Fréttablaðið - 01.10.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 01.10.2005, Síða 10
SÆLIR ERU FÁTÆKIR? Rose Mary, 82 ára frá Chennai á Indlandi, safnar sorpi sem má endurvinna sér til viðurværis en af- raksturinn er þó heldur rýr, um 15 krónur á dag. Alþjóðlegur dagur aldraðra er í dag en á þeim degi er sjónum beint að kjörum eldra fólks víða um heim. 10 1. október 2005 LAUGARDAGUR Blaðamaður New York Times samþykkir að bera vitni: Sleppt úr haldi eftir langt var›hald FJÖLMIÐLAR Judith Miller, blaða- maður New York Times, mætti fyrir dóm í gær og freistaði þess að varpa ljósi á þátt Hvíta hússins í að ljóstra upp um nafn leyniþjón- ustumanns við bandarísku leyni- þjónustuna CIA. Miller hafði setið í fangelsi í 85 daga þegar henni var sleppt gegn loforði um að bera vitni í sérstök- um réttarhöldum um samræður hennar í júlí 2003 við Lewis Libby, starfsmannastjóra hjá Dick Chen- ey, varaforseta Bandaríkjanna. Réttarhöldunum er ætlað að skýra hvaða starfsmaður ríkis- stjórnar George W. Bush Banda- ríkjaforseta upplýsti um nafn leyniþjónustumannsins Valerie Plame en eiginmaður hennar hafði gagnrýnt rökstuðning stjórnarinnar fyrir innrásinni í Írak. Hefur nafn Karls Rove, helsta ráðgjafa Bush, einkum verið nefnt í því sambandi. Miller sagði Libby nýverið hafa leyst sig frá loforði um þag- mælsku og leyft að gefa hann upp sem heimildarmann sinn, en lög- maður Libbys sagði í gær að skjól- stæðingur sinn hefði gefið það leyfi fyrir rúmu ári síðan, og sagðist hafa haldið að hún sæti í fangelsi því hún neitaði að gefa upp einhverja aðra heimildar- menn. Þó að fleiri blaðamenn hafi verið yfirheyrðir vegna greina sem birt- ust í blaðinu um innrásina í Írak, þá var Miller eini blaðamaðurinn sem varpað var í fangelsi. Hún skrifaði engar greinar um Plame. - smk alltaf að baka það er bakarí í öllum búðunum okkar þar sem við bökum oft á dag við erum hnetuvínar- brauð 169 kr. kaffidrykkir 150 kr. ég varð að fá það strax Almannavarnaæfing: Bergrisanum fresta› ALMANNAVARNIR Amannavarnaæf- ingunni Bergrisinn 2005 hefur verið frestað og verður nú haldin 24.-26. mars 2006 í stað þess að verða nú í október eins og ráð var fyrir gert. Þetta er til þess að lengja undir- búningstíma fyrir þá sem taka þátt í æfingunni í Rangárvallasýslu, bæði viðbragðsaðila og íbúa, en þátttaka heimamanna er mikilvæg fyrir ár- angur æfingarinnar. Undirbúnings- vinna heldur áfram með eðlilegum hætti. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu frá Ríkislögreglustjóra. - saj Öfgamenn auka á sundrunguna í Írak: Reyna a› koma af sta› trúarstyrjöld BAGDAD, AP Um 200 manns hafa fallið í hryðjuverkaárásum í Írak undanfarna daga. Ljóst þykir að uppreisnarmenn ætla að kynda undir ófriðarbálinu í aðdraganda þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrárdrög síðar í mánuðinum. Í gærmorgun var bílsprengja sprengd á markaðstorgi í bæn- um Hillah þar sem saman var kominn múgur og margmenni. Í það minnsta tíu manns létu lífið, þar á meðal tvö börn, og 41 slas- aðist. Flest fórnarlambanna voru úr hópi sjía. Í fyrradag létu 95 manns bana í samstilltum árásum í sjíabænum Balad. Enginn hefur ennþá sagst bera ábyrgð á árásum síðustu daga. Al-Kaída í Írak gefa yfirlýsingar sínar yfirleitt út skömmu eftir að hafa framið tilræði og því er talið sennilegt að aðrir hópar hafi staðið á bak við þær. Kona var svo handtekin í Bagdad í gær með sprengiefni innanklæða. Fyrr í vikunni framdi kona sjálfsmorðsárás en þær hafa hingað til látið körlum slíkt eftir. Því er óttast að uppreisnarmenn hafi tekið upp nýja tækni þar sem síður er leitað á konum.■ M YN D /A P JUDITH MILLER Sat í fangelsi í nærri þrjá mánuði fyrir að neita að gefa upp nafn heimildarmanns sem á að hafa gefið henni upplýsingar um leynilögreglu CIA. Miller var sleppt í vik- unni í stað loforðs um að mæta fyrir rétti. HELLA Þátttaka heimamanna er mikilvæg fyrir æfinguna. M YN D /A P HARMUR Í HILLAH Að minnsta kosti tíu manns létust í árásinni, þar af tvö börn. Stúlkan á myndinni slapp hins vegar með meiðsli. BANDARÍKIN SKAUT BIRNU Á VERÖNDINNI Húseigandi í Lake City, Colorado, gerði sér lítið fyrir og skaut bjarn- dýr sem gert hafði sig heimakomið á veröndinni hjá honum. Náttúru- verndarsamtök harma birnudrápið og segja að ef íbúar í bænum skildu ekki eftir sorp og matarleif- ar á glámbekk þá myndu birnir ekki sækja í mannabústaði eins og bjarndýrið sáluga gerði.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.