Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 58
Þóra Einarsdóttir segir yndislegt að syngja franska tónlist með systur sinni Gunnhildi og ófæddu barni sínu í maganum. Tónleikar þeirra verða í Salnum í dag. „Við ákváðum að vera með alveg franskt prógramm og þetta eru eig- inlega allt verk sem eru samin sér- staklega fyrir söng og hörpu,“ segir Þóra Einarsdóttir sópransöngkona, sem heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í dag ásamt systur sinni Gunnhildi, sem er hörpuleikari. Þær ætla að flytja verk eftir André Caplet, Gabriel Fauré, Marcel Tournier, Philip Cannon, Claude Debussy og Maurice Ravel, allt saman frönsk tónlist frá því um og eftir fyrri heimsstyrjöldina. „Þetta er impressjónísk og róm- antískt tónlist frá þeim tíma þegar Frakkarnir voru að leitast við að móta sinn eigin stíl, sem þurfti að vera allt öðruvísi en þýski stíllinn. Frakkarnir vildu forðast reglufestu Þjóðverjanna, voru meira fljótandi og það má alveg heyra einkenni þeirra í þessari tónlist, hvernig þetta flýtur allt í lausu lofti.“ Þær systurnar hafa ekki áður komið fram saman opinberlega og Þóra segir að þeim hafi ekki heldur gefist tími til þess að syngja og spila saman heima við, þrátt fyrir náin fjölskyldutengsl. „Við höfum alltaf verið í sitthvoru landinu síðustu árin. Gunnhildur lærði í Hollandi og ég hef verið að syngja hér og þar, mest í Þýskalandi, þannig að við höfum haft í nógu að snúast. En það er mjög gaman að fá þetta tækifæri til að koma saman.“ Auk þess að halda tónleikana í Salnum í kvöld hafa þær Þóra og Gunnhildur leikið fyrir alla nem- endur á unglingastigi í grunnskól- um Kópavogs í tónleikaröðinni „Tónlist fyrir alla“. Þær Þóra og Gunnhildur standa reyndar ekki alveg einar á sviðinu í kvöld, því Þóra er kona ekki ein- sömul eins og ljóslega má sjá á ljós- myndinni hér að ofan. „Þetta er eiginlega fjöl- skyldutríó,“ segir Þóra og bætir því við að það sé yndislegt að syngja í þessu ástandi. „Maður finnur að maður er ekki einn, það stendur ein- hver með manni og það er voða gaman. Það gefur þessu einhverja aukadýpt.“ 42 1. október 2005 LAUGARDAGUR > Ekki missa af ... ... sýningum þeirra Ástu Ólafsdóttur, Daða Guðbjörnssonar og Unnars Jóns- sonar Auðarsonar í Nýlistasafninu við Laugaveg. Síðasti sýningardagur er á morgun. ... fyrirlestri Viðars Guðmundssonar um eðlisvísindi í tölvum, sem fluttur verður í fyrirlestraröðinni Undur veraldar í Háskólabíói í dag klukkan 14. ... tónleikum Blásarasveitar Reykja- víkur í Salnum á morgun. Með sveitinni koma fram Sigurgeir Arnarson sellóleik- ari og söngvararnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Davíð Ólafsson og Benedikt Ingólfsson. ... lokatónleikum Djasshátíðar á Kaffi Reykjavík annað kvöld. Íranski leikstjórinn Abbas Kiarostami verður í dag viðstaddur opnun á ljósmyndasýningunni The Roads of Kiarostami sem sett er upp í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Auk þess verður nýjasta kvik- myndaverk Kiarostamis, stuttmyndin The Roads, Evrópufrumsýnd við þetta tækifæri. Ljósmyndasýningin er liður í Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík sem hófst á fimmtu- daginn. Kiarostami