Fréttablaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 17
Bollaleggingar
Bolli [Thoroddsen], ásamt Heimdelling-
um í heild sinni, hefur gengisfellt allt
sem heitir alvöru stjórnmál og ung-póli-
tík með slíkum vinnubrögðum. Ung-
menni eru höfð að fíflum þegar þau eru
beðin að skrá sig í tiltekinn stjórnmála-
flokk til þess að eins að kjósa í stjórn og
fá frían bjór á kosningavöku.
Dagur Snær Sævarsson – murinn.is
Ekki drepa á vélinni
Í vitundarvakningarherferð Reykja-
víkurborgar er því haldið fram að
loftgæði í Reykjavík eigi undir högg
að sækja vegna útblásturs úr
púströrum bifreiða og því oftar og
meira sem menn drepa á bílum sín-
um því minni verði mengunin. Þar
með er gefið í skyn að með því að
drepa á bíl þegar hlaupið er inn með
barn á leikskóla eða við önnur slík
tækifæri megi bæta gæði andrúms-
loftsins í borginni. Líklega er dæmið
af leikskólanum þó frekar óheppilegt
því þegar menn sitja börnin sín af við
leikskóla eru bílar oft enn kaldir enda
leikskólar oft í næsta nágrenni við
heimili manna. Við óþarfar kaldræs-
ingar fer eldsneyti til spillis og bruni
er ófullkominn sem veldur auknum
útblæstri óæskilegra efna.
Vefþjóðviljinn – andriki.is
Málfrelsi ekki í hættu
Það hefur verið nefnt sem dæmi um
að málfrelsi sé fyrir bí í Bretlandi að
öldruðum manni – hinum 82 ára
Walter Wolfgang, gyðingi og flótta-
manni undan nasistum, félaga í
Verkamannaflokknum í 57 ár – var
vísað út af þingi Verkamannaflokks-
ins í Brighton fyrir að grípa fram í
ræðu Jacks Straw utanríkisráðherra.
[...] Málfrelsið er þó ekki minna en
svo að síðan hafa verið linnulausar
fréttir um Walter Wolfgang í öllum
fjölmiðlum í Bretlandi og löng viðtöl
við hann á sjónvarpsstöðvum þar
sem hann segir skoðun sína á
flokknum, Blair, kjarnorkuvopnum
og Íraksstríðinu.
Egill Helgason – visir.is
Ekkert öryggisráð
Framboðið er svo óvinsælt innan
Framsóknarflokksins að það hefur
aldrei tekist að ná fram ákvörðun um
málið innan þingflokksins einsog
Hjálmar Árnason formaður þing-
flokksins hefur upplýst.
Í röðum Sjálfstæðismanna er uppi
enn harðari andstaða. Ungu þing-
mennirnar tala hæðnislega um fram-
boðið og þungavigtarmaður einsog
Einar Oddur sem er vestfirskur
dönskumaður hefur kallað framboð-
ið „det gale vanvid“. Hann sagði í
Kastljósi á dögunum að við hefðum
ekkert sérstakt markmið með 2ja ár
setu í öryggisráðinu og framboðið
væri bara það sem hann kallaði
„mont“ og „snobb“.
Össur Skarphéðinsson -
ossur.hexia.net
Sæll Guðni. Í ljósi nýjustu frétta
af uppsögn umboðsmanns ís-
lenska hestsins sem þú réðst í
vinnu þann 1. ágúst 2003 í sam-
vinnu við samgönguráðuneytið og
utanríkisráðuneytið má ég til með
að spyrja hvað þetta ævintýri
hefur kostað?
Það kemur fram í viðtali við
Jónas R. að aðalástæða þess að
hann sé að hætta sé vegna þess að
ekki hafi náðst samstaða meðal
þeirra sem að verkefninu stóðu,
um að veita þeim fjármunum sem
upphaflega hafi verið áætlað í
verkefnið. Hverjir voru þessir
fjármunir og í hvað fóru þeir?
