Fréttablaðið - 29.09.2005, Side 53
37
Fjórir af fimm bestu leikmönnum
Íslandsmótsins koma frá FH
Allan Borgvardt er besti leikma›ur Landsbankadeildar karla ári› 2005 a› mati íflróttafréttamanna Frétta-
bla›sins. Íslandsmeistarar FH eiga fjóra af fimm bestu leikmönnum sumarsins.
FÓTBOLTI Daninn Allan Borgvardt
fór hreinlega á kostum með FH í
sumar. Skoraði 13 mörk í 15 leikj-
um og lagði upp 6 önnur. Hann
fiskaði þar að auki víti sem skilaði
marki. Frábært sumar og viðeig-
andi endir á glæstum ferli hans
hjá FH. Rétt á eftir Allan í ein-
kunnagjöf Fréttablaðsins komu
félagar hans í FH, Auðun Helga-
son og Tryggvi Guðmundsson, og
fjórði FH-ingurinn, Guðmundur
Sævarsson, er svo í fimmta sæti.
Fréttablaðið heyrði í þjálfara FH,
Ólafi Jóhannessyni, og bað hann
um gefa álit sitt á þessum læri-
sveinum sínum.
Besti framherji landsins
„Allir þessir strákar áttu frábært
sumar með FH. Allan var besti
framherji landsins í sumar og ég
hef margoft sagt að hann sé frá-
bær fótboltamaður. Hann er þar
að auki einstaklega góður félagi
og féll mjög vel inn í okkar hóp.
Hann er kærulaus og þægileg
týpa. Lífið er ekki flókið hjá hon-
um og það er heldur enginn hroki
í honum,“ sagði Ólafur, sem þarf
að fylla skarð Allans í vetur enda
er hann farinn til Noregs.
Komu ekki heim til að deyja
Þeir Auðun og Tryggvi komu báð-
ir úr atvinnumennsku fyrir tíma-
bilið og mörgum knattspyrnu-
manninum hefur reynst það
þrautin þyngri að spila á ný hér á
landi eftir að hafa verið í atvinnu-
mennsku til margra ára. Það
vandamál glímdu Auðun og
Tryggvi ekki við enda með haus-
inn á réttum stað.
„Margir þessara atvinnu-
manna hafa komið heim til að
deyja og fyrsta árið er oft erfitt.
Þess vegna ræddi ég þetta við
strákana fyrir mótið og gerði
þeim grein fyrir þessu. Þeir fóru
báðir beint í vinnu og héldu sér á
jörðinni. Voru með rétt hugarfar
og þess vegna tókst þeim svona
vel upp í sumar. Auðun er mikill
leiðtogi og Tryggvi er frábær
knattspyrnumaður og stór-
skemmtilegur fýr. Ég vil meina að
þetta sé besta endurkoma at-
vinnumanna í íslenska boltann á
ný. Báðir komust þeir líka í lands-
liðið, sem segir ýmislegt,“ sagði
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.
henry@frettabladid.is
FÓTBOLTI Fréttablaðið var með
einkunnagjöf í fyrsta sinn í sum-
ar og var öllum leikmönnum
leikjanna 90 gefin einkunn á bil-
inu 1 til 10. Yfirburðir FH-inga á
Íslandsmótinu kristölluðust
einnig í einkunnagjöf blaðsins en
það voru hins vegar Fylkir og
Þróttur sem léku betur en árang-
ur liðanna gaf til um ef marka
má frammistöðumat Fréttablaðs-
ins.
FH-ingar léku liða best í júní
(6,66) og ágúst (6,30) auk þess að
vera í öðru sæti bæði í maí (6,19)
og júlí (6,13). Þeir slökuðu á í lok
mótsins og voru aðeins í 5. sæti
yfir frammistöðuna í lokaum-
ferðum mótsins. FH-liðið lék líka
liða best bæði á heimavelli (6,20)
sem og útivelli (6,41) og sömu
sögu var að segja þegar skoðuð
er spilamennska liðanna eftir
fyrri (6,45) eða seinni umferð
(6,16). Valsmenn voru í 2. sæti á
bæði heima- og útivelli líkt og í
fyrri umferðnni en góð spila-
mennska Skagamanna seinni
hluta sumarsins kom þeim í 2.
sætið yfir bestu frammistöðu
leikmanna liða í seinni umferð.
