Fréttablaðið - 01.10.2005, Page 52
> Við furðum okkur á ...
... af hverju Blikar vilja breyta siguruppskrift
sinni frá því í sumar og ráða
ekki aftur Úlfar Hinriksson
sem þjálfara meistara-
flokks kvenna. Úlfar gerði
liðið að tvöföldum meist-
urum á sínu fyrsta ári en
Blikar höfðu þá ekki unnið
stóran titil í heil fjögur ár
sem þykir mikið í mekka
kvennafótboltans í
Kópavogi.
Heyrst hefur ...
... að knattspyrnudómarar landsins ætli
að sniðganga lokahóf KSÍ sem fram fer á
Broadway í kvöld. Dómararnir voru mjög
óánægðir með hófið í fyrra og þá sérstak-
lega með þau sæti sem þeim var úthlut-
að og ætla því í staðinn að hittast
annarsstaðar og gera upp tímabilið. Ekki
er vitað hver mun þó stíga upp á svið og
taka við verðlaunum sem besti dómari
ársins.
sport@frettabladid.is
36
> Við hrósum ...
.... Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara
undir 21 árs landsliðsins, fyrir
að gefa ungum strákum
tækifæri í lokaleik liðsins
gegn Svíum. Bjarni Viðarson,
Theodór Elmar Bjarnason og
Rúrik Gíslason verða allir með
enda allt framtíðarmenn
íslenska A-landsliðsins.
Marel Baldvinsson, knattspyrnuma›ur hjá Lokeren, er á heimlei› eftir rúm
fimm ár í atvinnumennsku. Marel hefur átt vi› erfi› mei›sli á hné a› strí›a.
Marel á leiðinni heim
FÓTBOLTI „Ég hef náð samkomulagi
um starfslokasamning við stjórn-
endur Lokeren í meginatriðum.
Hins vegar eigum við eftir að
ljúka ákveðnum þáttum í því ferli
en ég vonast til að geta klárað það
í næstu viku og komið heim í kjöl-
farið,“ sagði Marel Jóhann sem er
einn fjögurra Íslendinga á mála
hjá Lokeren. Belgíska úrvals-
deildarliðið Moeskroen reyndi að
fá Marel til liðs við sig fyrir lok
félagaskiptagluggans í byrjun
mánaðarins en Marel sagði ekki
vilja fara í nýtt lið meiddur og
vildi heldur hefja nýtt líf í boltan-
um heima á Íslandi.
Marel er 24 ára gamall fram-
herji alinn upp í Breiðablik. Hann
var seldur til norska liðsins Sta-
bæk árið 2000 fyrir 30 milljónir.
Eftir gott tímabil með Stabæk
árið 2001 spurðist fjöldi liða um
leikmanninn sem var þó ekki seld-
ur frá Stabæk til Lokeren fyrr en
í janúarmánuði árið 2003.
Hann var fastamaður á vinstri
kanti í liði Lokeren sem varð í
þriðja sæti í deildinni vorið 2003.
Árið eftir lék hann 27 leiki fyrir
liðið sem þá lenti í 11. sæti. Á
þessari leiktíð hefur hann ekkert
getað leikið vegna brjóskeyðingar
á hné en er á hröðum batavegi og
að verða klár í slaginn. Marel hef-
ur leikið 14 landsleiki fyrir Ís-
lands hönd.
„Ég hlakka mikið til að koma
heim. Ég held að líkaminn á mér
fari létt með að leika í nokkur ár
til viðbótar heima á Íslandi því
það er álagið hérna sem veldur
því að þetta er ekki að ganga upp.
Þegar heim er komið ætla ég að
skoða mín mál. Vissulega hefur
Breiðablik verið nefnt en það er
ekkert ákveðið.“
hjorvar@frettabladid.is
Úlfar Hinriksson, annar tveggja þjálfara
Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í
knattspyrnu kvenna, er hættur að þjálfa
liðið en Úlfar sendi frá sér yfirlýsingu
þess efnis í gær. Úlfar var einnig yfir-
þjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki en
árangur þeirra var afar glæsilegur á Ís-
landsmótunum í sumar.