Í skýrslu sem umboðsmaður
sendir frá sér í nóvember 2004 er
ekki tekið fram hversu miklum
fjármunum sé varið í þetta verk-
efni og ekki minnst á það í hvað
þeir fóru. Þetta embætti hefur
verið frekar lokað og mjög erfitt
að að fá upplýsingar eða fréttir af
því hvað fráfarandi umboðsmað-
ur hefur verið að gera í þágu
hestamanna, minnir helst á lokað-
an klúbb þar sem menn eru
skammaðir ef falast er eftir frétt-
um og upplýsingum um verkefn-
ið. Umboðsmaður segir það sjálf-
ur að starfið hafi falist í ýmiss
konar fyrirgreiðslu og þjónustu
sem ekki hefur blasað við öllum.
Undarlegt að svona stórt verkefni
skuli ekki vera með vefsíðu þar
sem komið er á framfæri helstu
verkefnum og hvað umboðsmaður
sé að gera í hverju landi fyrir sig.
Þar hefði fólk getað sent inn fyrir-
spurnir og fengið svör, það hefði
bætt ímynd þessa embættis til
muna svo ekki sé minna sagt.
Ég hef gagnrýnt þetta embætti
frá stofnun þess og oft verið
skammaður fyrir, en tek það fram
að í öllum mínum skrifum var
aldrei ætlun mín að ganga nærri
persónu umboðsmannsins og
biðst forláts á ef svo hefur verið
lesið úr mínum greinum. Hins
vegar hef ég gengið nærri emb-
ættinu eins og það kemur fyrir
sjónir almennings og stend við
það.
Kæri Guðni, það er kominn
tími til að endurskoða þetta emb-
ætti í stórum skilningi, eitt stöðu-
gildi sem umboðsmaður íslenska
hestsins er alls ekki nægilegt til
að þjóna öllum þeim sem vilja
leita til hans. Ég legg til að þetta
embætti verði lagt niður í þeirri
mynd sem það er núna og sett á
stofn vel upplýst þjónustumiðstöð
íslenska hestsins sem hefur tvo til
þrjá starfsmenn. Forstöðumaður
hennar ætti helst af öllu að vera
viðskiptamaður góður með mikla
hæfileika varðandi markaðsmál
og ópólitískur að öllu leyti. Helst
af öllum myndi ég vilja sjá Ragn-
ar Tómasson hæstaréttarlögmann
sem forstöðumann og Huldu G.
Geirsdóttur og nöfnu hennar
Gústafsdóttur honum við hlið. Þar
væri komið fyrsta flokks fólk sem
hefur yfirgripsmikla þekkingu á
hestamennsku, markaðsmálum og
samningagerð. Guðni minn hlust-
aðu nú og breyttu rétt.
Höfundur er ritstjóri vefsíðunn-
ar 847.is.
Þessa helgi stendur yfir 38. þing
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna í Stykkishólmi undir kjör-
orðinu „til sigurs!“. Þetta vígorð
okkar ungra sjálfstæðismanna
hefur fleiri merkingar en við
fyrstu sýn kann að virðast.
Þjóðfélagið er frjálsara
Í fyrsta lagi vísar slagorðið til þess
að hugsjón ungra sjálfstæðis-
manna um frelsi einstaklingsins og
minnkandi ríkisafskipti hefur sigr-
að í hugmyndabaráttunni. Á meðan
aðrir flokkar skipta í sífellu um
nöfn og kennitölur og þurfa að
hylja fortíð sína geta ungir sjálf-
stæðismenn stoltir rifjað upp 75
ára sögu SUS og þurfa ekkert að
fela. Allan þennan tíma hafa ungir
sjálfstæðismenn barist fyrir sömu
hugsjóninni og sú hugsjón hefur
reynst Íslandi vel. Ríkið hefur að
mestu verið dregið út úr verslunar-
rekstri og af fjármálamarkaðnum.
Skattar hafa verið lækkaðir, losað
um margvísleg höft og bönn og
einkaframtakið nýtt í auknum
mæli í menntakerfinu, ekki síst á
háskólastigi. Þótt auðvitað megi
alltaf gera betur er ljóst að mikill
árangur hefur náðst og þeir eru
ekki margir sem krefjast þess að
skrefin verði stigin til baka.
Hvað er sigur í pólitík?
