Fréttablaðið - 01.10.2005, Side 61

Fréttablaðið - 01.10.2005, Side 61
LAUGARDAGUR 1. október 2005 Óvenju fjölbreytt dagskrá verður á Djasshátíð í dag, næstsíðasta dag hátíðarinnar í ár. Þar ber ef til vill hæst tónleika bandaríska saxófónmeistarans Kenny Garrett, sem stígur á svið á Nasa klukkan 20.30 ásamt kvar- tett sínum, sem er skipaður þeim Carlos McKinney á píanó, Ronald Bruner á trommur og Kristopher Funn á bassa. Garrett er ein helsta saxófón- stjarna djasstónlistarinnar í dag og þykir mikill hvalreki á fjörur djassunnenda hér á landi. Hljómsveitin Póstberarnir stíga hins vegar á svið í Kaffi Reykjavík klukkan 20.30 og bera á borð tónlist úr smiðju Megasar, sem þeir hafa fært í djassaðan búning og flytja af mikilli list. Póstberarnir eru Ólafur Stolzenwald bassaleikari, Agnar Már Magnússon píanóleikari, Andrés Þór Gunnlaugsson gítar- leikari, Eyjólfur Þorleifsson á ten- órsaxófón og Erik Qvick á tromm- ur. Fyrr um daginn kemur Stór- sveit Reykjavíkur fram á Nasa og flytur lög úr söngbók Duke Ell- ington undir stjórn danska píanó- leikarans og stjórnandans Ole Koch Hansen. Þeir sem vilja byrja daginn snemma geta brugðið sér á Hótel Borg í hádeginu þar sem Inga Ey- dal söngkona býður upp á „jazz brunch“ ásamt Gunnari Gunnars- syni, Jóni Rafnssyni og Benedikt Brynjólfssyni. ■ KENNY GARRETT Einn af hápunktum djasshátíðar í ár eru stórtónleikar Kennys Garrett á Kaffi Reykjavík. Djasshátíð í hámarki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.