Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 01.10.2005, Qupperneq 2
2 1. október 2005 LAUGARDAGUR Slippstöðin á Akureyri hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum: Starfsmenn standa vör› um vinnusvæ›i› GJALDÞROT Lögmaður Slippstöðvar- innar á Akureyri óskaði í gær eftir því að félagið yrði úrskurðað gjaldþrota og mun Héraðsdómur Norðurlands eystra taka gjald- þrotabeiðnina fyrir á mánudaginn. Slippstöðin hefur átt í alvarleg- um fjárhagserfiðleikum frá því í sumar sem rekja má til verkefnis sem Slippstöðin tók að sér við Kára- hnjúkavirkjun, í undirverktöku fyr- ir þýska fyrirtækið DSD Stahlbau. Starfsmenn Slippstöðvarinnar eiga inni tveggja til fjögurra vikna van- goldin laun og til að þrýsta á um greiðslu þeirra komu þeir í gær í veg fyrir að flutningabíll á vegum Landsvirkjunar og DSD kæmist út af athafnasvæði Slippstöðvarinnar. Í bílnum eru verkfæri og annar búnaður sem starfsmenn Slipp- stöðvarinnar notuðu við vinnu sína við Kárahnjúkavirkjun og átti að flytja aftur austur. Þrátt fyrir að Slippstöðin stefni í þrot er flutningabíllinn enn kyrr- settur á Akureyri og verður það væntanlega fram yfir helgi þangað til héraðsdómur hefur tekið af- stöðu til gjaldþrotabeiðninnar. - kk Blaðamannafélagið mótmælir: S‡sluma›ur á ekkert erindi inn á ritstjórnarstofur LÖGBANN Stjórn Blaðamanna- félags Íslands mótmælti í gær að- gerðum sýslumannsins í Reykja- vík þegar hann fór inn á frétta- stofu Fréttablaðsins og krafðist þess að fá afhent gögn. „Ég held það séu afar fáir, ef nokkrir, blaðamenn á Íslandi sem er ekki misboðið við þessa gjörð sýslumanns, einfaldlega vegna þess að það er verið að vega að störfum okkar, íslenskum fjöl- miðlum og tjáningarfrelsinu,“ segir Jóhann Hlíðar Harðarson, varaformaður Blaðamannafé- lagsins. „Stjórnin er skipuð blaða- og fréttamönnum frá mörgum fjölmiðlum, og við erum öll sammála um að verið sé að vega að ákveðnum grundvallar- atriðum í fréttamennsku.“ Starfs síns vegna verða blaðamenn að geta heitið heim- ildarmönnum sínum nafnleynd og segir Blaða- m a n n a f é l a g i ð aðgerð sýslu- manns vera at- lögu og ógnun við þann rétt f r é t t a m a n n a , sem staðfestur hefur verið með dómi Hæsta- réttar. Auk þess eru fjölmörg dæmi um að einkagögn sem send eru manna í millum hafi birst í fjöl- miðlum í óþökk bæði sendanda og viðtakanda, án þess að sýslu- maður hafi skipt sér af því, að sögn Jóhanns. - smk Lögbann á birtingu frétta úr tölvupósti S‡sluma›urinn í Reykjavík setur lögbann á birtingu tölvupósts Jónínu Benedikts- dóttur sem Fréttabla›i› hefur haft undir höndum. A›för a› rit- og málfrelsi, segir fréttaritstjóri Fréttabla›sins. Sk‡rt brot á lögum, segir lögma›ur Jónínu. LÖGBANN Lögbann hefur verið sett á birtingu frétta úr tölvu- pósti sem Fréttablaðið hefur haft undir höndum. Tölvupóst- arnir sem um ræðir snerta Baugsmálið. Skömmu fyrir hádegi í gær komu fulltrúar sýslumanns á rit- stjórn blaðsins með lögbanns- kröfuna og úrskurð um að tölvupóstarnir yrðu afhentir þeim. Með þeim var Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, sem fór fram á lögbannið. Niðurstaðan varð sú að fulltrúar blaðsins afhentu sýslumanni tölvupóstana. „Það hefur verið gerð aðför að Fréttablaðinu og ekki bara Fréttablaðinu heldur ritfrelsi og málfrelsi,“ segir Sigurjón Magn- ús Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins. „Það er ekki nóg með að Fréttablaðið megi ekki birta fréttir úr þessum gögnum heldur hefur því einnig verið meinað að vitna í eldri fréttir sem byggja á upplýsingum úr þeim.