Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 20
„Það kemur mér á óvart hvað þetta er skemmtileg- ur vinnustaður. Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt starf og ég hlakka virkilega til að komast inn í fastar nefndir,“ segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, sem í dag tekur sæti Gunnars I. Birg- issonar á þingi. Sigurrós hefur síðustu ár verið vara- þingmaður og því kynnst þingstörfum töluvert. Sigurrós hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi í átta ár og er virk í ýmsum nefndarstörfum bæði á vegum Kópavogsbæjar og Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Hún hefur í nokk- ur ár verið formaður stjórnar Menntaskólans í Kópavogi og hefur mikinn áhuga á menntamálum sem mun nýtast henni vel í menntamálanefnd sem hún fær sæti í. Þá fer hún einnig í umhverfisnefnd. „Það er málaflokkur sem við sveitarstjórnarmenn höfum mikinn áhuga á,“ segir Sigurrós, sem einnig hefur brennandi áhuga á utanríkismálum. Hún hefur skrifað bók um Evrópska efnahagssvæðið og skrifaði mastersritgerð sína um áhrif EES-samningsins á opinber innkaup. Sigurrós er ekki farin að hugsa hvort hún sækist eftir áframhaldandi þing- mennsku á næsta kjörtíma- bili. „Ég er ekki einu sinni búin að gera upp við mig hvort ég ætli í prófkjör,“ segir Sigurrós, en sveitar- stjórnarkosningar verða í byrjun næsta árs. Sigurrós á stjóra fjöl- skyldu og reynir að eyða með henni eins miklum tíma og auðið er. Hún á þrjú börn, einn stjúpson og sjö barnabörn. Það er því fjör í þeim fjölmörgu mat- arboðum sem Sigurrós býður börnum sínum í. Þrátt fyrir annríkið á Sig- urrós sín áhugamál eins og aðrir. „Ég hef mikið gaman af að lesa, sérstaklega sakamálasögur til að slaka á. Síðan spila ég golf eins og hálf þjóðin gerir orðið,“ segir Sigurrós kímin. Sigurrós hefur aðeins eitt út á Alþingi að setja sem vinnustað. „Mér fynd- ist að það ætti að vera ein- hvers konar námskeið fyrir nýliða. Kynna þeim hvernig þetta er, hvernig mál eru afgreidd og hvernig eigi að haga sér þegar fara á fram með eitthvert mál,“ segir Sig- urrós, sem annars er mjög ánægð með verðandi sam- starfsfélaga sem hún segir alla mjög hjálplega, alveg óháð flokkum. ■ 20 1. október 2005 LAUGARDAGUR WALTER MATTHAU (1920-2000) fæddist þennan dag. Vantar námskeið fyrir nýliða SIGURRÓS ÞORGRÍMSDÓTTIR TEKUR SÆTI GUNNARS I. BIRGISSONAR Á ÞINGI „Læknirinn sagði að ég myndi lifa í sex mánuði. Þegar ég gat ekki borgað reikning- inn gaf hann mér sex mánuði til viðbótar.“ Walter Matthau var bandarískur gamanleikari og einna best þekktur fyrir leik sinn í myndunum The Odd Couple og Grumpy Old Men þar sem hann lék á móti félaga sínum Jack Lemmon. timamot@frettabladid.is FJÖLSKYLDUKONA Sigurrós á stóra fjölskyldu, fjögur börn og sjö barnabörn. Hún reynir að eyða eins miklum tíma með þeim og hún getur. Á þessum degi árið 1936 var Francisco Franco valinn leiðtogi fasista- stjórnar uppreisnarmanna á Spáni. Franco fæddist í bænum El Ferrol árið 1892. Hann gekk í herskóla fjórtán ára gamall og sannaði sig snemma sem hermaður og hæfur stjórnandi í nýlenduskærum Spánverja í Marokkó og forframaðist á skömmum tíma. Árið 1931 var konungsvaldið afnumið á Spáni og Franco féll í ónáð hjá frjálslyndum leiðtogum lýðveldisins og var lækkaður í tign. Hann hlýddi möglunarlaust. Íhaldsmenn komust aftur til valda í kosningunum 1933 og Franco var hækkaður í tign yfirhershöfðingja og síðar herráðsforingja. Í kosningum árið 1936 komst hins vegar samsteypustjórn vinstri flokka til valda og Franco var sendur til Kanaríeyja. Af ótta við að ríkisstjórnin myndi greiða götu marxískrar byltingar, lögðu yfirmenn í hernum á ráðin um valda- rán. Eftir nokkurt hik ákvað Franco að ganga til liðs við þá. Í júlí árið 1936 hófst uppreisnin í Marokkó og breiddist yfir á meginland Spánar daginn eftir. Undir stjórn Francos sölsaði herinn undir sig nokkur héruð landsins. Í þeirri trú að sigur væri yfirvofandi völdu uppreisnarmenn Franco leiðtoga ríkisstjórnar sinnar en reyndin varð sú að borgarastyrjöldin stóð í tvö ár enn þar til Spánn var allur á valdi Francos. Hann stjórnaði land- inu með harðri hendi til dauðadags árið 1975. FRANCISCO FRANCO ÞETTA GERÐIST > 1. OKTÓBER 1936 MERKISATBURÐIR 1846 Hús Lærða skólans í Reykjavík er vígt. 1874 Kvennaskólinn í Reykjavík tekur til starfa. 