Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 16
Enn hefur Ríkisskattsjóri birt töl- ur um ráðstöfunartekjur lands- manna. Síðan 1993 hefur ójöfnuð- ur stöðugt aukist og nú er svo komið að sá helmingur hjóna á Ís- landi sem hærri launin hefur, hef- ur 130 prósent hærri laun en hinn helmingurinn. Árið 1993 var mun- urinn 80 prósent. Launamunur er mældur með svokölluðu Gini hlutfalli, en því hærra sem það er, því meiri er launamunurinn. Nú er svo komið að launamunur á Íslandi er 31, mun meiri en á öllum Norðurlönd- unum, meiri en í Belgíu, Hollandi, Austurríki, Þýskalandi og Japan. Boðaðar skattalækkanir ríkis- stjórnarinnar munu líklegast enn auka á launamuninn og verður hann ef til vill svipaður og í Bandaríkjunum að þeim loknum en þar er hann 40. Viljum við sam- félag eins og Bandaríkin? Samfé- lag þar sem sum fylkin eyða meiru í rekstur fangelsa en í bæði framhaldsskóla og háskóla. Þar sem ungbarnadauði er mestur meðal vestrænna þjóða. Þar sem börn frá tekjumeiri heimilum eru sex sinnum líklegri til að ljúka há- skólanámi en þau frá þeim tekju- lægri. Þar sem 40 prósent nýrra húsa í Kaliforníu eru innan múra og þar sem hlutfall fátæktar er mest meðal vestrænna þjóða. Vilja Íslendingar kannski frek- ar samfélag eins og það norska? Þar sem lífsgæðin eru best að mati Sameinuðu þjóðanna og þar sem fátæktin er með því minnsta sem gerist í heiminum. Launa- munur er einnig dýr. Hann leiðir til lægri hagvaxtar og eru til dæmis vaxtarlönd suðaustur Asíu með lægri launamun en vestræn- ar þjóðir. Einnig er launamunur almennt lítill meðal velmegandi þjóða og eru aðeins þrjár þjóðir af þeim 30 sem búa við bestu lífs- gæðin í heiminum með svipaðan eða meiri launamun en Bandarík- in. Mestur er launamunurinn í Afríku þar sem lífskjörin eru lægst. Merkilegast er að um þessar spurningar er ekkert rætt. Þrátt fyrir að hafa viljandi valdið bylt- ingu í launamun með breytingu á skattkerfi, gjafakvóta og einka- væðingu til vildarvina, hefur rík- isstjórnin ekki sótt neitt umboð til þess frá þjóðinni. Reyndar hefur byltingunni verið að haldið leyndri að mestu leyti og grein- ingar á launamun hafa ekki verið birtar síðan Þjóðhagsstofnun var lögð niður. ■ 1. október 2005 LAUGARDAGUR H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag FRÆG BÖRN FRÆGRA Bls. 6 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 223. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 Helgarblað Bls. 4 Ævintýrið um Jónínu BenSannleikurinn í sláandi Nærmynd Syrgir son sinn og eiginkonu i i i i Bls. 30–31 Bls. 32–33 Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni Í slagtogi með eiturlyfja- smyglurum Bls. 26–27 Þórhildur Ólafsútvarpskona: Íslensku Playboy-stúlkurnar Eignaðist kærustu á Hrauninu Hákon Eydal Bls. 39 Bls. 52 Bls. 16–19 5 ÁR FRÁ MORÐINU Á EINARI ERNI BIRGISBirgir Birgis syrgir son sinn sem myrtur var af Atla Helgasyni lögfræðingi. Í opinskáu viðtali viðHelgarblað DV lýsir hann reynslu sinni og sorginnisem heltók hann og konu hans. Hún lést úr krabbameini í sumar. Mennirnir í lífi Svölu Björgvins D V -M Y N D V A LLI 5 ár liðin frá morðinu á Einari Erni Birgis Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur verið mikið í umræðu manna á meðal þessa vikuna. Styrmir átti í samskiptum við Jónínu Benediktsdóttur vegna deilu hennar og Jóns Ger- alds Sullenberger við stjórn- endur og eigendur Baugs. Í ljós kom að Styrmir lagði hönd á plóg í aðdraganda málsins og hafa af því spunnist miklar umræður sem óþarft er að endurtaka hér. Styrmir hefur lengi verið einn mesti þungavigtarmað- ur í íslenskri fjölmiðlun sem ritstjóri Morgunblaðsins, sem lengi vel bar höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla landsins. Í raun var það svo á tímabili að blaðið réði al- gjörlega ferðinni á mark- aðnum og Mogginn jafn sjálfsagður partur af dag- legu lífi þorra þjóðarinnar og að nótt tæki við af degi og dagur af nótt. Styrmir er stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1958 og lauk lög- fræðinámi frá Háskóla Ís- lands árið 1965. Það sama ár hóf hann störf á Morgun- blaðinu og varð aðstoðarrit- stjóri þess í byrjun árs 1971 og ritstjóri síðari hluta árs 1972. Hann hefur því unnið á blaðinu í fjóra áratugi, þar af rúma þrjá sem æðsti maður