um að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að stærstu sjúkrahúsum þjóðarinnar. Einnig þarf að vera mögulegt að mynda loftbrú til og frá höfuðborg- arsvæðinu vegna náttúruhamfara eða mengunarslysa.“ Tillagan var kolfelld með at- kvæðum allra borgarfulltrúa R- og D-lista gegn atkvæði undirritaðs. Sú niðurstaða afhjúpar kúvendingu D-listans í flugvallarmálinu, sem vill án skilyrða vísa flugvellinum úr borgarlandinu, og þar með beina leið til Keflavíkur. Að vísu reynir D-listinn að tala tungum tveim í flugvallarmálinu. Hann segist einn daginn fylgjandi flugvelli á höfuð- borgarsvæðinu. Hinn daginn greið- ir hann atkvæði gegn tillögu í borg- arstjórn um að tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Þegar D-listinn lætur verkin tala fórnar hann þýðingarmiklum hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir fyrir tímabundinn ávinning í at- kvæðasmölun. Þar á bæ hefur tækifærismennskan öll völd og hringlandahátturinn í Vatnsmýrar- málinu er apaður eftir R-listanum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var blekið varla þornað eftir undirritun samkomulags borgaryfirvalda og samgönguráð- herra um endurbyggingu Reykja- víkurflugvallar þegar R-listinn vildi vísa flugvellinum úr borgar- landinu. Samkomulagið frá 1999 festi flugvöllinn í Vatnsmýrinni í sessi til ársins 2024, en skyndilega vildu borgaryfirvöld völlinn á brott fyrir þann tíma. Það nýjasta í málefnum Vatnsmýrarinnar er fyrihuguð hugmyndasamkeppni um skipulag þar án flugvallar, sem er ekki á leiðinni úr borgarlandinu a.m.k. næstu 19 árin. Slík hug- myndasamkeppni fyrir 100 millj- ónir króna er með öllu ótímabær og nýting þessara fjármuna frá- leit. Þó að hugmyndir um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri kunni að líta vel út á teikniborði mættu hugmyndasmiðir R- og D- lista tylla þó ekki væri nema öðrum fæti á jörðina. Erfitt væri að tengja umferð vegna svo mikillar byggðar vestan við Öskjuhlíðna við aðrar umferðaræðar í borgarlandinu. Fullyrða má að slík ofurbyggð í Vatnsmýri myndi leiða af sér mun stærri umferðarhnúta vestan Kringlumýrarbrautar en við höfum áður kynnst. Skynsamlegra væri að haga málum þannig að hóf- leg uppbygging ætti sér stað í norðurhluta Vatnsmýrarinnar og halda eftir flugvelli í suðurhlutan- um. Austur/vestur braut flugvall- arins veldur borgarbúum litlum ama og vel má færa til norður/- suður brautina þannig að flug legg- ist af yfir miðborginni. Þó að undirritaður telji það góð- an kost að flytja flugvöllinn á Álftanesið er ólíklegt að íbúar þar og samgönguyfirvöld féllust á það. Samgönguráðherra hefur gefið í skyn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur ef borgaryfirvöld vísa vellinum úr borgarlandinu. Á meðan svo er þarf að gera áfram ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni en í breyttri mynd. Þannig mætti ná sátt milli þarfarinnar fyrir upp- byggingu í Vatnsmýrinni og flug- samgangna milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar. ■ Andrúmsloft e›a óloft? KRISTJÁN SVEINSSON SAGNFRÆÐINGUR UMRÆÐAN BAUGSMÁLIÐ Viltu nýta þér Excel betur í tengslum við fjármálastjórnun og fjárhagsáætlanagerð? Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum góða innsýn og hæfni til nýta þá möguleika sem Excel býður uppá. Farið er í grunnatriði og helstu aðgerðir sem þátttakendur geta nýtt sér við vinnslu tölulegra gagna. Skoðuð eru fjármálaföll, textaföll, leitarföll og fleira. Kennt er 6., 7., 11. og 13. október, kl. 17:00 - 20:00. Námskeiðið er samtals 12 tímar. Verð 34.000.