Í öðru lagi kallar yfirskrift þings-
ins á vangaveltur um það hvað
felist í raunverulegum sigri. Það að
sigra í pólitík á ekki bara að snúast
um það að komast til valda vald-
anna vegna. Þannig pólítík er inni-
halds- og tilgangslaus. Raunveru-
legur pólitískur sigur á að felast í
því að koma hugsjónum sínum til
framkvæmda, vinna þeim fylgi og
sjá þær hafa áhrif til hins betra á
samfélagið. Á SUS þinginu í Stykk-
ishólmi setja ungir sjálfstæðis-
menn fram sjónarmið sín um það
hver næstu skref í íslenskum
stjórnmálum eigi að vera. Sigur
okkar felst svo í því að vinna skoð-
unum okkar fylgi og hafa bætandi
áhrif á umhverfi okkar. Samband
ungra sjálfstæðismanna á að vera
samviska Sjálfstæðisflokksins og
uppspretta frjórra hugmynda.
Sveitarstjórnarkosningar
Að lokum vísar svo vígorð okkar
ungra sjálfstæðismanna að
sjálfsögðu einnig til næstu
sveitarstjórnarkosninga. Sjálf-
stæðismenn ætla að sigra í þeim
kosningum. Sérstaklega hart
verður tekist á í höfuðborginni
og mikilvægt að við göngum
samhent til leiks og tökumst á
við vinstriflokkana með upp-
byggilegar og jákvæðar hug-
myndir að vopni. Slíkar hug-
myndir verða ræddar af þrótti á
SUS þinginu í Stykkishólmi.
Sjálfur hef ég gegnt for-
mennsku í SUS síðastliðin tvö ár
og mun ekki vera í framboði til
endurkjörs. Ég vil því nota tæki-
færið og þakka þeim þúsundum
sem komið hafa að starfi SUS
undanfarin ár með einum eða
öðrum hætti innilega fyrir sam-
starfið. Það hefur verið einstak-
lega gefandi og skemmtilegt.
17LAUGARDAGUR 1. október 2005
FJÖLSKYLDUHÁTÍ‹ Í BREI‹HOLTI
Laugardaginn 1. október, kl. 14.00, göngugötunni Mjódd.
Í TILEFNI AF OPNUN fiJÓNUSTUMI‹STÖ‹VAR BREI‹HOLTS
Á fiJÓNUSTUMI‹STÖ‹INNI
Í fiÍNU HVERFI!
Hrund
sérkennslurá›gjafi
Ragnar
framkvæmdastjóri
firáinn
frístundará›gjafi
Hákon
sálfræ›ingur
fijónustumi›stö› Vesturbæjar, Vesturgar›ur - Hjarðarhaga 45-47 • fijónustumi›stö› Mi›borgar og Hlí›a - Skúlagötu 21 • fijónustumi›stö› Laugardals og Háaleitis - Síðumúla 39
fijónustumi›stö› Grafarvogs og Kjalarness, Mi›gar›ur - Langarima 21 • fijónustumi›stö› Brei›holts - Álfabakka 12 • fijónustumi›stö› Árbæjar - Bæjarhálsi 1
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, fær› flú allar uppl‡singar um fljónustu og starfsemi borgarinnar og samband vi› flá starfsmenn sem flú flarft a› ná í.
Ávarp borgarstjóra
Söngur leikskólabarna
Lögreglukórinn
Kynning á grunnskólum hverfisins
Selma Björnsdóttir syngur
Vinabandið, hljómsveit eldri borgara í Breiðholti leikur
Kassaklifur, danssýning, taekwondo, veitingar ofl. ofl.
www.reykjavik.is
Til sigurs!
HAFSTEINN ÞÓR HAUKSON
FORMAÐUR SUS
UMRÆÐAN
ÞING SAMBANDS
UNGRA SJÁLF-
STÆÐISMANNA
UMRÆÐAN
UMBOÐSMAÐUR
ÍSLENSKA
HESTSINS
Opi› bréf til hr. Gu›na Ágústs-
sonar landbúna›arrá›herra
Allan flennan tíma hafa
ungir sjálfstæ›ismenn
barist fyrir sömu hugsjón-
inni og sú hugsjón hefur
reynst Íslandi vel.
Undarlegt a› svona stórt
verkefni skuli ekki vera
me› vefsí›u flar sem
komi› er á framfæri
helstu verkefnum og hva›
umbo›sma›ur sé a› gera
í hverju landi fyrir sig.
DANÍEL BEN ÞORGEIRSSON
AF NETINU