Fréttablaðið - 01.10.2005, Page 24
Það er ekki erfitt að ímyndasér hvers vegna Beirút, höf-uðborg Líbanons, var allt
fram á áttunda áratuginn kölluð
París Mið-Austurlanda. Borgin
var miðstöð fjármála- og við-
skipta í heimshlutanum og sam-
búð ólíkra trúar- og þjóðfélags-
hópa – þótt oft væri hún stirð –
tryggði fjölskrúðugt mannlíf.
Svo dundi ógæfan yfir. Um
miðjan áttunda áratuginn sauð
upp úr á milli kristinna íbúa
landsins og múslima vegna deilna
um veru palestínskra flótta-
manna. Næstu fimmtán árin log-
aði Líbanon í átökum, þjóðfélagið
var gjörsamlega stjórnlaust og er-
lend ríki á borð við Ísrael, Íran,
Sýrland og Bandaríkin blönduðu
sér í stríðið með beinum eða
óbeinum hætti. Síðustu fimmtán
árin hefur verið friðsamlegra í
landinu en til skamms tíma hélst
sá friður einungis vegna hersetu
og margvíslegra ítaka Sýrlend-
inga. Í kjölfar morðsins á Rafik
Hariri, fyrrverandi forsætisráð-
herra, í febrúar síðastliðnum reis
stór hluti þjóðarinnar upp gegn
Sýrlendingum og þegar alþjóðleg-
ur þrýstingur bættist við hafði
herlið þeirra sig á brott. Það eru
því spennandi en óvissir tímar
framundan hjá Líbönum, því um
leið og sjálfstæði landsins hefur
aukist hefur ólgan gert vart við
sig á ný.
Iðandi mannlíf
Andrúmsloftið í Beirút er reyndar
sérstaklega vingjarnlegt og þar er
fátt sem minnir á stríð – nema
kannski kúlnagötin sem eru á
býsna mörgum húsum. Glæpa-
tíðni er þar með minnsta móti og
erlendir ferðamenn eru án efa
mun öruggari þar en í mörgum
borgum Vesturlanda. Einna helst
eru það bílarnir og bifhjólin sem
þjóta í allar áttir sem túristarnir
verða að gæta sín á. Gestrisni og
hjálpfýsi heimamanna virðast
hins vegar engin takmörk sett,
þeir veita greinilega höfðinglegar
móttökur hverjum þeim sem kær-
ir sig kollóttan um fréttaflutning-
inn og heimsækir landið.
Enda þótt mannskætt sprengju-
tilræði hafi verið framið í borginni
kvöldið áður en ég kom þangað
virtist almenningur ekki láta það
raska ró sinni, enda ýmsu vanur.
Alls staðar var ys og þys, kaffihús-
in full af fólki reykjandi vatnspíp-
ur og þambandi límonaði í hitan-
um. Við grýtta strandlengjuna
gættu unglingar sem svömluðu í
sjónum sín á því að flækjast ekki í
önglum stangveiðimanna sem
renndu fyrir smáfisk í gruggugum
sjónum. Þrátt fyrir fjörið er við-
búnaðurinn samt aldrei langt und-
an. Lögreglumenn með stóra sjálf-
virka riffla voru á hverju strái og
vopnaður vörður er yfirleitt við
stofnanir á borð við opinberar
skrifstofur og banka, jafnvel stöku
íbúðarhús. Til að geta gengið fram
hjá þinghúsinu verða vegfarendur
að leyfa lögreglu að gramsa í tösk-
um sínum og húsakynni Samein-
uðu þjóðanna, stofnunar sem mað-
ur hefði búist við að nyti vinsælda
og trausts, eru umkringd sandpok-
um og þangað fær enginn að fara
nema að hann geti sannarlega sýnt
fram á lögmætt erindi.
Sýrlensk ítök enn til staðar
Skýringin á þessum ráðstöfunum
við bygginguna er í sjálfu sér
skiljanleg því um þessar mundir
rannsakar nefnd á vegum Samein-
uðu þjóðanna morðið á Rafik
Hariri. Á grundvelli rannsókna
nefndarinnar voru fjórir menn
handteknir fyrir um mánuði síð-
an. Þeir gegndu allir mikilvægu
hlutverki í öryggiskerfi landsins,
leyniþjónustu eða her, og allir
höfðu þeir náin tengsl við Sýr-
landsstjórn, tengsl sem Hariri
barðist fyrir að skorið yrði á.