“ Sigurjón Magnús segir að ástæðan fyrir því að gögnin voru afhent sýslumanni sé að hann telji algjörlega ómögulegt að rekja hvaðan gögnin komi. „Ef minnsti vafi hefði leikið á því hefði ekki komið til greina að afhenta gögnin. Ef við hefðum neitað því að afhenta þau hefði sýslumaður kallað á lögreglu.“ Sigurjón Magnús segir að Fréttablaðið hafi einungis birt það úr þessum gögnum sem hafi haft mikið fréttagildi, en sleppt alfarið þeim hluta sem lúti að viðkvæmu einkalífi þeirra sem hlut eiga að máli. Hróbjartur Jónatansson, lög- maður Jónínu, segir að Jónína eigi rétt á því að gögnin séu tek- in og birting þeirra stöðvuð. Lögin geri engan greinarmun á því hvert innihald gagnanna sé. „Það er bundið í lög að það megi ekki taka ófrjálsri hendi einkagögn manna og hagnýta þau án heimildar með þeim hætti sem Fréttablaðið hefur gert. Þetta kemur skýrt fram í lögum um fjarskipti og í al- mennu hegningarlögunum er lagt bann við því að hnýsast í einkagögn manna.“ Lögbannið er lagt á fyrirtæk- ið 365 prentmiðla sem þýðir að aðrir fjölmiðlar í eigu þess, eins og til dæmis DV, Hér og nú og Birta, verða að hlýða því. Lög- bannið er bráðabirgðaaðgerð og því hefur lögfræðilega ekki ver- ið lagður neinn dómur á það hvort krafan sé réttmæt. Hró- bjartur og Jón Magnússon, lög- maður 365 prentmiðla í málinu, takast á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstu dögum. trausti@frettabladid.is Ólöglegt olíusamráð: Fleiri ætla í bótamál SJÁVARÚTVEGUR Heldur hefur fjölg- að í hópi útgerðarfélaga sem hyggjast sækja bætur fyrir dómi vegna ólöglegs samráðs olíufélag- anna. Einungis eitt félag hefur þó enn lýst þeirri fyrirætlan sinni opinberlega, en það er Guðmund- ur Runólfsson hf. á Grundarfirði. Samkvæmt heimildum blaðs- ins verður hvert félag að gera upp við sig sjálft hvort það vilji í mál við olíufélögin, en svo verða mál- in rekin saman með aðstoð Lands- sambands íslenskra útvegs- manna. Einn heimildarmaður blaðsins taldi að vænn hópur út- gerðarfélaga ætlaði sér í mál vegna samráðsins. - óká VIÐ KOMUNA TIL ÍSAFJARÐAR Vilhelm Þor- steinsson kemur Akureyrinni til hafnar. Akureyrin EA-110: Í skrúfuna á Halami›um SJÁVARÚTVEGUR Akureyrin EA-110 fékk í skrúfuna á Halamiðum í gær. Að sögn Kristjáns Vilhelms- sonar hjá útgerðinni Samherja á Akureyri var það Baldvin Þor- steinsson EA-10 sem dró Akureyr- ina inn í Skutulsfjörð en annað Samherjaskip, Vilhelm Þorsteins- son EA-11, kláraði verkið og kom Akureyrinni að bryggju í Ísa- fjarðarhöfn. Kristján segir allt hafa gengið að óskum við björgunina, á Ísa- firði verði gert við og svo haldi menn aftur ótrauðir til veiða. - saj UMFERÐARSLYS Mikil umferðarteppa varð þegar ökumaður bifhjóls missti stjórn á því í gærdag. Bílslys í Ártúnsbrekku: Tveir slasast SLYS Ökumaður og farþegi á bif- hjóli slösuðust þegar ökumaður- inn missti stjórn á hjólinu og ók utan í að minnsta kosti tvo bíla í Ártúnsbrekku