1880 Möðruvallaskóli í Hörgár- dal, fyrsti gagnfræðaskóli á Íslandi, tekur til starfa. 1908 Kennaraskólinn tekur til starfa í Reykjavík. 1946 Tólf nasistaforingjar eru dæmdir til dauða af stríðs- glæpadómstólnum í Nürn- berg. 1955 Fyrsta kjörbúðin er opnuð í Reykjavík, það er sjálfs- afgreiðslubúðin Liverpool. 1945 Muhammad Ali sigrar Joe Frazier og endurheimtir heimsmeistaratitilinn í boxi. 1987 Sjónvarpið hefur útsend- ingar alla daga vikunnar. Þá hætta fimmtudags- kvöld að vera sjónvarps- laus. Franco foringi fasistastjórnarinnar Móðir okkar, Helga Katrín Gísladóttir Unufelli 44, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 28. september. Sigurjón Magnússon Brynjar Mikael Mikaelsson Birkir Rafael Mikaelsson. sem lést sunnudaginn 25. september sl. verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 8. október nk. kl. 14.00. Guðrún Áskelsdóttir Örn Gíslason Steinunn Áskelsdóttir Birgir Steingrímsson Ása B. Áskelsdóttir Stefán Ómar Oddsson Ólafía Áskelsdóttir Haraldur Jóhannsson Einar Áskelsson María Sif Sævarsdóttir Valdimar Steinar Guðjónsson Eygerður Bj. Þorvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Áskell Einarsson fyrrv. framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs sambýlismanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Jóhanns Eyþórssonar Sléttuvegi 17, Reykjavík. Guð blessi okkur öll. Borghildur Þórðardóttir Hólmfríður Svala Jóhannsdóttir Hrafnhildur Björk Jóhannsdóttir Páll Eyþór Jóhannsson Sesselja Bjarnfríður Jónsdóttir Einar Jörundur Jóhannsson Þórdís Ólafsdóttir Heiðar Ingi Jóhannsson Kristjana Andrésdóttir Ólafur Unnar Jóhannsson Oddrún Elfa Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jóhann Bragi Hermannsson Víkurbakka 2, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni miðvikudagsins 28. september. Guðrún Ingadóttir Kristín Jóhannsdóttir Steinar B. Valsson Ragna Jóhannsdóttir Pálmar Viggósson Björk Bragadóttir og barnabörn. www.steinsmidjan.is ANDLÁT Hrefna Ingimarsdóttir íþrótta- kennari, Skólagerði 3, Kópavogi, lést mánudaginn 26. september. Anna Einarsdóttir, Ársölum 3, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 28. september. Jóhann Bragi Hermannsson, Víkurbakka 2, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi miðvikudaginn 28. septem- ber. Rannveig Böðvarsson, Vestur- götu 32, Akranesi, lést á Sjúkra- húsi Akraness miðvikudaginn 28. september. Soffía I.S. Sigurðardóttir, dvalar- heimilinu Hrafnistu, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 28. september. JAR‹ARFARIR 13.00 Ólafur Ketill Gamalíels- son frá Stað, Ásvöllum 3, Grindavík, verður jarðsung- inn frá Grindavíkurkirkju. 13.00 Vigfús Sigurðsson frá Brúnum, Hólavangi 3, Hellu, verður jarðsunginn frá Oddakirkju. 14.00 Guðrún Reykdal, Hlíðar- vegi 27, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðar- kirkju. 14.00 Ingibergur Bjarnason, Rauðanesi III, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju. 14.00 Ingibjörg Halldórsdóttir, verður jarðsungin frá Þórs- hafnarkirkju. 14.00 Vigdís Guðbrandsdóttir frá Reyðará verður jarð- sungin frá Hafnarkirkju. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BRÚ‹HJÓN Gefin voru saman þann 27. ágúst í Kópavogskirkju þau Hafdís Mjöll Guðmundsdóttir og Róbert Erics- son, af séra Ægi Fr. Sigurgeirssyni. Þau eru til heimilis í Kópavogi. LJ Ó SM YN D AS TO FA H AF N AR FI RÐ I AFMÆLI Magnús Stefánsson þingmaður er 45 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.