Fréttablaðið - 29.09.2005, Qupperneq 29
Gunnar Lárus Hjálm-
arsson tónlistarmaður
hugsar lítið um tísku.
Hann vill fyrst og fremst
að fötin séu þægileg.
„Það er nú engin flík í sér-
stöku uppáhaldi hjá mér. Til
að velja eitthvað tek ég bara
gönguskóna mína,“ segir
Gunnar Lárus Hjálmarsson,
öðru nafni Dr. Gunni, að-
spurður um uppáhaldsflík-
ina. Hann valdi skóna þar
sem hann gerir einungis eitt-
hvað skemmtilegt svo sem
vera úti í íslenskri náttúru
og ganga á fjöll þegar hann
klæðist þeim. „Maður fer
ekkert í svona skó bara til að
keyra í Bónus,“ segir hann
og bætir því við að hann hafi
lítið vitað um skóna þegar
hann keypti þá. „Mér var
sagt að þetta væri ítalskt
eðalleður og ég keypti ein-
hverja fitu með til áburðar.
Þetta er eina flíkin sem
maður þarf eitthvað að
dunda sér með.“
Skóna keypti Gunni til
að fara að ganga meira um
hverfi sitt, Vesturbæinn,
en gönguferðirnar urðu
fljótt lengri. Nú hefur
hann gengið upp á öll
hugsanleg fjöll í nágrenni
Reykjavíkur og segir
skóna eiga þar stóran þátt,
enda númer eitt, tvö og
þrjú að hafa góðan fót-
búnað í löngum göngum.
Gunni hugsar mjög lítið
um tísku og finnst aðalatriðið
að klæðnaðurinn sé sem
þægilegastur. „Ég vil helst
vera í fötum með fullt af
vösum, til dæmis buxum með
hliðarvasa, til að geyma alls
konar drasl sem ég á. Maður
hefur ekki náð þeim fullkom-
leika að vera með tösku.“
Gunni reynir þó að komast í
búðina Old Navy þegar hann
fer til Bandaríkjanna. „Það er
gaman að kaupa í svona
plebbalegum búðum. Svo
kaupir maður alltaf einhverj-
ar Hawaii-skyrtur og hljóm-
sveitarboli.“ Gunni nefnir líka
forláta hatt sem hann keypti í
síðustu Frakklandsferð.
„Þetta er svona lítill karla-
hattur og ég hef verið að
íhuga að fara að ganga með
hatta. Það er samt eiginlega of
vont veður fyrir þetta hérna,
hattarnir fjúka bara af.“
mariathora@frettabladid.is
[ ]
SMÁAUGLÝSINGAR
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er fimmtudagur 29. sept.,
272. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 7.31 13.18 19.04
AKUREYRI 7.16 13.03 18.47
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Fer í gönguskónum um fjöll og firnindi
Lýðheilsustöð-Geðrækt stend-
ur þessa dagana fyrir kynningu
á Geðorðunum tíu. Frá 23.
september til 23. október
munu strætisvagnar Reykjavík-
ur keyra um bæinn með eitt
geðorð á hverjum vagni. Geð-
orðin eru tíu setningar
sem minna
fólk á hvað
það getur
gert sjálft til
þess að efla
geðheilsu sína
og hamingju.
The Shoe Studio í Kringlunni
var að færa sig um set og er
verslunin komin í húsnæðið
þar sem Hard Rock Café var.
Húsheimar í Síðumúla hafa
hafið sölu á flísum frá Kutahya
Seramik. Flísarnar fást í ýmsum
stærðum og henta bæði á gólf
og veggi. Verslunin er með
kynningartilboð á flísunum út
september.
Rykmaurar finnast ekki á reyk-
vískum heimilum samkvæmt
rannsókn Maríu Gunnbjörns-
dóttur, læknis við háskóla-
sjúkrahúsið í Uppsölum í Sví-
þjóð. Farið var inn á 130 heim-
ili í Reykjavík, Uppsölum og
Tartu í Eistlandi og voru reyk-
vísk heimili með lægsta gildi
rykmaura og myglusveppa.
Talið er að þurrt loft á íslensk-
um heimilum sé orsök þess að
rykmaurar þrífast ekki hér.
Dr. Gunni með gönguskóna sem hafa farið með honum um fjöll og firnindi.
LIGGUR Í LOFTINU
[ TÍSKA - HEIMILI - HEILSA]
KRÍLIN
Í skólaferðinni fór-
um við á bátahjól
sem er bátur sem
keyrir á vatninu!
SMÁAUGLÝSINGAR
SÍMI: 550 5000
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
SÆNGUR OG RÚMFÖT
Hlýlegt á haustin. BLS. 6
TANNHIRÐA
Er mjög mikilvæg. BLS. 4
ARMBÖND OG HÁLSMEN
Skart fyrir haustið. BLS. 3
Bianca er þekkt verslun
víða erlendis og hafa ís-
lenskar konur eflaust
kynnst henni þar og þeim
ágætu vörum sem hún býð-
ur upp á. Nú hefur Bianca
skotið upp kollinum að Ný-
býlavegi 12 í Kópavogi og
þar er með klassískan fatn-
að fyrir konur á öllum
aldri. Þarna fást jakkar í
miklu úrvali, pils, buxur,
bolir og dragtir, dúnvesti
og hlýlegar peysur að
ógleymdum glæsilegum
keipum úr kanínuull. Eig-
andi verslunarinnar er
Sigrún Erla Vilhjálmsdóttir.
Klassískur kvenfatna›ur
Sigrún Erla verslar með fallega og
vandaða vöru.
Bianca, sem er verslun með vandaðan kvenfatnað,
hefur verið opnuð á Nýbýlavegi 12 í Kópavogi.