hefur reynt fyrir sér á ýmsum svið- um þó svo hann sé frægastur fyrir kvik- myndagerð. Ljósmyndun er honum hugleikin og hann hefur haldið sýningar um víða veröld á myndum sínum. Ljósmyndasýningin The Roads of Kiarostami tilheyrir kvikmyndasafninu í Torino og hefur verið á ferðalagi um heiminn í nokkurn tíma. Um er að ræða tæplega sextíu ljósmyndir og stuttmynd sem Kiarostami hefur unnið í kringum þemað „vegir“. Sýning var nýlega sett upp í The Albert Museum í London og fór til Sao Paolo, Vín og fleiri borga, en hún hefur ekki verið sýnd á Norðurlöndum til þessa. Sýningin verður opnuð klukkan 17 í dag og stendur til 28. október. Kl. 16.00 Óskarsverðlaunamyndin The Giant eða Risinn frá árinu 1956 í leikstjórn George Stevens verður sýnd á vegum Kvikmyndasafns Íslands í Bæjar- bíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Aðal- leikarar myndarinnar eru hinn ungi James Dean og stjarnan Elizabeth Taylor. menning@frettabladid.is Vegir Kiarostamis Flýtur allt í lausu lofti ! SIRKUS NÝ DAGSKRÁ Í OKTÓBER! FYLGSTU MEÐ. THE CUT MÁNUDAGA KL 22.00 WEEDS FIMMTUDAGA KL 21.30 VEGGFÓÐUR MÁNUDAGA KL 21.00 FASHION TV MÁNUDAGA KL 20.30 ÁSTARFLEYIÐ BYRJAR FIMMTUDAGINN 20. OKTÓBER Vinjettudagurinn 2005: Ba›stofustemn- ing og vinjettur Það verður andrúmsloft baðstofu- og sagnaskemmtana fortíðar í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu á milli 13 og 17 í dag. Tilefnið er fyrsti vinjettudagur veraldar, að frumkvæði vinjettuhöfundarins Ármanns Reynissonar. „Það verður mikið um dýrðir; harmoníkuleikur, rósavín og konditori og upplestur vinjetta minna á hálftíma fresti, en til lest- ursins hef ég fengið Steinunni Val- dísi Óskarsdóttur borgarstjóra, Egil Ólafsson stórsöngvara, fram- bjóðendur til borgarstjórnarkosn- inga úr öllum flokkum og fleiri leynigesti,“ segir Ármann sem ný- lega gaf út sína fimmtu vinjettu- bók. „Ég sel bækurnar sjálfur og svo í bókaversluninni Iðu. Er alls með 3.000 áskrifendur að bókunum og hef þurft að endurprenta sumar þeirra vegna eftirspurnar. Ég spái því að vinjettan verði algengasta bókmenntamál 21. aldarinnar því fólk lítur ekki við doðröntunum lengur. Það vill stuttmálstexta, og úr því mér hefur gengið svona vel reikna ég með að fleiri fari að til- einka sér þetta bókmenntaform,“ segir Ármann, sem ætlar að bjóða gestum upp á nýja íslenska líkjör- inn yfir vinjettulestrinum, nefni- lega Haustsól frá Húsavík. „Svo spái ég því að þeir fram- bjóðendur sem lesa upp í dag komi til með að skipa fyrsta sætið á sín- um listum fyrir borgarstjórnar- kosningarnar,“ segir Ármann glað- ur í bragði í baðstofustemningu bókaverslunarinnar Iðu. ÁRMANN REYNISSON VINJETTUHÖFUNDUR Stendur fyrir fyrsta vinjettudegi veraldar í bókaversluninni Iðu í dag, en þar munu frægir gestir lesa upp vinjettur meðan gestir gæða sér á íslenskum líkjör og konditori. Allir velkomnir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FJÖLSKYLDUTRÍÓIÐ Systurnar Þóra Einarsdóttir söngkona og Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari halda tónleika í Salnum í dag. Ófæddur fjölskyldumeðlimur fær að vera með þeim á sviðinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.