- Notkun Excel í fjármálum Frekari upplýsingar veitir: Lóa Ingvarsdóttir Beinn sími: 599 6350 Skiptiborð: 599 6200 li@ru.is www.ru.is/simennt SÍMENNT HR www.ru.is/simennt Það leikur enginn vafi á að Íslend- ingar eru mjög meðvitaðir um tísku og telja sig flestir nýmóðins í alla staði. Við framleiðum föt, tónlist, bíómyndir og annað sem ber einstakan keim af íslenskri sérvisku, magnþrunginni náttúru, höfðatölu og lítilmennskubrjálæði og látum okkur mikið varða ef eitthvert okkar er „uppgötvað“ í útlöndum. Þetta er sennilega vegna líklegs skyldleika eða kunningsskapar við viðkomandi eða einhvern úr fjölskyldunni eða vinahópnum. Eitthvað hefur okkur þó mis- farist að nota tískugáfuna við valið á samgöngumáta. Við virð- umst telja að eina leiðin til að vera kúl í umferðinni sé íklædd einka- bílnum og þá helst ein í honum. Of- notkun einkabílsins hefur ýmiss konar áhrif á náttúruna, þjóðhag- inn, einkahaginn, heilsuna o.m.fl. Við erum nú öll að verða tiltölu- lega meðvituð um þessa þætti en samt sem áður veljum við síendur- tekið að skjótast akandi á milli staða, og virðum möguleikann á því að hjóla, ganga eða taka strætó ekki viðlits. Það er svo ríkt í okkur Íslendingum að það hljóti að vera einhver undarleg ástæða fyrir því ef einhverjum dettur í hug að ferðast öðruvísi en á bíl. Þessir ör- fáu sem notast við t.d. hjól eru ekkert annað en nördar og um- ferðarsvín og strætófólkið er ann- aðhvort fullt eða eitthvað þaðan af verra. Að sjá þetta hjólalið berjast á móti vindi í pollagalla með ör- yggishjálm og takandi pláss á göt- unum! Það er fátt hallærislegra og það hlýtur eitthvað að vera að hjá þeim. En þarna er það sem okkur tókst loksins að taka algert feil- spor á tískubrautinni. Undirritað- ur hefur búið langdvölum í Dan- mörku og er hættur að kippa sér upp við þeirra frábæru hjólreiða- menningu. Það er nefnilega svo magnað að í Danmörku telst til- tölulega töff að hjóla. Menn og konur þjóta um hjólreiðastígana í jakkafötum og háhæla skóm, helst á gömlum járn-jálkum sem hefðu nú ekki talist merkilegir á íslensk- an mælikvarða. Ein þeirra hjóla- tegunda sem er í sérstaklega mikl- um metum í Kaupmannahöfn er sænska ferlíkið Kronan. Hjól þetta er gamall herfákur sem hefur verið sett í nýlegri búning með númeraplötu og alles en er samt sem áður níðþungt og klunnalegt. Hægt er að velja það gíralaust eða með þremur gírum. Enginn getur talið mér trú um að Kronan sé gætt einhverjum föld- um töfraeiginleikum sem gerir það að verkum að það sé betra að ferðast um á því en á 21 gírs Mon- goose álhjóli. Þetta hefur sko minnst með þægindi að gera. Kaupmannahafnarbúar og aðrir Danir eru nefnilega búnir að átta sig á kúlnessinu við að hjóla. Þeim finnst töff að vera meðvitaðir – og dálítið öðruvísi en aðrir – og gera sér þar að auki fyllilega grein fyrir því að það er miklu einfald- ara og skemmtilegra að hjóla um götur borgarinnar en að sitja í einkabíl. Ég held að það sé kominn tími til að fólk láti verða af því að prófa. Það þarf að eiga sér stað vitundarvakning á meðal almenn- ings varðandi samgöngumál Reykjavíkurborgar. Á liðnum árum hefur orðið mikil bragarbót á samgönguvenjum og þó nokkrir notfæra sér þá auknu möguleika sem í boði eru með almennings- samgöngum og hjólreiðaleiðum. En betur má ef duga skal. Það þýðir ekki að brydda upp á eilíf- um afsökunum í formi veðurs, stígakerfis, fatnaðar o.s.frv. Þetta er ekkert annað en ákvörðun sem þarf að taka og trúið mér að um leið og maður lætur á reyna þá áttar maður sig á því að hindran- irnar voru ekki svona miklar eftir allt saman. Það er jafnvel hægt að líta vel út á hjóli og vera svolítil týpa ef maður leggur sig aðeins fram. Já, og ef það rignir, setjið þá hattinn og spariskóna í poka og skellið ykkur í regngalla. Föt eru nefnilega gædd þeim einstaka eiginleika að maður getur farið úr þeim og í aftur og aftur og aftur... Höfundur starfar hjá Umhverf- issviði Reykjavíkurborgar og situr í stýrihópi Samgönguviku. Ofnotkun einkabílsins hefur ‡miss konar áhrif á náttúruna, fljó›haginn, einkahaginn, heilsuna o.m.fl. Vi› erum nú öll a› ver›a tiltölulega me›vit- u› um flessa flætti en samt sem á›ur veljum vi› síendur- teki› a› skjótast akandi á milli sta›a, og vir›um möguleikann á flví a› hjóla, ganga e›a taka strætó ekki vi›lits. PÁLMI F. RANDVERSSON SKRIFAR UM SAMGÖNGUR ÓLAFUR F. MAGNÚSSON BORGARFULLTRÚI F-LISTANS UMRÆÐAN REYKJAVÍKUR FLUGVÖLLUR Flugvöllur í flágu allra landsmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.