Fréttablaðið - 01.10.2005, Page 18

Fréttablaðið - 01.10.2005, Page 18
Umsjón: nánar á visir.is Endurfundur stjórnarmanna Miklar umræður voru í kringum stjórnarskipti í FL Group þegar hluti stjórnarmanna hætti í stjórninni og stórir hluthafar seldu sinn hlut. Í Smáralindinni í gær sátu þrír stjórnarmenn Flugleiða í hádeginu og lá vel á þeim, enda margt framundan hjá félaginu. Þetta voru Magnús Ármann, Sigurður Bollason og Þorsteinn Jónsson sem ásamt Baugi keyptu hluti Saxbyggs sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og verktakanna Gunnars og Gylfa. Þar sem núverandi stjórnar- mennirnir snæddu hádeg- isverðinn sinn á TGI Friday’s komu einmitt Gunnar, Gylfi, Einar Jónsson og Pálmi Kristins- son sem áður fylltu sæti hinna í stjórn FL Group. Vel fór á með þessum tveimur hópum og skemmtu menn sér vel yfir þessu „reunioni“ stjórn- armanna félagsins. Flýgur fiskisaga Menn bíða enn spenntir eftir því að til tíðinda dragi í þreifingum FL Group og Sterling. Ekki sást til ferða Hannesar Smárasonar og Pálma Haralds- sonar í Smáralindinni, en þeir leika lykilhlutverkin í framvindu þess máls. Orðrómur er um það í Dan- mörku að viljayfirlýsing um kaupin sé klár. Það hefur ekki fengist staðfest, en margir eru þeirrar skoðunar að málið sé lengra komið en menn vilja vera láta. Aðrir telja að langt sé í land að einhverjir samningar séu klárir. Hverju sem því líður er líklegt að til tíðinda dragi og líklegra en hitt að FL Group kaupi Sterling. Ekki er ólíklegt að fleiri flugfélög séu á matseðlinum og fyrir utan easyJet er ekki ólíklegt að FL menn horfi einnig til Finnair sem Burðarás á hlut í. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.630 Fjöldi viðskipta: 302 Velta: 112.955 millj. +0,37% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... > Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í gær var 16,7 milljarðar króna sem telj- ast lífleg viðskipti. Það tengist viðbrögð- um við vaxtahækkun Seðlabankans. > Actavis hefur keypt ungverska lyfja- fyrirtækið Kéri Pharma. Kaupverð er ekki gefið upp. Kéri sérhæfir sig í þró- un, sölu og markaðssetningu á sam- heitalyfjum í Mið- og Austur-Evrópu. > Íslandsbanki hefur gefið út og selt skuldabréf fyrir 2,5 milljarða króna fyrir kanadíska matvælafyrirtækið Clearwa- ter Seafoods. > Í ár eru fimmtíu ár síðan byrjað var að gefa út þjóðhagsskýrslu, sem nefnist Þjóðarbúskapurinn. Á þeim tímamót- um verður ritið gefið út í nýjum búningi á mánudaginn. 18 1. október 2005 LAUGARDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 41,30 +1,23% ... Bakkavör 43,50 -0,23% ... Burðarás 18,00 +0,00% ... FL Group 14,70 +0,00% ... Flaga 3,60 +0,00% ... HB Grandi 9,20 +0,00% ... Íslandsbanki 15,10 +1,34% ... Jarðboranir 20,60 +0,00% ... KB banki 596,00 +0,00% ... Kögun 55,80 +0,89% ... Landsbankinn 22,20 +0,45% ... Marel 66,50 -0,30% ... SÍF 4,62 -1,49% ... Straumur 13,80 +0,73% ... Össur 85,50 +0,00% Sláturfél. Suðurl. +33,33% Mosaic +2,21% Íslandsbanki +1,34% SÍF -1,49% Icelandic Group -1,01% Kögun -0,89% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Gengi krónunnar styrkt- ist um 2,8 prósent í gær. fia› er mesta styrking krónunnar á einum degi frá árinu 2001. Sagt er a› Se›labankinn reyni a› endurheimta trúver›- ugleika sinn í Peninga- málum. Gengi krónunnar styrktist um 2,8 prósent í gær og hefur ekki styrkst meira á einum degi frá ár- inu 2001. Gengisvísitalan