Karl Brynjólfsson, formaður meistara-
flokksráðs kvenna hjá Breiðabliki, var
afar óánægður með þessa
ákvörðun Úlfars. „Þessi
ákvörðun hans kom mér
algjörlega í opna skjöldu. Ég
hef verið í sambandi við hann
síðustu daga og ég bjóst alls
ekki við því að þetta
væri í gangi. Við höf-
um ekki rætt við
neinn þjálfara
og höfðum ekki hugsað okkur að gera
það á næstunni. Úlfar hefur
skilað frábæru starfi
hjá Breiðabliki og
þess vegna harma
ég þessa ákvörðun
hans mikið.“
Stutt er síðan
Úlfar skrifaði
undir nýjan
samning
við Breiða-
blik sem
yfirþjálfari
yngri
flokka fé-
lagsins
en svo
virðist
sem hann
sé einnig búinn að gefa þá stöðu frá
sér.
Það þótti mörgum undarlegt að ekki
hafi verið búið að ganga frá samning-
um við Úlfar Hinriksson þar sem árang-
ur hans í sumar var afar glæsilegur, en
hann hefur starfað sem þjálfari yngri
flokka hjá Breiðabliki síðan árið 1995.
„Meistaraflokksráð hefur einfaldlega
ekki haft tíma til þess að ganga frá
þessum málum. Við erum í þessu í
sjálfboðavinnu og þess vegna er stund-
um erfitt að ganga frá samningum og
leikmannamálum. En eins og ég segi
kom þessi ákvörðun Úlfars mér gjör-
samlega í opna skjöldu og ég harma
hana mjög.“
Ekki náðist í Úlfar Hinriksson í gær þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
ÚLFAR HINRIKSSON: HÆTTUR AÐ ÞJÁLFA ÍSLANDS- OG BIKARMEISTARA BREIÐABLIKS
Kom formanninum algjörlega í opna skjöldu
1. október 2005 LAUGARDAGUR
Breytingar hjá íslenska U-21 árs landsliðinu:
FÓTBOLTI Eyjólfur Gjafar Sverris-
son, þjálfari U-21 árs liðs Íslands,
hefur ákveðið að gefa þremur
unglingum tækifæri í landsleik
gegn Svíum í undankeppni Evr-
ópukeppninnar árið 2006 þann
11. október nk.
Það eru þeir Bjarni Viðarson,
17 ára leikmaður Everton; Theo-
dór Elmar Bjarnason, 18 ára leik-
maður Celtic, og Rúrik Gíslason,
17 ára leikmaður Charlton.
Eyjólfur Gjafar á enn eftir að til-
kynna allan hópinn.
Fréttablaðið hafði samband
við Rúrik Gíslason, leikmann
Charlton, sem var hæstánægður
með að vera valinn. „Ég hef
stefnt að þessu í þó nokkurn
tíma,“ sagði Rúrik. Aðspurður
hvernig honum líkaði lífið í Lund-
únaborg:
„Mér líður bara mjög vel, mik-
ið betur en til dæmis hjá Ander-
lecht þar sem ég var í fyrra. Ég
kann mjög vel við mig í Englandi,
hér snýst hreinlega allt um fót-
bolta,“ sagði Rúrik sem lék með
HK í 1. deildinni í sumar áður.
- hjö
Táningarnir fá tækifæri
THEODÓR ELMAR BJARNASON Fær
loksins tækifæri hjá Eyjólfi Gjafari.
Á LEIÐ HEIM
Marel er á
leið heim og
orðaður
sterklega við
Breiðablik.
Eyjamenn gera breytingar á skútunni eftir aðeins þrjá leiki í DHL-deildinni:
Erlingur hættir sem fljálfari ÍBV
FÓTBOLTI „Ég er ekki að hoppa frá
skútunni heldur þvert á móti að
berjast enn frekar fyrir merki
ÍBV með því að láta til mín taka
inni á vellinum í stað þess að
standa á hliðarlínunni,“ sagði
Erlingur Richardsson, þjálfari
ÍBV, í samtali við Fréttablaðið en
hann hefur ákveðið að hætta sem
þjálfari Eyjaliðsins en snúa sér að
því að spila með liðinu í staðinn.
Aðstoðarmaður hans, Kristinn
Guðmundsson, tekur við sem að-
alþjálfari en þeir hafa unnið náið
saman og því verða engar breyt-
ingar á leikskipulagi eða æfingum
liðsins.
Eyjamenn töpuðu tveimur
fyrstum leikjunum á leiktíðinni
afar illa gegn HK og ÍR en sigr-
uðu Víking/Fjölni í síðustu um-
ferð. Eini leikmaðurinn sem eftir
er úr byrjunarliði síðasta vetrar,
línumaðurinn Svavar Vignisson,
hefur hins vegar verið meiddur
og ekkert spilað.