Góð byrjun Vals
Valsmenn byrjuðu mótið af
feiknakrafti og léku best sam-
vkæmt einkunnagjöfinni í bæði
maí (6,56) og júlí (6,32) auk þess
að vera í öðru sætinu á eftir FH-
ingum í júnímánuði. Þeir gáfu
hins vegar mikið eftir og fengu
fæst stig allra liða í deildinni síð-
ustu fimm vikur Íslandsmótsins.
Þróttarar áttu ekki að falla ef
marka má frammistöðumat
íþróttafréttamanna Fréttablaðs-
ins en samkvæmt einkunnagjöf-
unni voru Þróttarar í 7. sætinu en
ekki því síðasta. Þar sitja hins
vegar Eyjamenn sem björguðu
sér frá falli á markatölu en stóðu
sig verst allra liðanna tíu sam-
kvæmt einkunnagjöf Frétta-
blaðsins.
Eyjamenn voru upp og niður í
sumar. Þeir voru langlélegasta
liðið í maí (4,70) samkvæmt ein-
kunnagjöfunni en voru hins veg-
ar komnir upp í 2. sætið í ágúst-
mánuði en stigin sjö sem Eyja-
menn nældu sér í næstsíðasta
mánuði tímabilsins áttu mestan
þátt í því að liðið bjargaði sér frá
falli.
ooj@frettabladid.is
FIMMTUDAGUR 29. september 2005
Fjalar Þorgeirsson
Grétar Sigfinnur Sigurðsson
Gunnlaugur Jónsson Auðun Helgason
Guðmundur Sævarsson
Tryggvi Guðmundsson Allan Borgvardt
Sinisa Valdimar Kekic
Baldur Ingimar Aðalsteinsson Ásgeir Gunnar Ásgeirsson
Guðmundur Benediktsson
Lið ársins í Landsbankadeild karla sumarið 2005:
Fimm FH-ingar í li›inu
FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH eiga
fimm fulltrúa í liði ársins hjá
íþróttafréttamönnum Fréttablaðs-
ins. Spútniklið Vals kemur einnig
sterkt inn með þrjá fulltrúa.
Liðinu er stillt upp í leikkerf-
inu 4-4-2 með svokallaðri dem-
antaútfærslu þar sem hinn fjöl-
hæfi Sinisa Valdimar Kekic leysir
stöðu varnarsinnaðs miðjumanns
á meðan Valsarinn Guðmundur
Benediktsson er framliggjandi
miðjumaður sem styður við fram-
herjana úr FH, Tryggva Guð-
mundsson og Allan Borgvardt,
sem áttu frábært tímabil með FH.
Þeir röðuðu inn mörkum allt
sumarið og Allan var valinn besti
leikmaður mótsins hjá
Fréttablaðinu en Tryggvi fékk
gullskóinn sem hann gulltryggði
sér með frægri þrennu í 18.
umferð Íslandsmótsins.
Botnlið Þróttar á einn fulltrúa
sem er markvörðurinn Fjalar Þor-
geirsson en hann átti frábært
sumar og var fjórði besti leikmað-
ur Íslandsmótsins samkvæmt ein-
kunnagjöf íþróttafréttamanna
blaðsins. Skagamenn eiga að lok-
um einn fulltrúa í fyrirliða sínum,
Gunnlaugi Jónssyni.
Grétar Sigfinnur Sigurðsson
leysir stöðu bakvörðs í liðinu og
Baldur og Ásgeir þétta síðan
miðjuna.
