Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 29.09.2005, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Mobile Office FRÁ OG VODAFONE ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 96 37 09 /2 00 5 Og Vodafone kynnir Mobile Office Mobile Office er heildstætt þjónustuframboð Og Vodafone fyrir viðskiptalífið sem gerir fólki mögulegt að miðla upplýsingum óháð stað og stund. Hraði, öryggi og einfaldleiki eru einkunnarorð okkar í þeim lausnum sem við bjóðum fyrirtækjum. Nánari upplýsingar veitir Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone, Síðumúla 28, í síma 599 9500. Einnig er hægt að senda tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is Alltaf í netsambandi með Mobile Connect Vodafone Mobile Connect kortið gerir hvaða stað sem er að vinnusvæðinu þínu. Með Mobile Connect kortið í far- tölvunni þinni ertu alltaf í þráðlausu netsambandi hvar sem þú ert og hefur ávallt aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem þú þarft á að halda. SEPTEMBER BlackBerry® er fremsta þráðlausa samskiptatækið í dag og gerir notendum mögulegt að vera í stöðugum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsmenn. Auk þess að vera GSM sími veitir BlackBerry®notendum aðgang að tölvupósti, dagbók, tengiliða- lista og Vefnum – allt í rauntíma. Með BlackBerry ® er hægt að gera flest það sem þú gerir á skrifstofunni, óháð stað og stund. BlackBerry ® frá Vodafone OKTÓBER Global Hotspots Global Hotspots veitir viðskiptavinum Og Vodafone aðgang að þúsundum heitra reita í helstu viðskiptalöndum Íslendinga. Þjónustan er að- gengileg bæði fyrir notendur Vodafone Mobile Connect og aðra farsímanotendur Og Vodafone. Viðskiptavinir tengjast með einföldum hætti og notkunin er gjaldfærð á reikning þeirra. NÓVEMBER Vodafone World Vodafone World tryggir einfalda og skýra GSM verðskrá í útlöndum í krafti öflugs samstarfs Vodafone fyrirtækja um allan heim. Þjónustan hentar þeim sem nota GSM í útlöndum. DESEMBER JÓNS GNARR BAKÞANKAR Pólitík Pólitík er í eðli sínu háleit, hug-myndafræðileg hugsjón en mað- urinn er syndugur. Það er maðurinn og breyskleiki hans sem gerir pólitík oft svo lágkúrulega. Menn boða gjaf- mildi en þjást sjálfir af nísku, menn tala um kristilegan kærleika í orði en koma svo illa fram við annað fólk. Og menn lofa ýmsu sem þeir vita ekki hvort þeir geta staðið við. FLEST PÓLITÍSK kerfi eiga að miða að því að bæta aðstæður manna. Það er ekkert að pólitískri hugmyndafræði í sjálfu sér en hún gengur oftast ekki upp vegna breyskleika þeirra manna sem starfa innan hennar. Völd, græðgi, öfund, reiði og ótti taka stjórnina af mönn- um og sannfæringu þeirra. Það er ekki nóg að hafa háleitar hugsjónir ef maður er ekki almennileg mann- eskja. Hvað ætli margir stjórnmála- menn hafi eyðilagt feril sinn með hversdagslegri hegðun sinni? Til hvers að vita hvernig eigi að stjórna heiminum ef maður hefur ekki stjórn á eigin lífi? Til hvers að lofa börnun- um sínum utanlandsferð ef maður veit ekki hvort maður kemst? ÞETTA ER syndin. Syndin spyr ekki um flokkstöðu. Hún fer ekki í mann- greinarálit. Hún leggst jafnt á alla óháð pólitískri sannfæringu. Frjáls- hyggjumenn verða einræðisherrar og vinstrimenn arðræningjar. Sann- færingin víkur oft svo auðveldlega fyrir mannlegu eðli. Lygin er eins og illgresi. Hún festir rætur ef maður er ekki alltaf að reyta hana. MAÐUR GETUR haft grundvallar- skoðanir sem samræmast stefnu pólitískra flokka og þess vegna fund- ist manni betur borgið í einum flokki frekar en öðrum. En þessar skoðanir mega aldrei verða yfirsterkari fólk- inu sem starfar innan flokksins. Gott fólk er það besta sem maður getur kosið. STYÐJUM EKKI pólitíska flokka eins og fótboltalið. Ég mundi frekar kjósa góða manneskju, sem ég treysti, þótt hún aðhylltist ekki ná- kvæmlega sömu hugmyndafræði og ég, frekar en óvandað fólk sem hefði sömu pólitísku skoðanir og ég. Póli- tískar skoðanir breyta nefnilega ekki svo miklu, það er fólk sem gerir það. Kjósum fólk, ekki flokka. Þannig hindrum við það líka að svartir sauð- ir feli sig í skjóli hugmyndafræði og kosningaloforða. Og þegar maður horfir á fólk og það finnur að maður er að fylgjast með því, fer það sjálf- krafa að vanda sig. VIÐ SEGJUM FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.