rit- stjórnarinnar. Styrmir hefur alla tíð verið mik- ill áhugamaður um stjórnmál og margir þeir sem kynntust honum ungum töldu að hann myndi verða einn af forystumönnum Sjálfstæð- isflokksins. Hann var formaður Heimdallar 1963 til 1966 og sat í stjórn SUS. Starf ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík var fjölbreytt undir stjórn Styrmis og var meðal annars tekist á um varnir landsins og hækkun skyldusparnaðar svo dæmi séu tekin. Styrmir hefur síð- an skrifað mikið um mikilvægi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á síðum Morgunblaðsins. Vorið 1966 er Styrmir í níunda sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnarkosning- unum á eftir Birgi Ísleifi Gunnars- syni. Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihluta en nær ekki nema átta mönnum inn í borgarstjórn – miss- ir einn borgarfulltrúa – og verður Styrmir varaborgarfulltrúi. Síðar segir hann af sér þegar hann flytur í Kópavog, þar sem hann hefur búið síðan. Eiginkona Styrmis er Sigrún Finnbogadóttir, en foreldrar henn- ar, Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Dóra Jakobsdóttir, voru mikið forystufólk í bæjarmálum Kópavogs. Finnbogi Rútur var bróðir Hannibals Valdimarssonar, en mikil vinátta er á milli Jóns Baldvins sonar Hannibals og Styrmis. Sú vinátta var um tíma tor- tryggð í hörðum kjarna Sjálfstæð- isflokksins, sem fannst sitt gamla málgagn Morgunblaðið hallt undir Alþýðuflokkinn undir forystu Jóns Baldvins. Styrmir hefur sjálfur lýst því yfir að mjög köldu hafi andað milli ritstjóra Morgunblaðs- ins og forystu Sjálfstæðisflokksins eftir að Davíð tók við sem formað- ur flokksins. Snerust átökin meðal annars um gjaldtöku af útgerðinni fyrir að nýta auðlindina í sjónum. Þótt margir hafi gert ráð fyrir að Styrmir færi í pólitík er vart hægt að segja að hann hafi stigið stórt skref burt frá þeim velli. Rit- stjórastóll Morgunblaðsins var ráðherraígildi í Sjálfstæðisflokkn- um. Staða Styrmis var því ein af lykilstöðunum í valdakerfi flokks- ins. Síðustu árin hefur verið lögð meiri áhersla á sjálfstæði blaðsins gagnvart flokknum en engum dylst að Styrmir Gunnarsson hafði mikil áhrif inn í flokkinn. Frá því að Styrmir hóf störf á Morgunblaðinu hefur hann verið vakinn og sofinn yfir út- gáfu blaðsins. Enn í dag fylgist hann náið með fréttaskrifum og hefur góða yfirsýn yfir öll mál. Hann þykir hafa mikla innsýn í þjóðmálin og góða til- finningu fyrir því sem máli skiptir. Enginn efast um hæfi- leika Styrmis til að stýra Morg- unblaðinu og fá það út úr blaða- mönnum sem þarf til að búa til gott blað. Hins vegar þykir Styrmir ekki mikill valddreifingarmað- ur á ritstjórninni. Hann hefur alla þræði í hendi sér og blaða- menn blaðsins kvarta stundum undan miðstýringaráráttu á ritstjórninni. Þá hefur Styrmir í gegnum tengslanet sitt oft búið yfir upp- lýsingum sem ekki hafa ratað inn í blaðið og ekki orðið að fréttum. Gildir þetta meðal ann- ars um hræringar í viðskiptalíf- inu, en Styrmir vissi um allar slíkar hræringar á árum áður. Kvað svo rammt að því að fyrir- tækjakaup og sameiningar voru í einhverjum tilvikum bornar undir ritstjóra Morgunblaðsins og beðist blessunar hans. Breytingar á eignarhaldi helstu fyrirtækja landsins hafa þó orðið til þess að viðskiptalífið sækir ekki lengur blessun á ritstjórn Morgun- blaðsins í sama mæli og áður var. Styrmir hefur heldur ekki legið á því að honum hugnast einstakir kaupsýslumenn misjafnlega og hef- ur í leiðurum fagnað sérstaklega framtaki sumra þeirra, meðan aðrir hafa verið taldir miður til þess falln- ir að eiga og reka tiltekin fyrirtæki. Þetta sýnir líka að Styrmir hef- ur notið trausts bæði viðmælenda og starfsmanna Morgunblaðsins. Hann er vinur vina sinna. Starfs- fólkið hefur getað leitað til hans með vandamál sem koma upp og reyna hann og aðrir yfirmenn að leysa úr þeim. Undir hans stjórn hefur verið lögð áhersla á að starfsfólk sinni fjölskyldu sinni fyrst og vinnunni svo. Með það að leiðarljósi verði Morgunblaðið gott blað unnið af góðu starfsfólki. MAÐUR VIKUNNAR Steig ekki langt frá pólitíkinni STYRMIR GUNNARSSON RITSTJÓRI MORGUNBLAÐSINS TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON VERKFRÆÐINGUR UMRÆÐAN LAUNAMUNUR Launamunur á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.