endaði í 103 stigum við lok viðskiptadags og hefur ekki áður verið svo lág. Gengisvísitalan lækkar þegar gengi krónunnar styrkist. Í fyrra- dag kostaði einn bandaríkjadalur 63,2 krónur en 61,7 krónur í lok gærdagsins. Alls voru viðskipti með krónur fyrir 22 milljarða króna í gær. Má rekja þessi við- brögð til þess að Seðlabankinn ákvað að hækka stýrivexti um 0,75 prósent í fyrradag – meira en gert hafði verið ráð fyrir og ítrek- aði skyldu sína að halda verð- bólgu í kringum 2,5 prósent. Ásgeir Jónsson, hagfræðing- ur hjá greiningardeild KB banka, segir að frá því að fjár- magnsflutningar voru gefnir frjálsir á Íslandi árið 1995 hafi krónan tvisvar sinnum styrkst meira en í gær. Það var 9. maí og 21. júní árið 2001 eftir að Seðla- bankinn hvarf frá fastgengis- stefnunni, sem hann hafði áður fylgt, og tók upp verðbólgumark- mið. Krónan hefði lækkað mikið dagana á undan og var að ein- hverju leyti að rétta sig af eftir yfirskot ólíkt því sem átti sér stað í gær. Ásgeir segir að athyglisvert verði að fylgjast með þróun á skuldabréfamarkaði næstu vik- urnar því búast megi við að auk- inn vaxtamunur við útlönd lokki fleiri erlenda fjárfesta til að gefa út skuldabréf í íslenskum krón- um. Það geti unnið á móti því að- haldi peningamálastefnunnar sem Seðlabankinn boðaði í fyrra- dag. Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir að Seðla- bankinn reyni að endurheimta trúverðugleika sinn í nýjustu út- gáfu Peningamála. Í spám grein- ingardeilda og könnunum Gallup hafi komið fram vísbendingar um að fólk og fyrirtæki tryðu því að verðbólga yrði langt fyrir ofan verðbólgumarkmið Seðlabankans næstu misserin. Það, hversu langt hafi liðið á milli vaxtahækkana, eigi þátt í því að bankinn hafi misst trúverðugleika. Edda Rós segir að Seðlabank- inn kveði mjög fast að orði um áform sín um að ná niður verð- bólgu í Peningamálum. Bankinn megi ekki hvika frá þeirri stefnu, annars muni trúverðugleiki hans bíða meiri skaða. „Seðlabankinn spilar djarft og leggur mjög ríka áherslu á að endurheimta trú- verðugleikann. Til þess þurfa at- hafnir að fylgja orðum,“ segir Edda Rós. bjorgvin@frettabladid.is Krónan aldrei sterkari KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Landsbankinn bau› best í Lánasjó› landbúna›arins Landsbanki Íslands bauð best í til- greindar eignir og skuldir Lána- sjóðs landbúnaðarins eða 2,653 milljarða króna. Næst- hæsta boðið átti Kaupþing banki, 2,624 milljarða eða 290 milljónum lægra en Landsbankinn og Íslands- banki átti lakasta tilboðið, bauð 2,301 milljarða. Landbúnaðar- ráðherra ákvað í gær að höfðu sam- ráði við ráðherra- nefnd um einka- væðingu að sam- þykkja tillögu f r a m k v æ m d a - nefndar um einka- væðingu um að taka tilboði Lands- bankans í Lánasjóðinn. Gert er ráð fyrir því að undirrit- un kaupsamnings fari fram í næstu viku. Eigið fé Lánasjóðs land- búnaðarins var 3,47 millj- arðar við sex mánaða upp- gjör sjóðsins í ár og er salan því tæpum milljarði undir eigið fé sjóðsins. - hb GUÐNI ÁGÚSTSSON Hefur gengið frá sölu á Lánasjóði landbúnaðar- ins til Landsbankans. Íslandsbanki gekk í gær frá sam- komulagi um að gefa út skulda- bréf fyrir rúmlega einn milljarð bandaríkjadala eða fyrir um 66 milljarða íslenskra króna. Um fjörutíu prósent af útgáfu bank- ans voru seld til bandarískra lang- tímafjárfesta en fjármögnunar- verkefni bankans er liður í því að laða til bankans nýja fjár- festa. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki gengur frá skuldabréfaút- gáfu þar sem skilyrði bandaríska fjármálaeftir- litisins, 144A, eru upp- fyllt. Útgáfurnar munu verða skráðar í Kaup- höllina í London og er þannig um svo- kallaða alheims- útgáfu skuldabréfa að ræða. Skuldabréfaútgáfan er annars vegar til þriggja ára og hins vegar til fimm ára. Markaðssetningu skuldabréf- anna var einkum beint að fjárfest- um í Bandaríkjunum og Asíu en einnig var selt til evrópskra fjár- festa. Búist er við því að Íslands- banki muni vera reglulegur útgefandi skuldabréfa í bandaríkjadölum á markaði ytra í framtíðinni. - hb SKULDABRÉF Í BANDARÍKJA- DÖLUM Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf fyrir um 66 millj- arða í Bandaríkja- dölum. Skuldabréf fyrir einn milljar› bandaríkjadala Ómar Benediktsson, forstjóri flugfélagsins Air Atlanta Iceland, hefur ákveðið að láta af störfum 1. nóvember næstkomandi. Ómar stýrði sameiningu Ís- landsflugs og Atlanta og er því ferli lokið. Ómar hyggst eiga hlut sinn í móðurfélaginu Avion Group sem stefnt er að fari á markað í byrjun næsta árs. Ómar var einn af stofnendum Íslandsflugs og hefur hann orðið við þeirri beiðni stjórnar Avion að sinna áfram sérverkefnum fyrir félagið. Við starfi Ómars tekur Hafþór Hafsteinsson sem mun tímabundið sinna bæði því starfi og núverandi starfi sem forstjóri flugflutningasviðs Avion Group. ■ Ómar hættir hjá Atlanta STANDA VÖRÐ UM TRÚVERÐUGLEIKA SEÐLABANKANS Jón Sigurðsson, Eiríkur Guðnason, Arnór Sighvatsson og Birgir Ísleifur Gunnarsson á fundi Seðlabankans í fyrra- dag. Þar ítrekaði Birgir að það væri skylda bankans samkvæmt lögum að verja verðbólgu- markmið sín. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R Danskt atvinnulíf horfir til Íslendinga flegar leit- a› er lei›a til a› komast í hóp sigurvegara í vi›- skiptum. Ársfundur samtaka iðnaðarins í Danmörku, Dansk Industri, bar yfirskriftina „Meet the winners“, eða stefnumót við sigurvegar- anna. Þar horfir iðnaðurinn í Dan- mörku til Íslands, Írlands og fylkisins Massachusetts í Banda- ríkjunum. Umræðufundur með þáttöku 200 stjórnenda í dönsku atvinnulífi, þingmanna og ráð- herra hófst með sýningu kynn- ingarmyndar frá Íslandi þar sem rætt var við stjórnendur í fyrir- tækjunum Marel og Marorku. Umræða um íslenskt við- skiptalíf var um skeið neikvæð í Danmörku, sérstaklega í kjölfar kaupa íslenskra fjárfesta á Magasin du Nord. Þorsteinn Pálsson, sendiherra Íslands í Danmörku, segir umræðuna vera orðna öllu jákvæðari. Hann segir sendiráðið vinna skipulega að því að kynna viðskiptalífið á breiðum grundvelli fyrir dönsk- um fjölmiðlum og hagsmunaaðil- um í dönsku atvinnulífi. Hann segir íslensk fyrirtæki sem fjár- fest hafa í Danmörku hafa sýnt það og sannað að þau eigi fullt erindi inn á danska markaðinn. Það ásamt starfi sendiráðsins, Útflutningsráðs og dansk-ís- lenska verslunarráðsins hafi skilað þeirri jákvæðu umræðu sem einkennt hafi fund Dansk Industri. - hh HORFT TIL SIGURVEGARANNA Danir eru farnir að horfa til Íslands í leit að fyrirmynd- um í viðskiptalífinu. Um tvö hundruð stjórnendur atvinnulífs í Danmörku og stjórnmála- menn, þeirra á meðal Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra, horfðu á mynd um frumkvöðla og frjálsræði í viðskiptum á Íslandi. Umræ›a Dana jákvæ›ari

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.