„Við gerum þetta allt mark-
vissara með þessum hætti og allir
hafa sitt hlutverk á hreinu. Ég
mun aðallega spila í vörninni til að
byrja með og fikra mig áfram í
sóknarleiknum. Ég lagði þetta
fyrst til fyrir mánuði síðan að
gera þetta svona þegar ég sá
hvert stefndi. En við ákváðum að
sjá aðeins til en þar sem Svavar
hefur ekkert verið með í fyrstu
leikjunum var kýlt á þetta núna,“
segir Erlingur.
ÍBV fékk fjóra nýja útlenda
leikmenn fyrir leiktíðina en þeir
hafa ekki staðið undir vænting-
um. Erlingur segir að þeir séu all-
ir að koma til og ekki standi til að
segja upp samningum við þá. „Það
tekur því ekki að fá nýja útlend-
inga því þá þyrftum við að byrja
allt upp á nýtt.“ - þg
HÆTTIR SEM ÞJÁLFARI Erlingur Richards-
son ætlar að snúa sér alfarið að því að
spila með Eyjaliðinu í vetur.
SHAQ Verður í beinni í allan vetur ásamt
félögunum sínum í Miami Heat.
NBA TV á Digital Íslandi:
Yfir 270 leikir í
beinni í vetur
KÖRFUBOLTI Útsendingar á NBA TV
hefjast á Digital Ísland laugar-
daginn 15. október. Þetta eru
miklar fréttir fyrir alla áhuga-
menn um körfubolta því í NBA
eru saman komnir bestu
körfuknattleiksmenn í heimi.
NBA TV sýnir hundruð leikja í
beinni útsendingu auk fjölda þátta
um NBA körfuboltann. Ráðgert er
sýna frá 170 leikjum á komandi
keppnistímabili en deildin hefst í
byrjun nóvember. Til viðbótar
verða sýndir tæplega 100 leikir
frá úrslitakeppninni auk leikja í
kvennadeildinni, WNBA, sem er
nýlokið en aldrei áður hefur verið
sýnt frá kvennadeildinni hér á
landi en hún nýtur sífellt meiri
vinsælda í Bandaríkjunum.
Körfuboltaáhugamenn munu
því upplifa mikil tímamót um
miðjan mánuðinn þegar stöðin
opnar á Digital Íslandi en stöðin
sínir besta körfubolta í heimi
allan sólarhringinn.
Sýn verður þó áfram með sínar
vanabundnu útsendingar frá
bestu leikjum NBA-deildarinnar
og er NBA TV því viðbót við þann
góða sjónvarpspakka.
■ ■ LEIKIR
14.00 Grindavík og Stjarnan
mætast í íþróttahúsinum í Grindavík
í Reykjanesmótinu í körfubolta karla.
14.00 ÍR og Selfoss mætast í
Austurbergi. DHL-deild karla.
16.15 Fram og Fylkir eigast við í
Safamýrinni. DHL-deild karla.
16.15 Afturelding og Þór mætast
að Varmá í Mosfellsbæ. DHL-deild
karla.
16.15 Víkingur/Fjölnir og KA
eigast við í Fjölnishúsinu í Grafarvogi.
DHL-deild karla.
14.00 Víkingur og FH eigast við í
Víkinni. DHL-deild kvenna.
14.00 Stjarnan og ÍBV mætast í
Ásgarði. DHL-deild kvenna.
14.15 Fram og Grótta eigast við í
Safamýrinni. DHL-deild kvenna.
16.15 Valur og KA/Þór mætast í
Laugardalshöll. DHL-deild kvenna.
■ ■ SJÓNVARP
14.00 Enska úrvalsdeildin á Enska
boltanum. Leikur Tottenham og
Charlton í beinni útsendingu. Hægt
er að fylgjast með gangi mála í
öðrum leikjum í ensku úrvals-
deildinni á aukarásum Enska
boltans.
15.50 Meistaradeild Evrópu í
handbolta á Sýn. Leikur Hauka og
Århus GF í beinni útsendingu.
16.05 Íslandsmótið í handbolta á
RÚV.
19.50 Spænski boltinn á Sýn.
22.00 Meistaradeild Evrópu í
handbolta á Sýn.
23.15 Hnefaleikar á Sýn. Erik
Morales og Zahir Raheem mætast í
hringnum.
01.00 Hnefaleikar Antonio Tarver
og Roy Jones Jr. mætast í hringnum.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
28 29 30 1 2 3 4
Laugardagur
OKTÓBER