Þótt herlið Sýrlendinga hafi
haft sig á brott úr landinu er ljóst
að ítök þeirra eru enn mikil. Emile
Lahoud, forseti Líbanons, er hall-
ur undir ráðsherrana í Damaskus
og þeir sem voga sér að troða
þeim um tær eiga ekki von á góðu.
Þessu komst blaðakonan May Chi-
diac að í síðustu viku, en eftir að
hún ræddi opinskátt um möguleg-
an hlut sýrlensku leyniþjónust-
unnar í morðinu á Hariri í sjón-
varpsþætti var sprengju komið
fyrir undir bílsstjórasætinu í bif-
reið hennar. Hún slasaðist alvar-
lega í tilræðinu.
Hetjan Hariri
Í þeim hluta Beirút þar sem
múslimar eru fjölmennir er
Hariri nánast haldið í dýrlinga-
tölu. Alls staðar hanga myndir af
forsætisráðherranum fyrrver-
andi, og oftast er Saad, sonur hans
á myndunum líka. Saad leiddi
flokk föður síns til sigurs í þing-
kosningunum í júní og binda
menn miklar vonir við að hann
feti í fótspor föður síns.
Sú mikla uppbygging sem átt
hefur sér stað í Beirút síðastliðinn
áratug er jafnframt Hariri að
stórum hluta að þakka en mið-
borgin sem lögð var í rúst á styrj-
aldarárunum hefur verið byggð
upp nánast frá grunni. Hariri
hafði forgöngu um að stofna fyrir-
tæki sem sjá átti um alla upp-
byggingu á svæðinu og voru hlut-
hafar í því þeir sem áttu fasteign-
ir og lóðir í miðborginni fyrir
borgarastríðið. Hariri var reynd-
ar beggja megin borðsins því
hann var sjálfur stærsti hluthaf-
inn og auðgaðist verulega.
Horft fram á veginn
Þrátt fyrir uppganginn er efna-
hagur landsins enn í lamasessi.
18 prósent vinnufærra manna
eru atvinnulaus og tæpur þriðj-
ungur þjóðarinnar býr við fá-
tæktarmörk á meðan lítill hluti
landsmanna á umtalsverð auð-
æfi. Tíu milljónir Líbana búa er-
lendis en aðeins fjórar í sjálfu
landinu. Auk þeirra dvelur ein
milljón erlendra verkamanna í
landinu og ekki má gleyma
500.000 Palestínumönnum sem
búa þar í flóttamannabúðum.
Það er erfitt að segja hvernig
mál munu þróast fyrir þetta litla
og stríðshrjáða land á næstu miss-
erum enda er staðan þar flókin. Sú
þjóð sem við mér blasti þá daga
sem ég dvaldi þar virtist hins veg-
ar einhuga um að horfa fram á
veginn og byggja upp samfélag
sáttar og samlyndis í stað þess að
festast í vítahring hefndarinnar.
Vonandi verður henni að ósk
sinni.
24 1. október 2005 LAUGARDAGUR
Ímynd umheimsins af Líbanon hefur veri› allt
önnur en jákvæ› sí›asta aldarfjór›unginn. Sjálfsagt
er fla› engin fur›a flví um árabil geisa›i bló›ug
borgarastyrjöld í landinu. fiótt fri›ur hafi komist á
fyrir fimmtán árum er sta›an enn ótrygg. Sveinn
Gu›marsson komst hins vegar a› raun um a› á bak
vi› fréttirnar b‡r litrík fljó› í gullfallegu landi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
VE
IN
N
G
U
Ð
M
AR
SS
O
N
VIÐ PÖNNUNA Líbanskur matur er annálaður fyrir gæði. Hvort sem um er að ræða ódýrt
manaeesh bi-zaatar á götuhorni eða kræsingar á veitingahúsi bráðnar allt uppi í manni.
ÓHUGNANLEGUR MINNISVARÐI Holiday Inn hótelið var opnað í miðborg Beirút rétt áður en borgarastyrjöldin skall á. Háreist bygg-
ingin varð eftirlætishreiður leyniskyttna sem höfðust við á þaki hennar. Linnulaus eldflauga- og fallbyssuskothríð dundi á byggingunni í
staðinn. Ekki er vitað hver verða afdrif þess, sumir vilja taka það aftur í notkun en aðrir vilja að það verði rifið.
DÝRLINGAR Í Hamra-hverfinu hanga
myndir af Hariri-feðgunum á hverju horni.
Á STRÖNDINNI Múslimakonur láta ekki strangar reglur um klæðaburð stöðva sig í að
njóta veðurblíðunnar.
Beirút getur
líka brosa›