ÞJÁLFARATAL Ólafur
Jóhannesson og Leifur
Garðarsson náðu
frábærum árangri með
FH-liðið í sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Meðaleinkunn liða í einkunnagjöf Fréttablaðsins:
FH-ingar léku allra li›a best
MEÐALEINKUNN LEIK-
MANNA:
Allan Borgvardt 7,07 (15 leikir)
Auðun Helgason 6,89 (18)
Tryggvi Guðmundsson 6,88 (17)
Fjalar Þorgeirsson 6,83 (18)
Guðmundur Sævarsson 6,72 (18)
BESTA MEÐALEINKUNN LIÐA:
1. FH 6,35
2. Valur 6,10
3. Fylkir 5,84
4. ÍA 5,77
5. Keflavík 5,64
6. KR 5,54
7. Þróttur 5,46
8. Grindavík 5,43
9. Fram 5,42
10. ÍBV 5,35
BESTU LEIKMENN EIN-
STAKRA LIÐA:
FH
Allan Borgvardt 7,07
Auðun Helgason 6,89
Tryggvi Guðmundsson 6,88
Guðmundur Sævarsson 6,72
Freyr Bjarnason 6,39
Valur
Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6,56
Guðmundur Benediktsson 6,39
Bjarni Ólafur Eiríksson 6,39
Atli Sveinn Þórarinsson 6,35
Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6,29
ÍA
Gunnlaugur Jónsson 6,59
Reynir Leósson 6,35
Igor Pesic 6,27
Pálmi Haraldsson 6,00
Bjarki Guðmundsson 6,00
Keflavík
Jónas Guðni Sævarsson 6,22
Hólmar Örn Rúnarsson 6,17
Baldur Sigurðsson 5,89
Guðmundur Steinarsson 5,78
Hörður Sveinsson 5,59
Fylkir
Valur Fannar Gíslason 6,38
Björgólfur Takefusa 6,33
Helgi Valur Daníelsson 6,28
Bjarni Þórður Halldórsson 6,28
Viktor Bjarki Arnarson 6,19
KR
Ágúst Þór Gylfason 6,17
Kristján Finnbogi Finnbogason 6,06
Grétar Ólafur Hjartarson 5,94
Sigurvin Ólafsson 5,92
Sigmundur Kristjánsson 5,64
Grindavík
Sinisa Valdimar Kekic 6,43
Óli Stefán Flóventsson 5,88
Boban Savic 5,83
Óskar Örn Hauksson 5,78
Robert Niestroj 5,56
ÍBV
Birkir Kristinsson 6,50
Ian Jeffs 6,00
Atli Jóhannsson 5,76
Páll Hjarðar 5,56
Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5,36
Fram
Andri Fannar Ottósson 5,93
Gunnar Sigurðsson 5,78
Hans Mathiesen 5,76
Gunnar Þór Gunnarsson 5,72
Þórhallur Dan Jóhannsson 5,50
Þróttur
Fjalar Þorgeirsson 6,83
Páll Einarsson 6,00
Halldór Arnar Hilmisson 5,89
Jens Elvar Sævarsson 5,80
Ingvi Sveinsson 5,43
BESTU OG VERSTU LIÐIN Í
MAÍ:
1. Valur 6,56
2. FH 6,19
–––––––––––-
9. Þróttur 5,17
10. ÍBV 4,70
BESTU OG VERSTU LIÐIN Í
JÚNÍ:
1. FH 6,66
2. Valur 6,31
–––––––––––-
9. ÍBV 5,28
10. Fram 5,27
BESTU OG VERSTU LIÐIN Í
JÚLÍ:
1. Valur 6,32
2. FH 6,13
–––––––––––-
9. KR 5,06
10. Grindavík 5,04
BESTU OG VERSTU LIÐIN Í
ÁGÚST:
1. FH 6,30
2. ÍBV 5,96
–––––––––––-
9. Þróttur 5,24
10. Grindavík 4,97
BESTU OG VERSTU LIÐIN Í
SEPTEMBER:
1. Fylkir 6,33
2. ÍA 5,96
–––––––––––-
9. Keflavík 4,96
10. Fram 4,50
ÍSLANDSMEISTARAR FH-ingar voru mjög áberandi
meðal efstu manna í einkunnagjöf Fréttablaðsins
enda unnu þeir yfirburðasigur í Landsbankadeild
karla í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR