Fréttablaðið - 29.09.2005, Síða 46

Fréttablaðið - 29.09.2005, Síða 46
Umsjón: nánar á visir.is No Name maðurinn Það að yfirgefa völl stjórnmálanna gefur mönnum frelsi til athafna. Ekki þykir til dæmis tilhlýðilegt að stjórnmálamenn leggi einstökum fyrirtækjum lið en ekki öðrum eða beri á þau sérstakt lof umfram önnur. Ónefndi maðurinn í tölvupóstsbréfum rist- jóra Morgunblaðsins hefur orðið að nokkrum kaffistofubröndurum síðustu dagana. Það að þekkt fyrirtæki sækist eftir þekktu fólki til að auglýsa vörur sínar varð einhverjum gárunganum að þeirri kenningu að nú myndi fyrirsætuferill Davíðs Oddssonar taka flug, því flogið hefði fyrir að snyrti- vörufyrirtæki sæktist eftir starfskröftum hans. Snyrtivörulínan sem kynna átti samkvæmt þessari kenningu var að sjálf- sögðu No Name. Á svörtum lista Sænska ferðaskrfstofan Ticket áætlar að tapa 30 milljónum íslenskra króna vegna greiðslustöðvunar fugfélagsins Swe Fly. Viðbrögð ferðaskrifstofunnar eru þau að setja nokkur flugfélög á svartan lista. Þannig mun greiðslustöðvunin verða til þess að einungis félög með traustan fjárhag verða í viðskiptum við ferðaskrifstofuna. Nokkur félög munu þurfa að gjalda fyrir þessa ákvörðun. Meðal þeirra félaga sem nefnd eru í frétt Dagens Industri af málinu er Fly Me sem Burðarás á hlut í. Delta og Northwest lentu einnig á þessum svarta lista, en Nort- hwest slapp af list- anum eftir að eig- endurnir, Air France og KLM, lögðu fram trygg- ingar. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.582 Fjöldi viðskipta: 223 Velta: 4.397 milljónir +0,38% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... > Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt skiptingu Burðaráss milli Landsbank- ans og Straums fjárfestingarbanka. Burðarás verður á morgun afskráð úr hlutafélagaskrá. > KB banki seldi 5 milljón hluti í Mosaic Fashion í gær. Þurfti bankinn að flagga í Kauphöllinni þar sem eign- arhlutur hans í Mosaic fór niður fyrir 10 prósent eftir viðskiptin. > Meðalheimili borgar um 120 þúsund krónur í vexti á ári vegna yfirdráttar, segir í morgunfréttum Íslandsbanka. Í lok ágúst hafi hvert heimili að meðaltali skuldað 600 þúsund krónur í yfirdrátt. > Finnar er sú þjóð sem þykir skara mest framúr hvað varðar samkeppnis- hæfni. Bandaríkjamenn eru í öðru sæti og Svíar í því þriðja. 30 29. september 2005 FIMMTUDAGUR Peningaskápurinn Actavis 40,90 -0,70% ... Bakkavör 43,40 -0,20% ... Burðarás 17,90 +0,00% ... FL Group 14,70 +0,00% ... Flaga 3,60 -1,40% ... HB Grandi 9,20 +0,00% ... Íslandsbanki 14,90 -0,30% ... Jarðboranir 20,60 -0,90% ... KB banki 588,00 -0,50% ... Kögun 56,00 +3,51% ... Landsbankinn 22,00 +0,00% ... Marel 66,50 +0,00% ... SÍF 4,60 -3,60% ... Straumur 13,65 -0,70% ... Össur 85,50 +0,00% Síminn +3,09% Kögun +3,51% SÍF -3,56% Jarðboranir -1,91% Og fjarskipti -1,88% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Hagnaður SÍF langt undir væntingum vegna hás af- urðaverðs. Hlutabréf fé- lagsins lækka. „Við mátum það svo að það væri ekki tilefni til afkomuviðvörunar, annars hefðum við að sjálfsögðu sent slíka,“ segir Kristinn Alberts- son, fjármálastjóri SÍF, þegar hann var spurður um hvort fyrirtækið hefði átt að senda afkomuviðvörun til Kauphallar Íslands eftir að það birti afkomutölur fyrir annan árs- fjórðung, sem voru langt undir væntingum markaðsaðila. Eftir ágætan fyrsta ársfjórð- ung skilaði SÍF 33 þúsunda evra hagnaði á öðrum ársfjórðungi sem jafngildir 2,5 milljónum króna. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi er einnig undir rekstraráætlunum félagsins sem voru birtar fyrr á ár- inu sem gerðu ráð fyrir að full- vinnsluhluti SÍF myndi skila rekst- arhagnaði (EBITDA) upp á 7,1 milljón evrur fyrir annan fjórðung en varð 1,3 milljónir evra. Nokkur lækkun varð á verði hlutabréfa SÍF á markaði í gær. Bjarki Logason, hjá greiningu Landsbankans, telur að SÍF hefði átt að senda frá sér afkomuvið- vörun. Breyting afurðaverðs hafi haft miklu meiri áhrif en hann átti von á. „Í ljósi þeirra afkomuspáa sem komu fram um ársfjórðung- inn og þeirra væntinga sem þær skapa er ekki spurning í mínum huga að félagið hefði átt að gefa út afkomuviðvörun. Ljóst er að af- koman var miklu verri en menn áttu almennt von á en talsvert tap varð af hefðbundnum rekstri fé- lagsins, það er ef litið er fram hjá söluhagnaði.“ Valdimar Halldórsson, hjá greiningu Íslandsbanka, segir að afkoman á fjórðungnum hafi ver- ið mun lakari en í fyrra. „EBITDA-framlegðin var bara 1,1 prósent af veltu samanborið við sjö prósent á sama tíma í fyrra. Okkar spá var 6,5 prósent. Áhrif þessara verðhækkana á laxi voru mun meiri en við gerðum ráð fyr- ir í okkar spá,“ segir hann. „Við sáum að það voru blikur á lofti með hráefnisverð vegna til- komu innflutningstolla frá Evr- ópusambandinu, sem nú hafa ver- ið afnumdir, og bentum markaðn- um á það við kynningu á þriggja mánaða uppgjöri. Ég tel að við höfum gert það nokkuð rækilega og litum ekki á það sem sérstaka afkomuviðvörun. Við gerðum grein fyrir því að það yrðu sveifl- ur og teljum að þetta séu tíma- bundnar breytingar sem muni ekki hafa langvarandi áhrif,“ seg- ir Kristinn. Hann segir að SÍF hafi tvívegis hækkað sín verð og sé nú að skoða hvort þurfi að hækka verð enn frekar. „Við sjáum árangur af þessum aðgerðum í september en að mestu leyti á komandi mánuð- um.“ eggert@frettabladid.is EKKERT TILEFNI TIL AFKOMUVIÐVÖRUNAR Hagnaður SÍF á öðrum ársfjórðungi var langt undir væntingum markaðarins en kenna má háu afurðaverði þar um. Ekki þótti til- efni til að gefa út afkomuviðvörun. KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ]                                        !  "  % " "   &' '' (  #     )   "            !  "# $   % & '%    % (  "# ) !% *     "# + ,  & -../ % #     % &  #   & 0  # "#   *  Forstjóri Mosaic segir annan ársfjórðung fram- úrskarandi í rekstri fé- lagsins og áætlanir ársins muni standast. Breska tískukeðjan Mosaic hagn- aðist um ríflega 300 milljónir króna á fyrri árshelmingi rekstr- arárs félagsins. Á tímabilinu féll til töluverður kostnaður vegna kaupa á Karen Millen og Whistles auk kostnaðar vegna endurfjár- mögnunar og hlutafjárútboðs. Að þeim kostnaði frátöldum nam hagnaðurinn rúmum milljarði á tímabilinu. Innan félagsins eru einnig tískukeðjurnar Oasis og Coast. Velta félagsins jókst um sautján prósent á fyrri árshelm- ingi og um nítján prósent á öðrum ársfjórðungi, þótt rekstrar- umhverfi hafi verið óhagstætt í smásölu í Bretlandi á tímabilinu. Forstjóri