síðdegis í gær. Báð- ir voru fluttir á slysavarðsstofu, en þeir beinbrotnuðu báðir illa í slysinu og gengust undir aðgerðir. Ökumenn og farþegi í bifreiðun- um tveim voru allir fluttir á slysa- deild með minni háttar meiðsli. Umferð um Ártúnsbrekkuna tafðist mikið til vesturs á meðan verið var að sinna fólkinu og koma bifhjólinu af veginum. ■ ÓSHLÍÐ Vegagerðin mun nú þegar hefjast handa við rannsóknir og undirbúning jarð- gangagerðar undir Óshlíð. Samgöngubót fyrir vestan: Jar›göng lög› undir Óshlí› SAMGÖNGUR Ríkisstjórnin sam- þykkti í gær að ráðist verði þegar í stað í undirbúning jarðgangagerð- ar undir Óshlíð á milli Bolungarvík- ur og Ísafjarðar. Síðastliðnar vikur hefur grjóthrun færst mikið í vöxt á Óshlíðarveginum, eina veginum til Bolungarvíkur, en mest er grjót- hrunið á vorin og haustin. Bygging ganganna á að hefjast næsta haust. Gert er ráð fyrir því að göngin verði um 1.220 metra löng og munu þau liggja milli Ein- búa og Hrafnakletta. Áætlaður kostnaður er um 1.000 milljónir. ■ Framboð til öryggisráðs SÞ: Stöndum vi› frambo›i› STJÓRNMÁL „Við munum halda okk- ur við það framboð sem þegar hefur verið ákveðið,“ segir Geir H. Haarde utanríkisráðherra. Fjallað var um framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og aftur á fundi utan- ríkisnefndar í gær. Geir segir að gera megi ráð fyrir að kostnaðurinn verði um það bil 210 milljónir króna fram til ársins 2008. „Það fer svo eftir því hvort við náum framboði eða ekki hvað tekur við. Það gæti orð- ið kostnaður upp á 100 milljónir hvort árið fyrir sig sem við sæt- um í ráðinu,“ bætir Geir við. - saj Dreamweaver MX 2004 Dreamweaver er eitt vinsælasta vefsmíða- forrit á markaðnum í dag enda bæði fjölbreytt og afar einfalt í notkun. Á þessu námskeiði verður farið í helstu grunnatriði Dreamweaver og hvernig má nota það til að búa til vefsíður og halda þeim við. Einnig verður kennd notkun margmiðlunar- efnis og javascript til að krydda vefsíður ásamt faglegri uppsetningu skráa á vefsvæði. Í lok námskeiðsins búa nemendur til full- kláraðan vef og læra hvernig á að setja vefsíður inn á Netið. Sjá nánari lýsingu á heimasíðu skólans. Lengd námskeiðs 31 kennslustund. Kennt er mánudags- og miðvikudagskvöld frá kl 17:30 - 21:00. Hefst 10. okt og lýkur 26.okt. Verð kr. 29.000,- (Kennslubók innifalin) V E F S M Í Ð I Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is SPURNING DAGSINS Bragi, er Barnaverndarstofa komin í útrás? „Það má segja það því starfsaðferðir okk- ar hafa vakið athygli víða. Opnunina í Sví- þjóð ber þó hæst en ég hef grun um að Barnahús verði opnuð víðar í framtíðinni.“ Barnahús, að íslenskri fyrirmynd, var opnað í Sví- þjóð í gær. Bragi Guðbrandsson er forstöðumað- ur Barnaverndarstofu. JÓHANN HLÍÐAR HARÐARSON VARÐSTAÐA Starfsmenn Slippstöðvarinnar lokuðu athafnasvæði fyrirtækisins á Akur- eyri í gær og um helgina ætla þeir að standa vörð um vinnusvæðið til að koma í veg fyrir að verðmæti, sem tryggt geti launagreiðslur þeirra, verði fjarlægð. SÝSLUMAÐUR Á SKRIFSTOFU FRÉTTARITSTJÓRA Skömmu fyrir hádegi í gær mætti sýslu- maður ásamt lögmanni Jónínu Benediktsdóttur á skrifstofu fréttaritstjóra Fréttablaðsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.