félagsins Derek Lovelock segir niðurstöðuna gleðilega og ánægjulegt að geta birt svo góða niðurstöðu í fyrstu árshlutaskýrslu sem skráð ís- lenskt fyrirtæki. Hann segir að uppbygging á öðrum ársfjórðungi hafi verið ör. Á fyrri helmingi árs- ins hafi verið opnaðar 43 búðir þar af 33 með samstarfsaðilum í Kína. Meðal þeirra var fyrsta búð- in í Peking. Stefnt er að áfram- haldandi skriðþunga í fjölgun verslana og meðal annars gert ráð fyrir að flaggskipsbúð Karen Millen verði opnuð á Regent Street í miðborg Lundúna á árinu. Hann segir þriðja ársfjórðung hafa farið vel af stað og áætlar að veltuaukning ársins í heild verði átján prósent og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði 59 milljón pund eða ríflega 6,5 milljarðar króna. - hh Söluaukning hjá Mosaic Ísland er í sjöunda sæti yfir sam- keppnishæfi þjóða í nýrri skýrslu Alþjóðlegu efnhags- stofnunarinnar, WEF. Sam- kvæmt skilgreiningu WEF telst samkeppnishæfi vera geta þjóða til að ná viðvarandi vexti í þjóð- artekjum fyrir hvern íbúa lands- ins. Annars vegar er lagt er mat á forsendur framtíðarhagvaxtar næstu 5-8 ár fram í tímann og hins vegar er kannaður núver- andi grundvöllur verðmætasköp- unar. Ísland var fyrst með í þessum samanburði árið 1995 og var þá í 25. sæti en á síðasta ári var Ís- land í 10. sæti. Ísland hefur ekki áður náð jafn hátt og nú. - hb Ísland í sjöunda sæti Vöruskiptajöfnuður við útlönd var óhagstæður um tæplega 11,8 milljarða króna í ágústmánuði. Í sama mánuði í fyrra var vöru- skiptajöfnuður óhagstæður um rúmlega 5,8 milljarða króna. Á fyrstu átta mánuðum ársins hafa verið fluttar út vörur fyrir 126,1 milljarð króna en inn til landsins fyrir 185,3 milljarða. Halli á vöru- skiptum við útlönd nemur nú um 59,2 milljörðum króna. Á fyrstu átta mánuðum síðasta árs var vöruskiptajöfnuður við útlönd óhagstæður um 24,8 milljarða króna og munar því 34,4 milljörð- um á milli ára. Sjávarafurðir voru 59 prósent alls útflutnings á fyrstu átta mán- uðum ársins og iðnaðarvörur 34 prósent. Vöruskipti í ágúst óhag- stæ› um 11,8 milljar›a Ágúst Ágúst 2004 2005 Útflutningur alls 12.637 14.190 Innflutningur alls 18.469 25.943 Vöruskiptajöfnuður -5.832 -11.753 * Milljarðar króna á gengi ársins 2005 Spár og niðurstaða um hagnað SÍF á öðrum ársfjórðungi – í milljónum evra Íslandsbanki 6,7 KB banki 6,0 Landsbanki 5,8 Meðaltal 6,2 Niðurstaða 0,033 VETRARTÍSKAN Gert er ráð fyrir að áfram verði góður vöxtur í rekstri tískukeðjunnar Mosaic. Hér má sjá dæmi um það sem verður í búðum Oasis í vetrarbyrjun. Engin afkomuviðvörun SÍF Bur›arás afskrá›ur á morgun Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til að aðhafast neitt vegna skiptingar Burðaráss á milli Landsbankans og Straums fjár- festingarbanka. Þá hefur öllum skilyrðum fyrir sameiningu fé- lagsins við Straum og Landsbank- ann verið fullnægt, en áður hafði Fjármálaeftirlitið gefið grænt ljós. Á morgun föstudag mun Burðarás verða afskráður úr hlutafélagaskrá eftir að samrun- inn og viðeigandi hlutafjárhækk- anir hafa verið skráð. Þá verður lokað fyrir viðskipti með hluti í Burðarás í Kauphöll Íslands. Verður skipt á hlutum Burðaráss fyrir hluti í Straumi og Lands- bankanum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.